Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Qupperneq 11
r Teiresías í næturhúminu - hugleiðingar um lestur bókarinnar Hobbit i Öldurnar lægir aö kveldi. Brim verður gjálfur, og námsmaöur hvílist á samvizku- lestri dagsins. Félagsfræði, stjórnvísindi, líffræði, — fróðleikurinn hefur ekki setzt, heldur rifið upp í dans þá vizku sem fyrir var og hann hélt skorðaða. Það syngur í höföinu. Nútíminn. II Og námsmaðurinn sér það kvöldar og finnst rétt að fá sér fagurþókmennt undir svefninn. Ekki það hann langi að hrífast þau ósköp. Þær eru líka nauðsynlegur fróðleikur í alla umræðu manna. Þar stendur í hillu Hobbit, sem lengi hefur beðið afgreiöslu. Prófessor Tolkien skrifaði og dó. Hann fléttaði snotrar endaleysur úr orðagnótt eigin tíma, rétt er það. En það sér námsmaöurinn eins og hver heilvita maöur, að félagsumræða okkar dags er lítill akkur í einhverri fornaldarfantasíu frá 1937. Hún fjallar ekki um staðreyndir lífsins í kring. Því er það með hálfum hug, af skyldurækni einni sér, að hann eyðir kvöldi annadags í slíkan lestur. Beiniö hann Tolkien, að verða svona frægur. III Um alla íbúðina liggja veldissprotar vitiborinna; hverskyns lesefni um stjórn- mál, innviöi samfélagsins og rannsóknir á hegðunarmunstri mannsins. Bækur hlaðnar raunspeki beygja höfuð hvers sem hingaö kemur. Hér er fylgzt með öllu sem nútímann varðar af þvílíkri natni, að stundum veit íbúinn vart, hvers höfuð hann ber á búknum. Peter Kapitsa, nóbelsverölaunahafi í eðlisfræði kallaði þetta heilamengun um daginn og kvað það tímanna tákn. Svo situr íbúinn umkringdur ágengum fræðiritum og verur endaleysupésann í hendi sér. Hann rekur bókina í gegn með augunum og hristir upp í henni meö fáeinum fræðisetningum. Sú gamla þegir. Þá hefur hann lesturinn. IV Orö af orði dregur hugann úr seigvitru Fræðibókaloftinu aftur í aldir til Bilbós Baggasonar hobba. (En allir vita hvað hobbar eru, þótt þeir berist lítt á nú á dögum.) Þar er værukært snyrtimenni, sem lendir aldrei í nokkru óvæntu og nýtur fyrir það viröingar nágranna sinna, — og lesandinn sér hann flækjast dag einn grandalausan í hættulegan leiöangur dverga og seiökarlsins Gandálfs aö heimta dvergagull úr klóm drekans í austri. Það rökkvar í herbergi námsmannsins. ILeiðin liggur um kyngifulla staði í baráttu viö durtálfa og tröll, risaköngulær og úlfa, og síðan én ekki sízt náttúruna sjálfa. „Það er svo skrýtið", segir Tolkien, „að fljótlegt er að segja frá því sem gott er og notalegt, og lítiö spennandi aö heyra um það. Hiö óþægilega og ónotalega og jafnvel hrollvekjandi er aftur á móti gott söguefni, og tekur langan tíma að segja frá því.“ Og Bilbó litli Baggason uppgötvar nýja hlið á sjálfum sér. Hann vex við hverja raun og bjargar lífi félaga sinna. Eftir fall drekans og skæöa orrustu ættbálka um skiptingu gullsins, snýr hann heim. Þar hafa nágrannar karpaö um eigur hans og ýmislegt horfið. En hann hiröir ekki um slíkt. Hann hefur og glataö fyrri virðingu. En hann hefur öðlazt sitthvað í staðinn. V Orð af orði og nóttin leggst yfir. Og undarlegt er það, að sem hún leggur myrkur á herbergiö og fræöibækur nútím- ans, dregur hún fram birtuna í ævintýrinu forna; þannig minnir hún á skáldið Hómer og Teiresías spámann, — þá sem blindir sjá það sem sjáendur missa. Og nemand- inn okkar er öldungis hissa á sjálfum sér, því sú gamla endaleysa, sem var hjáróma kerling á vísindaráðstefnu, fangar hug hans sífellt betur. Fræðimaðurinn í honum heimtar skýringu. Smám saman verður ævintýrið nem- andanum Ijóð um hreyfiaflið. Söguhetj- urnar ferðast um ævafornar lendur með rótgrónum lögmálum. íbúarnir eru seig- fljótandi heild, sem hugsar fyrst og fremst um eigin hag. Ferðalangarnir fara þar sem plógur í gegn og róta upp atburðunum. Loks finna þeir drekann, holdtekningu þess mikla afls, sem getur umturnaö samfélögum, og þetta afl leysir Bilbó litli úr læöingi, svo drekinn tortímir sjálfum sér í æðiskasti. En þegar drekinn er dauður, skarar hver eld að sinni köku og auövitað man enginn lengur, að það var hobbinn sem varö til eyðingar drekanum. En eins og leiðangurinn er aflið, sem kemur ævintýraheiminum á hreyfingu, þyrlar hann einnig upp eindum hans sem vindur mold. Þá sést glöggt, hvernig einstakar persónur, sem á vegi þeirra verða, spegla ákveðna eiginleika, — ragmennsku eða göfuglyndi, ágirnd eða fórnfýsi, — og frásögnin verður að hljómkviðu eðlisþáttanna, þar sem þeim er teflt fram í innbyrðis samræmi, ólíkt því sem er í lífinu sjálfu. Allt fer þetta um huga nemandans okkar sem hann fikrar sig, orð af orði, um stigu óraunveruleikans. Hvert nýtt orð skýzt inn í heilann og springur út eins og snotur rós eða blossar upp sem eldur. Þá leitar spurningin um mátt oröanna á hugann, og nemandinn leikur sér að því að búa til smáorö, bæta svo einum staf við og finna, hvernig heilinn tekur strax við sér og skiptir um mynd. Án orða væru fornaldir ekki til, — og skiptir þá nokkru, hvort þau lýsa því sem gerðist í raun eða einhverju allt öðru? Hann heldur lestrinum áfram yfir fjöll og firnindi. Og þannig leiðir ævintýrið raun- hugann á eftir sér. Staðreyndin hefur beöið ósigur. yj Svo líður að dögun, og það er engu líkara en fræðibækurnar missi áleitni sína í grámóðu morgunsins. Þær votta um ringulreið hugans með rökum og gagn- rökum, ölduskellum úr öllum áttum. Og þar hefur gömul endaleysa nú skorizt í gegn af skeytingarleysi. Hún hefur bundiö hugsun nemans í ákveðinn farveg. kveikt ímyndunarafl hans en haldið því við markaða braut. Þannig hefur hann fengiö meiri fullnægju tilfinninga og vangaveltna, þar sem þær bundust í samræmi, en ekki býðst í daglegu lífi. Og eins og Hamlet Danaprins dásamar sterkar geðsveiflur leikarans hjá eigin sveimhug, sem drekkir sárri líðan í orðavaðli einum, — þannig hrífst eigandi fræöibókanna af þeim leik með litróf eölisþátta sem ævintýrið færir fram. „Aristóteles segir hermihvöt mannsins vera rót listarinnar,“ hugsar hann, „en listin hermir ekki aöeins eftir lífinu, hún grisjar það og tærir.“ „Þannig er hugsun og tilfinning dauð- legs manns þokukennd," heldur hann áfram „og hugur hans nær sjaldan að leiða réttu orðin við hlið sér, eins og segir í Ijóði Hannesar Péturssonar: Ég veit pau búa einhvers staðar öll en aldrei finn ég peirra djúpa helli pó svo ég leiti fram í efstu elli um úfna vegi: tungunnar bröttu fjöll. En þarna reynir listin að skerpa drætti, finna orð sem varpa Ijósi á eðlið. Á þann hátt geta bókmenntir stækkað lesandann. Þegar nýr dagur rís, hefur námsmaður- inn því fariö í feröalag eins og Bilbó Baggason. Einhver kynni að vilja segja, að fræðibækurnar í kring líti hann ekki sömu augum sem félaga. En hann kom heldur ekki tómhentur aftur. HHH

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.