Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Síða 3
Ijósgeislinn. Þessi tala mun að vísu nefnd sem ágiskan, fegna þess að hér hafa menn orðið varir við ómælanlegan hraða. Hér hefir orðið árekstur og einnig á fleiri sviðum. Það er nú t.d. rafeindin, sem ekki hlýðir lögmálum efnisins. Hún er fyrir utan þrividdina og þarf að minnsta kosti 30 viddir handa sér, en það er mönnum óskiljanlegt. Og svo er það lífið sjálft. Það er ekki ýkjalangt siðan að visindamenn sögðu gatlharðir, að hið jarðneska lif hefði kviknað hér af sjálfu sér og fyrir tilviljan, eins og maurildi i mykjuhlassi. Og lifið hefði engan tilgang annan en að eyða sjálfum sér. En svo kom bráðlega upp úr kafinu, að þetta var rakalaus tilgáta. Þeir reiknuðu sjálfir hve langan tima hefði þurft til þess, að ein einasta líkamsfruma hefði getað myndast af sjálfu sér, og þá kom i Ijós, að til þess hefði þurft mörgum sinnum lengri tima heldur en jörðin hefir verið við liði. eftir þeirra eigin útreikningum. Nú var ekki nóg að tala aðeins um jarðneskt líf, þvi að lífið hér á jörð er tvennskonar. Þetta vissu forfeður vorir þegar á fornöld þótt þeir þættu frumstæðir. Þeir greindu á milli hins líkamslega lífs, er þeir kölluðu fjör, og hins andlega lifs er þeir kölluðu visku. Þetta kemur fram í Hávamálum og er þar jafnvel tekið svo djúpt í árinni: að óbrigðra vin fær maður aldregi en sé mannvit mikið. Þessa gættu visindin eigi, þvi að þau töldu manninn sálarlausan. Og allt fram að þessu hefir vitsmunalífið setið á hakanum hjá vísindunum. Og þarna hafa visindin rekið sig einna hastar- legast á. Þau hafa uppgötvað, að lögmál efnis- heimsins eru ekki algild. Ósýnisheimurinn á einn- ig sin lögmál, æðri hinum. Og nú verður ekki haldið lengra áfram við rannsókn efnisheimsins, nema því aðeins að leitað sé eftir lögmálum lífsins, ekki líkamalifsins, heldur auðlega lifsins. Einstein áleit Ijóshrað- ann mesta hraða, sem til væri í alheimi. Siðar hafa fundist í. jarðneskum frumeindum neistar eða öreindir, sem fara með billjón sinnum meiri hraða en Ijósgeislinn. Hér skulu svo nokkrar staðreyndir dregnar sam- an. Efnavisindin hafa unnið hvern sigurinn að öðr-. um að undanförnu. Þau hafa uppgötvað, að ekkert efni er til, allt efni er bundin eða storknuð orka. Þau hafa fundið rafeindina og hún er ekki af þessum heimi, þvi að hún hlýðir ekki lögmálum efnisins. Þau hafa fundið ómælishraða, sem yfirgengur allan mannlegan skilning. Þau hafa fundið, að í alheiminum er enginn tími til. Og þau hafa fundið, að lífið hefir ekki kviknað á þessari jörð. Þetta eru sigrar, þvi að nú er það sýnt, að efnavisindin eru ekki sjálfum sér nóg. Þau hafa unnið þessa sigra á sjálfum sér, eða öllu heldur á ályktunum, sem reyndust rangar. Nú verða þau að snúa við blaðinu og leita að guði og lögmálum hins ósýnilega heims. Þetta þýðir, að trú og vísindi verða að samein- ast, þvi að annars riðar hin mikla heimsbygging visindanna til falls. Og það er vel að visindastarfið færist nú inn á svið trúarinnar, elstu visinda mannkynsins. ..Vísindin voru notuð til þess að grafa undan trúnni. Nú Verða visindin að hefja trúna til vegs", sagði frægur lífeðlisfræðingur fyrir skemmstu. Þessa hlýtur nú að vera skammt að bíða, að samvinna hefjist milli trúar og vísinda. Og þá mun trúin, sem Kristur boðaði, koma þar mjög við sögu. Þessu ber að fagna í hinum kristna heimi, og engin stund er þá t>etur valin til þess heldur en sjálf jólahelgin, að láta slíkan fögnuð i Ijós. Allt hefir sinn tíma og það getur orðið langt þangað til nokkur verulegur áyigur sjáist af samstarfi trúar og vísinda. En það getur líka verið, að einmitt þessi tími hafi verið best valinn til þess að hefja þetta samstarf . . . Mannkynið er nú betur undir það búið en nokkru sinni fyrr, og skal nú Sólin kom upp, sveif yfir loftið með jöfnum hraða, hvarf svo og þá skall á myrkur. Maðurinn upp- götvaði tímann og tím- inn hefur verið einn af máttarstólpum i heims- byggingu vísindanna. En í alheimi er enginn tími til; tíminn er jarðneskt og afstætt hugtak. reynt að finna nokkur rök, er staðið geta undir þessari skoðun. Jörðin er ekki stór hnöttur, en þó voru hér ótrúlegar og endalausar fjarlægðir í augum manna um milljón ára skeið. Nú er þetta breytt. Á öldinni sem leið komu eimlestir á landi og eimskip á sjó Varð þá þegar gjörbreyting á högum manna vegna þess hve samgöngur urðu auðveldari. Á þessári öld hafa svo komið flugvélar, simi, loftskeyti, útvarp og sjónvarp. Menn lýsa áhrifum þessa gjarna þannig, að jörðin hafi skroppið svo saman, að nú megi líkja henni við bandhnykil, og nú séu allar þjóðir orðnar nágrannar eða sambýlingar. Þessi mynd er þó ekki rétt nema að sumu leyti. Hún gefur i skyn, að menn hafi sigrað fjarlægðirn- ar, en þær eru enn hinar sömu og að upphafi. Mennirnir hafa átt i stríði við hinn jarðneska tima og sigrað hann að vissu leyti. Þeir hafa uppgötvað gildi hraðans. Þegar íslendingar fóru pílagrímsferðir til Róm i kaþólskum sið, þá. voru þeir stundum 2 eða 3 ár á þvi ferðalagi. Nú fljúga menn héðan til Rómaborg- ará 5 klukkustundum. Eins var um pilagrimsferðir Múhamedstrúar- manna til Mekka, að fyrrum voru þeir oft marga mánuði á leiðinni. Þegar sú trú hófst voru íslend- ingar ekki til. Nú hafa flugmenn þeirra, sem búa hér út á hjara hnattarins, tekið að sér að skutla þessum Moslem pilagrimum fram og aftur á nokkrum klukkustundum. Á þessum tveimur dæmum má sjá áhrif hraðans. Og þó er þessi hraði ekkert á móts við sim- skeyti, firðtöl og radiosendingar. Ef þú átt stutt erindi við mann hinum megin á hnettinum t.d. i Ástraliu, þá hringir þú til hans og talar svo við hann sitjandi á stóli heima hjá þér. Þetta sýnir best sannleik þeirrar fullyrðingar að nú séu allar þjóðir orðnar sambýlingar. Og svo er til stofnun, sem heitir Sameinuðu þjóðirnar, og er sameiginlegt þing fulltrúa allra þjóða á jörðinni. Utvarp og sjónvarp munu í framtiðinni gegna miklu stærra og göfugra hlutverki, heldur en nokkur maður ætlaðist til i upphafi. Þau munu verða boðberi nýrrar þekkingar, aukins skilnings þjóða á milli, samúðar og vináttu. Þetta stafar af þvi hve stórkostlegur munur er á gömlum fréttum og nýjum fréttum. Ef þú lest frásögn af náttúruhamförum á öldinni sem leið, samfara drepsótt og hungurdauða, þá er eins og þessir stórviðburðir komi þér ekkert við og þú segir sem svo við sjálfan þig: „Látum hina dauðu grafa sina dauðu" . . . En ef þú fréttir af slikum atburðum, sem eru að gerast á líðandi stund, þá kemur það við hjartað i þér. Þig gripur innileg samúð og löngun til þess að hjálpa á einhvern hátt. Átakanlegir atburðir, sem eru að gerast á líðandi stund, koma svo við sálarlífið, að það er eins og menn taki sjálfir þátt i þeim. Með þessu fer ný samábyrgð að þróast þjóða milli og þannig skapast ósjálfrátt bræðrabönd. Og síðan fer mönn- um að verða kleift að „hugsa á alheimsvisu". Þá skerpist skilningurinn, útsýn andans vikkar og hjartalagið mýkist. Þá finnur maður, að þáttur hans í alheimsþróun er að hryggjast með hrygg- um og gleðjast með glöðum. Þetta mun létta hlutverk Sameinuðu þjóðanna og efla frið á jörðu. Efnavisindin eru köld og hversdagsleg, þrátt fyrir margar furðulegar uppgötvanir og opinberan- ir. En þegar vísindin fara að fást við vitsmunalifið og andleg lögmál i alheimi, þá mun birta mjög i hugum manna og mönnum hlýna um hjartarætur. Alheimstimi er án upphafs og enda og þvi eilifur. En vor heimatilbúna timakifting mun duga oss lengi enn. Og á þessari liðandi stund, sjálfri jólahátíðinni, reynum vérað hugsa á alheimsvísu. Þvi biðjum vér sú veitist tið, og verða mun það — þráh fyrir allt, að vit og drenglund sigri um sið i sannleiksstriði — þrátt fyrir allt. 1 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.