Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 10
Tækifærin liggja ekki á förnum vegi
iefur sungið hvar
>g hvenær
em hún hefur veriö
leðin að syngja.
Á undanförnum árum hefur þú sungiö
likiö opinberlega. Hvar komst þú fyrst
ram?
„Það var á nemendatónleikum Söng-
kóla Maríu Markan í Gamla Bíói 1964.
)g síðan hef ég sungið hvar og hvenær
em ég hef verið beðin að syngja. Ég
ief verið einsöngvari á tónleikum meö
órum, viö kirkjulegar athafnir, á fé-
igsfundum, árshátíöum og þjóðhátíö-
m svo aö nokkuð sé nefnt. Einnig hef
g sungiö inn á tvær hljómplötur með
arlakórnum Þröstum“, segir Inga
1aría.
Þá hefur hún sungiö í sjónvarpi og
Ijóövarpi og nú seinast s.l. haust
rlend lög með undirleik enska píanó-
íikarans Diana Wright.
í safni af söngskrám frá síöastliðnum
5 árum og blaðaúrklippum, þar sem
etiö er um söng Ingu Maríu kennir
missa grasa og nægir að taka þar
okkur dæmi:
Á fyrrnefndum nemendatónleikum
;öngskóla Maríu Markan komu fram
tta af tuttugu nemendum. Um söng
ígu Maríu segir svo í einu dagblaöanna
á þeim tíma:
„Inga María Eyjólfsdóttir, sópran,
ýndi augljósa hæfileika og einurð og
kilaði sínum fjórum lögum með prýði."
Þegar Karlakórinn Þrestir í Hafnar-
rði fór söngför til Færeyja 1973, var
íga María einsöngvari með kórnum. í
Ereyska blaöinu Dimmalætting var
essi skemmtilega umsögn um söng
ennar: „Inga María Eyjólfsdóttir vakti
ndrun viö síni vökru (fögru) og góðu
ödd.“
Þegar Brúðkaup Figarós var fært upp
Þjóðleikhúsinu 1968, söng Inga María
lutverk Báfbarínu og fékk þá umsögn
ð — „Barbarína var prýðilega túlkuö
æði hvaö söng og ieik snerti...“
„Hlutverkiö var aö vísu ekki stórt“
egir Inga María, „en arían sem Barbar-
Á sviði Þjódleikhússins: Inga
María til vinstri í hlutverki Barbar-
inu í Brúðkaupi Fígarós og Sigríð-
ur Ella Magnúsdóttir í hlutverki
Cerubinos.
tækifæri hafa þó gefist í íslensku
tónlistarlífi. Ég er ekki í neinum klíku-
samböndum og hef reyndar ekki sóst
eftir þátttöku í þeim.“
Tónleikar að
eigin frumkvæði
Og nú heldur þú tónleika á eigin
vegum?
„Já, það er um ár síöan ég ákvað aö
gera eitthvað sjálf annaö en aö sitja og
bíða eftir tækifæri. Ég sótti um að halda
mína fyrstu einsöngstónleika í Félags-
stofnun stúdenta og beið lengi eftir
svari. Þegar það kom hljóðaði það
þannig aö — því miður væri ekkert
laust pláss fyrir mig hjá þeirri ágætu
stofnun. Þetta var mér nokkurt áfall og
ég var aö því komin aö leggja árar í bát.
þann 31. mars geri ég ráð fyrir að vera
meö tónleika hér í mínum heimabæ,
Hafnarfiröi.“
Hvað um gagnrýni?
„Góð gagnrýni getur veriö lærdóms-
rík. Hins vegar syng ég ekki fyrst og
fremst fyrir gagnrýnendur heldur fólkið,
sem margoft hefur tjáð mér þakklæti
sitt á undanförnum árum.“
Klæddist peysufötum
og lék prímadonnur
Hvaöa tónverkum hefur þú mestar
mæturá?
„Ég held aö megi segja að ég sé
alæta á tónlist, bæöi að_ hlusta og
syngja“ segir Inga María. „Ég get nefnt
sem dæmi gamla Dixieland-tónlist,
Bítlana, Ellu Fitzgerald; Af klassískri
tónlist eru tónverk Bachs mér himneskt
fyrirbæri og óperur Verdis og Puccinis
óviöjafnanlegar. Mér er mjög minnis-
stætt þegar ég var unglingur og sá
Tosca í Þjóðleikhúsinu með Guörúnu Á.
Símonar pg Stefáni íslandi í aðalhlut-
verkum. Ég hef mikla ánægju af aö
hlusta á óperukynningar Guðmundar
Jónssonar í útvarpinu. Ég var bara
smátelpa þegar ég fór að hlusta á
óperur í útvarpinu og varð gagntekin af
tónlistinni og rómantíkinni í söguþræö-
inum. Ég klæddi mig í peysufötin
hennar mömmu, haföi svuntuna á
höfðinu fyrir slæðu og lék og söng af
hjartans list. í lokin dó ég, eins og
prímadonnan í flestum óperum gerir."
Tekur pau heimilisstörf,
sem snúast um dauða
hluti ekki of alvarlega
Hvernig samræmist sönglistin hús-
móöurstörfum og fjölskyldulífi?
„Fjölskyldulífið hefur ekki orðiö fyrir
neinni vanrækslu, vegna þess hvaö
tónlistin er stór hluti af því. Við eyöum
öll miklum tíma í æfingar: báðir dreng-
irnir hafa lært að spila á píanó, þótt hlé
sé á því hjá þeim eldri eins og er. En við
Huldar, yngri sonur okkar, skiptumst á
um afnot af píanóinu. Þegar ég æfi
Alveg óvænt bauðst Ingu Maríu að syngja
hlutverk Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós. Hún
hlaut lofsamlega gagnrýni og þetta átti að lofa
góðu um framtíðina, — en síðan hefur hún
aldrei fengið boð um að prufusyngja fyrir
óperettu- eða óperuhlutverk.
na syngur er eitt af fegurstu einsöngs-
jgunum í óperunni og hlutverkið leik-
ænt. Fyrir mig lofaði þetta tækifæri
njög góðu um framtíð mína sem
öngvari, ef áframhald hefði orðið í
amræmi við þaö. Þetta kom mjög
>vænt, þótt ég heföi reyndar veriö í
>jóöleikhúskórnum. Ég átti engan þátt í
>ví sjálf, fékk þara boö um aö koma og
yngja fyrir Alfred Walter hljómsveitar-
itjóra og Ann Margret Petterson en hún
■etti óperuna á svið. Þegar þau höfðu
lustað á mig syngja, var ákveðið að ég
engi hlutverkið.
Síðan hef ég aldrei fengið boö um aö
■rufusyngja fyrir óperettu- eða óperu-
ilutverk í Þjóðleikhúsinu. Óneitanlega
iafa það orðiö mér nokkur vonbrigöi að
:oma aldrei til álita viö meiri háttar
öngflutning, að svo miklu leyti sem slík
En þá, eins og frá upphafi á mínum
söngferli, var það maðurinn minn, sem
hvatti mig og studdi til þess aö gera
þessa heiöarlegu tilraun, sem ég er aö
framkvæma með þessum tónleikum.
Ég hef undirbúiö prógrammiö meö
Guörúnu Kristinsdóttur, sem er undir-
leikari minn á þessum tónleikum. Söng-
skrána hef ég valiö af minni bestu
einlægni og hjartahlýju meö tilliti til
þess áheyrendahóps, sem ég held aö
hafi ánægju af aö hlusta á mig, kannske
jafn mikla og ég hef af að syngja fyrir
þá. Á söngskránni eru þýskir Ijóðsöngv-
ar, fjögur íslensk lög, þá tvö ensk lög,
skemmtileg en sjaldsungin, og aö
lokum lög eftir Grieg. Fyrstu tónleikarn-
ir eru á vegum Tónlistarfélags Keflavík-
ur þ. 17. mars, þeir næstu á vegum
Tónlistarfélags Akraness þ. 20. mars og
Á pjóðhátíöarsamkomu í Hafnar-
firði sumarið 1974. Inga María
söng par og hér er undirleikarinn,
Agnes Löve, með henni til hægri
á myndinni.
heima á kvöldin spilar maðurinn minn
undir fyrir mig. Um heimilisstörfin
gegnir öðru máli. Ég verð oft að geyma
uppþvottinn og loka bara eldhúsinu. En
þaö kemur sér ekkert illa fyrir mig, því
mér dauðleiöast eldhúsverk. En mér
finnst ágætt, þegar ég er aö æfa fyrir
visst prógramm og er taugaóstyrk, að
taka mér hvíld og þurrka af húsgögnun-
um.
Það kemur líka í vana, að taka þau
heimilisstörf, sem snúast um dauða
hluti, ekki of alvarlega. Ég hef alltaf
unnið úti meö heimilinu og söngnum.
Fyrstu árin, meöan Siguröur var viö
háskólanám, vann ég allan daginn.
Þegar drengirnir voru litlir, var ekki
alltaf mikill tími til þess aö komast á
milli staða, fara með þá í daggæslu,
mæta í vinnunni og á æfingar inni í
Reykjavík og komast svo heim til að
sinna heimilinu þaö nauösynlegasta. En
allir voru boðnir og búnir aö veita
aðstoö.“
Hvað um heimilishald á meöan þið
voruð í London?
„Við leigðum húsiö á meðan og
seldum bílinn í staö þess aö fá okkur
nýjan. Drengirnir voru hjá systrum
mínum á meðan við vorum í burtu.
Ööruvísi gátum viö ekki framkvæmt
þetta, sem okkur bæöi hafði dreymt
um. Ættingjar og vinir hvöttu okkur meö
ráöum og dáð, bæði í oröi og verki,
synir okkar líka. Þeir komu til okkar um
jólin og voru hjá okkur í London í þrjár
vikur. Það varð okkur öllum mikil hátíö
og stytti fjarvistartímann. Viö höföum
tveggja herbergja íbúð á leigu en leigan
tók svo stóran skerf af þeim gjaldeyri,
sem viö fengum yfirfæröan, að stundum
borðuöum við ost í alla mata, þótt við
reyndum að komast hjá því um jólin.
Þau hjónin taka fram að fjárstyrkir frá
hafnfirskum aðilum hafi ráðiö úrslitum
að Inga María gat farið til London í
tónlistarnám; M.a. styrkur úr „Friöriks-
sjóði", sem var stofnaöur eftir lát
Friðriks Bjarnasonar, tónskálds og
söngstjóra til eflingar tónlistarlífi í
Hafnarfirði.
„Hafnfiröingar hafa veriö mjög góðir
viö mig og gert mikið til þess að ég
fengi aö njóta mtn sem söngkona" segir
Inga María.
Aö endingu ein spurning um áhuga-
mál þeirra hjóna?
Sigurður Hallur:
„Tónlistin hefur alltaf verið mikill og
ánægjulegur þáttur í heimilislífi okkar
og má segja aö sönglögin veiti mér
nauösynlega hvíld frá landslögunum.
Eitt mesta áhugamál mitt hefur veriö að
fylgjast meö söngferli konu minnar. Ég
hef reynt að leggja smálóö á þá
vogarskál, aö hún fái notiö hæfileika
sinna sem söngkona.“
Inga María:
„Söngurinn hefur .verið svo stór
þáttur í mínu lífi aö ekki hefur veriö rúm
né tími fyrir mörg tómstunda- og
áhugamál önnur en þau, að vera
samvistum við fjölskylduna. Ég hef
ánægju af útivist og gönguferðum, og
um margar fallegar gönguleiöir er að
velja í kringum Hafnarfjörö. Síöan á
barnsárunum hef ég haft vissa þörf fyrir
aö vera úti í náttúrunni og finnst ég
veröa meö því ný og betri manneskja.
Helst get ég líkt þeirri tilfinningu viö
það, að syngja fyrir fullu húsi. í stuttu
máli: Ég nýt þess að vera til og er
þakklát fyrir allt það, sem mér hefur
hlotnast í lífinu.“
„Ég geri mér far um að koma auga á
björtu hliöarnar og þaö besta í sam-
ferðafólkinu; ef til vill má telja þaö eitt af
mínum áhugamálum” segir Inga María
aö lokum.