Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 11
Heimilisfaðir og fyrirvinna eftir Alfreð Böövar ísaksson Eiríkur vorið og ástin Vorið er komið í vesælan heiminn, vesalings mannfólkið lyftir ei brún, kvaö skáldið um mannfólkiö í henni veröld, áður en það skildi viö til aö hefja álíka grútarbasl hinum megin. Því fer þó fjarri, aö ég hugsi svigaö og skáldiö, hvað þá að ég lyfti ekki brún yfir vorinu, vorinu, vorinu glaða og bjarta. í brjósti mínu ómar fugls- söngur, ég heyri hörputónlist í fjarska og allt verður gult og grænt og rautt og himinblátt í kringum mig. Ég elska voriö. Vorið er sá árstími, sem tekur við, þegar veturinn, grár, þungur, kaldur, dimmur, myrkur, og margt fleira hverfur á braut. Þá er, sko, kominn tími til að kætast og gleðjast, fagna og hrópa húrra á sumardaginn fyrsta. Húrra! Vorið er sá árstími þegar farfuglar dýra og manna streyma til landsins, bera með sér framandi menningu, ilminn af réttunum sem við lesum um í blaðinu okkar, en getum ekki fest hönd á sjálf, nema til komi aöstoð einhverra þeirra góðu feröaskrifstofa, sem hér starfa. Voriö er sá árstími þegar birtir yfir öllu. Vorið er sá árstími þegar ástin blómgast, móður- ástin, fööurástin, frænku- og frænda- ástin, já ástin almennt. Og vorið í vor, þaö vor sem nú er aö koma, og er kannski jafnvel þegar komiö, hver veit, það er alveg sérstakt vor. Því í vor blómstraði ást Eiríks litla, varð fullþroska á einni nóttu, ef svo má að orði komast. Þaö átti sér langan aðdraganda, og ég held ég lýsi honum fremur en að tíunda viöbrögð konu minnar, móður Eiríks litla. Eiríkur er ekki nema rétt nýoröinn sjö ára, og hún móðir hans tók þetta allt heldur nærri sér. En hvað um þaö, eins og þeir sögöu á afdalabæjunum á öldinni sem leið, sagan er góð fyrir því. Forsaga málsins er sú, aö Eiríkur litli var byrjaöur í alvöruskóla, og fannst eðlilega mikiö til koma, bæði sín og skólans. Hann sat viö í fleiri mínútur á dag og horfði á skólabæk- urnar, krotaöi eitthvað í skriftarbók- ina sína, las upphátt sögur úr lestrar- bókinni og æföi sig í sundi og leikfimi fyrir framan sjónvarpiö á kvöldin. Stundum hafði hann meira úthald en nam dagskránni, en hann hélt þá bara áfram, þaö var honum ekkert lífsspursmál aö hafa sjónvarpið í gangi meöan hann var aö iöka líkamsheilbrigöina. Honum fannst þaö bara betra, þaö var allt og sumt. En þetta var sumsé undirbúningur hans fyrir hvern þann dag sem hann átti í þessari fyrstu opinberu stofnun sem hann kynntist. Og ég dáðist að drengnum, og sá hann í anda fyrir mér sem skrifstofustjóra í ráðuneyti, eða jafnvel hreint af sem ráöuneytis- stjóra. Epliö fellur sjaldan langt frá eikinni, hugsaöi ég, glaður í bragöi meö sól í sinni. En dag einn hætti Eiríkur öllum skólaundirbúningi. Hann lagöi tösk- una hljóðlega frá sér í forstofunni, fór úr skónum, úlpunni og tók af sér húfuna, læddist síöan eins og músin inn í herbergið sitt, og lokaði hurö- inni. Og læsti. Ég og konan mín litum hvert á annað. Svo varð dauðaþögn. Enginn skólaglaöur piltur settist við eldhús- borðið, ekkert ánægt barn byrjaði að læra undir skólann sinn, enginn hressilegur piltur sagöi foreldrum sínum frá atburðum dagsins í dag, enginn prúöur sveinn undi sér í dagsins önn við lærdóm eða leik. Þaö var einungis dauöaþögn. Allt þangað til plötuspilarinn hans Eiríks fór í gang og Rut Reginalds söng í 115 desibilum Ég elska bara hann. Þá stóð ég á fætur. — Ætlarðu ekki að líta eftir drengnum, kona. Hann getur veriö lasinn. Kona mín auösýndi málinu hins vegar engan skilning. — Hvað er þetta maður, lét hún sér nægja að segja. Drengurinn er bara í óstuði. Þetta fannst mér hámark einföld- unarinnar. Drengurinn var allt í einu gerbreyttur, heilsaöi ekki foreldrum sínum, læddist inn í herbergi, skildi skólatöskuna sína eftir frammi í forstofunni, læsti sig inni í herbergi. Og þetta var einfaldlega afgreitt sem óstuð. Ég lét hneykslun mína að fullu í Ijós við konu mína. — Kona, sagði ég og hnussaöi. Þaö gat varla fariö á milli mála. — Drengurinn er bara ástfanginn eða eitthvaö svoleiöis. Ja, þessar konur. Ef eitthvaö er aö, þá er það bara stimplað sem ást, eða þá ástarsorg. Ég segi nú fyrir mitt leyti, að það getur vel verið að þegar konur skipta skapi, þá getur vel verið um ást eða ástarsorg aö ræða, þaö er ekki fyrir nokkurn karlmann aö botna upp né niður í því. En að hann Eiríkur minn væri svona af því hann væri ástfanginn eða í ástarsorg, þaö fannst mér af og frá. Hann var miklu fremur eins og það væri að falla á hann víxill. — Ættum viö kannski að segja honum að fara á Listahátíö barn- anna, stakk ég upp á. — O, hann kemur fram, þegar hann er búinn að jafna sig, sagði konan mín. Hennar vandi er að ^fgreiða málin á svona viöurstyggi- lega léttúðarfullan hátt. Ég sneri mér á hæli og gekk að herbergisdyrum Eiríks, sonar míns. Ég fann til mikillar ábyrgöar gagnvart þessu vandamáli, sem hafði allsendis óvænt skotið upp kollinum. Nú var nauðsynlegt að sjá til þess að það skyti ekki rótum líka í sálarlífi fjölskyldunnar. Ég bankaði varlega á herbergisdyr sonar míns. — Eiríkur minn, sagði ég. Eiríkur minn, sagði ég aftur, þegar ekki barst neitt svar. Eg endurtók nokkrum sinnum Eiríkur minn. Loksins opnuðust dyrnar. Mér taldist til að þá hefði ég veriö búinn að tauta Eiríkur minn í rúman hálf- tíma. Andlit drengsins var mjög undarlegt. Hann starði á mig fjar- rænu augnaráði, hélt um hurðarhún- inn eins og hann væri brennheitur, og tiplaði skringilega og tvísté í dyrun- um. Ég kom ekki upp orði af undrun. — Hvað, hvað er aö sjá til þín, drengur, tókst mér loks aó stama. — Hún heitir Ingileif, pabbi. Ó, Ingileif, sagði Eiríkur. Hann er sjö ára gamall. Ég gafst upp gagnvart því sálar- undri sem viö mér blasti og fór aftur inn í eldhús til konu minnar og settist á stól viö eldhúsboröiö. Ég reyndi aö bera mig mannarlega. — O, hafðu ekki áhyggjur, elskan, drengurinn er bara ástfanginn. Svo brosti ég uppörvandi til konu minnar til merkis um aö hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Hún hafði engar áhyggjur. — Hvaö er þetta, manneskja, sagði ég hærra. Heyrirðu ekki, hvað ég segi. Drengurinn er ástfanginn. Hann er ástfanginn. — Já, já, sagði kona mín og hélt áfram aö vaska upp eins og ekkert hefði í skorist. Líklega hefur henni fundist ekkert hafa í skorist. Ég var á öðru máli. — Þarna sjáum við, hvaöa afleiö- ingar allt þetta fjandans tal um frjálsræði og frjálsar ástir hefur gert börnum þjóöfélags vors, sagöi ég og lagði áherslu á hvert orð. É g sem venjulegt, ábyrgt foreldri að reyna að ala drenginn minn upp í góðum sið, og hann kemur heim eftir allar ástarmyndirnar í barnabíóunum og segist vera ástfanginn. Ástfanginn. Eg endurtók orðið nokkrum sinn- um, og fann betur og betur hvað það er fáranlegu samsett: á. s. t. f. a. n. g. i. n. n. YsS. Svo hristi ég höfuðið. Vel og lengi. Állt í einu birtist Eiríkur litli ,í eldhúsdyrunum. Hann hélt á tveim stórum plastpokum. — Ég er farinn aö heiman, sagði hann hátt og snjallt. — Jæja, elskan, sagði móöir hans og lét eins og sér kæmi það ekki við. Klæddu þig vel, gæskurinn, bætti hún viö. Ég sat stjarfur viö eldhúsboröið. Ætlaöi konan að hleypa barninu út, eins og þaö var á sig komið sálar- lega. Ég sló hnefanum í borðið. Þú ferð ekki fet út, sagöi ég hátt og snjallt. Þá varö mér litiö á konuna mína, og bætti við: Nema þú segir okkur hvaða stúlka þetta sé, og af hvaða fólki hún er komin. Svo þagnaöi ég, og fannst ég hafa beöið herfilegan ósigur í hetjulegri baráttu minni viö ástina. Ég horfði á mannlífið fyrir utan eldhúsgluggann. Börnin að leik úti á róluvelli. Gamlar konur að staulast heim frá kaup- manninum á horninu meö þunga poka í fanginu. Ungar konur með barnavagna. Bílana sem óku til og frá á hraöbrautinni í fjarska. Niöur aöra kinn mína læddist dálítiö tár. Og ég sneri mér að Eiríki litla. — Eiríkur minn, sagði ég fööur- lega. Far þú og verð hamingjusamur. Það skiptir mestu máli. Það skiptir mig engu, hver sú stúlka er sem þú hefur valiö þér að lífsförunaut, það skiptir mestu , aö þið verðið hamingjusöm bæði tvö. Bjóddu henni einhvern tímann heim í kaffi, svo við, foreldrar þínir, fáum aö sjá hana og kynnast henni. Ég reyndi svo aö bæta viö í spaugsamari tón: — Það er ekki á hverjum degi, sem sonur manns velur sér lífsföru- naut, he, he... — Hvaöa fjas er þetta í þér, pabbi. Við ætlum ekkert að giftast, maður, þaö er svo púkó, það gerir enginn í bekknum. Viö erum bara kærustu- par, blessaöur vertu. Það er alveg óþarfi aö hafa áhyggjur af mér. Að svo mæltu gekk Eiríkur litli út meö plastpokana síiia, glaöur og ánægöur. Svo leit ég á konu mína, sem haföi loksins litið upp úr bévítans uppvaskinu. Hún settist á eldhússtól og hló og hló. Hún faldi andlitið í höndum sér og hló. Ég fann streng bresta í hjarta mínu. Tóm sálarinnar umlukti mig allan. Drengurinn minn var oröinn kvenna- maöur, sjö ára gamall.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.