Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 5
Já., því ekki þaö! Allur mentaður heimur hefir minst hans meö lotningu, síöan er hiö eftirminnilega fráfail hans bar aö höndum. Stúdentafé- lagiö hefir sjálfsagt tekið sig til og skýrt bæjarbúum frá lífi hans, frá óþrotlegri baráttu hans fyrir öllu, sem hann taldi rétt, stundum gegn nærri því allri ensku þjóðinni, þegar hún haföi látiö blindast. Og þá hefir Stúdentafélaginu fráleitt láöst aö minnast andláts hans, »einhvers fegursta sólarlagsins, sem menn vita um aö nokkur mannsæfi hafi hlotið«, eins og einn af þrófessorunum okkar haföi komist aö oröi hér um daginn. Þaö hefir sagt mönnum frá hans »guðdómlegu still- ingu«, eins og ensk blöö komast að orði, þegar hann gekk um á Titanic til þess aö hugga hreld mannshjörtun og sætta þau viö dauðann, fullvís þess, aö jafnvel enginn björgunarhringur var eftir handa honum, eða þegar hann stóö viö boröstokkinn, rólegur eins og spegilslétt- ur sjór, og virtist vera á bæn.“ „Andríki og glæsileg fyndni þessarar stjórnmála ádeilu »gamanleiksins« geta menn nokkuð markað af því, hvaö Hannes Hafstein er látinn tala þar dauöur og ósýnilegur, jafnframt því sem vandlega er eftir honum hermt. Hann tjáir sig vera, ásamt S. H., í grútarpotti í helvíti, og djöfullinn kyndir þar undir þeim meö kolum og steinolíu, sem hann hefir einokun á. Er þaö ekki kynlegt, að nokkur maður skuli geta taliö þetta annaö en græsku- laust, einstaklega skemtilegt og fallegt gaman? Fleiri mála var minst en stjórnmálanna. Annar aöaltilgangur »gamanleiksins« er sá, aö minnast þeirra tilrauna, sem geröar hafa verið hér á landi til þess aö rannsaka, hvort samband viö framliöna menn sé fáanlegt. Þar meö er tilefniö fengið til þess aö koma meö drauginn Stead. Ég hefi heyrt þaö haft eftir mönnum, aö þetta sé meinlaust .Einmitt þaö! — Hvaö mundu menn segja um þá auglýsing, aö nú eigi aö sýna drauginn Björn Jónsson, eöa drauginn Jón Sig- urðsson, eöa drauginn Hallgrím Peöturs- son? Mundi mönnum ekki þykja fyndnin falleg og glæsileg! Og ætli minning Steads eigi minni rétt á sér en minning íslendinga fyrir þá sök, aö hann var Englendingur og allur siöaöur heimur hefir hugsaö um andlát hans meö klökkum hug?" „Húsfyllir... af heldra fólki bæjarins“ Einari Hjörleifssyni þykir hart, aö samsetningurinn skuli koma frá menntamönnum í háskólanum og jafn afleitt, að húsfyllir var og þaö af heldra fólkí svokölluðu. Hann spyr, hvernig þetta geti komiö fyrir og segir um leikritiö: „Til þess aö læra þetta rit utanbókar og leika þaö frammi fyrir fólkinu fást 14 mentamenn. Þar af eru 7 prestsynir; 11 stunda nám við háskólann; 3 eru guðfræöinemendur, þarna eru menn af sumum beztu ættum landsins, sóttir til þess geöslega gamans inn í sum beztu hús höfuöstaðarins. Loks eru áhorfendurnir. Húsfyllir, einkum af heldra fólki bæjarins. Sann- gjarnt er aö geta þess, að mörgum heföi þótt sér nóg boðið. En á þetta horfa menn og hlusta menn, karlar og konur, alt kvöldiö, án þess aö láta í Ijós nokkura óánaegju svo hátt, að leikendur verði varir viö. Ýmsir skemtu sér áreiöanlega vel og klöppuöu lof í lófa. Og næsta dag voru allir aögöngumiðar seldir löngu áöur en loku var skotiö fyrir áframhald þessa mannfagnaöar. Hvernig getur alt þetta komiö fyrir? Eg veit, aö menn spyrja svo. Og þaö er von aö menn spyrji. Ræturnar eru sjálfsagt fleiri og dýpri en svo, aö eg hafi vitsmuni til þess aö grafa fyrir þær. En ekki er eg í neinum vafa um þaö, aö mikinn þátt í þeirri skömm, sem höfuðstaðurinn hefir nú orðið fyrir, á sá siðferöilegi sljóleikur, sú léttúö og þaö kæruleysi, sem bersýnilega liggur eins og dalalæöa yfir þessu bæjarfélagi. Þaö er eins og nálega öllum mönnum í þessum bæ standi á sama um alt, ef þaö snertir ekki beint sjálfa þá eöa vandamenn þeirra. Hér hafa hvaö eftir annað verið framin níöingsverk á mönnum og málefn- um, og engum hefir hitnaö um hjartaræt- urnar, öörum en þeim sem sjálfir hafa fyrir níöingsverkunum oröið. Hér vantar ber- sýnilega þaö, sem viö veröum aö nefna »trú«, meöan viö fáum ekkert annaö betra nafn á því, en aðrar þjóöir nefna religión — ekki þá trú, sem getur fullyrt um hinar og aörar kreddur, sem litlu máli skifta, heldur þá trú sem er hitamagniö í sálunni, þá trú sem er eldur ástarinnar á því sem er gott og fagurt, þá trú sem er eldur andstygðarinnar á því sem er rangt og ljótt“ Formaður Stúdentafélags- ins svarar í ísafold: Halldór Jónasson var um þessar mundir formaöur Stúdentafélagsins. Hann kemur fram á ritvöllinn 17. maí 1913 til andsvara fyrir Stúdentafélagið og rekur par forsögu málsins: Nokkrir stúdentar hafi komið meö pað tilboö, að peir lékju gamanleik í nafni fálagsins; leik, sem peir höföu pegar samið og átti væntanlegur hagnaöur aö ganga í hússjóö félagsins. Sumir grínistarnir höföu áöur átt aðild að gamanleikjum í Kaupmannahöfn og sampykkti félagiö tilboðið, — en stjórninni var þó faliö aö lesa leikritið. Litlu síöar lásu höfundarnir þaö fyrir þá af stjórninni, sem í náðist í síma með litlum fyrirvara, — en þó vantaði einn og hann var einmitt sonur Einars Hjörleifssonar. Heldur þótti þaö verra. Halldór gerir einkum að umtalsefni viðbrögö Einars Hjörleifssonar og segir svo í greininni, sem ber yfirskriftina: Einar Hjörleifsson og Stúdentafélagið Þegar eg sá þann feikna lestur, sem hr. Einar Hjörleifsson heldur í síöasta blaöi ísafoldar, datt mér í hug að snúa viö gömlum málshætti og segja: Oft veldur lítið efni Ijótum draumi. Og þessi lestur er bæði merkilegt og minnilegt dæmi um þaö hvaö skáld getur dreymt. Allir munu hafa tekiö eftir því, aö í draumi sýnast hlutirnir oft miklu stærri en þeir eru í raun og veru, ef draumurinn annars merkir nokkuö (sbr. þjóösöguna um »Dalakút- inn«). Hugsanalíf skáldanna er líka oft meira draumur en veruleiki, og kunni nokkrir aö stæra og láta sér í augum vaxa jafnvel smámuni, þá eru þaö einmitt skáldin. Gáfa þeirra er aö miklu leyti einmitt fólgin í því aö geta vinsað úr einstök atriði og farið meö þau eins og sjálfstæða heild. — Verömætið í því sem þau gjöra er þá fólgið í því, aö þau lýsa ítarlega og átakanlega og tekur enginn eftir hinum veiku hliöum þeirra fyr en þau koma inn á sviö hins verulega og áþreifanlega. — En þar eru skáldin veik — framúrskarandi veik. Þetta hefi eg lengi vitaö, en sjaldan fengiö jafn áþreifanlegt dæmi þess eins og áminsta grein herra Einars Hjörleifs- sonar. Hvernig einn lítill og alls ekki djúpt stefnandi eða heimtufrekur gamanleikur fær hann til aö uppróta sínu hugmyndalífi frá insta grunni, þaö er eftirtektarvert. Hvílíkt hugarmálverk hann getur fram- leitt af andlegu lífi hins upprennandi mentalýös, bygt á þessu lítilræöi, þaö er ótrúlegt. Andrés Björnsson svarar Einari: Ekki þurftu menn lengi að bíða þess að Andrés Björnsson svaraði hinni löngu grein Einars Hjörleifssonar um flimleíkinn. Nú er farið að síga í Andrés og hann kallar Einar níöskáld. Greinin birtist í Vísi 21. maí 1913 qg ber yfirskriftina Afreksverk hr. Einars Hjörleifssonar „Síöan hr. E.H. prédikaöi í ísafold á fimtudaginn var, hefir hver um annan þveran komið til vor stúdenta, sem aö leiknum stóðu, og sagt sem svo: »Ja, ef menn þektu ekki hann Einar Hjörleifsson og vissu ekki hvernig hann getur skrifaö, og ef ekki hefðu nógu margir séö og heyrt leikinn ykkar, þá býö ég ekki fé viö viö því, hvaö almenningur útí frá væri farinn aö hugsa um ykkur, eftir þeirri gervi, sem hann hefir reynt aö sýna ykkur í«. Og þaö er ekki furöa, þótt menn segi svo. Myndin, sem hann viröist vilja bregöa upp af oss, er einna svipuöust því, aö vér séum þessir »óþrifagerlar og andleysis gorkúlur«, sem dafna í þeirri »fýlu«, sem hr. E.H. segir að nú sé iífsloft ungra mentamanna hér á landi. — Sem svívirða málefni, sem öörum eru heilög, og saklausa menn, beggja megin grafarinn- ar, og hafa meðal annars tekiö aö sér aö svíviröa hinn ósýnilega heim. — Sem »geta sökt sér niöur í þaö tímum saman aö setja saman óþverrs«, »liggja yfir því aö klamþra saman, í stuöluðu máli og óstuöluðu, ógeöslegum smámunum o.s.frv.« Fallegt er oröbragöið! Hvernig getur nú svona mynd veriö til Framhald á bls 14. Höfundar flimleiksins fyrir utan Andrés Björnsson: Skúli Thoroddsen sýslu- og alþingismaður. Hann fór einn- ig með hlutverk í leiknum. Guðbrandur Jónsson. Hann fór einnig með hlutverk í leiknum. Sigurður Hann enda var Sigurðsson sýslum. einnig meðal leik- Jón J. Norland læknir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.