Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Blaðsíða 7
HELGIJÓNASSON
framsóknarþinsrmaöur úr Rangirþingi kvað Halldór
hæfileikum búinn en treysti honum ekki til að gefa
út Njálu.
„að á þessu ári verði gefin út ný útgáfa
af Njálu, eins og við viljum hafa hana og
eins og þjóðin vill hafa hana, en ekki
skrumskælda eins og Laxdælu“.
Einarssonar, rökstudd dagskrá um aö
vísa málinu til stjórnarinnar, var samþykkt
að viö höföu nafnakalli meö 9 atkvæöum
gegn 4.
Já sögöu: Páll Hermannsson, Þorst.
Þorsteinsson, Bernharð Stefánsson,
Bjarni Benediktsson, Eiríkur Einarsson,
Haraldur Guömundsson, Ingvar Pálma-
son, Jónas Jónsson, Lárs Jóhannesson.
Nei sögöu: Brynjólfur Bjarnason, Krist-
inn E. Andrésson, Magnús Jónsson
Steingrímur Aðalsteinsson.
Þriöji og síðasti þáttur: Tillaga til
þingsályktunar um útgáfu á Njáls-sögu.
Áskorun til ríkisstjórnar, aö hún sjái um
og greiði fyrir því aö Menntamálaráö og
Þjóövinafélagiö gefi Njálssögu út í
vandaöri heimilisútgáfu handa félags-
mönnum sínum.
Flutningsmenn voru Helgi Jónasson og
Ingólfur Jónsson, þingmenn Rangæinga
og Sveinbjörn Högnason, þingmaöur
V-Skaftfellinga.
Ekki er því að leyna, aö bókmennta-
áhugi þessara ágætu þingmanna kom á
óvart. Og ekki var vitað til þess, að
Rangæingar heföu sent þeim bænaskrár
um aö þeim yröi send Njála niðurgreidd
frá ríkinu.
Menntamálaráöuneytiö haföi þá nýlega
veitt leyfi fyrir útgáfu Njálu með lögboð-
inni stafsetningu. Um þetta ritaði Jónas
frá Hriflu:
„Rangæingum þótti nærri sér höggviö
méð Njálu. Brugöu þá þeir þingmenn,
sem búsettir eru í Rangárþingi, Helgi
Jónasson, Ingólfur Jónsson og Svein-
björn Högnason viö og fluttu þings-
ályktunartillögu.
Meö þessu móti töldu flutningsmenn,
aö bjargað væri því, sem unnt var aö
bjarga. Ráöherra (Einar Arnórsson)
hafði veitt leyfið, og það varö ekki aftur
tekiö.“ (Andlát Húsavíkur-Lalla, Rauöar
stjörnur, Rv. 1943).
Helgi haföi orö fyrir tillögumönnum.
Hann byrjaöi aö tala um Laxdælu. Hann
sagöi, aö útgáfa sú heföi veriö í alla staöi
hin andstyggilegasta, heilum köflum
sleppt, oröfæri breytt, prentun og pappír,
allt hiö lélegasta sem hægt var aö hugsa
sér og fleira í þeim dúr. Hinsvegar var
Helgi einn fárra þingmanna sem viöur-
kenndi, aö Halldór Laxness væri „mjög
fær í sinni grein og mjög góöum hæfileik-
um búinn sem rithöfundur."
Ræöa Helga snérist mest um Laxdælu.
Fullyröa má, aö um enga bók aöra hefur
veriö meira rætt á alþingi íslendinga.
Helgi sagöi, aö dómsmálaráöherra heföi
traökaö á vilja alþingis meö leyfinu handa
Njáluútgáfu.
„Það er ekki hægt aö vænta þess, aö
þessi maöur, Halldór Kiljan Laxness, þó
EINAR ARNÓRSSON
dðmsmilaríöherra taldi ekki ástæðu tii aö binda
leyfi við svokaliaða samræmda stafsetningu.
„Þessi stafsetning, samræmda forna, er
ekki gömul og ég býst við, að einum
fræðimanni á 19. öld á þessu sviði megi
mikið þakka þessa stafsetningu...“
aö hann geti, fariö nokkuö betur meö
Njálssögu heldur en hann fór meö
Laxdælu 1941, þrátt fyrir þá yfirlýsingu,
sem hann gaf Þá. Sú yfirlýsing sýnir
ótvírætt, að þaö er ekki hægt aö treysta
honum."
Aö lokum mælti Helgi: „En þaö er eitt,
sem hægt er að gera, og þaö er það,
sem fariö er fram á í þessari þál. tillögu
og þaö er, að á þessu ári verði gefin út
ný útgáfa af Njálu, eins og við viljum
hafa hana og eins og þjóöin vill hafa
hana, en ekki skrumskælda eins og
Laxdælu.“
Einar Arnórsson dómsmálaráöherra
svaraöi ræöu Helga. Um stafsetninguna,
sem ýmsir menn vildu umfram allt hafa,
sagöi Einar meöal annars:
„Þessi stafsetning, samræmda, forna,
er ekki gömul, og ég býst viö, að einum
fræöimanni á 19. öld á þessu sviöi megi
þakka mikiö þessa stafsetningu, því aö
stafsetningu eftir handritum er ekki
hægt aö búa til, því að handritin, bæði af
Njálu og öðrum ritum, er gerö af
mismunadi mönnum frá mismunandi
tímum, rituö meö mismunandi stafsetn-
ingu frá 13., 14., 15. og jafnvel 16. og 17.
öld.“
Einar taldi ekki mikla ástæöu til aö
binda leyfi viö svokallaöa samræmda
stafsetningu, og margt ungt fólk kýs
fremur aö lesa fornritin meö þeirri staf-
setningu sem þaö lærir í skólum.
Baröi Guömundsson talaði nú gegn
tillögunni. Þessi nýja Njála yröi varla
tilbúin fyrr en löngu eftir aö Njála Laxness
væri komin út.
„Aftur á móti viröist allt þetta Njálu-
umstang hér í þingsölunum vera vel til
þess falliö aö vekja athygli á útgáfu-
starfsemi Laxness og veröa honum
óbeint til stuönings. Ég álít sjálfsagt, aö
þetta mál sé athugað nánar og verði
vísað til menntamálanefndar, en um-
ræðu frestað."
Þá töluöu þeir Sigfús Sigurhjartarson
og Áki Jakobsson gegn tillögunni. Sigfús
sagöi m.a.: „Mér sýnist því þetta vera
vanhugsaö frumhlaupsverk... Þetta er
orðið tilfinningamál. sem þegar hefur
gert fjöldann allan af þingmönnum
hlægílegan. Þaö greip pá æöi, þegar
þeir heyrðu, að fara ætti aö gefa Njálu út
með nútímastafsetningu, ekki af því
fyrst og fremst aö stafsetningunni skyldi
breyta, heldur af því aö ákveðinn maöur.
Halldór Kiljan Laxness, maöur sem
aöhyllist ákveöna stjórnmálastefnu,
skyldi vera valinn til þess. Þetta varö til
þess, aö þingheimur heimskaöi sig á að
setja lög, sem banna aöra útgáfu á
íslendingasögunum en meö þeirri staf-
BARDIGUÐMUNDSSON
beitti sér gegn tillhgunni um Njáluútgáfuna.
„Aftur á móti virðist allt þetta Njáluum-
stang hér í þingsölunum vera vel til þess
fallið að vekja athygli á útgáfustarfsemi
Laxness og verða honum óbeint til
stuðnings.“
setningu, sem áöur hefur veriö á þeim
höfö.“
Þá töluöu meö tillögunni Sveinbjörn
Högnason og Eysteinn Jónsson.
Helgi læknir las yfirlýsingu frá 10
þingmönnum efrideildar, sem lýstu fylgi
sínu viö tillögu þremenninganna. Þessir
10 voru:
Páll Hermannsson, Gísli Jónsson, Lárus
Jóhannesson, Bernharö Stefánsson,
Jónas Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson,
Bjarni Benediktsson, Magnús Jónsson,
Ingvar Pálmason, Hermann Jónasson.
Forseti, Jóhann Jósefsson, bar nú fram
tillögu frá Barða Guðmundssyni um að
vísa málinu til menntamálanefndar og
fresta umræöum. Tillagan var felld með
18 atkvæöum gegn 12. Þrír greiddu ekki
atkvæöi og tveir fjarstaddir, annar þeirra
Ingólfur Jónsson flutningsmaöur. Þing-
menn hafa verið vinnuglaöir í þá daga.
„Ekki er öll nótt úti enn“ sagöi draugsi.
Forseti stytti nú ráeöutíma í fimm mínútur.
— Einar Olgeirsson brá næstur brandi,
hjó ótt og títt. Hann sagöi aö Njála væri
þjóöareign og helgidómur, ekki nein
einkaeign þingmanna Rangæinga.
Einar hélt áfram:
„í fyrsta skipti, sem Njála var gefin út
á íslandi, þá var hún á nútímastafsetn-
íngu. Ég er hissa á þessum páfatrúar-
mönnum hér, aö þeir skuli ekki vilja
uppræta þessa Njálu, og þá meö sömu
aöferðum og fyrirmynd þeirra, Hitler,
notar, aö brenna hana. Þessi útgáfa
Njálu var síst til þess aö spilla íslensk-
um fornritum, heldur gerði hún mikið til
þess aö kynna þessa perlu íslenskra
bókmennta fyrir þjóöinni. Hvaö á allur
pessi bægslagangur aö þýða?... Er
útgáfa Sig. Kristjánssonar, sem nóg er
til af, ekki fullgóð fyrir þingmenn
Rangæinga og þingmann V-Skaftfell-
inga? Þaö er einkennilegt, hvaö þessir
menn eru mikiö fyrir að bannfæra allt og
alla. Þaö hefur legiö við undanfarin ár,
að rit sumra íslenskra skáldsagnahöf-
unda yröu bönnuö hér. Háttvirtum
pingmanni S-Þingeyinga fannst sjálf-
sagt aö banna útgáfu á ritum Halldórs
Kiljans hér á landi, heldur ættu þau að
koma út í Moskvu. Það, sem fyrir
þessum mönnum vakir, htýtur aö vera,
aö þeir vilji leggja hömlur á prentfrelsiö
í landi þessu.“
Einar las t lokin breytingartillögu sem
hann lagði fram:
„Neöri deild Alþingis ályktar aö skora
á ríkissf jórnina aö greiöa fyrir því, aö
fornritaú tgáfan geti vandaö alveg sér-
staklegi' til útgáfu Njálu á vegum
fornritai' gáfunnar, pannig að hún geti
m.a. veiLð prýdd myndum og teikning-
um bestu íslenskra listamanna, og leggi
SIGFÚS SIG URHJARTARSON
var mebal þeirra sem töluðu gegn NjálutiUögunni á
Alþingi
„Þetta er orðið tilfinningamál, sem
þegar hefur gert fjöldann allan af
þingmönnum hlægiiegan. Það greip þá
æði, þegar þeir heyrðu að fara ætti að
gefa út Njálu með nútímastafsetn-
ingu...“
ríkisstjórnin aö fengnum upplýsingum
þaö fyrir Alþingi, hvaö kosta muni að
hafa þessa vönduöu útgáfu svo ódýra,
að sem flestir landsmenn gætu eignast
hana.“
Þá flutti Sigfús Sigurhjartarson langa
ræöu og var stórorður á köflum. Forseti,
Jóhann úr Eyjum, baö hann gæta hófs í
oröum.
Enn tóku til máls Helgi Jónasson, sem
fór nú viöurkenningaroröum um Halldór
Laxness, sem hann nefndi snjallan mann,
þó hann treysti honum ekki til að gefa út
Njálu. Var jafngott aö sumir kjósendur
hans heyröu ekki hrósiö; þeim heföi
kannski brugðið í brún.
Sigfús spurði nú tillögumenn, hina
miklu unnendur bókmennta, er hann
nefndi svo: Hvaöa handrit á aö hafa til
grundvallar hinnar vönduöu útgáfu af
Njálu? Hvaöa hætta stafar þjóðinni af því
aö gefa fornsögurnar út á nútímastafsetn-
ingu? Hvers vegna eiga aörar bækur, sem
líkt stendur á um, ekki aö sæta sömu
örlögum?
Helgi svaraöi því til, aö stafsetningin
væri sér ekkert aöalatriöi. Sigfús greip þá
frammí og spurði: „Það má þá gefa Njálu
út meö nútímastafsetningu“. Helgi svar-
aði: Þaö hefur aldrei veriö nein deila um
þaö, heldur um hitt, hvort eigi að breyta
oröaröö og sleppa úr sögunum.
Einar Olgeirsson talaöi næstur. Hann
sagði, aö nú væri komið í óvænt efni fyrir
háttvirtum flutningsmönnum tillögunnar:
engin deila lengur um aö gefa íslendinga-
sögur út meö nútímastafsetningu. En
greinargerð fyrir þessari fádæma þings-
ályktunartillögu byrjar svo:
„Þegar það varö hljóðbært áriö 1941,
aö í ráöi væri aö gefa út Laxdælu meö
nútímastafsetningu, eins og það var
oröað, risu um þaö háværar ritdeilur í
blööum og manna á milli. Flestir for-
dæmdu þetta tiltæki“:
Þá lauk þessum næturfundi alþingis,
umræöu og atkvæöagreiöslu frestaö. Á
hundraöasta fundi neöri deildar 13. apríl
skyldi fram haldiö einni umfæöu um
tillöguna. Forseti gat þess, aö fram heföi
komiö svohljóöandi tillaga til rökstuddar
dagskrár frá Sigfúsl Sigurhjartarsyni:
„Þar sem upplýst er, aö fáanleg er
ódýr og góð heimilisútgáfa af Njálssögu,
telur deildin ekki ástæöu til að sam-
Þykkja þingsályktunartillögu á ping-
skjali 690 og tekur fyrir næsta mál á
dagskrá."
Tillagan var felld meö 18 atkvæöum
gegn 11.
Næst var borin upp tillaga Einars
Olgeirssonar, sem fyrr er nefnd.
Framhald á bls. 15