Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Blaðsíða 15
ASTRIKUR A GOÐABAKKA Eftir Goscinny og Uderzo. Birt í samráði við Fjölvaútgáfuna. Ingólfur, sem var flutningsmaöur, tók engan þátt í umræöum og ekki atkvæða- greiöslunni. Þá var tillagan borin undir atkvæöi og samþykkt meö 17 atkvæðum gegn 10 og afgreidd sem ályktun neöri deildar alþing- is. — Atkvæðagreiðslurnar sýna, aö Njálu- tillagan hefur veriö gerö að flokksmáli í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkum, en tveir þingmenn Sjálfstæöisflokksins fóru hinsvegar eigin götur, þeir Gunnar Thoroddsen og Siguröur Bjarnason frá Vigur, núverandi sendiherra. — Lokið er þessum þriöja þætti í menn- ingar- og þingsögu íslendinga. Blaöaskrif voru nokkur um þessa uppákomur í þjóölífinu. Halldór skrifaði til aö mynda greinina: „Þrælsmerki sem veröur aö afmást“, eftir samþykkt Njálutillögunnar. Hann kemst svo aö oröi í upphafi greinar- innar: „Síðasta Alþingi ræddi stafsetningu í níu daga, — efri deild sjö, þar af fimm samfleytt viö aöra umræöu, neðri deild í tvo daga —, og setti öll þau met í röksemdafærslu, sem hægt er aö setja utanklepps á íslandi... Ég get sagt andstæðingunum aö þó hiö gamla þrælsmerki sitji djúpt í þeim sjálfum mun engin samþykt þeirra, hvorki á Alþingi né annarsstaöar, fá því ráöiö aö íslenskar fornbókmentir veröi stílsettar upp á dönsku héöan af, nema útgáfur sem eru markaöar dauöanum. íslenskar bækur eiga aö veröa útgefnar meö íslenskri stafsetningu og þær skulu veröa útgefnar meö íslenskri stafsetn- ingu; þeir skulu sjá þaö.“ „Þótt undarlegt sé er Alþingi orðinn vettvángur bókmenntalegrar gagnrýni, ólíkt því sem tíðkast hjá öörum þjóöum, Þar sem menntamenn, rithöfundar og fræðimenn sinna slíku starfi í opinber- um málgögnum. Meira aö segja Ingólfur auminginn á Hellu (hátt verö á kjöti) og Gísli Jónsson vélstjóri geröust lærifeöur í þessari akademíu. Annar sagöist ætla aö bjarga Njálu, hinn sagöist þegar hafa bjargaö menningu islands í Amsterdam í Hollandi ... Laxdæluútgáfa mín sætti Þúngum dómum á hinu hlægilega staf- setningar-Alþingi því sem nú var háö, einkum og sér í lagi hjá þeim stafsetn- ingaralþingismönnum sem hvorki höföu lesið bókina né kunnu sjálfir almennar ritreglur, en voru æstir útaf einhverju alt ööru en því sem þeir þóttust vera að tala um.“ Ingólfur á Hellu var nýliöi á þingi er hann skrifaöi uppá Njáluplaggiö fyrir höfuöandstæöing þeirra Sjálfstæöis- manna. Hann lét þó fljótt að sér kveöa á þingi, þó litlar sögur fari af framgöngu hans í því eina máli, er hann kom viö sögu sem liðsmaður bókmennta í landinu. Njála, „þjóöarútgáfan“, „aö tilhlutun Alþingis“ eins og stendur á titilblaöi, kom út haustið 1944. Magnús Finnbogason bjó til prentunar, Vilhjálmur Þ. Gíslason skrifaöi langan formála. Þar segir, aö „þessi útgáfa Njálu, sem hér birtist, er fyrst og fremst ætluð þeim, ungum og gömlum, sem lesa vilja söguna sér til dægrardvalar, fróöleiks og ununar." Þaö mun þó mála sannast, aö þessi Njáluútgáfa var fáum til ununar. Lítt var til útgáfunnar vandaö, kurnarlegt band, ódýrasta gerö, flestar myndir gamlar og grámóskulegar. Leturflötur áferöarljótur og of samþjappaður. Einn kostur útgáf- unnar, umfram aörar „alþýöuútgáfur“, en það eru textaskýringar. — Halldór Laxness skrifaði um hina nýju Njálu sem heitir „Hinn andinn gefur út fornrit.“ (Sjálfsagöir hlutir, Rv. 1946, 237—45). í upphafi er lýst tilurð verksins. „Loksins liggur þá prentuö fyrir fram- an mig útgáfa sú af Njálssögu, hatursút- gáfan svonefnda, sem boöuö var í fyrra. Almenningur mun vafalaust taka þessu útgáfuverki meö hrifningu í nokkurn- veginn réttu hlutfalli við göfugan tilgáng þeirra manna sem aö útgáfunni standa, en hér þykir hlýöa aö sá einstaklingur sem bókin á að hitta sérstaklega, samkvæmt mörgum ástríðufullum yfir- lýsingum á Alþingi og öörum vettvángi sýni eitthvert lífsmark í kvittunarskyni tyrir þá hugulsemi er honum hefur veriö sýnd og hvorki til sparaö fé né erfiði: milli tíu og tuttugu daga látlaus ræöu- höld um málið á tveimur alþingum, stundum einnig lángdregnir næturfund- ir, oft samfara sterkustu geðshræring- um; löggjöf loks fullsamþykt um máliö í efrideild klukkan þrjú eina nótt; síðan sérstök fjárveiting aö upphæö 50 þús- und krónur af ríkisfé heimiluð til útgáfu- kostnaðar og ókeypis dreifíngar þessa rits, — sem þó mun því miöur hrökkva skamt og uppbætur veröa að greiöast úr öðrum opinberum sjóðum. Það væri sýrt fyrir þjóöina aö eiga rithöfunda ef í hverju einu pyrfti að taka jafnmikið tillit til Þeirra og hér var gert.“ — Ariö 1945 kom út Brennunjálssaga, „Halldór Kiljan Laxnes gaf út“, á forlagi Helgafells. Var ekkert til útgáfunnar sparað. íslenskir listamenn myndskreyttu bókina. í eftirmála segir Halldór: „Sú útgáfa af Brennunjálssögu, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, á því tvöfalda hlut- verki að sinna, er ég áöan gat: vera senn góður gripur og nútímafólki að- gengilegur lestur.“ Grettissaga kom út 1946 á forlagi Helgafells. Halldór gaf út, en Gunnlaugur Scheving gerði flestar myndir í bókina Bókin kom út Ijósprentuö áriö 1968. Un bókina er m.a. þetta prentað á kápusíðu: „Útgáfa Halldórs Laxness á GrettiS' sögu meö nútímastafsetningu vakti i sínum tíma deilur ... Sjónarmið han: um útgáfur fornrita eru nú almenn viðurkennd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.