Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Qupperneq 11
Sýslumannshjónin á Húsavfk. var búið að kveikja á þeim öllum, þar var englahár og fuglar í öllum litum, kúlur og pokar fullir af góðgæti. Senn var gengið að trénu, allir tóku höndum saman, og úr stofunni bárust tónarnir frá píanóinu, og nú byrjaði sýslumað- urinn að syngja: „nú gjalla klukkur/glöðum hreim, er guðson fæddist þessum heim og færði mönnum fögur jól, í friðabjartri kærleikssól", og allir tóku undir. Það var sungið hvert lagið eftir annað, og ennþá heyri ég þessi yndislegu jólaljóð, sem ég lærði sem barn. Þegar farið er að drekka kaffið, tek ég eftir því að það er komið jólatré úti í garði, það er eins og jólatréð inni, og meira að segja logar á kertunum, ég var ákveðin i þvi að skoða þetta tré betur. Ég geng að glugg- anum og horfi hugfangin á þetta tré og lít inn í stofuna, jú ekki ber á öðru, tréð er þarna á sinum stað, ég lit aftur í gluggann, þarna er hitt tréð, ég horfi lengi lengi og i kvöld sé ég þetta fyrir mér allt saman aftur. Kannski sé ég þetta ennþá betur fyrir mér nú sem fullorðin kona. Ég sé litla stúlku fjögra — sex ára standa við glugg- ann og horfa úti snæviþakinn garð, annað slagið, það er sem ótal perlur glói í garðinum. Búðaráin er sem silfurband á þessum hvita möttli en fegurst skartar jólatréð meö logandi kertunum, tréð sem ekkert snjókorn festist á, tréð sigræna sem speglaðist í glugg- anum og endurspeglast nú í huga mér fjörutiu árum siðar. Júltus Havsteen I einkennisbúningi embættisins. Kirkjan ð Húsavlk. að kirkjunni, er búið að kveikja ljósið fyrir ofan kirkjudyrnar. Þetta var líklega 100 kerta pera, hún var að vísu ólituð en hún bar svo mikla birtu að lýsti langar leiðir, allt umhverfið var baðað þessu ljósi sem lýsti vegfar- endum, og hún lýsti lengra, hún lýsti alla leið inn í hjörtun og tendraði þar jólaljós. Hátíð ljós- sins hafa jólin tíðum verið nefnd, og það með réttu, þá er ljós úti og inni sem aldrei endranær, og ljós í hjörtum mannanna. Það eru orð- in um 30 ár síðan ég var heima á jólum síðast, ég veit ekki hvort enn lifir á ljósaperunni á jólum. Jóhannes meðhjálpari verður allatíð í minum huga sem hluti af kirkjunni. Hann var þar öll mín uppvaxtarár einstakt prúðmenni, svo hógvær og hljóðlátur að af bar. Hugurinn er nú að mestu bundinn kvöldinu, sem nú var í vændum og eftirvæntingu að sjá jólatréð og fá að ganga í kringum það og syngja. Við uppi vorum ætíð boðin niður á aðfangadagskvöld, þá var gengið í kringum jólatréð, og svo var kvöldkaffið drukkið seinna með öllu góðgætinu sem því fylgdi. Þegar við komum inn í stofuna skartaði jólatréð sinu feg- ursta, það stóð við suðurgluggann í borðstofunni, kertin á greinunum, gul, rauð og blá. Það Haraldur Þör Jönsson JOLAFRIÐUR Þá Ijósið skæra birtu bar á barnsins jötu lága þá oss var fært til ununar með elsku og kærleik háa og dýrðar hátign helgunar um himinn stjörnur skina svo eilifð drottins uppi þar skal aldrei fá að dvina. Og liknar mildi lausnarans með lofgjörð æ skal hljóma i borg á himni um brautir hans ber fagra helgidóma þar vinir drottins vegsemd fá þeir vakna á nýjum degi svo alsæld guðs þeir allir sjá að endurleysast megi. Þar fæðing kæra frelsarans er fagnað heitt af móður sem björt af gleði ber þann krans i brjósti er þakkaróður og fátæk mær með veika von um velsæld þeim til handa hún ber á örmum bjartan son, með bliðu og ást i vanda. En hirðar vöktu völlum á um vetrarnóttu svarta þá helgir englar himnum frá upp hófu raustu bjarta með lúðurhljóm og mildum söng þeim minntu á Jesúbarnið og nóttin dimma leið og löng menn leiddust yfir hjarnið. Til gripahúss þar geislarós frá glæstri stjörnu tindrar i brú'num hálmi litið Ijós með Ijóma tærum sindrar það heimsins mikla var sú von er vegsemd æ skal hljóta þú alheimsföðurs ungi son skalt alls hins góða njóta.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.