Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 2
Ragnar Jónsson
Listin
er eina
meðaliö
við mann-
vonzku
Grein þessa skrifaði Ragnar í Smára fyrir
um það bil 35 árum og er ekki ljóst, hvort
hón hefur birzt einhversstaðar á þeim tíma.
Greinin komst í vörzlu Valtýs Stefánssonar
ritstjóra og fannst í handritum, sem hann lét
eftir sig. Þó er hún jafn gild núna og þegar hún
var skrifuð og bregður auk þess ljósi á
leiftrandi áhuga Ragnars á menningarmálum.
Þaö er erfitt aö gera sér grein
fyrir því hvenær og meö hvaöa
hætti maður fer að fá áhuga fyrir
listum. Mér finnst að ég hafi haft
hann frá því aö ég var smákrakki
og hlýddi á móöur mína kveöa
rímur á dimmum vetrarkvöldunum
og föður minn lesa passíusálmana
á föstunni. Mér er þó sérstaklega
minnisstætt er Jón á Loftsstöðum
lék fyrir mig á gamla orgeliö sitt og
Gísli Jónsson, málari sýndi okkur
myndirnar sínar. Allt þetta lista-
fólk finnst mér ennþá í hópi þess
besta sem ég hefi kynnst á lífsleiö-
inni. Á Loftsstöðum þar sem ég var
strákur og sat yfir ám var mikiö líf
og fjör. Þar bjó dugandi fólk af
gamla skolanum, sem vann baki
brotnu myrkranna á milli, til þess
eins virtist mér, að hafa ráö á því
aö fórna stund fyrir sjálft sig viö
söng og lestur. Stundum var komiö
þar upp smáhljómsveit, þaö var
©
orgel, fiöla, munnharpa og harm-
onika. Þaö var nú meiri músikkin á
því heimili. Þar læröi ég aö „wo man
singt da lass dich ruhig nieder“, og
aö vont fólk elskar ekki listir.
Listin er eina meöalið viö mann-
vonsku. Á Loftsstööum var ákaflega
yndislegt fólk, gáfaö, kátt og hjálp-
samt.
Ég held aö mér verði alltaf
ennþá minnisstæöara er ég heyröi
unga stúlku á Loftsstöðum spila
allegrettóið úr sjöundu sinfóníu
Beethovens, en þegar ég tæpum
aldarfjóröungi síðar, heyröi (jaö í
fyrsta sinn leikið af sinfóníuhljóm-
sveit í Berlín undir stjórn sjálfs
Wilhelms Furtwánglers, eöa aö
minnsta kosti var endurminningin
um konsertinn á Loftsstaðaorgelið
efst í huga mér þá stundina og svo
hitt, hvort stúlkan, sem lék á
hljóðfærið, og nú er margra barna
móöir austur í Flóa, og ég hefi því
miöur aldrei séð síöan, hafi í raun
og veru veriö eins afskaplega
falleg eins og myndin af henni
undir tónum Furtwanglers í Berlfn.
Lagiö eins og hún lék þaö var
þessa stundina svo ferskt í end-
urminningunni aö ótrúlegt er aö
myndin hafi brenglast.
Á Bakkanum var reyndar furð-
umargt til skemmtunar. Þar var
leikiö og þar voru kórar. Áhrifin frá
kaupmannshúsinu náöu meira og
minna inn á hvert einasta heimili.
Þaö var mikil heppni fyrir Suöur-
land aö þaö fólk skyldi setjast aö á
Bakkanum. Eins og annars staöar
á landinu eyddi fólk frístundunum
mest við lestur. Allar bækur voru
bókstaflega lesnar upp til agna. Mér
er sérstaklega minnisstætt eintakið
sem ég komst yfir af Svörtum
fjöörum. Þaö leit út eins og hand-
ritin á Árnasafni nema hvaö það
haföi ferskari slorlykt.
Við bræöurnir bjuggum mest-
an hluta sumarsins í tjaldi rétt hjá
Kaldaöarnesi, þar sem faöir okkar
haföi slægjur. Við tókum með
okkur mikið af bókum í mat-
arskrínunum. Við fórum ekki alltaf
heim um helgar því þá vorum viö
reknir til að þvo okkur, en við
vorum nískir á tímann frá hey-
skap og bókum.
Fyrstu árin mín í Reykjavík
gerði ég nokkrar tilraunir til þess
aö læra á ýms hljóðfæri en úthaldið
brást. Ég hafði lag á því aö fá
kennarana til þess að spila fyrir
mig í staöinn. Ég haföi sem betur
fór enga hæfileika til þess aö leggja
þar neitt til málanna sjálfur og fyrir
þaö gáfnaleysi þakkaöi ég guöi
mínum oft síöar, er ég kynntist
listamönnunum og læröi aö skilja
hvílíkt voöalegt átak þarf til þess
aö skapa listaverk og leika þau
og hve hroðalegar fórnir margra