Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Blaðsíða 5
Bíll séntilmannsins Eölilegast er séntilmanni að nota hest til aö komast af einum staö á annan. í raun og veru hefur hann aldrei samlag- ast bifreiöinni, en útaf þróun, sem ekki hefur reynst unnt aö sporna viö, á hann einn eöa tvo séntilmannsbíla. Helzt þarf hann aö eiga Rolls eða Bentley, en sportbílar eins og Aston Martin, Jaguar eöa Jensen duga. Bezt lízt séntilmanni á herragarðsvagna, sem amerískir kalia station-vagna — meö aöskildum hluta aftast fyrir hundana. Séntilmenn fara ekki úr jakkanum undir stýri og þaöan af síöur aka þeir meö olnbogann út um gluggann. Þeir sitja teinréttir og virðu- legir undir stýri og fullvissir um, aö þeir eru alltaf í rétti. (Veröi séntilmaður af einhverjum ástæöum að eiga óviröuleg- an og venjulegan bfl, er hann haföur óhreinn og aidrei bónaður til aö sýna og sanna, aö slíkur bíll skiptir aungvu máli.) Svo segja konur, að Það erfiðasta við að fara í bóliö með séntilmanni sé, aö venjulega deilir hann rúminu meö hund- unum. Séntilmannasport Enda þótt séntilmenn leiki tennis og golf, taka þeir slíkar íþróttir ekki mjög alvarlega, en iöka þær fremur sér til hressingar. Og afstaöa þeirra er talsvert önnur en venjulegra dauölegra manna, sem iöka sport sér til heilsubótar.Tgolfi sést séntilmaöur til dæmis aldrei meö einn af þessum stóru og litsterku golfpokum; hann notar heldur ekki nýjar og gljáandi kylfur og sízt af öllu útprjónaöar hettur á kylfuhausana. Þess í staö ber séntilmaöurinn á bakinu létta strigatösku meö hálfu setti; sumar kylfurnar meö trésköftum og aungvar tvær af sömu tegund. Séntilmaöur er yfirleitt mjög haröur í keppni. Um leið og sétilmaöurinn hefur aldur til, gengur hann í náttúruverndarfélag, sem einkum hefur á sinni stefnuskrá aö vernda villidýr, — jafnframt snýr hann sér aö veiðum og drepur allt sem hann kemst í færi viö frá akurhænum til refa. Aö útrýma refnum álítur séntilmaöurinn aö sé eitt helzta hlutverk sitt í lífinu; jafnframt ber hann ábyrgö á því aö alltaf veröi til nóg af refum til aö veiða. Lax- og silungsveiöi er einnig álitiö mjög séntilmannlegt sport, en aörar fiskveiöar eru það ekki. En þungamiðj- an í öllu séntilmannasporti er þó skyttirý. Veiöibókin er meðal þeirra eigna séntilmannsins, sem hann hefur hvaö mestar mætur á; þar tíundar hann í smáatriðum allt, sem hann veiöir. Svo rótgróin er þessi siövenja, aö séntil- maöur nokkur gleymdi ekki aö færa þaö fyrst í veiðibókina, þegar hann framdi sjálfsmorö, — og færði þaö í dálkinn „Ýmislegt“. Fatnaður séntilmannsins Séntilmenn mega ganga í fötum sínum, þar til þau eru uppslitin, en alltaf skal vera augljóst, aö góöur klæöskeri hafi sniðið þau og rétt vaömál er aö sjálfsögöu þungt á metunum. Séntil- mannaföt þarf ekki að pressa; þau mega líta út eins og harmoníka þess vegna. Allir eiga aö vita aö vaömálið í þeim er svo vandað, aö þaö er hégómi einn aö pressa þaö. Jafnvel sá, sem aldrei veitir fötum athygli, á aö geta séö þann mun, sem er á sniði séntilmanns- fata. Illa sniöin föt fara í taugarnar á þeim eins og fram kemur, þegar séntil- maöur einn talaöi um félaga f klúbbi, sem hann taldi aö væru þjóðfélagslega töluvert neöar: „Þetta eru ágætiskallar. En þaö er vorkunn, aö þeir viröast allir sníöa sjálfir á sig • buxurnar." Hvaö skyrtum viövíkur, þá eru þær keyptar í Jermynstræti. Konur, börn og hundar séntilmanna Aö hveitibrauösdögunum liönum, ein- kennist afstaöa séntilmannsins til konu sinnar af góölátlegum stuöningi. Hann hvetur hana til aö leita sér upplyftingar í kvenfélaginu eöa meö þátttöku í góö- gerðabasar. Hann skilur, aö hún veröur aö fá aö leyfa sér dálítiö bílífi annaö slagiö eins og til dæmis aö leika tennis eöa spila brids viö vinkonur sínar eitt og eitt kvöld. Stundum gerist hann svo höföinglegur aö láta henni stofurnar í té, ef hún skyldi vilja gera eitthvaö sérstakt eins og til dæmis aö bjóöa prestsfrúnni í te og þá dregur hann sig sjálfviljugur í hlé. Séntilmaður lætur sér fátt um smá- börn og álítur þau bezt geymd í umsjá kvenþjóðarinnar. Áhugi hans á af- kvæmum sínum fer hinsvegar vaxandi eftir því sem þau stækka og gæti jafnvel nálgast hlédræga ástúö. En væntum- þykja séntilmannsins snýst þó fyrst og fremst um hundana hans. Sérstakt eftirlæti er á svörtum hundum af Labrador-kyni. Heimilisvenjur Séntilmaöur neytir ekki matar síns í veitingahúsum, nema hjá því veröi ekki komizt. Undantekningu frá þessari reglu er þó hægt aö gera á nokkrum hótelum í sérflokki í West End Lundúna, þar sem hægt er fyrir ærinn pening aö fá sér sjaldgæti eins og brúna Windsor-súpu. Hún er þunn og bragö- laus, en samkvæmt gamalli venju höfö á boröum hjá brezku hiröinni. Ekki gezt séntilmönnum aö brösuöum mat og þeim veröur óglatt af öllu ööru en brezkum mat. Sagurgrjónagrautur þykir þeim góöur. Heima fyrir boröa þeir meöal annars kjöt af eigin veiðidýrum. Flestir séntilmenn reykja vindla og upphaflega var pappírsgjöröin á vindl- um sett til þess aö hvítir hanzkar séntilmannanna gulnuöu síður. Þá var ekki til siös aö reykja vindilinn nema upp aö gjöröinni. Nú er aftur á móti sjaldgæft oröiö, aö séntilmenn gangi meö hvíta hanzka. Framar flestu ööru einkennir séntil- ménn, að þeir eru stundvísir í einu og öllu. Nákvæmlega á mínútunni sezt séntilmaöurinn aö matarborði sínu og þar vill hann fá sína þjónustu, hvort sem rafmagniö hefur veriö tekið af, ellegar kokkurinn strokinn úr vistinni. Sama ná"kvæmni gildir um drykkjuvenjur hans. Hann fær sér sama skammt fyrir mat, — og nákvæmlega á mínútunni. Allt sem fellur fyrir byssukúlu er fært ná- kvæmlega { veiðibókina — og séntil- maður einn, sem framdi sjálfsmorð, færði Þaö einnig í bókina áður en hann tók í gikkinn. Aö standa í að græða peninga er álitið mjög „óséntilmannlegt" og þeir menn sem hefjast af sjálfum sér, eöa taldir eru nýríkir, eru svo ófínir að liggur viö aö sannur séntilmaöur hnerri í návist þeirra. Efnahagur séntilmanna fellur undir þrjár skilgreiningar. í fyrsta lagi koma þeir, sem teljast „efnaöir" og eiga stóreignir og nokkrar milljónir punda. í öörum flokki eru þeir, sem taldir eru „þokkalega stæöir". Þaö merkir aö slíkur maöur léti sér standa nákvæmlega á sama um, hvort hann fær hæsta vinning í knattspyrnuget- raunum. í þriöja flokki eru svo þeir, sem eru „fátækir eins og kirkjumýs", — hafa butlerinn einn eftir af öllu vinnu- og þjónaliöinu og aöeins efni á aö senda soninn í ódýran skóla. Kúnstin aö vera séntilmaður Aö vera séntilmaöur er ekki auðveld- ara en hvaö annaö og fyrst og fremst verður slíkur maöur aö tileinka sér „rétta afstööu". Hann veröur aö meö- taka þá trú, að séntilmenn séu þjóö- flokkur út af fyrir sig, sem standi ofar Séntilmenn kaupa ekki hús- gögn. Aftur á móti erfa Þeir húsgögn sem voru keypt á Viktoríutímanum. venjulegum dauölegum mönnum. Aö vera séntilmaður tekur allan manns tíma; ekki er hægt aö meötaka sumt af því sem hér hefur veriö taiiö og hafna ööru. Allar stundir, alla daga, veröur séntilmaöurinn aö vera staðfastur í hlutverki sínu. Þótt sumir hafi falliö í þá gryfju að ganga í áberandi fötum, þekkist sannur séntilmaður alltaf á því, aö hann er vel greiddur meö vel snyrtar neglur, en framar öllu ööru þó á skónum, sem eru svo póleraðir og há-glansandi, sem framast er unnt. Sjáist á skóm, þýöir það í rauninni, aö sá hinn sami hafi lent í einhverju ati, sem ekki er séntilmanni sæmandi. Séntilmaður, sem vandur er aö virö- ingu sinni, veröur aö vanda ræöu sína; þar má aldrei slaka á. Þetta er óviö- komandi framburöi eöa mállísku, enda hafa ýmsir ágætir séntilmenn ólík blæbrigöi á framburöi. Miklu þýöingar- meira er aö nota nákvæmlega rétt orð. Væri of langt mál aö fara út í þaö hér, en til dæmis má nefna, aö séntilmaður fer ekki á „toilet", hann notar „lavatory“. Hann apar ekki upp tízku- frasa einsog aö eitt og annaö „komi inní myndina“, ellegar „vergar tekjur“ og aö eitthvað gerist á „ársgrundvelli". Séntilmaöur segir ekki „gamli minn“ viö góökunningja sína eöa annað álíka. Ræöa hans hefur tilhneigingu til aö vera svo stuttaraleg, að aöeins nauösynleg- ustu orö eru sögö. Og þegar hann vandar sig sérstaklega í kurteisinni, er því líkast að hann sé aö gefa hersveit- um fyrirskipanir. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.