Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1977, Qupperneq 12
Moshe Dayan Framhald af bls. 3 Frakkar beittu neitunarvaldi sfnu gegn þeirri tillögu Banda- rfkjamanna, að okkur Israels- mönnum yrði engin hjálp veitt fyrr en við færum frá Súez, en Sovétmenn höfðu aftur á móti í hótunum við alla þrjá, Breta, Frakka og Israelsmenn. ! Bret- landi gekk gagnrýnin svo langt, að Anthony Eden varð að segja af sér og tók Harold Macmillan við. Hinn 16. marz 1957 lauk Súez- deilunni formlega þannig, að Israelsher hvarf aftur inn fyrir landamæri sfn. Ekki fengu Egypt- ar Sharm el-Sheikh aftur og ekki heldur Gazasvæðið; var þetta land falið umsjá öryggissveita Sam- einuðu þjóðanna. Nasser varð að létta siglingabanninu af Israels- mönnum og lofa að hætta hermdarverkum gegn þeim um sínn að minnsta kosti. Ég lét af embætti yfirmanns herforingjaráðsins skömmu sfð- ar. Ég var þá 41 árs að aldri. Settist ég nú á skólabekk, fór f hebrezka háskólann f Jerúsalem og gaf mig að stjórnmálafræðum. 1959 var ég kosinn á fsraelska þingið, Knesset. Varð ég land- búnaðarráðherra f stjórn Ben- Gurions. Þegar hann sagði af sér 1963, varð ég eftir f eina 16 mán- uði, en þá sá ég mér ekki fært að sitja lengur og kvaddi. Ég sat á þinginu eftir sem áður. Auk þess tók ég þátt í störfum flokks mfns, Rafi, sem var f stjórnarandstöðu um þær mund- ir, stjórnaði útgerðarfyrirtæki og vann að bók um herförina til Sharm el-Sheikh. Gekk svo lengi vel. En ég hafði hugann Ifka við hermálin og fylgdist með svo sem mér var unnt. Fór ég til dæmis til Vfetnams árið 1966 á vegum nokkurra blaða; átti ég að heita fréttaritari og gafst mér þarna gott tækifæri að sjá helztu nýjungar f hernaði. Vissi ég ekki þá, að ég yrði tekinn við yfir- stjórn hermála aftur áður en tfu mánuðir væru liðnir. Egyptar með liðs- safnað til Slnaí 1 miðjum maf 1967 bárust þær fregnir, að Egyptar stefndu mikl- um Iiðssafnaði til Sfnafskaga. Þremur dögum sfðar féllst aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna á þá kröfu Nassers, að öryggissveitirn- ar yrðu kvaddar frá Sfnaf. Lokaði Nasser nú Tiransundi fyrir öllum skipum til og frá lsrael. 26. mal lýsti hann svo yfir þvf, að Egyptar hygðust ganga milli bols og höf- uðs á tsraelsmönnum. Fjórum dögum seinna skipaði Hússein Jórdanfukonungur her sfnum undir merki Egypta, og lrakar fóru að dæmi hans. Þá dreif lið til Sínaf frá Kúvæt og Alsfr. Var nú þrengt að okkur á öllum vfgstöðvum og herir Araba langt- um fjölmennari en okkar. Gekk á með skeytum milli diplómata um vfða veröld og átti að reyna að forða strfði, en horfurnár voru ekki góðar og varð brátt Ijóst, að við Israelsmenn ættum Iftillar hjálpar að vænta. tsraelsher var viðbúinn öllu. Rfkisstjórn Levi Eshkols áttí um tvo kosti að velja; annar var að skipa hernum þegar til atlögu, en hinn að reyna að fá einhverja utanaðkomandi til að friða Nass- er. Tók stjórnin seinni kostínn. Leið nú og beið f 22 daga og spennan varð æ meiri. Eshkol veittist erfitt að taka ákvörðun. Æ fleiri kröfðust þess, að ég yrði skipaður landvarnaráðherra. Þann 23 maf fór ég með leyfi forsætisráðherra um væntanlegar vígstöðvar og kannaði aðstæður þar. 28. maf ávarpaði Eshkol þjóð- ina f útvarpinu. Er mér óhætt að segja, að flestir landsmenn hafi hlýtt á þá ræðu. Menn bjuggust við greinargóðu erindi, og nákvæmlega hugsuðu. En flestir munu hafa orðið fyrir vonbrigð- um. Forsætisráðherrann flutti mál sitt heldur óskipulega og hnaut hvað eftir annað um orðin; reyndist ekki mikið á ávarpinu að græða.fÉg frétti seinna.að ávarp- inu hefði verið rubbað upp í mikl- um flýti, fjölmargar villur voru f handritinu, og forsætisráðherran- um gafst ekki einu sinni tfmi til að lesa það yfir áður en hann flutti það f útvarpið). Þá varð mælirinn fullur. Al- menn gremja brauzt út, og kröf- urnar um það, að ég yrði skipaður landvarnaráðherra, urðu æ há- værari. llaginn eftir ávarpið bar ekki til tfðinda. Ég hélt áfram að kanna vfgstöðvarnar. Hvarvetna gáfu menn sig á tal við mig og kváðust óska þess, að ég yrði brátt landvarnaráðherra. Var mér alls staðar mjög vel tekið; eigendur veitingahúsa neituðu jafnvel að taka af mér borgun fyrir mat. Svo gerðu þeir Nasser og Húss- ein Jórdanfukonungur með sér varnasamning. Þá varð Eshkol að láta undan og gefa embætti land- varnaráðherra eftir. Var mér til- kynnt 1. júnf, að rfkisstjórnin hefi fallizt á það, að ég tæki við embættinu. Ég vildi láta til skar- ar skríða Árla morguns 4. júnf kom land- varnanefnd ráðherranna saman f Jerúsalem. Gerð var grein fyrir samningatilraunum diplómata og aðgerðum og fyrirætlunum Arabarfkjanna. Ég var svo beðinn að meta stöðuna. Ég kvaðst álfta, að bezt væri að láta strax skrfða til skarar og verða á undan Egypt- um. (Jr þvf mundi strfðinu vinda fram svo, sem við vildum. Egypt- ar töpuðu frumkvæðinu og yrðu strax að snúast til varnar. Vildi ég, að við gerðum þegar loftárás á herflugvelli þeirra. Ég taldi, að við gætum eyðilagt 100 orrustu- véiar að minnsta kosti og væri það afar mikilvægt, þar eð við þyrftum ekki að búast við þvf að fá nein vopn utan að fyrstu mán- uðina. Mundi aflsmunur okkar ®g Egypta jafnast mjög, ef loft- árásin tækist vel. Forsætisráðherrann tók til máls næstur. Meðan stóð á ræðu hans barst skeyti frá Johnson, Bandarfkjaforseta. Var það bæði langt og heldur neikvætt. Kvaðst Johnson vænta þess, að siglinga- banninu um Tfransund yrði aflétt áður langt liði. En Sameinuðu þjóðirnar yrðu að hafa frum- kvæði að þvf, ellegar Bandarfkja- menn yrðu að fá fleiri rfki f lið með sér til þess. Einir mundu þeir ekki skipta sér af þvf. Þessi orðsending varð Eshkol, forsætis- ráðherra til talsverðra vonbrigða. Loks voru tvær tillögur bornar undir atkvæði. Aðra hafði ég sam- ið. Hún var á þá leið, að hernum skyldi beitt til þess að losa landið úr úlfakreppunni, og skyldi strax látið skrfða til skarar, þvf að ella yrði óvinurinn fyrri til. Hin til- lagan hljóðaði svo, að við skyld- um skjóta lokaákvörðun um málið á frest og sjá hvað yrði úr uppá- stungu Johnsons, Bandarfkjafor- seta um það að senda herskip margra rfkja til Tiransunds, ef þau mættu ryðja sundið og opna það skipaferðum til Israels og frá. Tillaga mfn hlaut afdráttarlausan meiri hluta atkvæða. Ekki bar til tfðinda um nóttina eftir. 1 dögun var búið að fylkja öllum hernum og vár hann albú- inn til orrustu. Ég hringdi til konu minnar og bauð henni út til morgunverðar. Enn var klukku- stund til strfðs og mig langaði að vera samvistum við hana smá- stund áður, þótt ekki yrði nema nokkrar mfnútur. Við fórum inn f litla kaffistofu, fengum okkur kaffi og kökur og sátum smá- stund. Ég sagði henni auðvitað ekkert um strfðið, sem f vændum var, en lét þess aðeins getið, að ég þyrfti að vera kominn aftur til skrifstofu minnar um hálfátta- leytið. Eg játa það fúslega, að ég fann til talsverðrar ánægju, að ég skyldi hafa valizt til forystu og ábyrgðar á þessari örlagastundu tsraelsþjóðar. Ég treysti mér vel til verka, bæði í stjórnmálum og hernaði og var vongóður um það, að fyrirætlanir mfnar mundu lán- ast. En mér var einnig vel Ijóst, að ég hafði færzt mikið f fang og ábyrgð mfn var geysileg. Ég hlaut að minnast orða Ben-Gurions; hann hafði varað okkur við þvf að leggja út f þetta strfð. En málin höfðu skipazt á annan veg. (Jr þessu varð ekki aftur snúið. Og ég vissi, að það var undir mér komið, hversu til tækist. Þriðji og siðasti hluti birtist i næsta blaði. Nú fást tvær tegundir af Close- Up, Rautt Close-Up, og nýtt Grænt Close-Up. Græna tann- kremið Close-Up er ekki bara nýr litur—heldur líka nýtt bragð. Heilnæmt og hressandi pipar- mintubragð. í hvorutveggja — rauðu og grænu—er Close-Up efnið sem tryggir yður mjallhvítar tennur— og ferskan andardrátt. Þess vegna getið þér verið alveg örugg í návist annarra. Og þar að auki getið þér valið bragðið eftir smekk: Nýtt Grænt Close-Up

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.