Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Side 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Side 22
Gísli Brynjólfsson taka undir það, sem Páll Páls- son á Knappsstöðum (prests Tómassonar) kvað: Vaxa fíflar fróni á finnst því ríflegt heyið, ó, hve líflegt er að sjá ofan í Stíflugreyið. En svo kom vatnið þegar stífl- an var sett í ána vegna Skeiðsfossvirkjunar. Þá var þessi sélega, sumarfagra sveit fyllt með stóru uppistöðulóni fyrir rafstöðina, til þess að aldrei þryti vatn í aðrennslis- rörum aflvélanna, og ekki slokknaði á lömum fólksins eins og hjá óforsjálu meyjunum í Nýja Testamentinu. En þegar engjarnar voru komnar í kaf og vatnið fiæddi upp á túnin, — á hverju átti fólkið i Stíflunni þá að lifa? Þá var ekki um neitt annað að gera en hverfa á brott, hvort sem mönnum féll það betur eða verr, og slá tjöldum sínum á nýjum stað þar sem Hnappsstaðakirkja, — kirkjan á vatnsbakkanum, sem elst er nýir möguleikar gáfust til lifs- timburkirkna á landinu. Ljósm. Jóhanna Björnsdóttir. KIRKJANA VATNSBAKKANUM — elsta timburkirkja á Islandi Eins og hnípin móðir, sem syrgir horfna unga sína, stendur kirkjan á bakka vatns- ins. Hvað er hún að harma? Af hverju ber hún dapur- legan svip hins yfirgefna og umkomulausa? Það er vegna þess að sóknar- börn hennar eru horfin og presturinn því hættur að messa. Engin hátið, engin skírn eða ferming. Alltaf autt og tómt og hljótt. Já mikill er nú munurinn hjá því sem var í gamla daga t.d. um það leyti sem Knappsstaða- kirkja var reist — þá voru í Stíflunni 118 manns á 15 heimilum. Og þá var hægt að bjargar. Segir ekki frekar af þeim, en þess er skylt að geta að enn mun búið á 2 bæjum í Stíflu. Á Knappsstöðum er kirkju- staður frá ómunatíð. í þætti af Þórhalli Knapp, sem var maður göfugrar ættar, siðlátur og þó heiðinn, segir frá þvi, að hann tók kristna trú og Iét kirkju reisa á bæ sínum. Ekki er nú vitað hvaða ár það var! En kirkja sú, sem þar stendur nú, var reist árið 1840, og mun því elsta timburkirkjan á landi hér. (Kirkjurnar á Bakka í Öxnadal og Búrfelli í Grímsnesi 3—5 árum yngri.) Sr. Stefán Þorvaldsson, sálmaskálds í Holti Böðvars- sonar, hélt Knappsstaðabrauð 1835—1843. Vígðist hann þangað á besta aldri, dugmikill og framtakssamur, og komu þeir eiginleikar hans að góðu haldi er staður og kirkja stór- skemmdust í landskjálfta aðfaranótt 12. júní 1838. Voru flest hús staðarins endurreist samsumars en bygging kirkjunnar (sem raunar var messufær) dróst fram á vor 1840. Hófst smíðin 27. maí og lauk 24. júli. Unnu að henni 2—3 smiðir, alls 162 dagsverk. Var rekaviður í grindinni en klæðning og þiljur úr búðar- timbri. Alls nam kostnaður við kirkjubygginguna 491 ríkisdal (eða 2,5 millj. króna?) Það var mikið fé fyrir fámennan söfnuð. Rúmlega 200 rd. — ein 7 kýrverð — var skuld við sr. Stefán. Hún var seinna jöfnuð m.a. með því að farga Guðbrandsbiblíu úr eigu kirkjunnar. Hún er nú f eigu Landsbókasafns. Var gefin því af ónefndum manni í Svíþjóð (Gústaf erfðaprins?) með milli- göngu sendiráðsins i Kaupmannahöfn. Það var árið 1933. Stifla í Fljótum. Hér mun. vera ein mesta harðinda- og snjóþyngslasveit á íslandi. Ljósm. Eiríkur Helgason. Af kirkjunni nýsmiðaðri er til glögg og greinagóð lýsing i vísitazíubók prófasts, sr. Bene- dikts á Hólum, sem telur „kirkjunnar grundvöll djúpt og duglega grjóthlaðinn og hússins byggingu vandaða að smíði og viðum.“ Um kirkjugripi má vísa til lýsingar Matthíasar þjóðminja- varðar, sem kom að Knapps- stöðum 15. júli 1910, þar er m.a. sagt ýtarlega frá predikunar- stólnum, sem er ævaforn (frá 1704) með myndum af guð- spjallamönnunum og St. Pétri. Árið 1881 var Knappsstaða- brauð lagt niður og kirkjan gerð að annexíu frá Barði. Hélst svoþar til Barðsbrauð var niðurlagt og sameinað Hofsósi. Árið 1893 samþykkti safnaðarfundur á Knapps- stöðum að taka við kirkjunni og þrem árum síðar fóru fram á henni gagngerðar endurbætur: nýir bekki, nýir gluggar, ný klæðning á veggi og hvelfingu, sem var máluð blá með skínandi stjörnum eins og vetrarnóttin í Stíflunni. Það var á haustnóttum 1974 sem síðasti bóndinn fluttist frá Knappsstöðum. Þá fór fram síðasta prófastsvísitazían á þessum forna kirkjustað. Þar er nákvæm skrá yfir gripi kirkjunnar og bækur og hvaða ráðstafanir eru gerðar vegna þess að hér er ekki lengur manna byggð. Loks er þess getið að trygglyndar konur í kvenfélagi hreppsins eru að láta girða krikjugarðinn til verndar leiðum látinna Stíflu- búa. Nú er Knappsstaðakirkja 137 ára gömul. Þaó er margt sem hefur drifið á daga þessa aldna húss. Það er raunar reynsla allra þeirra sem háum aldri ná. Það tekur bæði til innra líf og ytri hags. Það var gaman í gamla daga þegar söfnuðurinn var allt upp i 140 manns og fulit hús á hverjum messudegi. Hún fylgdist með ævi hvers ein- staklings frá skírnarlauginni fram á grafarbarm og daglegu lífi fólksins í hörkum vetrarins, leysingum vorsins, blíðu sumarsins, húmi haustsins. Hvergi eru andstæður árstíð- anna jafnríkar og hér. Ýmist var hún á kafi í fönn eða brennd af sól, mókandi i kyrrð lognsins eða skekin af ofsa- veðrum svo að setja varð við hana skástífur eða njörva hana niður með járnhlekkjum. — Þetta var ekki annað en eðli- legur gangur lifsins í þessari harðbýlu sveit. VÖKUNOTT Á STÓLI Framhald af bls. 21 jón telur sér trú um, að hann sé orðinn heilsulaus. Svo finnst þeim, að maður hafi engar helgar hér á Stóli. Þau vilja hætta vinnu um miðjan dag á föstudögum, eins og þeir gera á Ósnum. — Fólk talar nú stundum svona. Ætli þeim snúíst ekki hugur? — Þú heyrðir nú sönginn í Sigur- jóni áðan. Þannig hafa þau látið i allt sumar. Hvernig heldurðu að mér hafi liðið. — Ætla þau tómhent héðan, manneskjurnar. Tæplega ferð þú að leysa út hlutinn þeirra í jörðinni og búinu, eða borga þeim fyrir nytjar eða ábúð. — Ég get ekkert ef þau fara. Hér býr enginn einn. — Þú varst mátulega búinn að taka prestsetrið á leigu. — Já, þetta leit orðið vel út hjá okkur. Rebekka er dugleg og útsjón- arsöm. Nú ber eitthvað nýrra við. Loðmundur farinn að hæla Rebekku. Eitthvað boðar það hjá karli. Loðmundur seildist eftir brenni- vínsflöskunni og fékk sér sopa. — Þetta er nú dýrt spaug, sagði hann. Enda leyfi ég mér það ekki oft og aldrei nema sopa í einu. Viltu ekki einn með mér, vinur. En gesturinn var að hugsa um annað. — Mér finnst það yrði gaman að vera útilegumaður hérna i Stóli, sagði hann. Alltaf var presturinn einn og sá aldréi draug. — Draug. Guð hjálpi mér. Myrk- fælnin er að drepa mig, sagði Loð- mundur með felmtur í augum og ósjálfræði í handahreyfingum. Hann vissi ekki fyrrtil, en hann hafði sopið aftur á flöskunni. — Æ, nú fór illa, sagði hann og setti frá sér flöskuna. Svo leit hann á gestinn biðjandi augum, stundi þungt og sagði: — Ég skal leigja ykkur Rebekku prestsetrið. Þið haldið hérna til. Ég fæ hjá ykkur frítt fæði. Þið fóðrið fyrir mig fimmtíu kindur upp i leiguna. Þá má Sigurjón fara. Þetta er þráablóð. Að þessum orðum töluðum, kom Sig- urjón upp stigann og leit inn i her- bergið, brattur í baki og sigurbros á andlitinu: — Jæja. Við gengum frá þessu. Ég kaupi íbúðina. Rebekka fer með mér. En þú svarar út okkar hlut úr jörðinni og búinu. Svo getur þú hald- ið draugunum paról hérna á Stóli. 5 Loks á fjórða timanum komst gest- urinn i háttinn. En hann gat ekki sofnað. Atburðir kvölds og nætur héldu fyrir honum vöku. Það var sama hvernig hann byrgði sig niður og kreisti aftur augun. Spennan hið innra vildi ekki hverfa. Svona var þá málum komið á Stóli. Sundrung milli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.