Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Page 5
ekki síður við um Ingmar Bergmann en marga aðra „veraldlega" lista- menn. Það er áreiðanlega ekki vegna þess að Bergmann er prestssonur, að trúarleg tákn eru svo áberandi í verk- um hans, heldur vegna þess að um hinar grundvallandi spurningar mannlifsins (um lif, dauða tilgang, réttlæti sekt) verður ekki á annan hátt fjallað svo gagn sé að. Þannig er það og i nýjustu mynd hans „Slönguegginu" (1977), sem á að gerast í Berlín 1923, „þegar síga- rettupakkinn kostaði 4 milljarða marka" og söguhetjan Rosenberg „vaknar af martröð og sér, að veru- leikinn er hálfu verri". Sá veruleiki sem Bergmann er að fjalla um er ekki veruleikinn i Berlín 1923 i sjálfu sér heldur veruleikinn, sem maðurinn lifir í, heimur hans fyrr og síðar, tilvera hans hér og nú og alltaf. Og Emanu- ella, mágkona Rosenbergs, fer morgun einn i kaþólska messu til að hitta prestinn eftir messuna og sækja til hans ráð og huggun í vandræðum sínum, hún telursig m.a. eiga óbeina sök á dauða manns síns. Presturinn er að flýta sér í aðra messu, fer i frakkann, setur á sig hattinn, tekur regnhlífina, læsir skúffu, hún talar í dyrunum, hann hlustar ekki. Allt i einu segir hann eitthvað á þá leið, að þau skuli biðja; „um fyrirgefningu". „Hefur það eitthvað að segja, hjálpar það mér?" spyr hún. „Ég veit það ekki." Þau krjúpa á gólfið. „Það skipt- ir mestu máli að minnka bilið milli okkar mannanna," segir presturinn. Hann leggur hönd á höfuð henni og boðar henni fyrirgefningu syndanna og biður hana að fyrirgefa sér, hversu óvingjarnlega hann tók á móti henni og hún leggur hönd sina á höfuð hans — og veitir honum aflausn. í þessum veruleika martraðar og vonleysis er maðurinn ofurseldur sjálfum sér í óendanlegri fjarlægð frá Guði og hvert er hlutskipti hans ann- að en að þreyja þessa tilgangslausu tilveru í vonleysi og þögn Guðs? Jafnvel presturinn efast um, að það þýði nokkuð að biðja. Vill Bergmann með því skrásetja máttleysi kirkjunn- ar til raunverulegrar hjálpar í tilveru- kreppu mannsins í þessum veruleika? Golgata listamannsins Það er ekki hlutverk kirkjunnar að krefjast þess, að menn aðhyllist „kenninguna". Hennar hlutverk er það að sýna áþreifanlega og í kær- leika kraft upprisunnar í þessum heimi, sem m.a. Bergmann lýsir. Nú kunna menn að segja, að Berg- mann sé enginn spámaður og sýni aðeins hinar dökku hliðar lifsins. En þá mætti spyrja, hvort Bergmann sé ekki einmitt að lýsa þvi hinu raun- verulega lifi, sem á sér jafnvel enn dekkri og vonlausari hliðar en hann hefur nokkurn tíma lýst; er það ekki einmitt sú „mannkind, sem meinvill í myrkrunum lá", sem hann er að fjalla um? Og má kirkjan þá ekki vera þakklát fyrir, að hann skuli taka að sér það vanþakkláta hlutverk að út- mála veruleika syndarinnar, tilvist mannsins fjarri Guði, þar sem hann er ofurseldur sjálfum sér eða eins og Lúther sagði „kengboginn inn i sjálf- an sig"? Kannski eiga þessi orð Lúthers að einhverju leyti við um Bergmann: „Engir i þessum heimi eru nær Guði en þeir, sem afneita hon- um. Guð á engin börn kærari en þau, Þjáninf; nútfmamannsins: Ein af mörgum þjáningamyndum Francis Bacon. sem eins og Job og Jakob glima við hann og geta ekki látið hann fara." Og ekki er fráleitt að Golgata- stemning Bergmanns vekji hjá ein- hverjum þá tilfinningu, að upprisan kunni að vera i nánd. Á Golgata Bergmanns uppgötvar maðurinn ná- unga sinn og vill „minnka bilið". En það er eins og spurt sé: „Guð minn, Guð minn, hvi hefur þú yfirgefið mig?" Og nafnið Emanuella, sem merkir „Guð er með oss", er það þrátt fyrir allt visbending um einhverja skynjaða — eða vonaða — nálægð Guðs? Það er ekki ólíklegt, að „afkom- endur" Hallgrims Péturssonar séu dá- lítið veikir fyrir þjáningartali Berg- manns, Wallants og Handkes, að ekki sé minnzt rithöfunda eins og Kafka, Camus og Sartre, sem allir eru vel þekktir af verkum sínum meðal þjóðarinnar. Svo vel er þetta kaunum hlaðna, vesæla mannlif, sem lifir „bak við læstar dyr" (Sartre) eða „i pestinni" (Camus) eða er ofsótt af endalausum „málaferlum" (Kafka), útmálað í verkum þessara skálda. — Og vissulega er krossinn og þjáningin ekkert nýtt mál innan kirkjunnar, Páll postuli talaði um krossinn og ásetti sér „að vita ekkert á meðal yðar nema Krist og hann krossfestan" (1. Kor. 2,2). Og sá veruleiki, setn Bergmann hefur „opnað", er það ekki veruleiki hins krossfesta og þjáða manns? Nýr veruleiki. En í sama bréfi og Páll talar svo skýrt um krossinn, skiptir upprisan hann engu minna máli: „En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun 'vor. . ." (1. Kor. 15,14), sömuleiðis talar hann um „kraft upprisu hans" (Fil. 3,10). Sú hugsun læddist að lútherskum íslendingi, sem sótti helgihald grisk-orþódoxu krikjunnar heila Dymbilviku, að okkar „passiu- sálmakirkju" hefði kannski þegar grannt væri skoðað í fullri sjálfsgagn- rýni ekki tekizt að átta sig sem skyldi á upprisunni og „krafti" hennar. Aust- urkirkjan eða orþódoxa kirkjan hefur verið kölluð „kirkja upprisunnar" enda þarf ekki lengi að leita i bók- menntum þeirra þjóða, sem henni tilheyra, til að finna þennan kraft upprisunnar (t.d. rússnesku, grisku, úkrainsku skáldin). Skyldi hin sifellda og næsta einhæfa krossboðun eiga sinn þátt i þvi, að hinn vestræni menningarheimur heldur sifellt áfram að skilgreina myrkrið og þjáninguna — óafvitandi um „kraft upprisu hans" og hin frelsandi kraft samlið- unnarinnar? Samt er upprisan ekki gleymd, jafnvel birtist kraftur hennar þar sem ekki er vænzt. Þegar sr. Bjarni Jóns- son, vigslubiskup, segir i endurminn- ingum eitthvað á þá leið, að Jesús hafi „verið á undan" honum, þegar hann kom til að hugga syrgjendur — og ekki er kollega einn um þá reynslu — þá er hann að tala um þannan veruleik upprisunnar, sem kom ekki með sr. Bjarna heldurá undan. Ætli Jesús hafi ekki lika i einhverj- um slíkum skilningi verið „á undan" í eftirfarandi reynslu Theodórs Friðriks- sonar, rithöfundar. í ævisögu sinni segir hann frá því, er hann var búinn að fá lítið kot rétt utan eða innan við Sauðárkrók, hann vann erfiðisvinnu í þorpinu á daginn og gekk svo heim i kotið sitt á kvöldin, langa leið, hvern- ig sem viðraði og jafnan með þungan Framhald á bls. 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.