Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Síða 12
Kantaraborgarklrkja ad innan
Matthúis Johamiessen
MEÐ
KLOFINN
HJÁLM....
II Karlamagnús ,Aachen
Hér blasir við kirkjan í blárri móðu
og bregður svip yfir ævaforn kynni
þó var rómanskur kuldi af kórónu þinni,
en kliðandi ljósbrotin flöktu og glóðu
á steindum gluggum, þeir stöfuðu birtu
á stórleik og lotning i vitund minni
(en frankiskir hermenn hjuggu og myrtu
þá hugmynd sem fóstraði annar en þú).
Samt geymir kirkjan kórónu þina
og kallar til fylgdar við skeggöld mína
þá menn sem hugsa hingað og nú;
hér krýp ég i huga i kórnum inni
og kvíðinn er líkn í ranghverfu sinni
og undrið mikla: vor eggsára trú.
(1972/1977)
✓
IIII Niðarósdómkirkiu
Hér var Ólafur helgi eitt sinn á ferð;
svo: aldauða leifar, þó fengu þeir sýn
við altári kórsins er eygðu það skrin;
og undrið varð kirkjunnar beittasta sverð
sem dáleiddi fjöldann og dró hann til sin,
og leifarnar vóru sem líkn þessu fólki
er laut þér i bæn á fornhelgum stað:
með drúpandi höfði það dreymdi og bað
við dóma og tákn að komast úr volki
vors lánlausa jarðlífs og jartegn varð þá
svo jökulhreint undur, að blindur fékk sýn
og enn annar mál við það margnefnda skrin;
og menn urðu gagnteknir eilifðarþrá
við altári konungs vors Ólafs; hún var
sú ósk og sú von er hvern fátækling bar
til himneskrar dýrðar frá dauða og ljá:
að dróttinn vór Kristur hann dæmir oss þar.
(1972/1976)
I Becket í Kantaraborgarkirkju
Þessir gulu veggir þeir geyma þann tima
er grunleysið átti undir högg að sækja
og trúin var fóstra feigðar og klækja
en freisting og metnaður álög og vima
sem valdið kallar með köldu blóði
að knésetja biskup, með höggormstungu,
við múrana þar sem munkar sungu
og mikil örlög réðust í ljóði,
þar hittum vér Beckett og Hinrik; um stund
var sem kirkjan fylltist af kuldahrolli
og kankvísi þess sern glæpnum olli
til að ávaxta betur sitt allskosta pund.
En þá fann ég kliðinn frá kór og veggjum
og kaleikinn tæmdi með gömlum dreggjum
í afstæðum tíma við endurfund.
(1975/1976)
/
IV I Chmtres, Frakldand
En héðan slær bjarma af elleftu öld
og iðandi sóldýrð í gluggum og hvelfing
en Kristur fer eldi um kvíða og skelfing:
með klofinn hjálm og rofinn skjöld
vér stóðum hér agndofa andspænis því
sem alhugur manns og list gátu skapað,
og hvernig getur slik trúhneigð tapað
sem tekur vorn huga þannig á ný?
En tíminn rennur frá engu til alls,
um æðar sem varðveita kraft þeirra mynda
er spretta úr upptökum ókunnra linda:
þeir undruðust mál hans i hlíð þessa fjalls.
Ó, Chartres, hvernig ljós þitt það lék sér við skugga
sem léttfleyga spörfugla bæri við glugga,
þó að veröldin ringlist og riði til falls.
(1976/1977)