Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Page 15
TIL ÞESS AÐ
Stefán M.
Gunnarsson
bankastjóri
VONANDI
KEMUR
EKKI
DAGBLÖÐ
VERÐIBÖNNUÐ BÖRNUM
Vissulega mætti nefna ýmisiegt
úr samtfmanum, sem vekur hjá
manni svartsýni. Vilji maður
reyna, að láta telja sig f flokki
hinna skynsamari manna, ætti
vafalaust að nefna verðbólguna
þar fyrst til. Verðbólguna, þess
ófreskju sem er yfir og allt um
kring og allir eru f orði kveðnu
sammála.um að sé af hinu illa. Þó
eru menn alls ekki sammála um
hvaðan verðbólgan sé komin, af
hvaða rótum hún sé runnin eða
hvaða brögðum skuli beitt til að
ráða niðurlögum hennar. Samt er
henni kennt um ótal margt sem
aflaga fer, það er jafnvel talað
um verðbólguhugsunarhátt og
það sé ekki góður hugsunarhátt-
ur, hann fæði m.a. af sér glæpa-
hneigð og sviksemi og það er sagt
að menn geri út á verðbólguna.
30% verðbólguaukning milli ára
boðar þvf tæpast bjarta framtfð
fyrir fslenskt þjóðlff.
Þess sér Ifka stað á hverjum
degi, en það er gert út á meng-
aðan hugsunarhátt. Dagblöð,
jafnvel sum hver komin á sjötugs
aldur, heyja harða keppni um
soralegar forsfður, fyrirsagnir
sem hrópa á krossfestingu eða
kynda undir grunsemdir um
svindl og óheiðarleika f vinnu-
brögðum. Óhamingja og mannorð
náungans er söluvara á gangstétt-
um og götuhornum. Vfst setur að
manni ugg að hugsa til þeirra
áhrifa sem slfk fjölmiðlun hefur,
þótt of sterkt væri að orði komist
að það veki sérstaka svartsýni, þvf
enn reynir maður að trúa á dóm-
greind almennings og að ekki
þurfi til þess að koma að dagblöð
verði bönnuð börnum.
Það fer ekki hjá þvf, að stund-
um skjóti upp kviða fyrir framtfð
barnanna. Að maður efist um að
hafa sýnt næga ábyrgðartil-
finningu með þvf að stuðla að
fæðingu nýrra einstaklinga inn f
þessa veröld, sem þrátt fyrir tvær
heimsstyrjaldir og óteljandi aðr-
ar mannskæðar styrjaldir, setur
það ofar öllu að vfgbúast. Frið-
samur maður gengur ekki með
byssu f vasanum. E man einn
morgun þegar ég var á leið f
vinnuna, mér finnst það hafi ver-
ið myrkur og slagveður, það var
nýlega búið að koma á vopnahléi
eftir sfðustu styrjöld fsraels-
manna og araba, ætli séu ekki um
þrjú ár sfðan. Ég opnaði fyrir
útvarpið f bflnum og ég man það
enn, ég held orðrétt, þegar þulur-
inn las: „Breska rfkisstjórnin
hefur samþykkt að hefja á ný
vopnasölu til landanna fyrir
botni Miðjarðarhafsins". Mér
fannst það þá og finnst það enn,
að ekkert hafi opinberað betur
tvfskinnung f friðartali vfgbúinna
þjóða.
Bergþóra
Sigurðardóttir
læknir
HVAÐ ER
HEIMILI
SEM EKKIER ATHVARF?
Þegar ég var að alast upp
virtist einn möguleiki á heims-
enda og þá af völdum kjarn-
orkunnar þó á hverri öld hafi
verið spáð heimsenda. Nú eru
margar leiðir en mismunandi
hraðfara. Hvernig getum við
svo verið bjartsýn? Eru
jákvæðu öflin, sem loks hafa
vaknað til vitundar um hvernig
komið er, orðin nógu sterk til
að hindra þá þróun, sem komið
hefur okkur á heljarþröm. Nú
er þvf miður þannig farið að
það sem bætir jörðina kostar
yflrleitt fé, sem reyndar ávaxt-
ar sig f framtfðinni. En öflin,
sem rýra gæði jarðar gefa
stundar hagnað. Hvort sem það
er veiði sfðasta þorsksins eða
ofbeit afréttarins.
Langt er sfðan haft var á orði
að maðurinn ynni vfða á móti
náttúrunni. Plato sá hvernig
skógurinn hafði eyðst úr hlíð-
um Attiku. Hann sá að jarðveg-
ur var ekki lengur til staðar að
binda regnvatn og hindra flóð.
Menning Grikklands hætti að
blómstra um leið og landið, en
kirkingslegt gras óx f stað
blómlegra skóga.
Bandarfkjamaðurinn George
Perkins Marsh (dáinn — 1882)
hefur varið kallaður faðir vist-
fræðinnar. Hann var kynlegur
kvistur, ritaði meðal annars
bók um fslenzka málfræði.
Hann athugaði frá barnæsku
samskipti manns við náttúruna
og 1864 kom út ávöxtur þessara
athugana; Maður og náttúra.
Hann segir: Eg vona, að ég geti
vakið áhuga á efni, sem hefur
fjárhagsgildi.með að benda á
leiðir og lýsa þvf hvernig
atferli mannsins, hefur og get-
ur orðið til að skaða eða bætt
ástand jarðarinnar.
Það leið samt heil öld þangað
til að áhuginn var almennt vak-
inn.
Á liðnu sumri eignaðist ég
fallega bók, sem heitir „This
good earth“: — Góða jörðin
okkar. Bókin lýsir f máli og
myndum, jafnt lifandi náttúru
sem frostrósum á polli. Til-
einkunin vakti sérstaklega at-
hygli mfna en ritstjórinn, Les
Line tileinkar börnum sfnum
hana f von um að jörðin þeirra
verði jafn góð og hans. ! for-
mála segir hann „við vonum að
myndirnar verði hvatning til
þess að nauðsynleg skref vcrði
tekin til að halda jörðinni góðri
— að vernda hana gegn þeirri
spillingu, sem fáfræði og sjálfs-
elska leiðir af sér“. Við skulum
taka undir þá ósk og við vonum
með George Marsh að andinn
hrósi sigri yfir efninu. En það
var eina lausnin, sem hann sá.
Sannarlega hefur náttúru-
vernd aukist til muna á okkar
landi á sfðasta áratug. Tmis
limlesting á náttúru landsins,
sem ekki þótti ámælisverð er
nú óhugsandi. Sumsstaðar hafa
ræktunarsjónarmið jafnvel
gengið út f öfgar. Hvað klæðir
ver fslenzkt hraun, en beinvax-
in fura f kálgarðsröðum f
Dimmuborgum.
Við eigum stórt og fjölbreytt
land. Á vit náttúru þess getum
við sótt bjartsýni og hugarfró-
un. En hvað með „Sólarferð-
ina“? Heldur fólk að það geti
sótt sólskinið f húfuna sfna eins
og Bakkabræður? Þurfum við
ekka frekar að læra að njóta
okkar eigin lands, sem við þurf-
um þó að lifa f sátt við hina
335—350 daga ársins? Er það
vegna þess að f sólarferð þarf
ekkert að leggja á sig? Þú getur
legið og staknað og jafnvel látið
aðra um að hugsa fyrir þig og
áfengið er lfka svo ódýrt. Ódýrt
— er áfengi nokkurntfma
ódýrt? Ekki meðan það leggur
að fótum sér allt að 20% karla á
besta aldri og vaxandi hluta
kvenna f hinum vestræna
heimi. Ekki sfst þar sem vei-
megunin er mest. Hvað veldur
þessum flótta undan ábyrgð
lffsins? Af hverju þetta til-
gangsleysi?
Ég las nýlega bók eftir Vik-
tor E. Frankl, austurrfskan geð-
lækni. Hann lifði af
hörmungarnar f fangabúðum
nasista f Auschwitz. Hann gat
hjálpað samföngum sfnum að
finna tilgang f þjáningunni
meðan hungurlopinn hvarf f
tár þeirra. Það hlýtur að gefa
manni aukna trú á lffið og til-
veruna að kynnast Dr. Frankl
og kenningum hans:
Það er ekki, hvers við vænt-
um af Iffinu, heldur hvers lffið N
væntir af okkur, sem skiptir
máli. Við berum ábyrgðina á
lffi okkar frá stund til stundar.
Við höfum frelsi til afstöðu til
umhverfisins — jafnvel f fang-
elsi.
Hvernig bregðumst við f dag
við þessari ábyrgð? Hefur ekki
stefnan verið að kref jast minna
af sjálfum sér og meira af þjóð-
félaginu.
1 sundlaugunum um daginn
tók ég sérstaklega eftir ungri
konu og lftilli telpu. „Mamma
má ég“ og það var auðheyrt að
barnið var vant að fá svör.
Framhald á bls. 23
Þegar ég fhuga þessar spurningar
um bjartsýni og bölsýni, sem fyr-
ir mig hafa verið lagðar og reyni
að forðast málalengingar, þá þyk-
ir mér sem mér muni fallast
hendur, er ég á að rita svar við
þeim. Samt hlýt ég að nefna það
fyrst alls, að ég er ekki bölsýnn
maður, en veit jafnframt, að ég
get ekki nefnt neitt sérstakt, sem
veki mér sérstaka bjartsýni f við-
burðum Ifðandi stundar.
Bjartsýnin miðar við framtfð,
þótt hún hljóti að eiga rót sfna f
einhverju f fortfð. Nútfð er Ifk-
lega ekki til, ef grannt er skoðað.
hygg, að ég hafi ekki þá yfir-
sýn eða það innsæi, er gjöri mér
fært að sjá eða gera mér grein
fyrir einhverju f mannlegri hátt-
semi, er vekur mér þá von, sem
nefna má bjartsýni — nema eitt
— og það nefni ég að lyktum.
Þar eð ég hefi svo afneitað böl-
sýni, þá er Ifklegt, að einhver
spekingur gæti bent mér á alla.þá
válegu atburði og allar ógnir, sem
við höfum haft spurnir af og talið
lff mitt umhverft f svefn, ef ég
gæti með engu móti komið auga a
þá fyrirlitningu á manninum og
skefjalausu kvöl, sem við blasir
vfðs vegar og birtir hina öfug-
snúnu viljahneigð, er vekur ugg.
Þetta hefir ekki farið fram hjá
mér. Heimurinn er barmafullur
af þessu, og það varir við.
Enginn kemst ósærður undan
viðburðum, sem gjörast og gjörzt
Styrjaldir eru eítt það and-
styggilegasta sem ég hef kpurnir
af og þess vegna vekja fréttir af
þeim, hvaðaan sem er úr heimin-
um, alltaf sérstaka svarsýni. Ekki
þó fyrir mig sjálfan sem köminn
er á miðjan aldur og þvf kannski
dauður hvort sem er einhvern
daginn, heldur vegna barnanna
sem eru að alast upp og ég óttast
að ekki vinnist tfmi til að skila f
hendur friðelskandi heimi, til að
starfa f og fyrir.
En eitt er svo annað sem alltaf
vekur mér sérstakrar bjartsýni á
hverju ári, ofar öllu, en það er
það að bráðum fer að lengja dag-
inn. Um það hef ég engin fleiri
orð, það er bara mfn sérstaka til-
finning, sem árlega rifjar upp
þetta erindi úr kvæði Hjörieifs á
Gilsbakka f Skagafirði:
„Mér léttir fyrir brjósti
það lifnar hugur minn,
mig langar til að fara
að stfga sporið.
Og eldinn sem var falinn
ég endurvakinn finn
og afl f vöfðum.
Það er blessað vorið.“
Að vfsu skammast ég mfn fyrir
hvað eldurinn er daufur og aflið
lftið, en hver veit nema það glæð-
ist eitthvert vorið.
Arngrímur
Jónsson
sóknarprestur
ORÐIÐ-
BEITTARA
HVERJU
TVÍEGGJUÐU
SVERÐI
hafa. Hvað er að baki þeim öll-
um?
Hugsun, sem er taumlaus f
græðgi sinni f einhvers konar
vald, og orð, sem misst hafa merk-
ingu eða hún hefir daprazt. Þá er
sannleik og réttlæti umsnúið f
svik og rangindi. Orð falla f gildi,
þegar manngildi hrakar, þau
verða ranglætisheimur.
Menn eru þreyttir á orðum. Þau
streyma fram óaflátanlega og
hvaðanæva. Meginhlutinn merk-
ingarsnauður eða með umsnúna
merkingu og verður f æ minna
mæli treyst, þess vegna er merk-
ingu þeirra æ.minna gaumur gef-
inn.
Þetta vekur mér upp nú um
stundir, orð, sem tapa merkingu
eða fá allt aðra en þeim er ásköp-
uð. Tilfinning fyrir orðlist er
kæfð með skrurni, gaspri og slag-
orðum. Hugtök hjaðna, verða
óskýr eða óskiljanleg. Með þeim
hverfa raunveruleg verðmæti f
mannlegum samskiptum, þau, að
menn geti nálgazt og skilið hver
annan f fullum trúnaði. Þá er
einangrunin og tómleikinn á
næsta leyti. Kæringarleysi kemur
f stað kærleika, taumleysi f stað
frelsis og lftilsvirðing f stað til-
litsemi. Sennilega hefir aldrei áð-
ur verðið stunið svo mjög undan
tómleika sem nú. Skammdegið
getur ekki átt sök á honum öllum.
Einn er sá, sem er Orðið, Krist-
I Framhald á bls. 23