Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1977, Síða 14
Mata Hari giftir sig me8 pomp og pragt 6 American Hotel I Amsterdam — þá aðeins 18 ára. lygar, þegar hún í rauninni var aðeins að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Sem dæmi má taka, þegar hún skrifaði, að hún væri fædd i kast- ala á hæð og að faðir hennar hafi verið barón. Hún var sögð ljúga þvi, þar sem faðir hennar hefði selt hatta og búið í húsi í smábæ, þar em engar hæðir væru i aug- sýn. En við heimsókn í Leeuwarden kemur i Ijós, að í rauninni var hún ekki að skrökva til um upp- runa sinn. Það er rétt, að faðir hennar hafi verið tízkuvörusali og málari, en hann var svo tigin- mannlegur í fasi, að hann var kallaðu „baróninn" i bænum. Og það er rétt, að Zelle- fjöiskyldan bjó I húsi i bænum — en það hús var byggt á lóð kastala, og hiuti af turni kastalans er enn til. Og I þriðja lagi var Zelle- „kastalinn" — á horninu á Stóra Kirkjustræti í Leeuwarden — byggður efst á hóli eða garði gerð- um af mannahöndum, en slík mannvirki eru kölluð „terp“ í Frislandi. Þessi hóll hafði verið gerður fyrir ævalöngu til varnar gegn flóðum. Þessi atriði höfðu orðið kveikjan að sögum, sem Mata Hari spann upp úr sér og virtist jafnvel vera farin að trúa sjálf smám saman. Nú er verið að gera við húsið að utan og núverandi eigandi þess, Lydia Max, á gamla teikningu af kastalanum. Og í stigaganginum bendir hún á málverk af beinagrind með ljá, tákn dauðans. Þannig vottaði húsamálari og fjölskylduvinur samúð sína, er Mata Hari hafði verið tekin af lífi 1917. Enginn þeirra, sem þekkti njósnarann vel, trúði þvi, að hún hefði tekið þátt í ljótu leyni- bruggi. Ely van Berg-Balkstra, sem er enn á lífi 89 ára gömul og býr á elliheimili i Breda, segir svo frá: „Greta kom oft i heimsókn til okkar á plantekrunum á Java, og ég kynntist henni mjög vel þar. „Hún var eins og ein af fjöl- skyldunni og kallað foreldra mina „mömmu" og „pabba“-Balkstra. Ég þekkti hana nógu vel til að halda því fram, að hún hefði aldrei getað orðið njósnari. Hún hafði engar artir til þess. Hennar heitasta ósk var að verða fræg dansmær í París.“ Á hinn bóginn heldur hollenzk- ameriskur rithöfundur, Sam Waa- genaar, því fram i nýjustu bók sinni: „Mata Hari: ekki svo sak- laus“, að hann hafi fundið sönnunargögn þess efnis í Banda- ríkjunum, að Mata Hari hafi tekið við peningum frá þýzku leyni- þjónustuunni, þó að hún hafi ekki unnið fyrir þeim með njósnum á neinn hátt, eftir því sem hann segir. „í Bandaríkjunum fann ég skjöl, sem þýzkur herforingi, Friedrich Gemmp, skrifaði 1940 um njósnastarfsemi i fyrri heims- styrjöldinni. Þar var vitnað til skýrslu Roepells, majórs, frá 1916, en hann var yfirmaóur þýzks njósnahrings. Þar var stað- fest, að Mata Hari hafi verið á launaskrá hjá Þjóðverjum, og á þeim grundvelli höfðu Frakkar rétt til að taka hana af lifi. Við eitt tækifæri tók hún við 20.000 gyllinum (um átta þúsund sterlingspundum i dag) frá þýzka ræóismanninum í Haag. Við vitum einnig, að hún tók þátt í námskeiðum fyrir njósnara í Köln og Frankfurt. Þó að ég sé viss um, að hún hafi gert þetta fyrir pen- inga, virðist hún hafa verið barna- lega einföld og hrekklaus. Hún var sveimhugul kona og ævintýra- manneskja, sem hafði enga póli- tíska sannfæringu. Líf hennar allt var rómantísk ævintýraleit". Mata Hari meS sfðasta elskhugan- um. de Vos. ári8 1916. En þrátt fyrir hinar nýju upp- lýsingar um Mata Hari fæst það fólk, sem þekkti hana, ekki til að trúa þeim. Hún virðist hafa allt að þvi dáleitt karlmenn. Einn af þeim, sem boðnir voru til að vera viðstaddir afhjúpun styttunnar af henni, var Jan Marius de Vos. Árið 1916 var hann ungur sjóðliðsforingi um borð á gufuskipinu „Zeelandia" á leið til Spánar, þegar hann hitti Mata Hari. Hún bauð honum í veitingasalinn á fyrsta farrými, en þar sem hann var þriðji stýri- maður, mátti hann ekki fara þangað. Svo að þess vegna heim- sótti hún hann á hverju kvöldi. Jan var glæsilegur, ungur maður, sem hafði getið sér gott orð á sjónum og Mata Hari, sem þá var 39 ára, bað hann um að gerast „verndari “ sinn. De Vos var stórhrifinn af konunni, sem var eins og prinsessa í augum hans, en hann sagði henni, að hann væri þegar trúlofaður og hvað sem öðru liði, þá teldi hann það skyldu sína að vera áfram á sjónum. Hann var síðasti elskhugi Mata Hari, hann gleymdi henni aldrei og neitaði að trúa, að hún hefði verið njósnari. Hann var nú orðinn 85 ára gam- all og of veikur til að geta verið viðstaddur, e styttan var afhjúp- uð í Leeuwarden, en hann sendi blómvönd frá sjúkrahúsinu í Schiedam, nálægt Rotterdam, þar sem hann lá. Klukkan 11 árdegis 7. ágúst, þegar blómvöndurinn var lagður við fótstall styttunnar, en það gerði vinkona hans, Mary Ouwe- hand, andaðist Jan de Vos. Blómunum fylgdi miði, sem á var skrifað skjálfandi hendi gamals manns: „Frá þínum gamla vini, Jan, sem aldrei gleymdi... “ Sveinn Ásgeirsson þýddi. Jön OddgeirJönsson LÍFFÆRABANKINN Heitabú fást f heilu lagi, úr heimsfrægum mönnum I sínu fagi. Litli heilinn á lágum kjörum, lungu og hjörtu alveg á förum. Magálar gegn öðru máli; munu fást úr Petri og Páli. Leggjum daglega blóðkorn f bleyti, best að taka f mergjaðri feiti. Nýru fást á nýjum „skala" (náttúran lætur steinana tala) Enn má eignast hugprútt hjarta; hverjum manni unnt að starta. Þungan ekki berið bifur bankann þótt að skorti lifur; afurða — sölur, eða SÍS selur þær nú beint úr fs. Eigum Ifka ál, sem rennur óstorknað f holar tennur. Sveinn Bergsveinsson SÍÐASTIKOSSINN Ég gleymi ekki kossinum, kæra, kossinum okkar f gær. Og þó var hann laus við losta og léttur sem endranær. En f honum fólst úthaf af angurværð og þrá. Varirnar titruðu er tók ég um þig og tárvot kinn og brá. Þú lauzt niðurað mér, Ijúfa, við lifðum bæði það eitt: Þú lagðir þinn munn að mfnum -— og mér varð undurheitt. Lfk eru hulduöfl hafsins og harmsins, sem inni býr. Og eilfft verður hvert augnablik, sem aldrei til baka snýr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.