Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 4
STÚDENTAFÉLAGID _ i.ikor ( Iðnaöarmannahiísinu -1 Ikllti II* «#» si« sjónleik i 3 þáttum ettir trarustu h&iundu luiiilsiiis- Persónur: OTOodur a»í“. i*uw4UL u-. Hl®'*11 fii/sÐoa K1"4- p^ju BU>»d I NOBnl „ , c.«u-F« ^ lukurtoV u.A« Ud. B4r*M* .j t**"1 Ootrt. M-WUX*- _______rrr=—— • i„mi TJvik á yorum dötum. I- P l,,kU'IWU 0j 3. ÞAUu. h,lni» hlS 5*ra E*narl Leikurinn heíst kl. 8k W„* H I 1« I t*** « “*W“ “ ‘ Öll sæll hosta Ur. 1,25- ~s£3i r t nuvviHB .Muin.umiuiue.ouw. -- — ituii i te Götuauglýsingin um flimleikinn, sem vakti athygli á þessum einstaka atburði í skemmtanalífi bæjarins árið 1913. Hin fræga „Bókun 1127“ sem lögregiustjórinn í Reykjavík gerði. gleymd. Aðeins vantar þar nöfn tveggja leikara, sem ég hefi bætt við eftir líkum og öðrum upplýsingum. Siguröur Thorodd- sen, sem þá var á unga aldri minnist þess, aö hann seldi leikskrá, en hún haföi hvergi fundist þrátt fyrir mikla leit, fyrr en hún barst mér í hendur úr blaðapakka úr eigu Andrésar Björnssonar, sem Margrét systir hans hefur varðveitt. í honum var einnig handrit að fyrirlestri Andrésar um skopleiki, og er það nú á leið í stofnun Árna Magnússonar. í leikskránni er þó hvorki getið höfunda, leikara og því síður fyrirmynda. Síðast barst mér í hendur frá Einari, syni Péturs Lárussonar, frumhandrit að leiknum með hendi Sigurðar frá Vigur. Þar var að finna skrá yfir fyrirmyndirnar. Þar er einnig getið fjögurra höfunda, og veröur sú upptalning ekki véfengd. Þó er það við hana að athuga, að nafni Skúla Thoroddsen, yngra, er þar sleppt, en margir hafa talið víst, að hann hafi verið einn höfunda, og það staðhæfa þeir bræður hans, Siguröur og Sverrir. Það er líka vitað, að heima hjá Skúla, i Vonarstræti 12, var setiö viö að semja leikritið, og höfundarnir voru þar heima- gangar og félagar Skúla, nema Guð- brandur. Hvernig hann tengdist hópnum er mér ekki kunnugt. En handritiö seldi Guöbrandur Pétri Lárussyni, nokkrum dögum eftir sýninguna, og var prísinn sjö krónur. Lék grunur á, að fyrir þær hafi höfundarnir gert sér glaðan dag. Blöðin sögðu eftir leikinn: Vísir 5/5 1913 Alt í grænum sjó bannaði bæjarfógetinn að leika í gærkvöldi, eftir kröfu Einars Hjörleifssonar. Aðsókn hafði verið enn meiri enn kvöldið áöur, og færri fengu aðgöngumiða en vildu. Vísir 6/5 1913 Lögreglustjstjórinn bannaði eftir generalprufu, að púað væri lagið „Hærra minn guð til þín“ og einnig að óviröa danska fánann á leiksviðinu. Lögrétta 7/5 1913 Ritstjóri Lögréttu sá ekki leikinn og getur ekki um Það dæmt, hvort ástæða hefur verið til Þess að taka sér svo nærri Það, sem Þar var farið með. En yfirleitt er frjálslyndi og kæringar- leysi í Þein sökum heppilegra og afarfarsælla en of mikill strangleiki. Ingólfur 5/5 1913 Stúdentaleikurinn og Einar Hjörleifsson Nokkrir stúdentar hér í bænum hafa samið gleðileik lítinn eöa skopleik út af „málefnum dagsins" (Revy). Var Stúdentafélaginu boðið að láta sýna hann hér á leiksviði, til ágóöa fyrir húsasjóö félagsins. Fékk Það til Þess leyfi lögreglustjóra, eins og lög gera ráð fyrir, og auglýsti nú samkvæmt Því, aö leikíð yrði laugardagskvöld og sunnu- dagskvöld síðastliðið. Leikurinn (sem ber nafnið „Alt í grænum sjó“) var svo sýndur fyrra kvöldiö fyrir troðfullu húsi og Þótti mönnum skemtun að. Allir aðgöngumiðar að seinni sýningunni seldust Þegar upp — og fengu færri en vildu, svo að í ráði var að leika enn á mánudagskvöld (með leyfi lögreglu- stjóra). En pá gerðist Það að sunnudag síðdegis snýr Einar skáld Hjörleifsson sér til lögreglustjórans og skorar á hann að leggja bann fyrir, að leikurinn verði sýndur framar — ekki aöeins framvegis, heldur Þegar sunnudagskvöldið, sem lögreglustjórinn hafði gefið leyfi til aö leika mættil Færði Einar Það til, aö hann væri sýndur í leik Þessum og Það vildi hann ekki Þolal! Sjálfur var Einar Þó ekki í leikhúsinu, er leikiö var, svo aö hann getur af sjálfsjón ekkert um Þetta sagt, og honum mun hafa borist til eyrna að einhver „fígúran“ í leiknum líktist honum (annaðhvort i oröum eöa lát- bragöi) og hefir Þaö komiö svo við hann, að hann flýr á náðir lögreglunnar! Ýmsum öðrum borgurum hér í bæ er talið aö nokkrar leikpersónurnar hafi veriö svipaðar — vóru sumir Þeirra áhorfendur í leikhúsinu —, en ekki kom Þeim til hugar annað en hlæja að slíku, svo sem og hverjum óbrjáluðum manni sæmir. Allt í grænum sjó: Ritdeilur hefjast Vart hefur veriö um annað meira talaö í bæjarlífinu á vordögum 1913 en flimleikinn og einkanlega Þó viðbrögð Þeirra, sem töldu að virðingu sinni væri misboöiö. Eftir að Reykjavíkurblööin höfðu minnst á máliö og látið í Ijósi undrun á óðagoti lögreglustjóra að banna leikinn, Þar sem hvorki hann né sá, sem hæst kvartaði, höfðu séö hann. Síðan fóru Þeir að láta í sér heyra í blööunum, sem töldu ósmekklega að sér vegið og reið Guðmundur Finnboga- son á vaðiö í ísafold 10. maí 1913. Grein hans heitir: Um eign á öörum mönnum Segir þar svo meöal annars: „Þó að þeir afskræmi einhvern á leiksviðinu, geri hann að fífli, rangsnúi verkum hans og geri honum upp illar hvatir, þá finst þeim hann skyldur að láta þaö hlutlaust, og það væri bæði heimsku- legt og hlægilegt af honum að hindra slíkan leik, þótt hann gaéti. Því þegar einhver sé smánaður úr hófi fram, þá fari löngum svo, að margir vorkenni mannin- um; þeir finni að meðferðin sé ómaklega ill. Mannúðartilfinningin vakni, göfuglynd- ið komi fram og þannig verði ýmsir til að hallast á sveif með þeim sem níddur er, einkum ef hann hefir vit á að vera eins og lamb til slátrunar leitt. Það geti aflað honum vinsælda, sem hann megi þakka fyrir. Hins vegar verði því ekki neitað, að mörgum þyki gaman að sjá aðra leikna grátt, ef þeir þurfi ekki að óhreinka hendur sínar á því sjálfir eða bera neina ábyrgð á að það er gert. Svo er sagt að slíkir flimleikar séu taldir nauösynlegir og heilsusamlegír í öðrum löndum, ekki síður á Ftússlandi en annarsstaðar, og því sé sjálfsagt aö herma þá eftir hér. Ýmsir sem sjálfir hafa verið í öðrum löndum og séð gamanleiki þar kannast raunar ekki við að menn séu þar smánaöir að ósekju á leiksviðinu, en sé það gert á Rússlandi, verður auðvitað talið erfitt að neita því að það eigi líka vel viö hér.“ Andrés Björnsson svarar Guðmundi: Ekki stóð á svarinu og birtist Þaö í ísafold. Þar gengur fram til varnar einn af helztu aðstandendum revíunnar eða flimleiksins, sem Þeir nefndu svo: Andrés Björnsson, bráögáfaður og listfengur ungur maður, sem Því miður dó löngu fyrir aldur fram. Andrés kveöst ekki sjá betur, að hallist menn á sveif með Guðmundi Finnbogasyni, ætti stjórnin að ráöa Guðmund til aö semja frumvarp til laga um bann gegn innflutningi, sölu og tilbúningi á öllu spaugi um náungann „og ættu pá eftirhermur að varöa betrunarhúsvist minnst“. Hér veröur á einum staö gripið niöur í grein Andrésar, sem ber yfirskriftina: Heimspeká og eftirhermur „O wad some power the giftie gie us, To see oursels as ithers see us.“ Burns „Eg sá það í síðustu ísafold, að dr. Guðm. Finnb.s. þykist enn ekki hafa farið nógu flatt á afskiftum sínum af stúdenta- leiknum. Eg hélt að hann mundi hætta þeim eftir stúdentafundinn síðasta, en hann hefir líklega reiðst enn þá meira þar. Hann er undarlegur, Guðmundur. Einusinni skrifaði hann góöa bók, og varð doctor fyrir vikið. í þeirri bók var mikið um eftirhermur og fór hann þá í smiöju til mín og margra annarra, sem eitthvaö kunnu' fyrir sér í slíku. Þetta var nú „theorian", og í „theoriunni“, hefir Guðmundur ekkert á móti eftirhermum. En í „praxia" viröist honum vera meinilla við þær, að minsta kosti núna, síðan farið var að herma eftir honum sjálfum. Þegar hann þykist verða var við þær, hleypur hann til lögreglunnar „incognito", hljóðar síöan undan þeim á fundi og skrífar loksins óviturlegar skammir út í loftiö í ísafold. — Er þar ekki eins og maðurinn sé genginn út úr „grín“blaði! Þessi grein hans í Isafold er skrifuö af svo mikilli bræöi og svo utan og neðan viö málefnið, að það liggur við, að hún sé ekki svara verð. Þegar menn lesa hana, dettur þeim í hug ein háværasta og innantómasta persónan, sem spriklaði mest í skopleiknum.“ Einar Hjörleifsson lætur í sér heyra: Menn urðu að bíða til 16. maí, að Einar Hjörleifsson léti í sér heyra í blööum; maöurinn, sem mest var veizt aö og haföi aö sögn fengið Því framgengt að leikurinn var bannaöur. Sýnilega er Einari mikið niðri fyrir, Þegar grein hans birtist í ísafold og hefur hann lítt kunnað aö taka gamni á kostnað spíritismans, sem var honum hjartans mál. Stead sá, sem Einar minnist á hér, var um pessar mundír frægur maður fyrir hetjulegan dauödaga er Titanic fórst, en par stjórnaði hann sálmasöng af æðruleysi meðan skipið sökk. í flimleiknum var Stead látinn koma fram sem draugur. Hér verður á nokkrum stööum gripið niður í grein Einars, sem bar fyrirsögnina: Afreksverk stúdentafélags- ins „Allt í grænum sjó“ „Stúdentaféiagið hér í Reykjavík hefir minst Steads.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.