Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Blaðsíða 11
Um fyrirmyndanir. Eftir sér Kolbein Þorleifsson FUGLINN FENIX Á Þjóöminjasafni íslands er geymt höfuölín frá Snóksdal. Á þessu höfuðlíni eru tvær myndir ásaumaöar, sem eru endurteknar 4 sinnum. Fyrri myndin er aö gerö eins og blómkróna með fræflum í miöju. Blómkrónan er í mynd rauðra fugla meö kórónu á höföi, en í staö fræfla og fræfu er eldur, sem brennir fuglinn. Næsta mynd er aö hálfu upphleypt. Upphleypti helmingurinn er fluga, en bak við hana sést í vígalegan örn. Myndir þessar lýsa báöar sömu sögunni: Dauöa og upprisu fuglsins Fenix (Fönix). Þessi saga haföi miklu hlutverki aö gegna í andlegu líkingamáli miðalda, því aö hún var notuö til útskýringar á dauöa og upprisu Frelsarans. Enn má leita til þeirrar þýsku reisuþók- ar, sem herra Oddur í Skálholti þýddi fyrir presta sína. Þar er aö finna lýsingu á fuglinum Fenix, sem er mjög ítarleg. Auövitaö er hún markleysa ein frá náttúrufræöilegu sjónarmiði, en sem líking er hún í fullu gildi. Saga þessi er felld inn í kafla, sem nefndur er: „Reisur drottningarinnar af Saba“. „í Arabia finnst einnin sá fugl Phænix. Hann hefur gylliniháls af gullgulu fiöri. En á höfðinu hefur hann af dúfunni svo sem eina kórónu. En um kroppinn hefur hann purpuralit, og í peim rauöu fjöör- um sjá menn einnig himinbláan lit. Hann er svo stór sem einn örn. Hann lifir 540 ár. Þar eftir býr hann sér nýtt hreiöur af alisháttuðum vellyktandi jurtum, og sérdeilis af kanel. Og meö pví par er mjög varmt, pá uppkveikjast þær þurru vellyktandi greinar og jurtir af pví heita sólskini. Og svo verður pessi fugl Phænix uppbrenndur í sínu eigin hreiöri. Þar eftir kemur strax af Þeirri ösku einn nýr eða ungur Phænix, Því af mergnum í beinunum veröur fyrst einn lítill ormur, Þar eftir ein lítil blóðfluga, og Þar eftir einn fugl alfiðraður. Þetta er ein fígúra og fyrirmyndan upp á vorn Herra Jesúm Christum, hvör að er réttum himneskur Phænix, og hefur einn gýlliniháls, því hann talar ekki nema gylliniorð. Og á sínu höföi ber hann eina kórónu, sína guðdómlegu Majestat. Item: Svo sem einn Phænix hefur purpuralit á sínum kroppi, svo hefur einnin vor Herra Jesús Christus eina purpurakápu borið, og hann var þar með á sínum Heilaga líkama fullur af blám og blóðugum undum og benjum. Hann er og sá rétti blóðfugl og sem einn ormur, hvör fyrir vorar syndir van- megnaöist á krossins gálga Ps. 22. Item: Sá lifandi Guðs sonur hefur vegna vorra synda svo sem einn réttur himneskur Phænix verið smelltur í ledi grimmdar- reiði síns himneska föðurs, svo sem hann klagar sjálfur þar yfir Ps. 22, aö hans hjarta í hans lífi sé svo smellt eða klökkt sem vax. En aö síðustu reis Guðs sonur upp frá dauðum. Hér kemur fram sá sundurknosaði ormur eða blóðfugl, sem sakir vorra synda gekk í fordæming dauðans, og reis upp aftur úr öskunni meö forkláruöum líkama. Þetta er sá rétti fugl, sem hefur yfirunnið syndina, dauðann, djöfulinn og Helvíti. Og svo sem sá nýi Phænix lifir 540 ár, hvaö að er mjög langur tími, svo lifir Herrann Christus enn langtum lengur, sem er um alla eilífð.“ Þessa sögu er einnig aö finna í Physiologus" frá því um 1200 í styttri ,4 gerö, og er hún þannig: „Fenix m'arkar drottinn várn í eðli sínu því, er hann brennir sig og lífgar. Svá tók Jesus Christus sjálfráði písl á líkama sinn og reis upp á þriðja degi, og fékk öllum fullsælu. Því kemur fenix með ári, þá er hann deyr sig og lífgar.“ Dæmi þetta af fuglunum Fenix sýnir, hvernig hin andlega spektin gat haldið lífinu í kynjasögum vegna hins andlega táknmáls, sem bundiö var þessum sög- um. Á milli þessara tveggja dæma, veit ég um þaö þriöja frá seinni hluta 14. aldar. Þar er getið um eitt atriöi til viðbótar þessari sögu. Þaö er ferö fuglsins Fenix til Egyptalands: „En Þá er sá enn fagri Fenix flýgur upp úr Paradiso á Egyptaland og er þar fimmtán vikur, þá safnast til hans allskyns fuglar og syngja um hann á hverja lund. Þá heyra menn pað, peir er Þar eru, og fara til hans hvaöan æfa og mæla svo: Kom heill Fenix hingað til lands, Þú glóar allur sem gull rautt, allra fugla ertu konungur.“ Þessi grein er tekin úr riti því, sem nefnt hefur verið Alfræði ísiensk“. Af innihaldi hennar sést, að fuglinn Fenix fer til Egyptalands. Þetta hefur fræöimönnum þótt benda til, aö saga þessi byggist á sögunni um storkfuglinn. í Egyptalandi, en musteri hans var í borginni On á Egyptalandi, sem nefndist á grísku Heliopolis („Sólarstaöur“) Þessi borg var í Reisubók Biintings talinn aöseturstaöur Jósefs Jakobssonar, sem var ein af áhrifamestu fyrirmyndunum Drottins vors Jesú Krists. Þessi „Sólarstaður“ varö því aö eins- konar fyrirmyndan Jerúsalemsborgar, ellegar Guös kristni á jörðu. Og hér á íslandi varö hann aö fyrirmyndan hinnar íslensku kirkju. Hvernig mátti þaö veröa? Jú, ísland átti sér skáld sem hét Guðmundur Erlendsson og var prestur á Felli í Sléttuhlíö, og í Grímsey. Hann var upp á árunum 1595—1670. Hann vareinn af fremstu kunnáttumönnum hinnar and- legu sþektar á íslandi á 17. öld. Hann orti meöal annars Dæmisögur Esóps í Ijóöum, og var hluti þeirra gefinn út af Bókabúö Æskunnar fyrir nokkrum árum í útgáfu Gríms Helgasonar, núverandi forstööu- manns handritadeildar Landsbókasafns. Framhald á bls 14. Sagan af fuglin- um Fenix mynd- skreytt í íslensku handriti frá því um 1200. „Allegóría um fulginn Fenix“. Ein af seinustu myndum Rembrandts. Sigrún Ástríöur Eiríksdöttir BÆN Gefðu mér dropa af blóöi og bing af beinum færðu mér hjarta á fati og fætur svo ég megi ganga geföu mér kærleik í sekk og sál í skjóðu hafblá augu og rósrauðar varir færðu mér hendur og brjóst svo ég geti faðmað og kysst komdu með hafið og hvíta skútu svo ég geti siglt út í heiminn. Snúi ég aftur Þá færðu mér mold sæng mína Þegar ég sofna. FRIÐUR Bak við rauða sólina skein auga Þitt og Þráði mig í fjöllunum og hafinu á íslandi og ísland brosti. Þögnin býr í sólinni á islandi í hafinu í fuglasöng í andardrætti lyngsins og hjartað slær. Landið mitt er lífið allt fegurðin og sögurnar eilífðin og slagæðin sem aldrei verður skorin. Á íslandi er auga mitt og finnur Þitt í fjarskanum og kyrrðinni í sólsetri á íslandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.