Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 3
háðinu var beint að andatrúnni, Bræðingn- um, síðferðinu eða kvenréttindakonqm. Um það ber þeim saman, sem muna, að nokkrir þjóðkunnir menn voru skopstældir svo vel, að allt ætlaði um koll að keyra at hlátri og lófataki. Að sögn leikhúsgesta sem minnast þessar leiksýningar, voru þeir Einar Hjörleifsson, Guðmundur Finnbogason, Jón Þorkelsson og Klemens Jónsson ettirminnilegast skopstældir. Þegar rödd Hannesar Hafstein barst frá „furðuströnd- um“, hafði farið mikill kliður um salinn. Svo vel var hún stæld, að sumir töldu trúlegt (þó ótrúlegt mætti teljast) aö Hannes heföi sjálfur verið þar. Aldrei upplýstist hver röddina stældi, en ekki mun neinn vafi á, að það hafi verið Andrés Björnsson. Það atriði, sem mest hneykslaöi var, er William Stead, hinn heimsfrægi miðill, sem dáið hefði hetjudauða, þegar Titanic fórst ári áður kom fram sem draugur. Þá var kirkjurækiö fólk ekki sátt við það, er séra Einar var færður i hempu þekkts bankamanns, sem tekið hafði prestsvígslu. Um þetta atriði áttu sér staö orðaskifti milli prófessoranna við Háskólann, sem lengi var minnst innan veggja hans. En í þeim orðaleik sneri próf. Haraldur Níelsson máli sínu til próf. Siguröar Sívertsen: „Myndir þú, séra Siguröur, geta hugsað þér aö hafa lánað þína hempu og kraga til slíks leiks?" Þá var séra Siguröur ekki seinn til svars, og va_r fljótmæltur. „Nei, guð almáttugur hjáípi mér.“ Þekktur embætt- ismaður, sem þá var á unga aldri, minnist þess enn í dag, er foreldrar hans komu heim af sýningunni, að faðir hans hló ennþá hátt og glatt, en móöir hans átti ekki nógu stór orð um þaö, hve hneykslanlegur leikurinn væri. Lögreglu8tjóri bannar fleiri sýningar Næsta dag uröu þeir, sem keypt höföu aðgöngumiða á aöra sýningu fyrir vonbrigðum. Fáum klukkutímum áöur en sýning átti aö byrja kom tilkynning um það, aö lögreglustjórinn heföi bannaö sýningu leiksins. Vegna þessa banns, og eftirkastanna, hefur meira veriö rætt um þennan leik en annars hefði orðið. Bannið við fleiri sýningum á leiknum var sett eftir kröfu Einars Hjörleifssonar, skálds. Þá kröfu var talið, að Guðmundur Flnnbogason hafi stutt. Enda er það sýnilegt á blaðaskrifum hans, að hánn fordæmir þetta leikform harðlega. Á fundi í Studentafélaginu, sem haldinn var um þetta mál, uröu harðar umræður um leikinn og banniö. Þar veittist Gísli Sveinsson mjög að Guðmundi og þeim, sem ekki þyldu slíkt græskulaust gaman. Hann hélt því fram, að viöbrögö Guö- mundar á sýningunni hefðu sýnt, að hann Iðnó — þar var leikurinn sýndur. kynni aö meta skopið, þar til þaö næöi til hans sjálfs. Sveinn Björnsson taldi, aö ekki heföi verið rétt af bæjarfógeta að banna leikinn, og aðrir töldu, að mjög óformlega hefði verið staðið að banninu, þar sem fógetaréttur heföi ekki verið settur til aö .fjalla um þaö, bæjarfógeti heföi ekki'séö leikinn, né lesið og sá, sem mest hefði hneykslast á honum heföi heldur hvorki heyrt hann né séö. Eftir þennan fund mögnuöust deilur í bænum um leikinn. Margir lágu Einari Hjörleifssyni á hálsi fyrir það að láta sýninguna ekki afskiptalausa, en margir tóku málstað hans. Því varð ekki neitað, aö hann persónulega og mál, sem honum voru hugstæðari en flestum öðrum, var þungamiöjan. Hann hafði öðrum fremur barist fyrir einingu Stjórnmálaflokkanna um stjórnarskrármáliö, og leitt saman forystumenn úr Heimastjórnarflokki og Sjálfstæöisflokknum, sem áður höföu staðið í hatursfuliu stríði. Hitt aðalvið- fangsefni leiksins, var andatrúin, sem Einari var heilagt mál. Ekki síst særöi þaö Einar, að flestir þeirra stúdenta, sem að leiknum stóðu og léku, voru prestssynir eða guðfræðinemar. Ekki mun það hafa farið fram hjá honum án sárinda, að sonur eins vinar hans og samherja var fljótlega nefndur einn af höfundunum, en þaö var Sigurður frá Vigur, síðar sýslumaöur. Seinna fór Sigurður ekki leynt með það, að hann hefði að mestu samið-drauga- senuna. Tveir aðstandendur eru enn á lífi Það hefur verið tafsamt verk að ná heimildum um þetta mál. Aðeins tveir menn, sem voru í innsta hringnum eru enn á lífi, þeir Valgeir Björnsson, fyrrverandi hafnarstjóri og Sígurður Thoroddsen, verkfræðingur. Valgeir Björnsson var hvíslari, og fylgdist vel með leiknum og undirbúningi sýningar. Hjá honum kom í leitirnar samtímaafrit af leiknum, og í þaö hafði hann skrifað hlutverkaskrá, sem flestum var annars Sjá nœstu síöu A Sigurður Thoroddsen verk- Valgeir Björnsson verkfræð- fræðingur. ingur. Þeir cru einir eftir lifandi af aðstandendum fiimleiksins. Jón Magnússon lögreglustjóri, sem fenginn var til að banna frekari sýningar á flimleikn- um. Sveinn Björnsson forseti var meðal þeirra, sem tóku til máls á Stúdentafélagsfundi um flim- leiksmálið. Benedikt Sveinsson alþingis- maður. Hann var ásamt fleiri virðulegum mönnum í stjórn Stúdentafélagsins 1913.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.