Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Síða 21
dag? spurði gesturinn, þegar hann
hafði litast um.
—■ Sigurjón er frá í baki en Loð-
mundur er afleitur af hósta.
— Þú ert í verkunum þeirra?
— Já. Svona eftir mætti.
— Þeir fylgja þó fötum?
— Oftast nær, reyna þeir það. Við
Sigurjón erum alveg að gefast upp á
þessu. Við viljum hætta.
— Það er nýtt viðhorf hér á Stóli.
Er ekki Loðmundur búinn að bæta við
sig jörð?
— Jú, Loðmundur. Ekki við.
— En rafmagnið. Af hverju fá þeir
sér ekki rafmagn eins og annað,
mennirnir?
— Það stóð nú lengi í brasi með
það. Ráðamennirnir eru tregir að
leiða það langt fyrir einn bæ.
Staurarnir eru samt komnir og línan
verður strengd í haust.
— Það er bara svona, sagði
gesturinn, áhugalaust.
— En þetta er búið að kosta Loð-
mund mikið vafstur og margar ferðir
suður að ræða við þingmenn og ráð-
herra, hélt Rebekka áfram, dálitið
hróðug yfir þrautseigju bróður sins
við höfðingja.
— Seinast tókst honum svo að
króa ráðherrann af út i horni í ráðu-
neytinu, rétt fyrir lokun, og sleppti
honum ekki úr króknum fyrr en hann
stóð með skriflegt loforð fyrir línunni i
haust.
3
Gesturinn bauð gott kvöld um leið
og hann kom i eldhúsið og settist við '
matborðið. Bræðurnir sátu sinn við
hvorn enda borðsins, en véla-
mennirnir innan við það. Gesturinn á
móti þeim. Koma hans vakti enga
sérstaka athygli. Bræðurnir voru að
gefa honum augu og ekki óvinsam-
leg, fannst honum. Yngri bróðurinn,
Loðmundur, beindi til hans orðum og
leitaði álits hans á þvi sem bar á
góma, — ölluainskisverðu að vísu,
— en var þó talandi tákn um um-
beranlegri afstöðu en hann hafði átt
að venjast af þeim fram að þessu.
þegar hann kom.
Heit sviðin voru freistandi. Véla-
mennirnir tóku hraustlega til matar
en létu sig skipta minna máli, það
sem bræðrunum var hugstæðast að
hjala um, framkvæmdirnar á Stóli,
brúargerðina, veginn að brúnni, raf-
magnið og prestlausan kirkjustaðinn
Þegar allir voru búnir að taka úr sér
sárasta sultinn, eftir erfiði dagsins,
Loðmundur að krækja sér i þriðja
hausbeinið á diskinn, hóf Sigurjón
máls við gröfumanninn og spurði:
— Þú ert af Ósnum, karlinn.
— Já, svaraði gröfumaðurinn.
— Telurþú ekki lífvænt fyrir röska
menn þarna í kauptúninu. Nú og
nokkuð bjarglegt fyrir stúlkukindur
líka, séu þærekki blóðlatar, sagði
Sigurjón og leit til Rebekku.
— Tvímælalaust. Sveitarstjórninni
þykir gott að duglegt og stöndugt
fólk, flytji inn i kauptúnið upp á
gjöldin og vinnuaflið, svaraði gröfu-
maðurinn og fékk sér kjálka og kart-
öflu.
Nú rak Sigurjón upp hátt og sker-
andi neyðaróp, og greip um leið í
bakið, likt og einhver hefði laumast
aftan að honum og rekið hnif á kaf í
hrygginn. Hann stökk á fætur og
æddi stynjandi um gólfið og neri á sér
bakið. Rebekku féllust hendur. Hún
horfði hljóð á kvalagöngu bróður sins
með ángist í augum og beið þess að
til hennar yrði kallað.
— Þarf ekki að hringja í lækni
handa manninum, spurði vélamaður-
inn með andagt.
— Eða sjúkrabil? bætti ýtumaður-
inn við.
Loðmundur hélt áfram að borða svið-
in, eins og ekkert hafði í skorist.
Gesturinn beið rólegur eftir því, sem
verða vildi.
— Komdu með ópiumdropana
mína, heldur en standa þarna eins og
aða og horfa á mig kveljast, fullfrisk
og óþreytt manneskjan.
— Hvar er glasið? stundi
Rebekka,
— Uppi.
Rebekka var fljót upp stigann og
kom um hæl með glasið. Hún taldi
nokkuð marga dropa i matskeið og
barað munni bróðursins. Hann
renndi meðalinu niður og virtist strax
liða betur. Og nokkrum augnablikum
siðar hallaði hann sér út af i divan
skammt fram eldavélinni. Hann varð
fyrstur til að rjúfa hina tvibentu þögn.
’— Við vorum að tala um mannlifið
á Osnum, sagði hann við gröfumann-
inn.
Gröfumaðurinn kinkaði kolli.
— Þarna hætta allir vinnu um
miðjan dag á föstudögum með veskið
fullt af peningum, er mér sagt.
— Eg veit það ekki. Kannski sum-
ir.
— Þarna búa allir í einbýlishúsum
kappkyntum með hveravatni og
teppalagt út úr dyrum. Svo vinnur
enginn handtak allan veturinn. Og
ekki má gleyma sumarfriunum.
— Það voru ekki min orð, sagði
gröfumaðurinn.
— Geturðu útvegað mér íbúð,
kunningi, sagði Sigurjón og reis
kvalalaust upp í divaninum. Ég hef
ekki bakheilsu i þrældóminn hérna
lengur.
— Ég á íbúð sem ég þarf að selja.
— Hvernig stendur á því?
— Ég er að byggja einbýlishús.
— Hvar er þessi ibúð.
—1 Hún er í blokkinni.
— Stór?
— Fjögur herbergi og eldhús.
— Við kaupum hana, Rebekka og
ég
Gesturinn hlustaði undarlega snort-
inn á þessar umræður og horfði rann-
sakandi augum á systkinin. Ekki var
hægt að heyra annað en Sigurjóni
væri fúlasta alvara. Loðmundur var
hættur að kroppa utanaf hausbein-
inu, en hélt á þvi hálfétnu milli handa
sinna, og starði niður i klof sér.
Rebekka þagði. En gesturinn fann
augu hennar hvila á sér. Þarna hafði
orðið mikil hugarfarsbreyting við
undarlegar aðstæður. Nú, þegaröll
þægindi heims, nálguðust staðinn,
hægum öruggum skrefum, voru
ábúendur að binda upp bagga sina
og fara.
Annarleg og lævi blandin þögnin,
sem ríkt hafði um stund í eldhúsinu,
var rofin með áköfum og vondum
hósta. Loðmundur hafði sleppt haus-
beininu á borðið, og hélt með annarri
hendi um brjóstið og hóstaði. Varir
hans reyndu að mynda einhver orð,
sem ekki skyldust. En eitthvað sýnd-
ist gestinum, að Rebekka hefði skynj-
að. Hún þaut út úr eldhúsinu og kom
aftur með glas af gulbrjóstsafti.
— Á ég að hella i matskeið handa
þér, spurði hún.
— Hana, komdu með það, hvæsti
hann vondur, þreif af henni glasið og
saup drjúgan sopa af stútnum Brjóst-
saftið sló fljótt á hóstann og Loð-
mundur þurrkaði af sér svalan svit-
ann. Dökkrauður litur kinnanna lýstist
örlítið þegar áreynslan var liðin hjá.
Hann sótti i sig veðrið, stóð á fætur,
gekk fram að dyrunum og leit þaðan
til gestsins.
— Ég er farinn i háttinn, tilkynnti
hann. Þú kemur kannski og spjallar
við mig fáein orð áður en þú háttar.
Nú horfa mál óvænlega fyrir Loð-
mundi, hugsaði gesturinn, ef ég á nú
allt í einu, á eftir það sem á undan er
gengið, að verða trúnaðarmaður hans
og ráðunautur, Sigurjón og gröfu-
maðurinn héldu áfram að ræða um
ibúðakaupin, en ýtumaðurinn kom-
inn í rúmið.
4
Loðmundur var háttaður þegar
gesturinn kom upp á loftið. Annar
fóturinn ofan á sænginni og sá i
mórauða prjónabrók með snúning
neðst á skálminni. Koppur undir
rúmi, brennivínsflaska við stokkinn.
— Vildurðu eitthvað tala við mig,
spurði gesturinn í herbergisdyrunum.
— Komdu inn og fáðu þér sæti,
hérna á rúmstokknum. Gesturinn
tyllti sér.
— Viltu ekki fá þér sopa úr flösk-
unni?
Gesturinn hristi höfuðið. Hún er of
nálægt koppnum, hugsaði hann. Loð-
mundur reis upp í rúminu, studdi
hönd undir brjóstið, hóstaði svolítið
og stundi við um leið.
— Hér er ekki gott í efni.
Loðmundur hafði flöskuna
iskyggilega nærri koppnum
— Jæja, ekki það nei, sagði
gesturinn létturí bragði. Hvað kemur
til?
— Sigurjón og Rebekka eru að
svikjast hér undan merkjum. Ég
stend bráðum einn uppi með báðar
jarðirnar.
— Eru þau að fara?
— Já, þau eru að fara.
— Hvenær verður búið upp á lest-
ina?
— Þegar þeir Ijúka við brúna og
nýja veginn.
— Þau ætla sem sagt ekki að biða
með það eftir rafmagninu? Hverju
bera þau við?
— Henni leiðist, segir hún. Sigur-
Framhald á næstu sfðu
J