Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 3
fyrirtækinu uröu mér til mikillar
hjálpar. Þeir voru sannir vinir í raun
og sýndu þaö einnig í verki, er þeir
földu okkur fyrir nasistum og tóku á
sig þá miklu hættu, aö hylma yfir
okkur. Ég dvaldi hjá Miep og manni
hennar aftur eftir stríöiö, þegar við
fréttum að Anna væri ekki lengur á
lífi. Hún lét mig fá dagbókina, sem
hún haföi fundið í felustaö okkar eftir
aö við höföum veriö flutt burtu. Hún
beið alltaf eftir því, aö færa Önnu
sjálfri bókina. Ég vélritaöi bókina og
sýndi hana síðan ýmsum kunningjum
mínum. í fyrstu vildi ég ekki gefa
hana út, þótt vinur minn, sem vann
hjá útgáfufyrirtæki nokkru, legði
eindregiö aö mér aö gera þaö.
Dag nokkurn sá ég grein í dag-
blaöi eftir söguprófessor í Amster-
dam, sem haföi komist í aö lesa
bókina án minnar vitundar. Greinina
kallaöi hann „Raddir barnanna".
Þessi grein haföi mikil áhrif á mig, og
ég ákvaö loksins aö láta gefa út
dagbókina. Mér var nú Ijóst, aö
Anna haföi veriö miklu þroskaðri en
ég héjt þá; mér fannst hún vera svo
ung. Ég minnist þess, aö hún sagöi
oft viö mig: „Pabbi, ekki láta trufla
mig, ég er aö skrifa í dagbókina
mína“. Þegar ég nú les dagbókina,
tek ég eftir mörgu, sem ég vissi ekki
aö hún skynjaöi og ég sé, aö
raunverulega þekkti ég ekki dóttur
mína, þótt viö höfum oft ræöst viö
og komið vel saman.
Anna kallaöi dagbókina Kitty og
leit á hana, sem vin og trúnaöar-
mann. Þetta samband varö henni
ómetanleg hjálp.
Ég minnist þess, að Anna átti
vinkonu meö þessu nafni. Þessi Kitty
býr nú í Utrecht. Ekki vitum viö samt
hvort dagbókin er ímyndaður per-
sónugerfingur hennar.
Dagbók Önnu ber þess merki,
hversu þroskuð Anna var. Við vorum
í felum í tvö ár. Á hverjum degi
hlustuöum viö á útvarpið og rædd-
um fréttirnar. Aöeins fólk með sæmi-
legt þroskastig gat lifað af þetta
ástand okkar, og undir þessum
kringumstæöum þroskaðist Anna
fljótar en ella. Hún var eins og blóm í
gróðurhúsi; læröi þýsku, frönsku og
ensku, einnig hraöritun á hollensku
og ensku. Hún fylgdist meö ættfræöi
kóngafólks og hafði áhuga á kvik-
myndastjörnum. Fyrir utan dagbók-
ina, skrifaöi hún einnig smásögur og
ævintýri.
Áriö 1952 fluttist ég til Basel í
Swiss, þar sem ég bý nú ásamt
móöur minni og systurfólki. Ég
arfleiddi samstarfsmenn mína og vini
aö fyrirtækinu í Amsterdam og sagöi
skilið við borgina. Þrátt fyrir þaö fýsir
mig alltaf aö koma þangaö aftur og
þaö geri ég, en ég held ekki út, aö
dvelja þar lengur en þrjá daga í
senn.
Á þessum heimsóknum mínum fer
ég ávallt til Prinzengrath og lít á
herbergin, sem voru heimkynni okk-
ar í tvö ár. Þau eru næstum tóm, því
öll húsgögn voru flutt þaðan er viö
vorum handtekin. Þó eru enn fáein
merki um dvöl okkar þarna, m.a.
landakortið, sem viö merktum á
hreyfingar innrásarherja banda-
manna; strikin á veggnum, þar sem
ég haföi mælt hæö barnanna, mynd-
ir af kvikmyndastjörnum, sem Anna
haföi sett upp í herbergi sínu o.fl.
Framhald á bls. 14.
^7 Ef hag-
kvæmt skipulag
kemst veröur
efnahagsvandi
sjávarútvegsins
úr sögunni. 99
/ sem
, \ /emni
' /ilyrða
/ miklu
L /.n efna-
I//egurinn
/gkemst á
',>ess konar
r sögunni,
Ra«nar Árnason hagfræðingur
JJsjálfur
myndi ég leggja
til, að helmingur
skipaflotans yrði
seldur úr landi
strax á morg-
„„„
Frö kvenbröktil kommúnisma
Þegar ég rakst á kvenbrókina í
skjólsælli lautu milli runna í
Öskjuhlíðinni á dögunum hugsaði
ég eins og Þura í Garði, Þegar hún
fann buxnatöluna að morgni dags:
Morgun döggin svala svalar
syndugum hugsunum
Sínu máli talan talar
talan úr buxunum.
Ég geng mikið um Öskjuhlíðina,
sem er yndislegasti reitur borgar-
innar þótt pessar fljúgandi og
hávaðasömu blikkbeljur og lykt-
arvondu spilli þar nokkru. Mörg
hugljúf ævintýri trúi ég að gerist í
Öskjuhlíðinni og mér finnst að-
kallandi að bæta þar aðstöðu
ungs fólks til ástalífs, sérlega með
aðvörunarskiltum við álitlegar
lautir, svo að ógætnir vegfarendur
stigi ekki ofan á eða styggi upp
unga elskendur, sem hafa komið
sér þar fyrir. Um þetta efni ætlaði
ég nú að fjalla í „rabbinu" og var í
góðu skapi, en haldið þiö þá ekki
að Morgunblaðiö berist upp í
hendur mér, með þeirri forkastan-
legustu endaleysu um íslenzkar
fiskveiðar, sem enn hefur sést á
prenti og hata pó þessir skólapilt-
ar, sem kalla sig vísindamenn um
leið og þeir skella á eftir éer
skólahurðinni, ekki verið aldæla
um hríð í því efni. Morgunblaðið
leitar svara hjá þremur slíkum
piltum um hagkvæmustu sjósókn
á íslandsmið, og gefur út auka-
blað (kálf) fyrir svörin.
Greinarnar voru svo rækilega
útí hött í grundvallaratriðum, að
pær eru ekki til umræðu, en hitt
verður að ræða lítillega, að virðu-
legasta blað þjóðarinnar skuli
skella vísindastimpli á tunglspeki
ungkommúnista. Á svo grónu
blaði sem Morgunblaðinu hljóta
enn að finnast menn, sem kunna
skil á svonefndum „vísindalegum
socíalisma“, sem flæddi yfir í
blöðum, bókum og bæklingum á
þriðja og fjórða áratug aldarinnar.
Þessí „vísindalegi socialismi“
gekk út á þaö að sanna undir hatt
vísinda, að meö miöstýringu og
alræðisvaldí stjórnvalda, og
skipulagningu atvinnuveganna
niður í grunn, byggju þjóðir viö
velsæld. Af þessu tagi voru fimm
éra áætlanir Rússa, svo sem
kornræktaráætlunin mikla á
þriðja áratugnum, þar sem þjóð-
inni var lofaö meira korni en hún
gæti torgað og afgangur yrði
verulegur til aö bæta úr sárustu
hungursneyðinni í auðvaldsríkj-
unum. Þetta hefur nú eitthvað
gengið öðru vísi en gert var ráð
fyrir í hinu „vísindalega“ uppsetta
dæmi, en 40—50 ára tímaskekkja
í uppfyllingu fyrirheita pykir þó
ekki mikið í „vísindalegum social-
isma“, og enn finnast pví menn,
sem dunda sér viö að setja upp
slík dæmi. Greinar þessara ungu
manna voru einkonar tölvuútskrift
úr bókum kommúnista á dögum
fyrstu fimm ára áætlana Rússa.
Það finnst mór aö Morgunblaöið
hefði átt að þekkja, að hér voru
ekki á ferð raunveruleg vísindi,
heldur „vísindalegur socialismi“
af elzta taginu, og því fjarstæðu-
kenndasta. Þetta nær ekki orðiö
nokkurri átt, að því só haldið að
þjóðinni, að strákar nýskriðnir
útúr skólastofunni og sumir að-
eins venjulegir skrifstofumenn hjá
stofnunum, séu vísindamenn,
þegar þeir heldur dulbúa sig ekki
meira en þetta, að þeir umskrita
fimm ára áætlanir Rússa frá fyrstu
áratugum aldarinnar og færa Þau
dæmi i nýtízkulegan búning. í
greinum þessara ungu pilta er aö
finna flest pað, sem Sjálfstæðis-
menn voru fyrir eina tíö að berjast
gegn — miðstýringu frá ráöuneyti
eða stofnun, kvóta, leyfi, veiðitak-
markanir, og upptaka ágóða ef
hann verður.
Ég held hann sé að skína upp,
og þá ætla óg uppí Öskjuhlíð, en
ganga þar um með varúð og það
ætti fullorðið folk að gera og láfa
ungu fólki eftir hentugar lautir.
Ásgeir Jakobsson