Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Page 6
Um mikla menn skapast oft
þjóðsögur og ævintýr sem litla eða
enga stoð eiga í veruleikanum. Fáir
listamenn hafa orðið jafn illilega fyrir
barðinu á þvílíkum hugarórum sem
Franz Schubert, svo segja má að líf
hans allt og listsköpun sé hulin
rómantískri þoku og móðu er enn á
okkar dögum dregur upp mjög af-
skræmda mynd af bæði manninum
og þeirri tónlist er hann samdi á
stuttri ævi. Vera kann að einmitt
skammlífi hans og sérstæð saga
margra frægustu verka hans, svo sem
ófullgerðu synfóníunnar og þeirrar
niunda, sem ekki urðu almennt kunn-
ar og viðurkenndar fyrr en langt var
liðið á síðasta fjórðung nítjándu aldar,
hafi nokkru valdið um þessar rang-
færslur og ímyndanir. Fólk er gjarnt
að ýkja freklega þegar veruleikinn
sjálfur gefur tilefni til skáldskapar.
Þrátt fyrir það að Schubert lifði aðeins
tæp þrjátíu og tvö ár og starfstími
hans spannaði einungis um það bil
fimmtán ár hefur hann lagt eins stór-
an skerf til vestrænnar tónmenningar
og menn er náðu háum aldri svo sem
Bach og Haydn. Meðal hljóð-
færaverka hans eru nokkur sem nálg-
ast slíka fullkomnun að betur hefur
ekki verið ort í tónum t.d. áðurnefnd-
ar synfóníur, píanótríóin tvö (einkum
hið síðara í Es-dúr sem er miklu
minna þekkt), strengjakvartett sá er
nefndur er Dauðinn og stúlkan og
annar enn dýrlegri í G-dúr (samin
1826) sem á sina vísu er jafn furðu-
leg tónaveröld og kvartettar
Beethovens —- og siðast en ekki sízt
hinn undursamlegi kvintett í C-dúr
sem liklega er fullkomnasta hljóð-
færaverk Schuberts. Auk þessara tón-
smíða er fjöldi annarra dáð og elskuð
þó ekki sé hægt að kalla þau gjafir frá
hinum allra hæstu hæðum. Eg nefni
aðeins hin vinsæla Silungakvintett og
ýmis pianóverk i smáu broti
(impromptu).
íj n það eru, sönglögin
Schuberts sem eru kóróna lífsstarfs
hans og gildir það jafnt um magn
sem gæði. Hann samdi rúmlega 600
lög. í almennri vitund er hann fyrst
og fremst lagasmiður og töfrar hans
fólgnir í ódauðlegum melódíum sem
sumar hafa náð svo djúpt og innilega
til hjartans að allir þekkja þær og við
eigum erfitt með að ímynda okkur að
þessi lög hafi ekki alltat verið til t.d.
Silungurinn, Ave maria, Til tónlist-
arinnar, Heiðarósin og Linditréð. Þó
þessi skoðun sé ekki alveg einhlit má
láta hana á milli hluta liggja. Hitt er
öllu einkennilegra að sönlög
Schuberts eru i heild miklu minna
þekkt en hljóðfæratónlist hans. Ég
krotaði að gamni mínu við þau lög í
heildarútgáfu Eusebius
Mandyczewski (tiu bindi) sem ég tel
hiklaust snilldar smíðar á borð við
Álfakónginn. Auk lagaflokkanna
þriggja, Die Schöne Mullerin,
Winterreise og Schwangengesang
(61 lag) reyndust þessi afburða lög
nákvæmlega eitt hundrað. (Tveir af
beztu Schubert fræðimönnum aldar-
innar, Alfred Einstein og Richard
Capell, komast að mjög áþekkum
niðurstöðum). Meirihluti þessara
hundrað laga eru algerlega ókunn
venjulegum tónlistarunnendum að
ekki sé talað um þann sæg sem eru
fyrsta flokks músik þó ekki standist
þau fyllilega samanburð við þessa
hundrað meistarasöngva. Hvernig í
ósköpunum stendur á því? Ástæðan
er fyrst og fremst skilningsskortur og
listrænt getuleysi söngvara sem kjósa
fremur að leggja heiminn að fótum
sér sem afkáralegar óperufígúrur en
skapandi skáldsöngvarar. Þó er skylt
að geta þess að nokkrir yngri söngv-
arar, beggja kynja, hafa sýnt
áhugaverða viðleitni á að kynna
þessa huldu fjársjóði á hljómplötum
hin síðustu ár Margar þeirra (sem oft
eru mjög góðar) hafa fengizt og fást
enn í verzlunum í Reykjavík þó þær
virðist gersamlega hafa farið framhjá
tónlistardeild Ríkisútvarpsins.
Þetta almenna þekkingarleysi á
þeirri list sem er dýrasti leyndar-
dómur Schuberts hefur valdið því að
hann er sem söngvaskáld svo átakan-
lega misskilinn — eða öllu heldur
óskilinn — að varla er hægt að
benda á hliðstæðu í menningarsögu
Evrópu.
Kl inn nánasti vinur Schuberts
síðustu árin, skáldið unga Eduard von
Bauernfeld hefur i endurminnmgum
sinum sagt frá heitri orðasennu milli
tónskáldsins og nokkurra félaga úr
hljómsveit hirðóperunnar í Vín, er
báðu Schubert um tónverk með ein-
leikshendingum fyrir þeirra eigin
hljóðfæri. Hann harðneitaði. ,,Og
hvers vegna ekki, herra Schubert?"
var svarað með nokkurri þykkju. ,,Við
álítum að við séum jafn ágætir lista-
menn og þér. í gervallri Vínarborg
finnast ekki okkar jafningjar." —
„Listamenn!" hrópaði Schubert.
„Listamenn", endurtók hann. „Þið
listamenn! Vitið þið ekki hvað hinn
mikli Lessing sagði? Hvernig endist
nokkur til að sóa allri ævi sinni í það
eitt að tottá holan viðardrumb? Hann
sagði það eða. eitthvað i þá áttina. Þið
viljið kallast listamenn. Þið eruð allir
fiðlarar og pípara! Ég er listamaður!
Ég! Ég er Schubert, Franz Schubert
sem allir þekkja og tala um og skapað