Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 12
Presturinn var ókominn. Síðan hann hætti daglegum afskiptum af stjórn stórveldis síns fyrir tveimur árum hefur hann ekki mætt reglulega á skrif- stofunni. En pað var ekki leiðinlegt að bíða. Við fjölda síma sátu stúlkur og bókuðu farpega á kurteislegri en illskiljanlegri ensku Skandinava. Stúlkurnar voru hávaxnar, Ijóshærðar og yndislegar og manni fannst maður geta beðið Þarna til eilíföar. Þetta var stór salur og hvarvetna gat aö líta landabréf og myndir frá sólarlöndum. Frá Þessari skrifstofu í litla, danska Þorpinu Tjæreborg sendír aldni flug- vélaeígandinn og tölvurnar hans Evrópubúa suöur á bóginn. Engin ástæða virðist fyrir tilvist porpsins Þarna, enginn dalur, engir firöir, aðeins marflatt landið, reyndar svo flatt aö Þjóðvegurinn er undirbyggður. Flat- neskjan á vesturströnd Danmerkur er slík að akrarnir ná svo langt sem augað eygir. Flatt landið og himinninn renna saman í eitt út við sjóndeildarhringinn og vindar blása af hafi. Húsin standa í Þyrpingu við vegamót ein. Samt eru á Þessum ólíklega stað höfuðstöðvar Þeirrar ferðaskrifstofu, sem er í örustum vexti allra ferðaskrifstofa í Evrópu. Ástæðan er sú aö Þetta er heimabær stofnanda hennar og hér gegndi hann prestsstörfum fyrir Þjóðkirkjuna dönsku. Saga fyrirtækisins á sér enga hliðstæðu í Evrópu eftir stríðsáranna og vissulega er saga danska sveitaprestsins, sem þráði að ferðast, ævintýri líkust. Fyrir alllöngu fór hann ásamt sóknarbörnum sínum í ferðalag í langferðabíl, sem tekinn var á leigu. Áriö eftir endurtók sagan sig. Þrjátíu árum síðar á presturinn stærsta flugflota í einkaeign í heiminum og árleg velta fyrirtækisins er 66 milljarðar íslenskra króna. Samt var han þjónandi þrestur þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir og býr enn á þrestsetrinu, sem hann hefur keypt af kirkjunni. bara Eins og veöurbarinn bóndi Hvernig manngerö skyldi hann nú vera, þessi prestur? Sveittur, rjóður og feitlag- inn maður, sem myndi ræða mildum rómi um ágæti feröalaga fyrir sálina? Maðurinn, sem birtist, líktist einna helst holdskörpum og veðurböröum bónda. Hann var í fötum úr riffluöu flaueli og buxurnar voru aðskornar. Andlitiö var fölleitt og rúnum rist og sítt og slétt háriö var greitt frá enninu. Séra Eilif Krogager í Tjæreborg er 68 ára gamall en er grannvaxinn og spengi- legur sem ungur væri. Hann spuröi fyrirvaralaust hvort ég væri með enskar sígarettur á mér. Ljósmyndarinn dró pakka upp úr vasanum. „Æ, nei, annars, ekki þessar bannsettu ensku sígarettur.“ Stúlka færði honum tvo pakka af dönskum. Hann hélt þeim þannig að við gætum séð vörumerkið, stefniö á Víkingaskipi. „Já, við munum eftir ykkur." „Nei, þið eruð of ungir til þess.“ Röddin var rám og hann dró seiminn. Gary Cóoper hefði getað leikið hann. „Við réðum heiminum einu sinni“, sagöi hann. Það var einkennilegt að heyra prest tala svona, svo ég spurði hann, hvort hann hefði viljað vera víkingur. Presturinn virtist hissa. „En við erum það. Við erum enn víkingar." Og eins og hann væri að skýra eitthvaö fyrir litlu barni bætti hann við: „Þaö eru enn til víkingar og þeir starfa að ferðamálum." Hann blés út úr sér stórum reykjarmekki. „Vandinn í gamla daga var sá að víkingarnir höfðu ekki hótel. Þess vegna muniö þið eftir okkur.“ Hann brosti. „Við erum líka hættir Séra Krogager einn á skrifstofunni eftir að allir eru farnir. Prestlegur? Ekki mjög. Forstjóralegur? Þaðan af síður. En hann hefur verið farsæll í viðkvæmum atvinnurekstri, sem getur verið fljótur að fara á hausinn. að taka heim með okkur jafnmarga minjagripi og við gerðum forðum daga." Ég haföi ekki áöur hitt prest, sem var neitt líkur þessum. Og engum viöskipta- jöfrinum líktist hann. Hann talaði fjálglega um í hverju sér væri áfátt á báðum sviðum. Hann spurði hvort við hefðum nokkuð skoskt vískí meöferðis og kvað þann drykk opna stystu leiö að hjarta sínu. Orðum sínum til áréttingar klappaði hann sér á magann. Honum virtist skemmt er hann sá viðbrögð okkar við ýmsum „óprestlegum" athugasemdum hans. í gegnum mekki af vindlingareyk sveiflaði hann krepptum hnefunum. Presturinn skemmti sér konunglega. Séra Krogager Tjöruborgarprestur og feröafrömuður er ólíkur flestum prestum, en ekkert í fari hans minnir heldur á viðskiptajöfur. Þessi yfirlætislausi kirkjunnar þjónn og velgengni hans með Tjæreborg ferðaskrifstofuna hefur orðið mörgum undrunarefni, en brezki blaðamaðurinn Byron Rogers, segir hér frá heimsókn til prestsins. Árið 1966 átti Tjæreborg níu þotur og þótti mikið. Nú á fyrirtækið 22 þotur, sem merktar eru með „Sterling“. „Seinna ætlaði ég í húabyggingar“ Séra Krogager fæddist ekki fjærri sókn sinni á sömu slóðum og Haraldur Blátönn fyrst sá dagsins Ijós, konungurinn, sem kristnaði Dani af miklu harðfengi. Prestur- inn dró fingur þvert yfir háls sér til merkis um aðfarirnar. Blátönn hafði greinilega verið maður athafna fremur en orða. „Hann var góöur maöur. Sannkristinn. Það hef ég líka verið í viöskiptum." Nú brosti hann ekki. „Faöir minn var byggingameistari og mig langaði til að feta í fótspor hans.“ Hann sló krepptum hnefa í lófa sér, sem virtist vera kækur hans. „Mér fannst lyktin af timbri góð. En ég vissi að foreldra mína langaði til að ég legöi stund á guðfræði, svo ég samþykkti þá skipan mála og hugsaöi með mér aö ég gæti farið út í húsabyggingar síöar. En sjö árum síðar, þegar ég var orðinn guöfræðingur, 23 ára gamall, fannst mér liggja beinast við aö nota menntunina og fara út í prestskap.“ Ég spuröi hvort hann hefði fundiö hjá sér köllun til að þjóna guði. „Ég veit ekki hvað segja skal. Ég haföi aldrei brennandi löngun til að veröa prestur. En starfið var 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.