Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 12
Björn Jónsson læknir í Swan River LANDVÆTTIR ÍSLANDS Allir íslendingar, austanhafs og vestan, munu kannast viö landvættirnar fjórar, Naut Vesturlandsins, Fugl Norourlands- ins, Dreka Austurlands og Bergrisa Suöurlands meö járnstafinn styrka. Flestir munu líklega átta sig á því aö hér mun um höfuöáttimar fjórar aö ræöa, og verndun gegn aosókn úr öllum aöal- áttum. Sumir hafa e.t.v. bollalagt þetta svolítiö, hvar þessar verur ættu upptök sín, en fæstir munu þó' hafa komist aö neinni veigameiri niöurstööu en þeirri að hér væri um einhverjar fornar hugmyndir aö ræöa, og Iáti3 þar viö sitja. Einstaka kunna þó aö hafa reynt að rekja þjóðsögnina út fyrir landsteina og komist að þeirri niöurstööu aö hér væri víst ein goösögnin í viðbót á ferðinni og líklega plagíeruö og brengluð. Ekki er mér kunnugt um að neinn hafi komist lengra, eöa birt niðurstöður af bollalegg- ingum sínum, a.m.k. hefi ég ekki rekist á neitt slíkt á prenti, né heldur heyrt þess getið í umræðum manna, þar með talin öll fimm ritverk Einars Pálssonar öllum- vitra, og umræöur og bréfaskifti okkar á milli villutrúabræðra hans. Efast ég þó ekki um aö Einar hafi gefiö þessu viðfangsefni einhvern gaum, og lumi á því einhversstaðar, enda obbinn af rann- sóknum hans enn óbirtur. Ég hefi velt þessu máli fyrir mér af þrásætni frá því ég fyrst komst í kynni viö fræöi Einars og fór aö grúska í þeim sjálfur. Meö því aö í svo mörg horn er aö líta, í fræðum þessum, að varla er gjörningur fyrir einn mann að kryfja þau öll til mergjar á æviskeiöi sínu óskertu, haslaöi ég mér völl sem takmarkaðastan, miöað við kunnáttu, fróöleiksöflun og órunniö æviskeiö sem og heldur skamman vits- munaskammt, og beini grúski mínu einungis að setningu stjarnhimins á jörðina í forni helgunarhefð lands, sem og goðsögnum bundnum stjarnhimni. En ein merkasta af þeim aragrúa stóruppgötvana Einars Pálssonar á þeim vettvangi öllum sem þessi fræöi snerta, er sú aö samsvörun sé milli lengdarein- inga á landi og tímabundinni tölvísi himinhvolfs, helgra eininga ferils sólar og tungls, reikistjarna og dýrahrings eöa himinfestingar. Tel ég verk Einars Páls- sonar á þessu sviöi engu síðri í áhrifum sínum og upplýsingu á myrkra svíða fornrar hugmyndafræöi og viömiöunar, en fundur Rósettusteinsins var á sínum tíma. Veröskulda afreks þess manns að fullu Nóbels verölaun á vettvangi þeirra fræöa, eöa aöra álíka viöurkenningu. Fær hann lítinn hljómgrunn meöal landa sinna, en er metinn aö veröleikum af erlendum fræðimönnum á þessu sviöi, þ.á m. kardínála vors lands, sem hefur heimsótt hann tvisvar í sambandi viö rannsóknir hans. Mun ég e.t.v. reyna aö útskýra fyrir lesendum þessa blaös, í hverju rannsóknir Einars Pálssonar eru fólgnar, og hversu mjög þær snerta og skýra fornbókmenntir vorar. Sendi ég blaðinu slíka grein fyrir fimm árum en hún var talin óbirtandi vegna þess að hún snerti deilumál. Hér er um aö ræða algjörlega nýtt viðhorf til fornfræöa, aö mínum dómi hiö almerkasta á sviöi íslenskra fornbók- mennta, sem eðlis síns vegna raskar mðrgum bjargföst- um skoðunum fræöimanna. Svo varia veröur hjá því komist aö um slíka nýlundu standi styr og deilur. En vort þjóðarbrot á heimt- ingu á aö fá nokkr- ar uppiýsingar um þau mál sem eru á döfinni heima, og mun ég reyna að vera sem hlutlæg- astur og óhlutlæg- astur sem veröa má, ef ég reyni til viö aö bera þetta á borö, svo fráleitt sem þaö viröist í fljótu bragöi og gjörsamlega óskylt og frábeitt nútíöar hugsunarhætti, að flestir munu telja meö ólíkindum er þeir fyrst komast í tæri við þau fræöi, sem hér um greinir. Er enginn öfundsverður aö reyna aö gera þeim nein sæmandi skil í stuttri grein. Strax skal tekiö fram, aö þær alyktanir sem ég ber hér á borö, viövíkjandi landvætturmm, eru án vitorös og sam- þykkis Einars, og hafa ekki verið bornar undir neinn. Eru þær hér látnar í Ijósi svo að aörir megi athuga þær og gagnrýna. Æski ég þess aö mér sé bent á slíka væntanlega gagnrýni, af þeim sem kunna aö bera hana fram, og send afrit, því ég hefi ekki greiöan aögang aö öllum málgögnum þar sem slík ummæli gætu komið fram. Meö því að þetta er ritað til birtingar í almennu blaöi eða tímariti, veröur ekki tekiö ýkjadjúpt í fræði- mennskuárinni, en leitast við að bera niöurstööurnar skýrt fram. Áhugamenn geta skoöaö þær og boriö viö betri stjarnkort en hér er kostur á að birta, og mun ég nefna helstu verk sem vitnaö er í, eöa gefa slíkar upplýsingar þeim sem þess æskja. Torræöni fyrirbæra er jafnan vegna þekkingarskorts, sem oftast stafar af því að málin eru skoðuö frá röngum sjónar- hóli, eöa í röngu Ijósi. Og þá helst í Ijósi tíöaranda og menningar athugandans sjálfs. Og lykill lausnarinnar í því falli er þá sá aö sjá þau frá réttu horni. Þá blasir lausnin oft viö, einföld og skýr. Eins er hér, eöa svo virðist mér. LANDVÆTTIR — STJÖRNUMERKI Ef gengiö er út frá því aö landvættirnir eigi viö stjörnumerki, er hreint ekki einfalt aö koma hlutunum heim og saman við landsetninguna, sé litiö til himins, eöa nútíma stjörnukort höfð til hliðsjónar, ásamt þeim eiginleikum sem stjörnu- merkjum eru gefin nú til dags, ef einhver eru. Tökum fyrst NAUTIÐ. Það yröi auövit- að aö vera hinn himneski Tarfur TAURUS, sem öllum er kunnur, og flestum einnig að hann tákni austur, vor og morgun, en við höfum hann hér í miövestri, sem er heimkynni hausts, kvölds og dauöa. (sþr. Atlas, af arab. Atel: kvöld, vestur, dauði, sólsetur). Þó er ekki um annan Bola aö ræöa á himin- engjum. Eða þá Fuglinn. Þar er helst um Svaninn, Cygnus aö ræöa, en þess utan eru Örninn, Aquiia og Lyra, sem áður hét Vultúr, eöa lamba- gammur. Þeir eru allir saman á haust- svæöi himins, en eiga þó aö vernda Norðriö, eða Sum- ariö. Þá er Drekinn, og hér höfum við hinn mikla Draco, milli Vagnsins og Pólstjörnunnar, rétt á miðju hvoli. Svo kemur máliö meö Manninn, Risann, Járngrím með járnstaf- inn sinn. Og hvar er Lórnagnúp aö finna? Helst verður manni hvaö Risann snert- ir, rýnt á Óríon, fegursta og skærasta merki himinsins. En hann er rétt hjá NAUTI, sekkur í sjó, og var þar aö aukl í engu áliti fyrri tíma, eöa réttara sagt miöalda. Maöur dregur línur á íslandskorti milli staösetninga vættanna og finnur aö þær eru á ská og skjön, helst aö austur — vestur séu nálægt réttu lagi. Þá er sama gert á stjarnkorti. Er hægt aö íá höfuöáttir nokkurn veginn réttar miiii merkra merkja eöa stjarna? Ekki samkvæmt venjulegu viðhorfi. En sé NAUTIC eins og öfuguggi á öndveröum meiöi viö tilgang sinn og áttavísun, af hverju snúa þá ekki öllu viö, andsælis og andættis? Getur þaö gengiö? Já, vissu- lega. Þannig var stjarnhiminn og dýra- hringur lagður á kort frá tíma Ptólemeus- ar fram á vora daga. Svo er einnig um hinn fræga dýrahring í Glastonbury á Englandi, sem er geröur af mannvirkjum, hæðum, skurðum, ám og engjum, og fannst úr lofti í síöasta stríöi og er um 6 mílur í þvermál. (sjá Glastonbury, a Study in Patterns, R.I.L.K.O. 36 college Court, Hammersmith, w.6. Engl.) Eöa þá einfaldlegast aö stjörnuskoöun forvera vorra hafi miðast viö kveldris þeirra, eöa miönætti, sem mér þykir líklegast. Þá snýst allt viö. Hvaö skeöur þá? Þá lendir NAUT á Snæfellsnesi, sé notað 16. aldar kort (sem hér er sýnt), og CYGNUS á miðju Noröurlandi, DREKI hringar sig um Hofsjökul, en horfir í austur, og Sporödreki, SCORPIO, situr þá sem fastast á miöju Austurlandi, og er freistandi aö gera Dyrfjöll aö Kló hans (Libra), sem heldur sólinni á haustjafn- dægri, Antares, andættingur Aldebarans í NAUTI. Þar er þráðbein lína í A-V, milli þessara frumstólpa himinhvolfs. Eltanin, í höföi DREKA, í SCORPIO — geira, horfir einnig í háaustur. Megin ár DREKA vísar á Vopnafjörö. Þá er RISINN. Þar hlýtur valiö aö lenda á BOOTES, (Uxaekill) því ekki er um annað ræöa sem horfir í rétta átt. En hann er eitthvaö svo vesællegur, Veiði- maöurinn, og sést jafnvel varla. Raunar fellur hann á „réttan" staö, á vesturrönd Vatnajökuls, og Arctúrus, (Björn), höfuö- stjarna norðurs, í klofi hans, hné eöa fæti, bendir á Hvannadalshnjúk, hæsta tind landsins. En var' hann svo vesæll sem hann sýnist, karlinn? Hver er saga hans? Við þá leit kemur brátt í Ijós (2,3), að hann var fyrst Hjarömaður með smala- staf síöar Veiðimaður með staf eða spjót og hunda. Síöar hermaöur með atgeir, eöa lensu mikla. Var og nefndur VOCIFERATOR, CLAMATOR: Kallari, hrópari (2.93). Naut hann frá upphafi vega fádæma aðdáunar (Jobsbók 38,32), meö mikilli endurlífgun á miööldum, á krossferða og riddaratímanum, var m.a. nefndur Lanceator, eöa Atgeirsberi, sem þó er komin frá Aröbum. Önnur skýring á nafni hans er BOETES: Gjallandi. Einnig var hann hjá Egyptum Hórus, ungsólin að vega á Tyfoni eða Set, myrkrahöfðingja, meö spjót miklu viö sólris. Þá tengist hann ennfremur Artúrssögnunum og mætti svo lengi telja (2,3 o.fl.) Einnig kemur sú snýsilega samstæða fram, við þessa staðsetningu Veiöimanns að rétt hjá honum á landi voru liggur Björninn, fjallhryggur upp af Lómagnúp, en BOOTES hét einnig Bjarnarvöröur (2). Ennfremur er á þessu svæöi að finna fjalliö Blæng, sem þýðir hrafn. En Hrafn himins situr í sama geira og þessir kumpánar, þó utan sjónbaugs sé. Veiöi- maöur er oft sýndur standandi á fjallinu Menalus, sem þá kæmi bærilega heim viö Öræfajökul sjálfan eöa Lómagnúp. Jötunn vor eða Bergrisi kemur fyrst til sögunnar í vorum fræöum sem Bergrisi viö Víkingarskeið, sem er Skeiö vestan Ölfussár. En þar lentu frægir feður vorir eöa stigu á skip, s.s. Auöur djúpauöga og fleiri. Síðan er hans getið sem jötunsins Járngríms í Lómagnúpi í draumi Flosa á Svínafelli (Njála, ísl. Fornrit XII, k. 133, b. 346), og kallar þar feiga. Er mér ekki frekar kunnur þjóösagna- eöa ummæla- ferill hans. En: „Jötuninn stendur meö járnstaf í hendi jafnan viö Lómagnúp". FOGLINN, Cygnus, Svanurinn, Noröur krossinn, allt sama merkið, kemur sam- kvæmt þessari álagningu á mitt Noröur- land eöa rétt á Eyjafjörð, sem vera ber, og eru á hans bendilínu merkust fjalla Kerling og Kaldbakur, sem félli vel viö Deneb, höfuöstjörnu hans. Hann hét áður fyr hjá Kaldeum bara Fugl, og var ógnvænlegur mjög, sem og samstæður hans Örninn og Lambagammurinn (Lyra), ásamt Dreka og Birnu (Vagni). En þessi teikn setjast aldrei og voru talin til myrkravaldanna hjá fornþjóðum. Strax sést þegar Svanur er borinn saman viö afstööu Veiöimanns aö hér er um skáa eöa skekkju aö ræöa, á noröur-suöur línunni. En sú skekkja er næstum ná- kvæmlega sú sama og á himinteigum. Skemmtileg tilviljun, sem varðar þó litlu, meö því aö vættlr þessar höföu allt Noröur- og Suöurlandiö aö verja. Þá komum viö að NAUTINU, en mun- um aö þaö er aöeins hálft á himni, meö skýjaþykknu aftur af lendum sér í HRÚT, eöa eins og Þorgeirsboli okkar meö húöina í eftirdragi. En TAURUS var einnig Kýr, hjá Egyftum, Haþor, ástargyöja þeirra ásamt Isis. Nú liggur aöalstjarna Nauts, Aldebaran, í hábeinnl línu viö Snæfellsjökul (Bárö) og Baulu, eins og séö veröur af meöfylgjandi korti, sem eg hefi lagt á landiö af mestu nákvæmni sem ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.