Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 2
Nú væri Anna Frank fimm- tug Dagbók Önnu Frank var fyrst gefin úr 1947. Hún var skrifuð í ffyrri heimsstyrjöldinni, er Frankfjölskyldan ásamt fjórum öðrum gyöingum var í felum fyrir nasistum í Amsterdam. Nú eru 35 ár liðin frá pví upp komst um fylgsni peirra og pau send í „vinnubúðir“ gyðinga, paðan sem aöeins Otto Frank, faöir Önnu, átti afturkvæmt. Anna var aðeins 15 ára er hún dó. Hún hefði pví orðið fimmtug 12. júní á pessu ári. Enn heillar dagbókin hennar hugi lesenda um allan heim og hefur sagan verið bæði kvikmynduð og færð í leikritsform. Þessi grein er úrdráttur úr bók, sem brátt kemur út hjá bókaforlaginu „Frontpage Pass“ f Sviss. Hér segir Otto Frank, sem nú er 89 ára gamall, frá pví, hvernig hann komst að örlögum Önnu og uppgötvaði dagbókina, sem hefur oröiö honum óumræðanlega mikils virði. Otto Frank býr nú í Svitis ásamt annarri konu sinni. Hér heldur hann á einni ai þcim mörgu bók- um. sem gefnar hafa verið út til minningar um Önnu Frank. © Bak við bókaskápinn var inngangurinn að felustað Frankfjölskyldunnar. Þarna héldust þau við, ásamt fjórum öðrum gyðingum í 25 mánuði. unz komið var upp um þau. OTTO FRANK segir frá dóttur sinni og hinni frægu dag- bók hennar Anna heföi orðiö fimmtug á þessu ári. Enginn veit, hver örlög hennar heföu orðið, ef hún hefði lifað. Ef til vill væri hún nú frægur rithöfundur, eða gift Pétri vini sínum og barn- mörg móðir. Þetta eru allt draumór- ar í mér, en víst er, að örlög Önnu eru orðin lifandi tákn um þá kúgun og drápsfýsn, sem við áttum við að búa, og sem ennþá á sér hliðstæðu í heiminum í dag. Dagbók Önnu hefur komið út á 52 tungumálum og að ég held í meir en 13 milljónum eintaka. Ýmsar stofnanir hafa og verið settar á laggirnar til minningar um Önnu, t.d. „Anna Frank Foundation" í Amsterdam, „Japanese Christian Friends of Israel" í Japan. í Belgíu var rósategund skýrð eftir Önnu, og í Pennsylvaníu ber 12. júní nafn henn- ar. Síðast en ekki síst hefur bókin verið kvikmynduð og færð í leikrita- form. Eftir að stríðinu lauk, hélt ég aftur til Amsterdam til aö hitta vini mína, en þeir voru nú mitt eina athvarf í lífinu. í þeirra hópi voru hjónin Henk og Miep, sem höfðu veitt okkur fylgsni fyrir nasistum. Ég var niöur- dreginn við komuna til Amsterdam og óviss um, hvort ég myndi nokkurn tíma sjá börnin mín aftur, en ég hafði ekkert af þeim frétt frá því við vorum flutt á brott 1944. Ég hafði sjálfur verið sendur til Auschwitz í þrælk- unarvinnu. Þar veiktist ég og var enn á sjúkrahúsinu, þegar Rússarnir komu í janúar 1945. Ég man ennþá eftir þeim, klæddum í hvítar loðkáp- ur. Okkur var sama, þótt þeir væru kommúnistar, við hugsuðum ekki um pólitík, frelsið var okkur mikilvæg- ara. Rússarnir gáfu okkur mat, þótt ekki heföu þeir mikið sjálfir og fluttu okkur í lestum frá Auschwitz yfir Katowitz, Zernowitz til Odessa. A þessu ferðalagi frétti ég um dauða konu minnar. Hún hafði ekki gert sér neinar vonir um að ég né börnin kæmust af og missti þá alla lífslöng- un sjálf og þarf þá ekki að spyrja að endalokum. Eiski komst ég að því, hvaö orðið hafði um börnin, þrátt fyrir ótal fyrirspurnir á meðal sam- ferðamanna minna. Eitt sinn er lestin stoppaöi á leiðinni, kom gömul vinkona Önnu frá Amsterdam auga á mig. Hún kynnti mig fyrir móður sinni, sem var einnig aö spyrjast fyrir um mann sinn og son. Þessi kona hét Fritzy, og giftumst við síðar. Ekki grunaði mig þá, hvað framtíðin bæri í skauti sínu. — Ég geröi allt, sem ég gat, til að afla mér upplýsinga um dætur mínar, en án árangurs. Það var ekki fyrr en fjórum vikum eftir komu mína til Amsterdam, að ég fékk þær fréttir frá fólki, sem hafði verið í „vinnubúð- unum“ við Bergen Belsen, að Anna og Margot höfðu fengiö berkla og dáiö. Ég var niöurbrotinn viö þessar fréttir. Til að hafa eitthvað fyrir stafni sneri ég mér að því, að byggja aftur upp kryddinnflutningsfyrirtæki, sem ég haföi átt fyrir stríðiö og fékk mér til aðstoðar nokkra vini mína og fyrri samstarfsmenn. Einnig starfaði ég að ýmsum líknarstörfum, t.d. reynd- um viö aö hafa upp á ættingjum munaðarlausra barna í þeim tilgangi að koma þeim til fjölskyldna þeirra, og heimsóttum sjúka og fatlaða. Öll þessi störf gáfu lífi mínu nýtt gildi. Fyrrum samstarfsmenn mínir í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.