Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Blaðsíða 10
verkföll hafa einmitt veriö mjög tíö síðan keisarinn gaf eftir og leyfði stjórnarandstöðu. Ragna telur, að hvarvetna hafi komið í Ijós mikil andstaða gegn keisaranum. Allir vita Þó, að geysileg uppbygging hefur átt sér stað á fáum árum. En spurt er, hvort ekki hefði mátt gera meira og betur — enn er óskapleg vanpróun ríkjandi í landinu; til dæmis heilu porpin, sem ekki hafa vatnsdropa og verður að sækja pað langt að á ösnum. Hinsvegar hafa risið upp heilar draugaborgir; raðir af tómum blokkum, hlið viö hlið, uppsteyptum en ófrágengnum, — einhverskonar „prestige project“ sem fáir hafa auðgast á, en síöan hætt við allt saman. Þarna er óskapleg sóun og andstæðurnar blasa allstaðar við. Hvarvetna sjást nýjar hallir með gífurlegum íburði, sundlaugum og röðum af lúxusbílum og á næsta leyti eru svo mannabústaðir, sem viö mundum frekar kalla léleg gripahús. Afæturnar hafa matað krókinn og margar flúið land með fenginn. íslendingur, sem vinnur í Genf, sagöi í samtali viö Lesbók, að Það vekti nokkra athygli í Sviss, að börnin ríku flóttamannanna frá íran kæmu í skólann með 2000 svissneska franka í vasapeninga, en Það samsvarar 400 Þúsund íslenzkum krónum. Ragna: „Húsaleiga í íran er ofboðs- eg, — til dæmis veröur aö greiða sem svarar 400 þúsund íslenzkra króna á mánuöi í húsaleigu fyrir húsiö, sem viö búum í. Þótt mikiö kosti aö byggja, næst kostnaöurinn inn á fáum árum meö svona okurleigu. í hverfinu kringum okkur búa einkum útlendingar, svo og Persar úr millistétt, sem teljast efnaöir og vinna aöallega i/iö olíuiðnaðinn. Þeir hafa mikil forrétt- ndi; geta verzlaö í sérverzlunum meö 30% lægra verölagi og oft fá þeir einnig Skeypis húsnæði. Þessir íranir búa /firleitt ágætlega á evrópska vísu. Innan Rœtt viö Rögnu Kemp dyra heimilisins eru konur klæddar á vesturlandavísu og dæturnar í bláum gallabuxum og í stuttermabolum. En fari þær úí fyrir hússins dyr, sveipa þær ævinlega yfir sig einskonar laki (chaddor), sem nær yfir höfuöiö og bíta síöan í þaö til aö halda því aö sér. Þessi yfirhöfn er svört hjá arabískum konum en rósótt eöa smáblómótt hjá þeim persnesku. Karlmenn ganga aftur á móti í vestrænum fötum. Sú skoðun er ríkjandi, aö kvenlega nekt veröi aö hylja. Menn „eiga“ eiginkonu sína, og aörir karlmenn eiga þá ekkert meö aö sjá hana. Vegna þess aö innfæddar konur eru svona dúöaöar, vekja þær útlendu mikla athygli; allt í einu sjá þeir kvenfólk, sem kannski gengur í þröngt aöskornum buxum og með bera handleggi. Ef maður hættir sér þannig klæddur út á meöal írananna, býöur maöur óþægindunum heim. Þeir reyna þá í þrengslum aö rekast utan í mann og káfa og klípa. Þetta er ákaflega óþægilegt eins og gefur aö skilja, og veröur aö læra á þetta eins og margt annað. Eg var til dæmis oft hjá sænskri nágrannakonu minni, sem haföi sundlaug í garðinum og vorum viö þar á bikini. Á nærliggj- andi þökum voru menn að vinna í byggingarvinnu og þaö varö algjört verkfall hjá þeim; þeir bara störðu og héldu áfram aö mála sama blettinn. Viö vissum þaö ekki fyrr en löngu seinna, aö þetta gat orðiö hættulegt fyrir okkur, því samkvæmt þeirra skilningi vorum viö aö bjóöa okkur. Einhver vörn var okkur þó af strákunum, en hún átti tvo: sjö og tólf ára, og ég einn fimm ára. Þó bitnaði athyglin ennþá ver á annarri sænskri konu, sem þarna bjó og var svo óheppin aö vera bæöi Ijóshærö og feitlagin. Þaö er hiö fullkomna og endanlega kyntákn í þeirra augum. Svo ramt kvaö aö þessu, að hún gat ekki farið í bæinn og meira að segja öskukarlinn gat ekki staöist freistinguna aö taka utan um hana ef hann sá hana. Staöa konunnar í íran er mjög lág. Á þær er nánast litið eins og hvern annan búfénaö. En konur viröast ekki vera í miklum uppreisnarhug. Fyrst og fremst vilja þær giftast og eignast börn, og eykst viröing þeirra viö hvert sveinbarn, sem þær ala. Ógiftar konur eru aftur á móti mjög illa settar, og eru þær hálfútskúfaöar úr þjóöfélaginu. Yfirleitt er samið um hjónabönd milli fjöl- skyldna, og skipta peningar þar allmiklu máli. Þurfa menn aö leggja fram einskonar tryggingu fyrir konunni, og er sú trygging meiri eftir því sem konan er af betri ættum1 Einnig eykur menntun á verögildi hennar. Laus ástarsambönd eru hins vegar mjög fátíö. Karlmaöur á aö kvænast, en láta annars kvenfólk í friði. Ungur írani, sem var bílstjóri hjá okkur um tíma, var aö eiga viö stúlku, sem var kennari eins og hann. Ekki veit ég, hvort hann vildi kvænast henni, né hvort samningar um þaö heföu tekist. Þau voru aö reyna aö hittast á laun og gátu hvorki verið heima hjá hongm né henni. Bræöur hennar gættu stúlkunnar utan heimilisins; heföi allt komizt upp, er líklegt aö stúlkan heföi veriö lokuö inni og strákurinn kannski barinn. „Og pabbi“, sagöi strákurinn, „heföi bara ...“ Hann dró fingurinn þversum yfir barka sinn til aö sýna mér, hvaö faðir hans hefði gert. Ekki veit ég svo hvernig þetta fór.“ „Viö höföum þarna samband viö fólk af mörgum þjóðernum“, segir Ragna. „Kynni viö annarra þjóöa fólk, sem á þaö sameiginlegt aö vera fjarri heim- kynnum sínum, geta oft veriö mjög ánægjuleg. En ég tel aö erfitt sé að stofna tii samskonar kynna við írani. Áhugi á því virðist ekki vera fyrir hendi, hvorki frá þeirra hálfu né útlending- anna. Jafnvel þótt hægt væri aö tala saman á farsi (írönsku) eöa á ensku eru andstæöurnar óskaplega miklar, m.a. þessi mismunur á stööu kvenna og karla. Konan á helst aö vera úti í horni og segja ekkert. 'Jafnvel í blönduðum hjónaböndum, sem viö þekkjum all- mörg, er styr um þetta. Oft er það, aö íranir hafa gifst evrópskum konum á háskólaárum sínum í Evrópu. Þegar þeir koma svo aftur meö brúöi sína til íran, vilja þeir eölilega samlagast aftur lífsháttum þar. Þessar konur þurfa aö berjast hetjubaráttu til aö spyrna á móti og tekst misjafnlega. í einu af þessum hjónaböndum hótaöi eiginmaðurinn aö drepa konu sína ef hún léti sjá sig á bikini í sundlauginni í útlendingaklúbbn- um. Hún sagði honum, aö hann skyldi þá bara drepa sig, — og hélt sínu striki. Og auðvitaö uröu þetta oröin tóm hjá honum.“ Á einni myndinni, sem Ragna hefur tekiö í næsta nágrenni við íbúöarhús Þeirra, stendur dálítill kofi einn sér. Þetta er varömannskofi, segir hún. Þaö hefur risið upp ný atvinnustétt gæzlumanna sem líklega eru sjálf- skipaðir, — og helgar hver Þeirra sér1 dálítið hverfi eöa götupart. Þeir vakta svæðið sitt dag og nótt, en íbúarnir veröa að sjálfsögöu að borga ffyrir gæzluna. Gjaldið fyrir útlendingana er 2000 rial á mánuöi, eða sem svarar 10 Þúsund íslenzkum krónum. íranir borga minna fyrir Þessa Þjónustu, en sem útlendingur má maður gera ráð fyrir að Þurfa aö borga tvöfalt verð fyrir næstum allt. Með Þessu fæst trygging fyrir Því, að innbrot veröi ekki framið, en telji maður Þessa Þjónustu óÞarfa og neiti að borga, Þá sjá Þeir einfaldlega til Þess að innbrot verði framið hjá viðkomanda við fyrstu hentugleika. Við ræddum aö lokum um stjórn- málaástandiö, sem daglega er í fréttum, en erfitt er aö spá um gang mála. Ragna sagöi að sízt væri gert of mikið úr hatri innfæddra á útlendingum og til dæmis hefði bæöi verið máluö morðhótun á dyrnar hjá Þeim og bílinn. Þar aö auki kvaöst Ragna hafa orðið fyrir Því, aö hrækt var á hana á götu. Ragna: „Ekki held ég aö ástandið batni mikiö nú eftir aö keisarinn er farinn. Þau öfl, sem þurfa aö koma saman til að mynda öfluga stjórn eru of andstæö til aö vel gangi. Nú þegar er skortur á ýmsum sviöum; til dæmis á olíu, gasi, benzíni, mat og öllum innfluttum vörum, en tollurinn hefur ekki starfaö síöan snemma í haust. Peningar eru engir til og kaupgreiöslur ekki inntar af hendi. Bankastarfsemi og allt viðskiptakerfi landsins er lamaö, en meira en 1500 bankar hafa veriö brenndir meö öllu, sem í þeim var. Þetta hlýtur þó aö taka einhvern enda og því fyrr, því betra." í Þorpi úti á landsbyggðinni. í hýbýlum fólksins er nákvæmlega ekki neitt innanstokks. Innan dyra heimilisins ganga íranskar konur eins og hér sést; í blússum og pilsum, en sveipa yfir sig einskonar laki á almannafæri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.