Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 8
Á hverju sumri fara margir ferðahópar á vegum Útivistar til Hornstranda, staersta friölands Þar, sem byggð hefur verið, en er nú í eyði. Þar eru yfir 40 eyðibýli, sum Þeírra eru rústir einar, en é öðrum er húsum haldið við. Hornstrandír geyma minjar um merkan pátt í byggðasögu lands- ins. Þar vitna grónar götur og gamlir fjallvegjr um vegferð kyn- slóðanna allt frá Geirmundi helj- arskinni, sem átti Þar 4 bú. — Um Hestsskarð var hægt aö fara með hesta, um Kýrskarö var haagt aö fara með kýr. — Friðland Hornstranda býr yffír sérstæðri náttúru og stórbrotinni fegurð. Það býður upp á óteljandi möguleika til útivistar. Á Hornströndum er ísland elst. Blágrýtið er 20 milljón ára gamalt. Þar eru elstu menjar, sem Þekkj- ast um skóg í landinu. Þar er fjölskrúðugt dýralíf: Um 40 varp- fuglategundir. Refur og minkur eiga par bú og hvítabirnir ganga par oft á land á vorin, pegar hafís er við ströndina. Landselur er par algengur og mjög spakur, en Þar hafa allar aðrar íslenskar selateg- undir sóst. i ám og vötnum er silungur og lax, en gnægð af fiski í víkum og fjörðum. i friðlandinu vaxa á Þriðja hundrað blómplönt- ur og byrkningar. Sumar Þeirra eru meðal sjaldgæfustu plantna landsins. í hlíöinni undir Rekavík- urfjalli vex hvítt blágresi. Síðsum- ars svignar lyngið undan safarík- um berjum, bláberjum, aðalblá- berjum, krækiberjum og skolla- berjum. Við erum stödd í Hornvík, höf- um slegið tjöldum undir Hamrin- um í Höfn. Hér bjó síðast Sumar- liðí Betúelsson, en á undan hon- um faðir hans Betúel Betúelsson. Austan víkurinnar ris Horn- bjarg, en að vestan Hælavíkur- bjarg. Þessi tvö tröllauknu björg eru frægustu fuglabjörg á íslandi, ásamt Látrabjargi, en Hornbjarg er Þó stærsta og kunnasta fugla- bjarg landsins. Fjallahringur Hornvíkur er stór- brotinn og mjög sköröóttur. Á ' ’• - - ■ ' • — * » r t. *£■v * Fjörurnar hreinsaöar af nælonnetadræsum, en þær eru verstu dauöagildrur fyrir fugla, en hins vegar besta uppkveikja. bakvið víkina eru Hafnarskarð, Tindaskörö, Ranglaskarð og Breiðaskarð við Snók. I víkina falla margar ár og lækir. Helstu árnar talið frá Höfn eru: Víðisá, Torfdalsá, Selá, Gljúfurá, Kýrá og Drífandi eða Bunulækur. í öllum Þessum ám eru fallegir fossar. Árnar sameinast j eitt vatnsfall á láglendinu og heitir Það Hafnarós, og er hann nokkuð mikið vatnsfall og breiðir úr sór, er nær dregur sjónum. Gamall bogadreginn marbakki liggur fyrir botni víkurínnar. Framar, um miðbik hennar, hefur hlaðist upp mikil foksandsbunga, sem heitir Háimelur. Sandurinn er nokkuö vaxinn melgrasi. Milli melhólanna læðast refir, sem eru svo spakir, að peir horfast í augu við gestina á nokkurra metra færi. UTIVIST A HORN- STRÖNDUM Myndir og texti: Jón I. Bjarnason Við rúst bæjarins í Smiöjuvík. Um Guðmund bónda í Smiöjuvík og Jón Hvannadalur frá Rekavíkurfjalli, meö útsýn til Hælavíkurbjargs. Eitt af einkennum Guðmundsson í Bjarnarnesi var sagt, aö þeir væru hinir einu vísindamenn á Hornstranda er þokan, sem er ýmist hafgjúa, sjólæöa eða dalalæða. Hornströndum, annar héldi Þjóðólf, hinn væri í Þjóövinafélaginu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.