Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 6
Þórarinn Björnsson 99 Þiö háfiö veriö hér á viökvæmu æviskeiði, einmitt þegar þiö eruö aö „springa út“, ef svo má aö oröi kveða. Nýir heimar hafa opnazt ykkur, bæöi út á viö og inn á viö, bæöi í hinni ytri veröld og ekki siöur í barmi ykkar sjálfra. Slíkri reynslu getur fylgt hvort tveggja og sitt á hvaö svimandi sæla og örvæntingarfullur sársauki. Oft er þaö ómengaður fögnuö- ur, sem fyllir unga hugi, en jafnframt finnst mér, eftir því sem ég kynnist lengur ungum sálum, aö ég skynji betur pján- inguna, sem oft býr í ungu brjósti. A bak viö mannalætin leynist ekki sjaldan geigur og óvissukennd, sem stundum nálgast lífsótta. Mig uggir, aö vér uppal- endur, í hversdagslegum sljóleika, gefum ekki alltaf nægan gaum aö slíku og skorti stundum þolinmæöi til aö sýna þá nærfæmi, sem helzt mundi lina þrautina og jafnvel lækna meinin. Skilningur hér eöa misskilningur getur stundum gert örtagamun. Hvergi á þaö fremur viö en hér, sem Einar kvaö, aö „aögát skal höfö í nærveru sálar“. Annars er bótin sú, aö gróskan í ungri sál er slík, aö fljótt hverfir yfir margt sáriö, þó aö eftir kunni aö eima í sálardjúpi. En hvort heldur er sorg eöa gleöi, þá á hún á ykkar ungu dögum slíkan ferskleika, aö töfrablæ bregöur yfir Irfið allt, svo aö jafnvel sviöinn veröur sælukennd, líkt og þjáning skáldsins veröur aö fögru Ijóði. Ævintýraljóminn veröur því auðkenni þessara ára, og bjarmi þeirra vakir lengi í minningunni. Aldrei mun og hæfileikinn til aö eignast vini vera næmari en einmitt á þessum árum. Þá erum vér í senn hæfilega ómótaöir til þess aö veröa fyrir áhrifum og nógu þéttir til aö förin sitji eftir. Áöur erum vér of gljúpir, síöar of seigharðir. Skólaminningarnar endast því lengur en flest annað, og skólafélagana sjáum vér löngum í hillingamóöu sólroöinna daga. A síöustu skólaskemmtuninni í vetur, dimittendakvöldinu, talaði ég til ykkar og þakkaöi ykkur margt, sem þið heföuö vel gert fyrir skólann, einkum síöastliöinn vetur, og drap jafnframt á þaö, sem síöra var í fari ykkar, einkum framan af skólaárum. Ekkert af því ætla ég aö endurtaka. En þegar ég hefi hugsaö um ykkur síöustu daga, hefir mér fundizt, aö þið væruð sönn mynd þeirrar íslenzku æsku, sem þiö eruð brot af: gott fólk, sem þó mætti vera ofurlítið harðgeröara, ekki alveg eins eftirlátt viö sjálft sig. Hefir mér sitt á hvaö hlýnað viö aö finna góövild ykkar og gramizt viö aö finna, aö haröfylgiö skorti á stundum. Þegar þiö komuö í haust, lék mér nokkur forvitni á aö vita, hvernig þið tækjuö því aö vera oröinn efsti bekkur skólans, meö þeirri ábyrgö, sem því fylgir. Ég ætla, aö öruggasti mælikvaröinn á hvern mann og manngildi hans sé þaö, hvernig hann tekur ábyrgö og hvort hann yfirleitt tekur ábyrgð, hvort hann hefir ábyrgöarskyn. Sá, sem finnur fremur til þungans af ábyrgöinni, sem á hann er lögö, en til vegsemdarinnar af því aö vera trúaö fyrir einhverju, hann er líklegur til aö veröa þroskamaöur og nýtur maöur. En hinn, sem meir finnur til vegsemdarinnar, veröur varla annað en lítilfjörlegur hé- gómamaöur og ekki mikils virtur, hversu sem hann kann aö klæðast, og jafnvel þótt hann beri stúdentshúfu. Sem betur fór reyndust þiö menn til að taka ábyrgðinni. Þiö gerðuö ykkur far um aö efla skólalífiö á ýmsan hátt og tókst þaö. Fyrir þaö er skólinn ykkur einlæglega þakklátur, og ég vona, aö þiö hafiö vaxiö á því og þaö reynist heillaboöi fyrir framtíö ykkar. En þó segi ég: Variö ykkur á eftirlátsseminni viö sjálf ykkur. Ekkert er manninum nauðsynlegra en aö ná valdi yfir sjálfum sér. Sá, sem ekki nær því, getur ekki talizt frjáls. Hann er sjálfs sín þræll. Á annaö vildi ég lítillega drepa, og væri þó vert meiri athugunar. En hér er ekki tími til að leysa neinn stóran vanda, heldur fremur til aö varþa fram spurn- ingu, sem þiö gáetið haft meö ykkur héðan. Úr menntaskóla eiga menn aö koma spyrjandi, en ekki alvitrir. Þiö vitið, aö vér lifum á hinni miklu öld þekkingar og fræðslu. Vísindin færa oss sífellt ný sannindi, og reynt er að gera sem flesta hluttakendur í hinni almennu þekkingu. Allir ganga í skóla og verða læröari og læröari, og slíkt er sjálfsagt og meira að segja nauðsynlegt, eins og þjóöfélagshögum er nú háttaö. Véltækni og aukin skipti þjóöa og einstaklinga heimta síaukna þekkingu. Og þekkingin færir oss mátt, sem lyftir oss á hærra siömenningarstig. Um allt þetta geta jafnvel austriö og vestrið oröið sammála. En vantar hér ekki eitthvaö á samt? Er ekki þekking vor of einhæf? Hefir ekki sálin sjálf oröið útundan? Og getur ekki jafnvel veriö, aö þessi þekking geri oss á vissan hátt heimskari, ef vér gætum ekki vel aö? Einhver hefir sagt, aö þaö væri auökenni sannmenntaðs manns, aö hann vissi, hvaö hann vissi og ekki vissi. Mig uggir, aö þekking nútímans geri oss of marga hálfmenntaöa. Vér höldum of oft, aö vér vitum-fjað, sem vér ekki vitum. Þá förum vér aö hafa þaö fyrir satt, sem ekki er satt, vér förum aö taka orö fyrir veruleika og skoöanir og kenningar fyrir óyggjandi sannindi. Mikiö af böli nútím- ans stafar af slíku hugarfari. Veriö hér vel á veröi, ungu stúdentar. Geriö ykkur grein fyrir, hvaö þið vitiö. Látiö ekki blekkjast af falskri þekkingu, ef hægt er aö kalla slíkt þekkingu. Fyllist aldrei þekkingarþótta. Þekkingin má aldrei spilla þeirri auömýkt hjartans, sem er uppspretta hinnar æöstu vizku. Ég þakka ykkur margar góöar sam- verustúndir og árna ykkur fararheilla út í sólskinið. 66 Steindór Steindórsson 99 Ekki getur hjá því farið, aö til starfa viö hvern skóla veljist menn meö ólíkar lífsskoöanir og lífsviðhorf, bæöi í þjóö- málum og ööru, og margir þeirra veröa aö láta til sín taka á opinberum vettvangi. En ef þeim veröur þaö á aö flytja þá baráttu inn fyrir veggi skólanna, hafa þeir gerzt griöníöingar. Hagur skólans, vel- ferö hans og nemenda hans verður hverju sinni aö vera hafið yfir dægurmál- in og sérhagsmuni einstakra manna. Þaö veröur aldrei fyrir það girt, aö ósvífin flokksforysta niöurrifsafla kyndi elda uppreisnar og úlfúöar meöal áhrifa- gjarnra nemenda. Æskan er örlynd og fúsari aö hlýöa tilfinningum en rökum, því er hún veik fyrir fagurgala lýöskrumara. Og engir eru hættulegri í þeim efnum en kennarar, ef þeir leggjast svo lágt aö reka pólitískan áróður. Þeir kennarar, sem svo gera, eru af sömu gerö og þeir ógæfufeður, sem ala sonu sína upp til óknytta. Skylda skólanna er aö ala upp meöal nemenda sinna hlutdrægni, kenna þeim yfirsýn um málefni dagsins og viöhorf lífsins, en ekki reka áróöur fyrir einstökum málum eða stefnum. Mætti forsjónin vera skóla vorum svo holl í framtíðinni, að honum mætti takast slíkt og vernda hann fyrir griörofum. Ég hefi gerzt langorður um margt þaö, er í hug mér hvarflar nú aö leiðarlokum, þótt hitt sé að vísu fleira sem ósagt er eða hálfsagt. Þar sem ég stend hér í síöasta sinn, hefir mál mitt boriö meiri svip af reikningsskilum viö umhverfið en ella mundi. Og þau reikningsskil hafa ef til vill mótast af þeirri tilfinningu, aö margt heföi ég mátt betur gera, og værugirni ellinnar heföi slævt árvekni mína og vopnabúnaö, svo að ég heföi ekki barizt eins og skyldan heföi boöið. En þótt ég aö vísu fagni hvíldinni, játa ég þó fúslega, aö feginn heföi ég viljað vera ungur og ganga út í bardagann viö þau niöurrifsöfl, sem sækja nú aö skólum vorum og þjóðlífi. Kæru nýstúdentar. Vera má, aö yöur þyki sem ég hafi lítt rennt huga til yðar í máli mínu, og er það rétt að því leyti, sem mál mitt hefir verið almenns efnis, þótt þ3ð eigi ekki síöur erindi viö yður en aöra er á hlýða, nema fremur sé. Veit ég og vel, aö í yöar hópi eru ýmsir, sem mér eru ósammála af hjarta, en vona af heilum huga, aö þeir eigi eftir aö gera upp skoöanir sínar viö sjálfa sig og umhverf- ið.. Ég efast ekki um, aö þér munið öll fagna þessum degi, þótt þaö sé ef til vill meö misjöfnum hætti, því aö svo er margt sinniö sem skinnið. En þótt hér sé ekki um stórviöburð aö ræöa á mæli- kvaröa sögunnar, þá er stúdentsprófiö fyrsti stórviöburðurinn í lífi yöar sjálfra, og nú standið þér vissulega í fyrsta sinni á ævinni á krossgötum. Að vísu er mér Ijóst, aö þér hafið áöur þurft aö taka ákvaröanir, en samt er þaö fyrst aö loknu stúdentsprófinu, sem alvarlega kemur til kasta yöar aö velja eöa hafna, gera yöur Ijóst hverja götu þér skuluö velja af þeim, sem nú má segja, aö liggi til allra átta, í staö hinna tiltölulega fábreyttu náms- brauta skólans. Á miklu veltur nú um lífshamingju yöar, hverja braut þér veljið. Segja má aö vísu, aö háskólanám eöa aörar leiöir, sem þér kunnið nú aö velja næstu vikurnar, ráöi miklu um örlög yöar, þá veröur þaö þó ekki eina úrslitavaliö, sem þér þurfið aö gera á lífsleiöinni, en ef til vill þó hiö örlagaríkasta, og því mikils um vert, aö þar sé vel aö unnið. Brátt mun hópur yöar sundrast í ýmsar áttir, þótt leiöir kunni aö liggja saman um skeið í háskóla, veröur þaö ætíö meö ólíkum hætti þeim, sem verið hefir menntaskólaárin fjögur. Þér kjósiö ýmsar ólíkar leiöir og störf, og hversu sem þér vandiö val yöar, munu þó störfin veröa yöur misjafnlega geöfelld. En þá bið ég yöur aö minnast eins, og þaö er: Vertu trúr. í helgum fræöum er fyrirheitiö gefiö, vertu trúr og ég mun gefa þér lífsins kórónu. Þaö fyrirheit stendur óhaggaö, svo lengi sem sönn manngildishugsjón er til. Ég nefndi áöan lífshamingju. Sú gyöja getur veriö meö ýmsum svip, og mat manna á hvaö sé hamingja furöulega ólíkt. Auöur, frægö, völd, mannviröingar er allt taliö til lífshamingju, og getur vafalaust veriö þaö ef þeirra gæöa er réttilega aflaö og rétt meö þau fariö. En þótt öllu þessu sé á manninn hlaöið, getur hann samt veriö næsta hamingju- snauöur. Hamingjan verður ekki aö oss rétt eins og góögæti á silfurfati, hún veröur ekki mæld né vegin, né tölum talin. Hún fær aöeins þróast hið innra með oss. Samvizka vor fær ein kveöiö upp þann dóm yfir oss, sem leiöir oss til lífshamingju. En til þess að svo megi veröa, er trúmennskan eitt hiö nauösyn- legasta. Þaö að vera trúr sjálfum sér og öörum, kunna aö beita sig þeim aga, sem óhjákvæmilegur er, og aö ala meö sér góövild til alls og allra. Sífellt eru uppi háar raddir um friö á jöröu. Ef raunveru- legar athafnir í þá átt væru þó ekki nema lítið þrot af öllu umtalinu, stæöum vér vissulega nær þeirri friöarhugsjón en nokkru sinni fyrr. En hversvegna gengur þetta þá svo grátlega seint. Þar ræöur tvennt mestu, skortur á trúmennsku við hugsjónina og skortur á kærleika. Og það sem gerist í hinum stóra heimi umhverfis oss, gerist í smækkaöri mynd í lífi hvers og eins. Vér eignumst aldrei trúan vin, nema vér séum sjalfir trúir. Vér hljótum aldrei gleöi af starfi voru, nema vér vinnum þaö af ást á því og fullri trúmennsku viö þaö. Þótt vér hljótum hrós fyrir störf vor, snertir þaö oss sem svipuhögg, ef samvizka vor segir, aö þrátt fyrir fagurt ytra sniö, séu svik undir niöri. Bikar ástar og vináttu, sem oss er af heilindum réttur, veröur beizkur, ef samvizkan segir, aö vér séum hans ekki verðir fyrir sakir ótryggðar vorrar. Allt ber því aö hinu eina og sama: Vertu trúr. Þá ertu meö hverju fótspori aö skapa þér lífshamingju, sem mölur og ryö fá eigi grandaö. Þeirrar hamingju óska ég yöur af heilum huga. Muniö það, kæru vinir, aö þér eruö lítill hópur fámennrar og lítilsmegandi þjóöar. Líf hennar og tilvera hvílir á því, aö vér öll megum taka höndum saman í einum hug um þaö, sem henni má veröa til farsæld- ar, þaö er von mín og trú, aö þar megið þér öll vera nýtir liðsmenn. Nú skiljast leiöir meö okkur. Ljós og vor kallar yöur til starfa, um leiö og ég hverf inn í skuggann og feta síöustu skrefin í áttina aö tjaldinu mikla, sem vér hverfum öll inn fyrir, fyrr eöa síöar. Ég kveö yöur meö þökk fyrir samskiptir, og bið yöur allrar blessunar í framtíö yöar og starfi. Að endingu biö ég hinn hæsta höfuö- smið aö blessa skóla vorn, eftirmann minn og alla þá, sem þar kunna aö starfa um ókomin ár. Guö og gæfan fylgi ykkur öllum. 44 Tryggvi Gíslason >9 Menntaskolinn a Akureyri hefur miöaö tímatal sitt við stofnun Gagnfræöa- skólans á Mööruvöllum. Aörar skóla- stofnanir í landinu eru ekki eldri, ef undan er skilinn Menntaskólinn í Reykja- vík, en báðir þessir skólar rekja upphaf sitt til stólskólanna gömlu, í Skálholti og á Hólum, og verndardýrlingur Mennta- skólans á Akureyri er Jón helgi Ögmund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.