Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Síða 14
Stjórmeistarinn Peter Paul Rubens. Á þessari sjálfs- mynd er hann klæddur samkvæmt tízku baroktímans og trúlega hefur hann öllu fremur verið þannig klæddur á hinum diplómatísku ferðum sínum en í vinnustofunni. Rubens bjó við feykilegt annríki. Otto Sperling lýsir svo heimsókn í vinnustofu Rubens árið 1621, að sjálfur var Rubens önnum kafinn að vinna við málverk, en lesari las upphátt fyrir hann úr verkum rómverska sagnaritarans Tacitusar. Jafnframt las Rubens ritara fyrir sendibréf og hlustaði á erindi gestsins. Svo halda menn að erill og ónæði sé fyrst tilkomið á þotuöldinni. stjórnmálamanna. Færni hans ( þeim 6 tungumálum sem hann talaði reiprennandi, svo og gáf- ur hans og glæsileiki, áttu mestan þátt í að hann varð meiri háttar diplómat á sínum tíma; einskonar Kissinger, sem fór með boð og friðarumleit- anir. 1 slfkar sendiferðir fór Rubens frá Italfu til Spánar, frá Niðurlöndum til Spánar þar sem hann samdi við Filippus IV. og f Englandi sló Charles I hann til riddara og heiðurs- doktorsnafnbót við Cambridge fékk hann við sama tækifæri. Það var ekki fyrr en 1630, þá orðinn liðlega sextugur, að Rubens fékk lausn frá diplómatfskum sendiferðum og má skilja á því, sem hann hefur látið eftir sig, að erfiðara hafi verið að fá því framgengt en flestu öðru. Hinar diplómatfsku sendi- ferðir voru Rubens lærdóms- rfkur skóli. Þá voru ferðalög milli landa tfmafrekt stórmál og hann notaði tækifærin og drakk í sig áhrif úr listasöfn- um, tók að sér stórverk og mál- aði portret af fyrirfólki. Italiu- dvöl hans á unga aldri virðist hafa verið einskonar opinber- un; meistarar Endurrcisnar- skeiðsins, Rafael og Michel- angelo og sfðan Feneyjamálar- arnir, umfram allt Titian, opn- uðu augu hans fyrir möguleik- unum. Sjálfur gat hann tiieink- um sér það sem hann hafði áhuga á og óhætt er að segja, að hann lifði mjög öfundsverðu lífi sem heimsborgari og fagur- keri. Konur sfnar hefiir hann Maður leiðir hest. Frumgerð á Pappír. gert ódauðlegar í myndum. Þá fyrri, Isabellu Brandt, missti hann eftir fremur stutta sam- búð og seinni kona hans, Helena Fourment, var aðeins 16 ára á því herrans ári 1630, þegar Rubens kvæntist henni. Hann var þá 53 ára og hafði verið ekkjumaður um fjögurra ára skeið. Þetta voru sællegar konur og fallegar eins og reyndar flestar konur f mynd- um Rubens. A okkar öld, þegar skinhoraðar og teygðar Ijós- myndafyrirsætur eru helzta fmynd kvenlegrar fegurðar, hafa menn gjarnan afgreitt hinar feitlögnu englapfur, goð- sagnakonur og aðalsfrúr Rubens sem óhugnanlega fitu- keppi og gleymt að taka eftir þvf, hvað þær eru vel málaðar. Afköst Rubens voru með ólíkindum. Hann starfrækti stórt verkstæði og hafði hjálparkokka í vinnu og marga nemendur. Árið 1611 varð hann að neita hvorki meira né minna en hundrað umsækjendum, sem vildu komast i læri hjá stórmeistaranum. Skyssur hans og uppköst þykja vitna eins vel og hvað annað um frábæra færni hans; verk, sem oft eru unnin aðeins f svörtu og hvftu. Hann notaði gjarnan þá aðferð ítölsku renesansmálaranna, að teikna uppköst með krft og bleki og hann skildi vel þýð- ingu þess að vinna í graffk og ná á þann hátt að koma fyrir augu annarra en fáeinna út- valdra. Nú er talið, að mörg þeirra verka, sem Rubens eru eignuð, séu í raun eftir nem- endur hans að einhverju eða öllu leyti, en þeir reyndu að sjálfsögðu að mála eins og meistarinn. Sú tfzka nútfmans, að allir eigi að vera persónuleg- ir og eignast sinn eigin stfl, var ekki komin til skjalanna á baroktfmanum. Peter Paul Rubens var rómantfskur landslagstúlkari, en rómantfk hefur ekki höfðað ti) þeirrar grámusku- og ofbeld- isaldar, sem við lifum á. Hann var mikill unnandi ljóðlist- ar, sem oft er svo skyld mynd- list, þegar betur er að gáð. Eins og fruínmyndirnar bera með sér, sem hér fljóta með, var hann „virtuos" í teikningu lit- ur hans var ríkulegur og glóir enn þann dag i dag. Og pensil- tæknin var einstök, hvort held- ur var í smærri verkum hans eða þeim stóru, þar sem hann lét gamminn geysa. Saga margra mikilla listamanna er þyrnum stráð og ýmist börðust þeir við fátækt, skilningsleysi eða heilsubrest. Rubens virðist aftur á móti hafa verið uppi á réttum stað á réttum tfma. Glæsilegur maður, gáfum gæddur, frægur og dáður, vel efnum búinn. Hann myndar skóla þegar í lifanda Iffi og lifir enn í verkum sfnum eftir meira en þrjár stormasamar aldir. Slfkt hlutskipti er fáum gef- ið. f ■ (áf ^ *y Maður fellur af hesti. Frumriss af smáatriði í málverki eftir Rubens. Portret af seinni konu Rubens, Helenu Forment, unnið með svartkrít' rauðkrít og brúnu bleki. Þetta er ekki frumgerð að málverki, heldur sjálfstætt verk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.