Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 8
Þuríður J. Árnadóttir raftir vi6 INGU MARÍU EYJÓLFSDÓTTUR söngkonu í Hafnarfirði_ Tækifærin liggja ekki á förnum vegi Á síðustu mánuðum hefur nokkur athygli umfram venju verið vakin á málefnum íslenskra söngmennta og peim Þrönga stakki, sem íslenskum einsöngvurum er skorinn. I þeim umræðum lét einn úr þeirra hópi svo um mælt, ef ég man rétt, að íslenskir einsöngvarar hefðu verið of hæverskir til þess að taka þátt í hinu almenna þrýstihópa-kapphlaupi og hefðu þess vegna gengið með skarðan hlut frá borði á hagsmunabaráttunni og þá um leið sú listgrein, sem þeir fórna tíma sínum og kröftum. En hverjar orsakir, sem til þess kunna að liggja má fullyrða, að tækifæri fyrir einsöngvara vaxa ekki á íslenskum trjám. Ein af þeim, sem um það getur dæmt af eigin reynslu er hafnfirska söngkonan, Inga María Eyjólfsdóttir en hún er um þessar mundir að halda sína fyrstu sjálfstæðu einsöngstónleika. Af því tilefni hittum við hana að máli á heimili hennar að Selvogsgötu 2 í Hafnarfirði. Sönglistin er að vísu aðal umræðuefnið en önnur atriöi úr lífi hennar fljóta með í samtalinu. Einkum er það vegna þess, að í ævi hennar virðist hver dagur hafa verið öðrum skemmtilegri allt frá því að hún man fyrst eftir sér á bernskuheimilinu, þar sem hún býr nú ásamt manni sínum, Sigurði Halli Stefánssyni, lögfræðingi og tveimur sonum þeirra; Eyjólfur er sautján ára en Huldar Örn tíu ára. Fjölskylduhús á Hamrinum í Hafnarfirði „Fjölskyldan er öll innfæddir Hafnfirö- ingar, hreinræktaðir „Gaflarar", segir Inga María. Til aö upplýsa fáfróöan Reykvíking um uppruna þeirrar nafn- giftar á Hafnfirðingum útskýrir hún: „Jú nafniö er til orðiö á þeirri tíö, þegar gömlu hafnfirsku sjómennirnir komu saman undir húsgöflunum til aö ræða málin. Viö búum í elsta hluta bæjarins en hann hefur mjög lítiö breyst, og enn eru nokkrir nágrannar okkar af gömlu, góöu „Gaflara" kynslóöinni. Á meðan viö sjáum þá staldra viö undir húsgöfl- unum, gá til veðurs og spjalla saman, hefur Hafnarfjöröur ekki misst meö öllu sinn upprunalega svip.“ Fljótt á litiö ber ekki á ööru en að Hafnfirðingar hafi kunnaö aö meta gildi þessa gamla bæjarhluta; húsum er vel viö haldið en þeim hefur verið hlíft viö stórfelldum útlitsbreytingum. Húsiö aö Selvogsgötu 2 er yfir 50 ára gamalt. Þau Inga María og Siguröur Hallur hafa látiö endurnýja og gera nokkrar breyt- ingar innan húss en þær gera fremur aö undirstrika upphaflegan stíl hússins en skaöa hann. Eins og oft verður vart í gömlum húsum er „andi hússins" nán- ast einn af viöstöddum, þar sem ég sit hjá þeim hjónum í stofu meö útsýni vítt yfir bæinn og höfnina. „Þetta er fjölskylduhús" segir Inga María. „Foreldrar mínir, Eyjólfur Krist- insson, togaraskipstjóri og Guörún Ólafsdóttir bjuggu hér allan sinn bú- skap, en pabbi og afi minn, Kristinn Grfmsson, steinsmiöur byggöu húsiö 1925 aö nokkru leyti úr grágrýti, sem þeir hjuggu til úr Hamrinum. Eg fæddist hérna í innri stofunni, sem þá var svefnherbergi en er nú boröstofan okkar. Fjölskyldan kom hér saman á hátíðum og tyllidögum og þá var mikiö Inga Mari'a við hljóðfærið á heimilinu. Þegar þau hjónin byrjuðu búskap, var píanóið reyndar það fyrsta sem þau keyptu. í Þjóðleikhúskórnum: Inga María í óperunni Ævintýri Hoffmans. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.