Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1977, Blaðsíða 2
Tordis Örjasæter er norsk móðir, sem hefur nýtega skrifað sögu um þroskaheftan son sinn, um reynslu sína og fjölskyldunnar í sambandi við hann. Dagur Þórir er nó orðinn rúmega tvítugur að aldri og líður tiltölulega vel. „En hvað um alla hina?" spyr höfundur. „Það er þeirra vegna, sem ég skrifa. Hvað verður um þá, sem fá stimpilinn „þroskaheftur"? Verður framtíð þeirra betri en Dags fram að þessu? Ég held, að það sé m.a. undir því komið, hvað við sem foreldrar tölum á opinn og einlægan hátt, og segjum frá reynslu okkar á þessu sviði betur en við höfum gert fram til þessa". Reynslan á dagheimilinu Dagur hefur nú verið heima um stund, en það er greinilegt, að það hefur ekki góð eða uppörvandi áhrif á hann. Hann leikur sér aðeins með bílana sina og ekur þeim fram og aftur um gólfið. Hann leitar aldrei til annarra og leikur sér aldrei með öðr- um. Við minnumst tímans á Vöggustofu stúdenta með ánægju — en þegar hann varð að hætta þar sóttum við um fyrir hann á dagheimili, og feng- um jákvætt svar. Hið ríka sveitarfélag í Bærum hafði engin dagheimili, en Oslóar-borg tók við honum, þar sem þetta var alveg sérstakt tilfelli. En á dagheimilinu var hann aðeins í tvö ár, frá fimm ára til sjö ára. Eg man eftir því, þegar forstöðukonan hringdi til mín og las fyrir mig skýrsl- una, sem hún ætlaði að senda stjórn- inni. Þar skrifaði hún, að þau hefðu haft dreng, með heilaskaða, sem tal- aði ekki. En hann hefði haft mjög jákvæð áhrif á andrúmsloftið á dag- heimilinu. Erfiðustu drengirnir róuð- ust i nærveru Dags og þegar þeir áttu að velja sér sessunaut á afmælisdög- um, völdu þeir alltaf Dag Þóri. Einn af þessum drengjum hittum við alltaf árlega, á annan dag jóla, á frumsýningu barnaleikrits í Þjóðleik- húsinu. Ég gleymi því ekki, þegar hann fann okkur ekki í eitt skiptið og leitaði og leitaði Loksins þegar hann kom auga á okkur, hrópaði hann i einlægri gleði. „Sæll, Dagur!" Ég veit, að fyrir þessum börnum á dagheimilinu, er það ekkert óeðlilegt, þó að einhver tali ekki eða hegði sér öðruvisi en aðrir. Þeim finnst það eðlilegt — þvi að þannig var Dagur. Ég minnist starfsliðsins ætið með þakklæti, sem tók á móti Degi eins og hann var og umgekkst hann sem slikan. Við þörfnumst barna, sem viður- kenna þá, sem eru öðruvisi en aðrir, barna, sem taka þá i sinn hóp, gera þá að vinum sinum og vilja sitja við hlið þeirra á afmælisdögum. — Uppgjöf og ábyrgð Sonur höfundar fór i meðhöndlun til sálfræðings i þrjú ár, en þá gafst hann upp. Arangurinn varð ekki sá, sem hann bjóst við, þó að sitthvað hefði breyst til hins betra á þessum árum. Höfundur segir ennfremur, að nú sé meðhöndlun hagað á annan hátt og öll fjölskyldan fær að vera með i þvi sem gert er. — En það var erfitt fyrir alla aðila, þegar sálfræðing- urinn hætti. Barnalæknir ráðlagði þeim að fara með Dag til sérkennara i talkennslu. En eftir sextán tima sagði þessi frægi talkennari: Ég verð að gefast upp i fyrsta skipti á ævinni. Þetta gengur ekkert! Mörgum árum síðar, þegar Dagur var orðinn 1 7 ára, hittu foreldrarnir þennan sama sérkennara og gátu sagt henni, að hann væri farinn að tala svolítið. Hún sagði um leið og hún samgladdist okkur: Ég kunni alls ekki nóg, þegar hann var hjá mér. Margir reyndu að hjálpa Degi, en það bar ekki mikinn árangur. Sál- fræðingur, félagsráðgjafi, geðlæknir, talkennari — ritarar, sem skrifuðu skýrslur og greinargerðir — og svo foreldrarnir oft í fjarlægð! Höfundur segir m.a.: „Þegar öllu er á botninn hvolft er það fyrst og fremst hinn þroskahefti og fjölskylda hans, sem ber þunga og hita dagsins. Mér finnst, að við ætt- um að fá stærri hlut í þessari ábyrgð, við höfum hana þrátt fyrir allt. En við þörfnumst fólks, sem vill hjálpa og bera ábyrgðina með okkur . . . Einn af leiðandi mönnum á þessu sviði sagði einu sinni á þessa leið: Ég vona, að það fari aldrei svo, að mér finnist kerfið þýðingarmeira en menn- irnir Ég þarfnast hjálpar góðra vina. Mér finnst þetta huggun. Stórar stofnanir Dag einn sagði ég við son minn. „Dagur, nú hættir þú hér á dagheimil- inu í sumar og ferð á annað. Þar áttu að vera bæði á daginn og á nótt- unni". Hann varð dapur á svipinn. Ég © SAGAN AF DEGl Eftir Tordis Örjasœter, Þörir Guöbergson þýddi og endursagöi. - Siöari hluti Einn af sérfræðingum stofnunar- innar lagði til, að nokkrir foreldrar tækju sig saman og reyndu að byggja lítið heimili fyrir nokkra drengi. Tillag- an var góð, og nokkrir foreldrar ákváðu að reyna að byrja. Það varð þeim erfitt verk. Biðja um hjálp hér, fá afslátt á öðrum stað. Fara úr einum stað í annan og biðja um peninga — jafnvel á veitingastöðunum, þar sem mennirnir gutu til þeirra hornauga og réttu þeim tíukrónur norskar um leið og þeir pöntuðu snafsa fyrir hundruð- ir! Og allt þetta, af því að þau áttu barn, sem var þroskaheft! Ekki að undra, þó að sæki oft a'ð þeim erfiðar hugsanir og jafnvel „vondar óski.r" eins og höfundur orðar það. „einstaka sinnum gerist það, þegar foreldrar þroskaheftra barna sitja og ræða saman, og andrúmsloft- ið verður þannig, að við vogum okkur inn á brautir, sem örsjaldan er rætt um. Hrædd og kviðin þorum við varla að segja frá því: Það hvarflar að okkur einstaka sinnum, að við óskum þess, að barn okkar deyi. Hvernig fer, þegar við sjálf deyj- um? Hvað verður um börn okkar? Við held, að hann hafi skilið, hvað ég átti við. En hann sýndi engin önnur við- brögð. Litla systir hans, sem var fjög- urra árá, grét. Hún var sannarlega heppin, þessi litla mannvera, sem hafði bæði hæfileika til þess að gráta, spyrja og tala . . . Þetta varð mikið áfall fyrir okkur öll. TÉg haðfi þá aðra litla systur hans á brjósti, sem var fjögurra mánaða. Hin tvö hafði ég haft á brjósti í tíu mánuði. Ég varð að- hætta að gefa henni móðurmjólk ! vikunni, sem Dagur fór á heimili fyrir vangefna." Móðir Dags lýsir á átakanlegan hátt dvöl hans á þessu stóra heimili þar sem starfsliðið var fátt, en vistmenn- írnir margir í hverju herbergi. Hún segir, að slíkar stofnanir ættu ekki að vera til. Hún spyr ennfremur, hvort nokkurt okkar, sem getur lesið það sem hún skrifar, gæti lengi haldið út í slikri stofnun, þar sem einkalíf væri ekki til, þar sem persónulegir munir sæjust varla og Ijósin væru jafnvel slökkt fyrir mann? „Timinn leið," segir hún. „Tvö ár liðu. Dagur Þórir fékk lyf, en enga meðhöndlun." Nýir möguleikar Þegar Dagur varð tiu ára átti hann að flytjast á aðra deild. Þar voru allir eldri en hann og á margan hátt miklu minna unnt að gera fyrir þá. Foreldr- unum lá við örvilnan. Þau gátu ekki hugsað sér þennan möguleika. Þau sváfu varla af áhyggjum fyrir framtíð- inni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.