Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Blaðsíða 12
Rósberg G. Snædal UM KYNSLOÐABILIÐ Þessi árin er mikið rætt og ritað um hið svokallaða KYNSLÓÐABIL. Hér er ný- legt orð á ferðinni, og hug- takið er það raunar líka. Eða hvernig stendur á þessu kynslóðabili, sem allt í einu er orðið mikið vandamál að dómi fjölda skriffinna og uppeldisfræð- inga? Hefur eitthvað komið fyrir okkar þjóð? Hvernig geta skapast skörp skil á milli kynslóða i „gróandi þjóðlífi — með þverrandi tár"? Langt ára- bil verður ekki milli ár- ganga nema annað tveggja komi til: karlmenn stráfalli í styrjöld eða konur verði ófrjóar. Þetta er kannski ekki alveg hávísindaleg mann- fræði, en í augum leik- manns er tæplega hægt að tala um bil milli kynslóða þessa stundina á voru landi. Eða eru menn ekki alltaf að fæðast ög deyja? Er ekki aldur íslendinga á bilinu frá 0 upp í 103 ár? Ég hélt það. — Svo er verið að fjargviðrast um unglinga á Hallærisplön- um annars vegar, en gaml- ingja á hinu leytinu, sem enga samleið eigi með æskunni og skorti allan skilning á þörfum hennar. Hverjir hafa búið til kyn- slóðabilið? Areiðanlega eru það ekki börnin eða unglingarnir, heldur foreldrarnir, sem gjarna má kalla „eldra fólkið" þótt þeir séu nú oft ekki eldri en á hæfilegum giftingaraldri þegar börnin eru vaxin þeim yfir höfuð í bókastaflegri merkingu. Jú, hér erum það við for- eldrarnir sem sökina berum og bilinu völdum. Börnin eru ekki lengur f fylgd með fullorðnum á mesta mótunartímanum og þegar handleiðslu er mest þörf. Breyttir þjóð- félagshættir á skömmu árabili hafa kallað fram margvíslegan vanda, ekki síst í sambandi við börnin og uppeldisvenjur. Gatan og skólarnir hafa snögg- lega tekið við uppeldinu f stað heimila og fjölskyldu- Iffs, einfaldlega vegna þess að foreldrarnir hafa ekki, eða telja sig ekki hafa, tíma til að sinna börnum sínum og tala við þau eins og áður var. En hversu sem skólarnir eru góðir, fellahellarnir, leikskólarnir og dagvistunarheimilin, kemur allt þetta ekki alveg f staðinn fyrir góð heimili og náið samband fjöl- skyldu. Þarna er bæði blá- þráður og snurða á þeirri tauginni sem þarf að vera haldreipið, — samband fortíðar við framtíð. Það samband má allsekki rof na. Hjá þeim öldnu er vís- dómurinn, var einu sinni mælt. Og þótt við hin eldri höfum fæst bréf upp á það, getum við öll og alltaf miðlað þeim yngri miklu ef við bara viljum og hugsum út í það. Hugleiðum t.d. bókmenntaarf okkar, sögu, eldri myndir úr lifi þjóðarinnar — eða bara okkar sjálfra. Við sem nú erum farin að grána f vöng- um lifðum allt aðra tíma, gjörólíka þeim sem nú blasa við táningum og börnum. Mín reynsla er sú, að flest eða öll börn hafi gaman af að heyra um GAMLA DAGA. Þá fræðslu getum við og þurfum að veita. Okkur ber nefnilega að vera dálítið ÍHALDS- SAMIR f þessum efnum. Hinni hliðinni, nútíman- um, kynnast þeir ungu miklu meira af sjálfu sér, jafnöldrum og daglegri Iffs- reynslu. Ég er viss um að öllum hinum yngri er bæði holt og nauðsynlegt að vita sem best skil á þeim jarð- vegi sem þeir eru sprottnir úr; — að það hafa ekki alltaf verið vegir á íslandi, ekki bflar, dráttarvélar, hvað þá flugvélar, ekki frystikistur, rafmagnsljós í hverju skoti og allt þar fram eftir götunum, heldur bjó þessi þjóð í þúsund ár við engin þægindi. Verk- færi hennar og vinnubrögð breyttust lítið sem ekkert allan þennan tfma. Við vorum alla götu fram yfir sfðustu aldamót, og þó lengur, að bjástra við að bera skarn á svipaða hóla og þúfnakraga og Njáll gamli á Bergþórshvoli — og berja sömu harðbalana og kargann með Ijáum, sem Skalla-Grímur hefði getað smíðað á steininum sínum fræga. Það er því síst að furða þótt okkur hafi brugðið obbalftið við að hoppa svo að segja f einu stökki og jafnfætis inn í tæknivædda veröld. Það hefur margur beðið tjón á sálu sinni af minna tilefni. Ætli hið margnefnda og illræmda kynslóðabil eigi ekki rætur að rekja til þessara stökkbreytinga? Ætli þráðurinn hafi ekki slitnað og endinn runnið úr gómum okkar, upp í þráðarpípuna, yfir hnokk- ana og týnst inn á snæld- unni i sivafninguna? En við höldum áfram að þeyta rokkinn og þrusa. — © Sfmon Jón Jóhannsson BÆN Lind viltu lauga mitt hár. Lind viltu leika. Ég man það er drengur að draumsins veigum. Einn var sendur, sálarlaus. Vatn að sækja f vonarskálar. Lind viltu lauga mitt hár. Lind viltu leika. Þá Iftil blóm við bakkan hlógu. Laufið græna og liljur draumsins. Nú er auðnin mér allt þar einmanna sálir reika. Lind viltu lauga mitt hár. Lind viltu leika. Veit svölun og frið mfnum synduga hug. Lát gleymast þau tár mfna titrandi von. Veittu mér lausn þinnar lifandi daggar. Lind viltu lauga mitt hár. Lind viltu leika. Mfn þrá erdraumur hins þreytta manns. Birtist mér minning brotinnar skálar. Lfkt og mjallhnoðrar falli f mjúka jörð. Eða gáski vinds yfir grastoppa. Minning um barn og bjölluhijóm. Ég heyri þær kalla. Ég heyri þær klingja. Yfir úthafið, auðnina bleika. Lind viltu lauga mitt hár. Lind viltu leika.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.