Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1979, Blaðsíða 13
mér er auðið. Skyldi hér kenna skyldleika með Bola og Baulu? Hvers vegna ber fjalldjásn vort beljunafn? DREKINN, DRACO, bendir beint í austurátt frá Eltanin í höföi sér. En hann er stórt og feikna-yfirgripsmikiö merki, úr 19—20 stjörnum, og er Eltanin einna skærust nú. Þó hann sitji hór á kortinu á miðju landi, má færa hann eins langt og verkast vill í þá átt sem hann vísar, og sé svo gert má láta hann liggja þægilega um Austfirði alla. Og einhvernveginn finnst mér koma vel heim við legu hans um krókótta firði og fjallgarða Austurlands- ins að við hann væri átt, og 19 stjörnur hans smærri og stærri, þessi lýsing landvarnanna þegar hvalspíóninn kemur upp að austurströnd: „Hann sá að fjöll öll og hólar voru fullir af landvættum, sumt stórt en sumt smátt“ (Heimskringla, F.í. 26, k. 33 bl. 271). Ekki mun eg rekja hér ættir fjórðungshöföingjanna, sem viröast tengdir landvættunum, þótt firnafróölegt sé og eg á nokkur drög að. Læt eg þetta nú nægja í bili, og sýni löndum mínum þessar bollaleggingar svo þeir geti liökað sig í hálsliðunum, með vangaveltum og stjörnuglápi, og látið taka á þolrifum trúgirni eöa raunsæis. Vona eg að þiö fáið ekki of miklar sperrur af slíkum rembingi. Ekki er hér um dýrahring aö ræöa, sem heild, og ekki tel eg þessa álagningu vera landsetningu hans, svo á jöröu sem á himni, nema hvaö nemur og viðkemur landvættunum. Dýrahringurinn mun án efa hafa verið lagður á landiö réttsælis, með Steingeit við Bergþórshvol og Krabba á Grímsey, eins og Einar Pálsson gerir ráö fyrir. Þó má vel vera að eitthvað hafi verið baukað viö andsælisvarpið, og gæti þulan um tíkina Töfrubátt viö þaö. Mun blasir viö, nema Melrakkaslétta, og Lómagnúpur er rétt hulinn af rönd Vatnajökuls en kynni vel aö hafa sést meðfram Pálsfjalli ef jökullinn var smærri aö mun... Hjá fornþjóöum voru stólpar eöa meginstoðir himinhvolfs, fjórar höfuöátt- irnar, Börn Hórusar, Dvergarnir okkar, Noröri, Suöri, Austri og Vestri, fjórir erkienglar, o.s.frv.: Austur Aldebarar, NAUT, Vestur, Ant- ares, SCORPÍÓ, Norður Regulus, LEO, Suður Fomalhaut, FISKUR syðri (sá sem teinninn gekk yfir þegar þeir Þór voru að draga fyrir). Öll þessi teikn eru á eða við sólbaug og ganga því öll undir. Val LANDVÆTTANNA er al-íslenskt á himni og á hauðri. Haraldur Bessason prófessor benti mór á að ritað hafi veriö um landvætti íslands áöur. Sendi hann mér eitt ívitnun- arrit af íslenska bókasafninu í Manitoba- háskóla, Norrön niddiktning I, eftir Bo Almquist. Sá höfundur minnist á einkunn- ir guðspjallamanna kirkjunnar sem fyrir- myndir landvættanna: Lúkas, Naut, (aust- ur), Markús, Ljón, (suður), Metteus, Vatnsberi, (norður) og Jóhannes, Örn = Scorpíó, (vestur). Áttir eru viðbót mín, gild kristin regla. Getur hann og þess að þetta séu tillögur Matthíasar Þóröarsonar 1914, sem lagt hafi til að taka yrði þá Dreka fyrir Ljón, og Örn fyrir Sporðdreka (Scorpíó). Vil eg strax taka það fram aö þessi hugmynd var sú fyrsta sem eg glímdi viö, vegna þess að hún virðist ligggja beint við. En ’henni varð á engan hátt komið heim og saman viö staðsetn- ingu vættanna, hvorki á jöröu né á himni. Þá kæmu Naut og Dreki (þá Hydra, öll neðan sólbaugs, 3 .geirar) í 60—120° horn hvort á annað, og sem Ljón í stað 90° horn í staö sem næst 180°. Altair í Astronomieum Caesarcum. Ingolstadt, 1540. Petrus Apianus. Melrapohtan Museum of Art Stjörnumerki landvættanna færð inná íslandskort í sem næst óskertum hlutföllum og afstöðu af Astronomicum Caesareum, Inglostadt, 1540. Petrus Apianus. Metropolitan Museum of Art. eg síöar birta smágrein sem byggist á réttsælistengingu og athuga sagnir sem skýrt geta uppruna nafns* Faxaflóa, og samsvörun þeirra við geira Vatnsbera, sagnir um Hvalfjörö sem samsvara goð- sögnum annarra þjóöa og leiöa margt „einkennilegt" í Ijós. Val landvættanna, sem hér greinir, og viröist al-íslenskt, hefur hlotiö aö gerast af sjónarhóli landsins sjálfs, og sem næst miðju þess. Þar kemur til greina Fjórö- ungsalda, en líklegri miklu tel eg Hofsjök- ul, eða austurströnd hans, etv. Arnarfell hiö mikla. Þaöan sjást Austfirðir og hafa tjallgaröar þeirra einkennilega ógnvæn- legt svipbragö af hlykkjóttum dreka, þar sem Vopnafjörður væri gínandi ginið sjálft. Barði eg sjálfur augum þessa hrikalegu sýn úr flugvél áriö 1977, í hæð við austurbrún jökulsins, og þessum samanburöi þyrmdi yfir mig í hrollvekj- andi tign sinni. Allt norö-austurlandiö Erni (Aquila), yrði 50° frá Antares (Scorpíó), sem hann þó á að koma í staðinn fyrir, (en Scorpíó, þ.e. Satan, Loki, Hel, Satúrn, þótti of leiðum aö líkjast og kirkjan leyföi þessi umskifti), og lendir þess í staö undir helllavænlegum áhrifum frá Bogmanni. En þessir voru buröarstólpar himins og áttavitar í krlstni, sem í heiöni, sem fyr getur. Þess utan er Boli í kristni = austur, en okkar Tuddi situr sem fastast í miðvestri, og þar í tengdum viö sögupersónur og — dýr, s.s. Þórð gelli, Þóri bægifót: bolann Glæsi í Eyrb. og uxann Harra í Laxdælu, ofl., Nauteyjar og fl. nautasögur úr Breiðafirði. Þorgeirs- boii festist þó lítt þessu svæöi, enda tel eg hann lagðan á Jörö eftir réttsæl- is-álagningu dýrahrings og lendir Naut þá á Húnavatnssýslu, Ströndum og Skaga- fjaröardölum. Einn uppruni hans er frá Abæ í Austurdal, Skag. Ennfremur bentl Haraldur Bessason á Dreki færður um set í austurátt. RÆFA3ÓKULL að Gregoríus páfi mikli hafi í sinni Dialoga, sem til var á íslandi (og á íslensku?) fyrir ritun Njálu og Heims- kringlu, getið um risa genginn úr sjávar- hamri og kallaði sá á múnka (til eilífis skilst mér), og að þaðan sé komin uppistaöan og staðsetningin í draumi Flosa. Um það efast eg ekkert. En hitt er einnig klappaö og klárt, og fjallgrimm vissa fyrir því, að Hjarömaöur hét og, og heitir enn (Star Names, Richard H. Allen, Dover Publ. 1963, bl. 93) Boetes, sem merkir Hrópandi, Gjallandi (en Boötes: Uxa-ekill), og er af sumum talið uppruna- legra heiti. Hefur sú náttúra ávallt verið eitt höfuöhlutverk þessa merkis, eöa fyrirrennara þess, aöalstjörnunnar, Arc- túrusar. „Maðurinn", Matthías, hefur sem eink- unn sína Vatnsberann (sjá Hundraö ár í Þjóðminjasafni, Kr. Eldjárn, nr. 100). Sá var aldrei viö nein tilþrif kenndur, eða vopnaburð, en gefinn fyrir sull og svall, og táknar m.a. Nóa gamla og Njörö okkar. (Þ.e. Nóatún, sbr. Einar Pálsson, Rammislagur bl. 119, Grímnismál). Átti hann hvorki stafprik eða atgeir. Aðstur fjórðungshöfðingja hefur ef til vill valdiö því afbrigði á vali himneskra og landlægra vætta, sem hér á sér stað, og Bo Almquist getur sér til, þótt hann hugsi ekki hærra í valinu en til einhverra hamskifta þessara manna, eða að þetta séu fylgjur þeirra. Hér erum við komin inná yfirskilvitslega ættvísi, um uppruna vor íslendinga, í viðbót við þann af bókum sem HKL segir, í Þokkabót. Er þá ekki leiðum að líkjast, séum viö af himnakroppum komnir, fyrir utan sól-fagrar ættmæöur og kónga. Val landvættanna er sem sagt al-íslenskt, sem fyrr var sagt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.