Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Blaðsíða 7
skemmuna og sagði, aö hann mætti taka þar, það sem hann vildi, hér yrði líklega ekki slegiö meira í sumar. „Éld ’onum Guömundi sé ekki of gott, ef hann getur notaö eitthvaö héöan,” tautaöi sá gamli. Og viti menn, innan skamms haföi Alli fundiö þaö, sem hann leitaöi aö, stakk því undir leöurbeltið, sem hann notaði viö vinnugallann og þaut heim á leiö eins og kólfi væri skotiö, sannfæröur um, aö hlaupafimi sín væri slík, aö lítið heföi hann veriö lengur inn aö Hóli og spilað þar tvö lög á grammófóninn, en ef labbakúturinn hann Stebbi heföi verið sendur inn að Skeggjastöðum Lítiö gagn höfðu húsráðendur á Ho.. af „kaupamanninum” Stjána og réöi þar mestu um hjartveiki hans, sem sífelld stríöni og hrekkir hinna strákanna ollu honum. Eitt sinn var hann sendur eftir hrossi aö kvöldlagi, sem hafa skyldi í rétt yfir nóttina, svo aö fljótlegra yrði aö grípa til þess snemma næsta morgun. Síöasta dagsbirtan var aö hverfa af vesturloftinu og speglaöist í sefikringd- um smátjörnum, þar sem hestarnir voru á beit. Þeir voru rólegir þarna í kvöld- kyrröinni og Stjáni nálgaöist þá von- glaöur, þóttist strax þekkja þann leir- Ijósa, sem hann átti aö koma meö heim, þó aö allrokkiö væri oröiö. Hægt og hægt læddist Stjáni að hestinum, sem skyndilega leit upp og staröi á Stjána. En Stjáni sá þá hræðilegt fyrirbæri, sem hann hafði aldrei augum litiö áður: Augun í hestinum voru grænglóandi. Hjartað í honum stöövaöist, alls konar furöusögum strákanna skaut upp í huga hans, hann snerist á hæli og þaut til bæjar og staönæmdist ekki fyrr en inni í eldhúsi, þar sem hann kom varla upp oröi fyrir mæöi. „Þaö loga augun í hestinum,” gat hann loks stundiö upp. Hláturrokur strákanna höföu næstum lyft loftinu af eldhúsinu. „Varstu hræddur, ræfillinn? Stóöstu á öndinni?” „Hvaða önd?“ spuröi Stjáni. Upp frá því kölluöu þeir hann aldrei annaö en Stjána straumönd. Loks kom aö því, aö Stjáni þoröi varla um þvert hús né tún aö ganga og bar ætíö viö slappleika, ef hann var beöinn aö gera viövik. „Þú hlýtur aö vera veikur, fyrst þú ert alltaf svona slappur,” sagöi Helga. Morgun einn í glaöasólskini og brak- andi þurrki gekk slappleiki Stjána svo fram af henni, aö hún skipaði honum aö liggja í rúminu þann daginn. Þaö átti einmitt að hiröa seinni sláttinn af túninu þennan dag og Helga húsfreyja ætlaöi aö veita tööugjöld. Tilhugsunin um hnausþykkt súkkulaði meö stífþeyttum rjómakúfi ofan á varð þess valdandi, að kaupamennirnir, sem á fótum voru gerðust óvenjulega sporléttir og viöviksgóöir. Verkinu miöaöi vel áfram, líklega yrði hirðingu lokiö laust eftir miöjan dag. Helga yfirgaf hinar vinnandi kempur, eiginmann sinn og kaupmennina þrjá og gekk til bæjar. Hún hugðist hræra í nokkrar pönnukökur meö súkkulaöinu. En Stjána hafði leiözt heil ósköp í „veikindunum” undir sólbakaöri báru- járnssúöinni yfir svefnloftinu. Hann haföi því læðzt fram í stofu, þar sem útsýni var gott yfir túniö. Þegar Helga nálgaöist húsiö, sá hún heldur sútarlegt andlit bakviö gluggapóstana innan um liljurnar og palargóníurnar. Hún snaraö- ist til stofu, þar sem Stjáni stóö og hélt upp um sig gráum prjónabrókum meö biluöum streng. „Ég sé, aö þú ert ögn aö hressast, Stjáni minn. Helduröu að þú treystir þér ekki til aö þeyta rjómann út í súkkulaö- iö?“ sagöi hún. Fyrír nokkru kom út þridja útgáfa Þjóðsagna Ólafs Davíðssonar. Um tvær fyrrí útgáfur sá Þorsteinn M. Jónsson bókaútgefandi og skóla- stjóri á Akureyri, en sú fyrsta var þó ekki heildarútgáfa. Þeir, sem muna Þorstein M., gleyma honum seint. Þegar ég sé hann í huganum, stóríeitan og þungan á brún,1 en hvatan í sporí, á leið upp Kaup- vangsstræti eða Kaupfélagsgilið, sem er leiðin að Gagnfræðaskóla Akureyrar, þá koma mér í hug tvö hugtök: Festa og áhugi. Ég hygg, að ekkert hafi verið honum fjær skapi, en hik eða beygur, enda lýsir æviferill hans áræði og ótrúlegum afköstum á ýmsum sviðum mennta- og menningarmála. í for- mála að nýju þjóðsagnaútgáfunni er Þorsteins sérstaklega minnst og jafnframt er þar vitnað til greinar, sem hann ritaði eitt sinn í Eimreiðina. Þar vék hann að ótt- anum, þeim beyg, sem menn höföu fyrr á öldum af fjölkyngi og göldrum. Hins vegar var það nokkuð undir kunnáttumönnum komið, hvort menn óttuðust, og því til áherslu tók Þorsteinn dæmi af Sæmundi fróða, sem hélt illum öflum í skefjum með kunnáttu sinni. Hann var vel kristinn maður og breytni hans var mótuð af kærleiksáhrifum kristins boð- skapar. En fleiri voru þeir galdra- menn, sem beittu valdi sínu til þess að þjóna illum hvötum, létu stjórnast af eigingirni. Á undanförn- um áratugum hafa íslenskir krístni- boðar kynnst því, hvern ægishjálm heiðnir töframenn í Eþíópíu bera yfir pjóðflokka sína í krafti - dulrænnar kunnáttu. Þeir hafa haldið fólki í heljargreipum óttans. Þar fyrirfundust engir menn á borð við Sæmund Fróða, sem notaði kunnáttu sína einungis til góðs. Þarna hefur kærleiksboðskapur kristindómsins leyst þúsundir manna úr heljargreipum óttans og vakið vonir um betri tíð, þrátt fyrír illan áróður kommúnismans gegn mannúðarstarfi trúboðamanna. Svo aftur sé vikið að grein Þorsteins M., þá telur hann, að þótt galdramenn séu á braut horfnir héðan fyrir löngu með fjölkyngi sína og vald, þá sé óttinn ekki horfinn. Nú eru raunvísindamennirnir komnir í stað hinna fornu kunnáttumanna og veltur heill mannkynsins á innræti þeirra. Við hljótum aö fallast á þessa skoöun Þorsteins. Vísinda- mennirnir ná tökum á orku, sem auðvelt er að leysa úr læöingi, ýmist til góðs eða ills. Við hvern áfanga á hraðfleygum uppgötvana- ferli peirra vakna ýmist vonir eða ótti og þarf ekki að rekja þá sögu. En það er ekki einungis háð hugarfari og manngildi vísinda- mannanna, hvernig fer. Stjórnmála- menn eru settir til þess að gæta mikilvægustu hnappanna og ráða, hvenær á þá er stutt. Sú staðreynd er alvarleg, að fjöldi fólks er Sjúklegt dekur við hrylling og ótta stöðugt á valdi óttans og eiga fjölmiðlar drjúgan þátt í, að svo er komið. Frá morgni til kvölds er þjóðin mötuð á óhugnanlegustu fréttum, sem halda alltof mörgum í stöðugri spennu. „Kínverjar sækja áfram inn í Vietnaml Forystumenn Sovétríkjanna segja, að vinir Viet- nama láti pað ekki viðgangast til lengdar.“ Það er ótvírætt gefið í skyn, að hér séu hafin átök, sem geti leitt til heimsstyrjaldar. Þannig er haldið áfram dag eftir dag á nokkurra tíma fresti og þeir, sem hlusta eða lesa, bíða milli vonar og ótta. Atburðirnir í íran eru mat- reiddir á áhrifamikinn hátt og af- leiðing þeirra, olíukreppan, á eftir að ná til okkar íslendinga, sem ekki getum neitað okkur um neinn munað eða slakað á kröfum. Þannig má halda áfram. Um nokkurt skeið voru menn komnir með „kroniskan“ höfuðverk og iðra- þembu af Kröfluhristingi og gos- ótta. Um þessar mundir afa fréttamenn á ástæðulausri spennu yfir því, hvort Alþýðubandalagið muni splundra stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem liggur þó í augum uppi, að það muni þeirgera, þegar hugað er að vandamálum framtíðarinnar. Engir hræðast þau meir, en forystumenn Alpýðu- bandalagsins, því þeir eru mestir vinsældastreðarar á vettvangi þjóð- mála. Og við getum verið sammála um, „að farið hefur fé betra.“ — En fréttaflutningur viröist eigi að síöur hníga fyrst og fremst að pví, að hrella almenning og gera honum lífið sem leiðast. Ég er sannfærður um,að þaö sjúklega dekur við hrylling og ótta hefur dregið úr þrótti og framfaraviðleitni fjölda nýtra manna, þegar árangur pess bætist við daglega streitu. Þjóðin er í þörf fyrir þá festu og þann áhuga, sem mótað hafa líf manna á borð við Þorstein M. Jónsson; manna, sem í engu vilja vamm sitt vita. Með reglusemi, heiðarleika og dugnaði varðveita þeir hugarró sína, svo þeir geta einbeitt sér að verðugum viðfangsefnum. Bolli Gústavsson. í Laufási.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.