Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 1
í Rekavík bak Höfn. Hornbjarg, Kálfatindur lengst til hœgri, en Trölla kambur nær. Fyrir 130 árum bjó hér Jóhannes Sakarfasson frá Stakkadal. Hann var jafnan vel birgur af súrum sauða- bringum, súrsuðum bjargfuglseggjum, hangn- um magálum, hákarli og öðru góðmeti. Rekavík bak Höfn á eggjatöku í Hvannadalsbjargi. Skútu- karlar sóttu mjög eftir eggj- um. En til þess að fá leyfi hjá Jóhannesi, að mega síga í bjargið, urðu þeir aö láta af hendi eina brcnni- vínsflösku í hvert sinn. Þegar samningar voru afstaðnir, voru komumenn settir við góðmeti og kaffi, en Jóhannes bóndi gæddi sér á tárinu. Til hægri: Hlöðuvík. Kræklingaveisla í kvöldsól. Bakvið víkina eru Jökladalir, Jökladalshorn (469 m), ólafsdalur, Bæjardalur og Hlöðuvíkurskarð. Hæstu tindar Hornbjargs. Kálfatindur fjær, en hann er 534 metrar að hæð. Jörundur nær, 423 metrar að hæð. Sögn er um það, að fyrsti landnámsmaður á Horni hafi heitið Jörundur, hann hafi klifið tindinn og mælt um. að hann skyldi bera nafn sitt. Af Kálfatindi er útsýn um hálendi Vestfjarða, inn Húnaflóa, til jökla mið- landsöræfanna og til f jalla við Eyjafjörð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.