Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 13
dásamlegt. Ekki erilsamt og kaupið ekki hátt. Og mér líkaði húsið, sem við fengum til afnota.1' Hann þjónaði Tjæreborgar-prestakalli alla starfsævi sína og nafnið „Tjæreborg" er þekkt um heim allan, þó ekki vegna preststarfa hans. „Þegar ég hafði starfað hér í tvo eða þrjá mánuði fór ég að finna biskupinn. Ég sagði honum að ég hefði setið og beðið en að enginn hefði komið. Að fólk þarfnaðist mín við brúðkaup og jarðarfarir en ekki þar fyrir utan. Biskupinn horfði á mig og sagöi: „Þá þaö! Viljirðu ekki vera um kyrrt í fallega húsinu þínu, þá getur einhver annar fengiö það. Þú ert bara lítið hjól." Svo ég fór frá honum og hugsaði: „Ég er lítið hjól." Presturinn kveikti sér í öðrum vindlingi. Konan hans vill ekki að hann reyki heima svo hann keðjureykir að heiman. Hann sagöist reykja þrjá pakka á dag og hélt þremur fingrum á lofti þar til ég hafði skrifað þetta hjá mér. Kirkjan var „fullbókuö“ á jólum og páskum „Fólkinu fjölgaði ekki við messur hjá mér. Kannski komu tíu þegar best lét. ' Einu sinni kom aðeins einn maður og hann fór á meðan ég talaði. Ég fór út á eftir honum. „Hvers vegna í andskotanum ertu að fara", sþurði ég. „Það var svo mikill hávaði þarna inni fyrir einn rnann", svaraði hann. „Sestu aftur", skipaði ég valdsmannslega. Og hann settist aftur." „En á jólum og páskum var kirkjan „fullbókuð", eins og við segjum í ferðaskrifstofubransanum" sagði hann og brosti að samlíkingunni. „Ég hefði getaö fyllt kirkjuna hefði ég viljaö. Ég hefði getað flutt innblásnar ræður. En til hvers? Eg hefði bara verið aö fullnægja eigin hégómagirnd hefði ég gert það. Við erum öll trúuð hérna. Jafnvel trúleysingjarnir eru trúaðir." Hann kallaði á stúlkuna, sem hafði fært honum vindlingana. „Hvað feröu oft í kirkju?", spuröi hann. Hún sagöist fara í kirkju til að vera við brúökaup og á jólum. „Þarna sjáið þið", sagði presturinn. „Sannkristin stúlka. Við erum skynsamt fólk og tökum hlutunum rólega, Guð sagöi sí svona við mig: „Taktu því rólega, vertu ekki hræddur, ég er með þér allt til enda veraldarinnar." Hann leit upp með sakleysissvip. „Ég er viss um að hann hefur jafnvel sagt þetta við Ijósmyndarann þarna." Ljósmyndaranum brá nokkuð við þessi orð. „Starfið varð dásamlegt eftir nokkur ár. Ég var ekki að gera mér neinar grillur. Ég var bara lítill karl hérna á vesturströnd- inni. Hefðiröu komið hingað sem ferða- maöur, hefðiröu spurt: „Hvers konar staöur er þetta?" Noröursjórinn er granni okkar og þaðan koma stormar æöandi inn yfir landiö. Þetta er víkingabyggð." Presturinn skók hnefann framan í mig. „Það var héöan, sem þeir sigldu, ekki frá Kaupmannahöfn eða slíkum stöðum. Þeir sigldu yfir hafið og unnu á kristnum mönnum." Hann hallaöi sér aftur í stólnum, dreyminn á svip og í reykskýi. „Þeir voru karlar í krapinu." Einkennisklæðnaður starfsmanna er ólífugrænn og á honum er merki félagsins, hvítt T á rauðum tígli. Þeir minna á hermenn. Kannski er það tímaskekkja í sögunni sem veldur því að þessir menn greiða fyrir ferðalögum suður á bóginn. Presturinn heföi eflaust notiö þess aö fara fyrir víkingum undir gunnfána með hrafnsmynd á eftir skipaleiöum um löndin í suðri. Ég spuröi hann, hvort þaö væri víkingseðlið, sem segði til sín þegar hann sendi þúsundirnar til suðlægari landa. Presturinn sló öskuna af vindlingnum og hallaöi sér aftur í stólnum. Hann brosti við: Þannig hófst ævintýrið „Ég man það, eins og þaö heföi gerst í gær, hvernig þetta byrjaði. Ég haföi alltaf fariö í hjólreiöaferðir um Þýskaland sem unglingur. í stríðinu var sá möguleiki ekki skrifstofur í Finnlandi, Þýskalandi, Svíþjóð og í London. Þær eru allar mjög glæsilegar en hann hefur enga þeirra augum litið. „Ég fer ekki til útlanda til aö skoöa skrifstofur", segir hann. „Þaö starfa hjá mér menn sem vita Það Sem dæmi um viögang félagsins má nefna að 50.000 manns ferðuöust á vegum útibús þess í Þýskalndi árið 1966 en í ár er áætlað aö um 200.000 manns feröist á vegum þess og er það um tíundi hluti allra skipulagðra feröalaga í Þýska- landi. Skrifstofan í Bretlandi gerir ráö fyrir að um 30.000 manns ferðist á vegum hennar í ár. Meö því að leita ekki til umboðs- manna í löndum þeim, sem feröast er til (umboðslaun eru að jafnaði um 10—12% af fargjaldi), segjast þeir selja farseðlana á „Ég var þorpsprestur með langferðabíla og flugvélar eins og aukabúgrein. Þyrfti að skýra barn, þegar ég var að semja um flugvélakaup, þá urðu þeir samningar að bíða. Viðsemjendur mínir urðu að taka því, að ég var umfram allt prestur.“ fyrir hendi og eftir stríð átti ég ekki fyrir því að ferðast. Því datt mér í hug, hvort ég myndi ekki geta farið erlendis sem leiðsögumaður mér að kostnaðarlausu. Þetta var árið 1949. Ég auglýsti í þorpsblaðinu og svo margir gáfu sig fram að ég tók tvo langferöabíla á leigu. Ég fékk skólastjórann til að vera leiðsögu- maður í öðrum bílnum. Hann hafði ekki verið erlendis fyrr, en ég vissi aö skólastjórar voru læsir." „Viö fórum í hálfsmánaðar ferð til Spánar. Ég haföi lítiö landabréf meðferðis og þetta líktist meira leiöangri en feröalagi. Við villtumst ekki, en spænsku peningarnir okkar voru gerðir upptækir við landamærin samkvæmt einhverri lagasetningu um að ekki mætti fara með peseta inn í landiö. Þegar maöurinn, sem tekið hafði peningana, fór út úr bílnum, skildi hann logandi sígarettu eftir í öskubakka. Ég tók hana og fór að reykja hana. Þegar hann kom til baka hrópaði hann: „Hvar er sígarettan mín?" „Hér er hún", sagði ég. Maðurinn hló svo mikið að hann fékk okkur peningana aftur. Ég haföi pantaö mat handa okkur á veitingastað í Segovíu en hafði tapaö miðanum með nafni staðarins. Viö sátum því að snæðlngi annars staðar þegar kona nokkur birtist og fer að öskra eins og Ijón. Við höföum pantað mat hjá henni og hún hafði bætt við sig starfsliöi og keypt rósir og ávexti. Svo ég stóð upp og borgaði henni útlagöan kostnað. Svo spurði ég hana, hvort ég mætti fá þjónana. Við héldum síðan til veitingahúss hennar og ég gekk fyrir þjónunum um göturnar, en þeir báru rósirnar og ávextina. Ég gaf ferðafélögunum hvort tveggja „með kveðju frá Tjæreborg". „Ég er eins og hungangsfiugan“ Óviljandi varö þetta innblásin aug- lýsingaherferð. Næsta ár tók hann að skipuleggja páskaferðir til Þýzkalands á helgileikana í Oberammergau, sem uröu mjög vinsælar. Þá markaði hann þá stefnu, sem félag hans hefur fylgt síðan, þ.e. að selja almenningi farseðla án milliliöa. „í fyrstu vissi ég ekki um ferðaskrif- stofur. Ég skynjaði bara þörfina og þetta hlóö utan á sig eins og snjóbolti. Það var mér styrkur aö ég vissi ekkert. Ég er eins og hunangsflugan. Vísindalega séð er þaö ógjörningur fyrir hana að fljúga. En hún veit það ekki. Ferðaskrifstofumenn tóku mér tilburðina heldur óstinnt upp í fyrstu. Þeir muldruðu eitthvað um að prestur ætti ekki að vera í slagtogi með Mammon. Kvörtun var borin fram við biskupinn, sem vísaði henni til djáknans sem síðan vísaði henni til safnaöar míns. Haldinn var fundur um málið og ég var fundarstjóri." Honum var greinilega skemmt. „Ég sýndi af mér þá hæversku að fara út úr fundarherberginu og tveimur mínútum síðar var mér sagt að koma inn aftur. Söfnuöurinn hafði samþykkt að ég mætti halda starfseminni áfram. Velta félagsins sjöfaldaöist á árunum 1966—78. Arið 1966 voru níu þotur í eigu félagsins en nú eru þær orðnar 22. Árið 1966 unnu 65 manns hjá félaginu en starfsmenn eru nú 2.500. Félagiö hefur 9.6% lægra verði en aðrar feröaskrif- stofur. Öll útibúin eru í tölvusambandi við skrifstofuna í Tjæreborg. Stúlkur við afgreiðsluborðiö stimpla inn áætlunarstað hve lengi staöið verður viö, kbmutíma og brottför og innan tveggja sekúnda birtast svörin á skerminum: hótel, verð, brott- farardagur, í hvers konar flugvél verður farið. Tölvan getur sinnt níu þúsund fyrirspurnum á klukkustund. Önnur tölva, sem kosta mun tólf hundruð milljónir íslenskra króna, er í pöntun. Presturinn hallaöi sér upp að tölvunni og sagöist ekki hafa hugmynd um hvernig úrvinnslunni væri háttaö. „En það starfa hjá mér menn sem vita það.“ Hlutabréf í félaginu hafa aldrei verið boðin almenningi til kaups. „Með því aö hafa þann háttinn á gat ég hætt öllu fénu. Ég hafði prestþjónustuna að hverfa til svo ég var alltaf tilbúinn til að fjárfesta. Ég var stöðugt að leggja fé í eitthvað, einn langferðabíl, fimm langferðabíla. Svo flugvélina. En ég fjárfesti aldrei nema ég þættist þess fullviss aö geta borgaö starfsfólki mínu launin sín. Það hafði algjöran forgang." Hann viðurkennir að hafa rekið ferða- skrifstofuna sem einvaldur. Allar meiri- háttar ákvarðanir voru teknar á skrifstofu hans í Tjæreborg. Hann gætti þess aö ráða ekki fólk úr söfnuði sínum til starfa við fyrirtækið. „Ég gat ekki verið hvorttveggja, húsbóndi þeirra og sálna- hirðir. Ég var áfram þorpsprestur, sem jafnframt átti langferöabíla og flugvélar." Hann brosti við. „Bæði gömul kona mig að skíra barn þegar ég stóö í samningum um flugvélakaup, frestaöi ég samninga- gerö. Preststarfið sat í fyrirrúmi og viösemjendurnir sættu sig við það. Hefðu þeir ekki gert það, hefði ég keypt flugvélar annars staðar." „Viö erum ekki sérlega gott fólk“ Árið 1967 breytti Krogager rekstrar- formi fyrirtækisins með stofnun sjóös, sem ber heitið Tjæreborg Rejser Fond. Er hann formaöur og ráðgjafi sjóðstjórnar. Eina barnið hans, stúlka sem gHst hafði stjarnfræðingi, hafði sagt að hún vildi ekki starfa við fyrirtækið. Allur hagnaður af rekstri þess er lagður í sjóðinn og notaður jöfnum höndum til fjárfestinga og góö- geröastarfsemi. Tölur um upphæðir, sem gefnar eru til slíkrar starfsemi eru ekki birtar opinberlega. „Við er um ekkert sérlega gott fólk“, sagöi presturinn. Fyrir tveimur árum var írskur sér- fræöingur um stjómun fyrirtækja, Denis Sadleir, gerður að framkvæmdastjóra Framhald á bls. 15 Frá skrifstofum Tjæreborg í Kaupmannahöfn. Starfsfólkið er nú um 2500.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.