Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 9
sungiö og spilaö því hér var alltaf hljóöfæri og húsráöendur söngelskir." „Ómetanlegt að fá að alast upp í pessu umhverfi“ „Þaö er ómetanlegt aö fá aö alast upp í þessu umhverfi“ segir Inga María. „Ég man aldrei eftir neinu tómarúmi í mínum uppvexti. Það var til dæmis ekkert smáræöis ævintýri aö vera upp á Öldum, þar sem Hafnfirðingar höföu þá fjárbúskap og kúabú. Krakkarnir byggöu sér kofa og í þessu kofahverfi gleymdum viö okkur í mömmuleik og feluleik í nágrenni viö kindur, kýr og hesta úti í guösgrænni náttúrunni. Þá var líka vinsælt aö veiöa marhnúta niöri á Einarsbryggju, sem nú er horfin undir Fjaröargötuna. Þaö eina sem setti dálítiö strik í þessa sælutíö var hreppa- pólitíkin hjá krökkunum. Þar skipti lækurinn löndum milli bæjarhluta og oft urðu ýfingar milli Suöur- og Vesturbæj- arkrakka. Ég man sérstaklega eftir hvernig ég læddist meö veggjum þegar ég fór að fara í spilatíma í Vesturbæinn en þar máttum viö Suöur-bæingar búast viö hrekkjusvínum. En ég varö þó aldrei fyrir neinni áreitni." „Það fyrsta sem við keyptum í heimilið var píanó“ Eftir barnáskóla fór Inga María í Flensborgarskóla og lauk gagnfræða- prófi en dvaldist síöan eitt ár í Banda- ríkjunum, mest til aö skoöa sig um í heiminum, eins og hún segir. Þegar heim kom fór hún aö vinna á Hagstof- unni í Reykjavík. Það varö til þess aö leiðir þeirra hjóna lágu saman, þótt undarlegt sé, þar sem ekki eru nema nokkrar húslengdir á milli æskuheimila þeirra í Hafnarfiröi. „Viö kynntumst á áramótagleöi hjá starfsfólki í Arnarhvoli. Og þaö má geta þess til gamans, aö þetta er í eina skiptið á ævinni, sem viö höfum verið aö heiman á Gamlárskvöld. Leyfi til aö fara fékk ég meö nokkrum eftirgangs- munum, þó ég væri oröin 19 ára“ segir Inga María. „Viö giftum okkur haustiö 1962 og byrjuöum búskapinn uppi á lofti hjá þeim ágætishjónum, Hallsteini Hinriks- syni íþróttakennara og Ingibjörgu konu hans. Og þaö fyrsta sem viö keyptum í heimiliö var píanó." Hjónin voru sammála um nauðsyn þess aö eignast hljóöfæri og þarf engan aö undra. Bæöi eru þau alin upp viö söng og tónlist. Sigurður Hallur stund- Inga María og Siguröur Hallur ásamt sonum sínum, Eyjólfi og Huldari Erni á heimili þeirra við Selvogsgötu í Hafnarfirði. aöi nám í Tónlistarskólum Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hann hefur sungiö í Karlakórnum Þröstum í tvo áratugi og tekiö mikinn þátt í félagsstarfi íslenskra karlakóra. Siguröur hefur annast undir- leik fyrir konu sína viö æfingar heima og stundum opinberlega. Eins og áöur var getiö, er söngfólk í fjölskyldu Ingu Maríu. Þau systkin eru fimm og syngja öll og bróðir hennar, Ólafur Eyjólfsson, hefur veriö einsöngv- ari hjá Karlakórnum Þröstum. Þá má geta þess aö móðir hennar söng undir stjórn Friöriks Bjarnasonar, tónskálds, í kirkjukór Þjóökirkjunnar í Hafnarfiröi og í „Erlunum“, sem á sínum tíma nutu vinsælda og margir minnast, er heyrðu söng þeirra. Á íslandi geta einsöngvarar ekki stefnt markvisst að pví að verða óperusöngvarar Nú er ekki seinna vænna aö víkja að þínu eigin tónlistarnámi og söngferli. Hvenær hófst þú nám? „Ég hef verið 12 til 13 ára, þegar ég byrjaöi aö læra aö spila á píanó hjá fröken Ingibjörgu Benediktsdóttur og var hjá henni í nokkur ár. Hún er afbragðskennari og ágætur píanóleik- ari. Hún hefur kennt og leikið á píanó í Hafnarfiröi um langt árabil, lék meöal annars undir viö kvikmyndasýningar á meöan þess var þörf. En fyrstu leiösögn í söng fékk ég hjá Páli Kr. Pálssyni organista og söng- stjóra í Hafnarfiröi. Hann hvatti mig til að læra aö syngja. í nokkra mánuöi sótti ég tíma hjá Þuríöi Pálsdóttur en hætti þá í bili. Þegar ég tók aftur til við söngnámiö komst ég í Söngskóla Maríu Markan. Það reyndist mér dýrmætur skóli. Hjá henni læröi ég ekki aöeins aö syngja, heldur einnig jákvæð lífsviöhorf. Eftir aö ég lauk námi í Söngskólanum, hélt ég áfram í tímum hjá henni bæöi samfellt og af og til, þar til nú tvö síðustu árin. Meöal annarra nemenda Maríu Markan frá þessu tímabili má nefna söngkonurnar Sigríöi Ellu Magn- úsdóttur, Elínu Sigurvinsdóttur og Svölu Níelsen." Svo fórstu til framhaldsnáms í Lond- on? „Já, og þaö má kalia talsvert í ráöist, þar sem viö hjónin vorum bæði viö nám í London skólaáriö '77 og ’78, ég viö söngnám en hann í lögfræði. Ég var aöallega viö nám í Guild Hall School of Music and Drama, en var einnig í einkatímum hjá llse Wolf en hún er prófessor viö The Royal Academy of Music, Einnig sótti ég tíma í Morley College, sem er tónlistarskóli í Lond- on.“ Þetta nám hefur verið þér mikill ávinningur? „Fyrir söngvara, sem aðeins einu sinni hefur fengiö tækifæri til aö syngja óperuhlutverk, var þaö stórkostleg reynsla aö kynnast m.a. uppfærslu á óperum og fá æfingu í aö taka þátt í flutningi þeirra.” Stefnir þú að því að veröa óperu- söngkona? „Já, vissulega mundi ég ekki neita neinu tækifæri sem mér byðist til þess, en eins og er liggja þau ekki á förnum vegi hjá okkur. En nú er ef til vill aö koma í Ijós einhver skilningur á því, aö íslendingar eiga fullan rétt á aö njóta þess aö hlusta á lifandi óperutónlist af sviöi, eins og aörar menningarþjóöir, t staö þess að láta sér nægja flutning af hljómplötum, þótt þaö sé vissulega mikils virði líka. Þaö er mitt álit, aö of mikiö sé miöaö við aö setja hér upp stórar óperusýn- ingar meö miklum tilkostnaöi. Á meðan aöstaðan er ekki betri til óperuflutnings mætti setja upp atriöi úr óperum, til dæmis þætti úr nokkrum óperum á sama kvöldi án þess aö lagt væri mjög mikiö í búninga og leiktjöld. Þetta gæf oröiö til fjölbreyttari kynningar á óperu- tónlist bæöi fyrir hlustendur og um leiö skóli fyrir söngvara; og með þessu móti ættu fleiri einsöngvarar aö hafa tæki- færi til aö koma fram í sönghlutverkum heldur en ef ein viöhafnarmikil ópera væri flutt á ári. Eins og ástatt er nú málefnum einsöngvara, er stærsti hóp- ur þeirra nánast frystur úti og dæmdui til aö halda á sér hita af eigin rammleik og hugkvæmni. Á íslandi geta ein- söngvarar ekki stefnt markvisst aö þv að verða óperusöngvarar. Til þess eru of margar lokaöar dyr á leiöinni.1” Inga María syngur og eiginmaöurinn leikur undir á kvöldvöku Meö heimamönnum — Inga María syngur einsöng meö Karlakórnum Slysavarnardeildarinnar Hraunprýöi í Laugarásbíói 1965. Þröstum í Hafnarfirði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.