Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 9
fjarfestingu og hvaö það í rauninni sé, sem menn sækjast eftir aö búa í. Enginn skyldi láta sér til hugar koma aö þaö skipti ekki máli, hvernig húsnæöi hann býr í. Þaö er staöreynd að umhverfi mannsins hefur áhrif á sálarlíf hans. Fjármunamyndun í nýju hverfunum nemur gífurlegri upphæö. Því skiptir þaö verulegu máli fyrir efnahag lands- ins hvernig til tekst. Húsbyggjendur eru ekki einvöröungu aö byggja yfir sjálfa sig og fjölskyldu sína, heldur einnig þá, sem síðar kunna aö flytjast inn í húsnæöiö og munu búa í því á meðan húsið er byggilegt. Það verður því aö líta lengra en til líöandi stundar. Húsnæöi, sem uppfyllir ekki kröfur tímans hlýtur litla náö fyrir augum seinni kynslóöa. í þannig húsnæöi flytjast engir, nema af nauð, og meö því aö standa aö byggingu slíks húsnæöis erum viö aö skapa vanda- mál fyrir síöari tíma. í mörgum eldri bæjarhverfum býr nú mest megnis aldraö og miöaldra fólk. Flest unga fólkiö, sem þar býr, dvelur í leiguhúsnæöi eöa hjá ættmennum sínum, sem eiga íbúðirnar. Margir húseigendanna hafa ef til vill byggt íbúöina sjálfir, eöa keypt hana nýja yfir sig og fjölskyldu sína. Börnin eru nú víða flutt að heiman og foreldrarnir búa einir eftir í húsnæðinu, sem þá er orðiö vel rúmt fyrir þá. Menn hljóta aö gera sér Ijóst, hve þjóðhagslega óhagkvæmt þaö er, þegar fólk býr í alltof stóru húsnæöi, en sífellt þarf aö byggja nýtt fyrir stórar fjölskyldur. í eldri hverfunum standa barnaskólarnir svo til tómir, en fyrir nokkrum árum voru þeir þrísetnir. Svo fá börn á skólaskyldualdri eru nú eftir í þessum hverfum. Nokkrum þessara skóla hef- ur veriö breytt í annars konar stofnan- ir, sem rýmast misvel innan veggja þeirra. Hér veröur aö grípa í taumana. Stjórnvöld veröa aö beita sér fyrir endurnýjun í eldri hverfunum, t.d. meö því aö gera ungu fólki auövelt um vik meö aö eignast þar húsnæöi og örva flutning fámennra fjölskyldna úr mjög stórum íbúðum. Stefna borgaryfir- valda í Reykjavík er nú aö þétta byggðina í ýmsum eldri hverfum borg- arinnar, meö því aö reisa nokkuö samfellda byggö á fáeinum opnum svæöum. Þéttingu er örugglega víða hægt aö koma viö í borginni, og þarf sú uppbygging alls ekki aö vera samfelld. Víöa eru opin svæöi, sem ekki nýtast sem útivistarsvæöi fyrir íbúa hverfisins. Á sumum þeirra hefur augljóslega veriö ætlunin aö byggja einhvern tíma, og í raun hagnaöist hverfið á því aö fyllt yröi í þessi göp. Vissulega þarf aö taka fullt tillit til opinna útivistarsvæöa og skil þeirra og hins byggöa umhverfis veröa aö vera sem eðlilegust. Fleiri bæjarfélög standa bráölega frammi fyrir svipuöum vanda. Bæjarsjóöir geta sparað sér ýmis konar útgjöld eigi eölileg endur- nýjun sér staö í eldri hverfunum, t.d. yröi betri nýting á flestum þjónustu- stofnunum. Verölag gamalla íbúöa er alltof hátt miöaö viö nýtt húsnæöi. Augljóst er, aö viöhald húsa eykst verulega, þegar aldurinn færist yfir þau. Ending tré- glugga í steinsteyptum húsum er t.d. áætlaöur 30—40 ár, innréttingar ganga úr sér og þurfa endurnýjunar viö, lagnir eru víöa lélegar og þök fara stundum aö gefa sig. Viöhald gamalla húsa er oft geipi kostnaöarsamt, en sjaldnast viröist tekiö tillit til slíkra atriöa viö kaup og sölu þeirra. Víöa í erlendum borgum hefur þaö veriö vaxandi vandamál, aö elzti borg- arkjarninn, miöborgin, veröur lífvana, eftir aö verzlunum og skrifstofum er Byggingar til sveita eru mjög áberandi í umhverfinu og því þarf aö gæta fyllstu varúöar, þegar mannvirkjum er komiö fyrir í landslaginu. Á steinsteypuöld hefur þetta ekki alltaf tekizt og hafa margir sveitabæir sett niöur meö tilkomu lágra steinhúsa með flötu þaki. HÚ8ÍÖ á efri myndinni er reyndar á Stöövarfiröi (Ijósm. Guöjón Bjarnason) og fer þaó allvel og er athyglisvert, hvernig litir hússins mynda tengingu viö liti landsins. Neöri myndin: Hrepphólar í Hrunamannahreppi. Byggingarnar heyra til bárujárnsöldinni meö háu risi, sem ævinlega viröist fara vel í landslaginu. Steinsteypuævintýrin frá liönum áratugum standa vítt og breitt, en byggðin er ótrulega gisin eins og vel kemur í Ijós, þegar hún er athuguð úr lofti. Víöa eru opin svæöi, sem ekki nýtast sem útivistarsvæöi og er auövelt aö koma þéttingu við. lokað. Lítið er þar um íbúöarhúsnæöi. Þjónustufyrirtækin sækjast eftir því að vera í hringiöu athafnalífsins, og þau sprengja upp verölag á öllu húsnæöi. Gömlum íbúöum hefur þar veriö breytt í skrifstofur og verzlanir, svo aö tiltölulega fáir eiga þangaö erindi, þegar þjónustumiöstöðvarnar hafa lokaö. Kvikmyndahús, veitingahús og hótel draga aö vísu að sér nokkra gesti, en hverfiö viröist enpu að síður mannlaust og framandi. I Reykjavík eru þessi einkenni þegar farin aö gera vart viö sig, og aö sumu leyti greini- legar en annars staðar, vegna þess hve helgarfrí verzlana er hér langt. Þessu vandamáli hefur samt lítið veriö sinnt hér, en erlendis hefur því verið töluveröur gaumur gefinn og ýmsar leiöir reyndar til úrbóta. Einna ráöleg- ast hefur veriö taiiö aö auka íbúöar- húsnæði í miöborginni. Nú er algengt aö reisa nýbyggingar þannig aö verzl- unarhæð er viö götu, skrifstofuhæö þar fyrir ofan og íbúðir á efstu haBðunum. Bílhýsi eru gjarnan í kjall- ára. Fyrir fáeinum árum var kynnt skipulag á allstóru svæöi í hjarta Reykjavíkur, sem byggt var á svipaðri hugmynd, en til framkvæmda hefur enn ekki komið. Þaö er ekki óeölilegt að lóöaeigend- ur séu tregir til aö ráöast út í framkvæmdir, sem gefa þeim ekki fjárhagslega sem mest í aöra hönd. Þegar um eins mikilvægt mál er aö ræöa og aö gæöa miðborg lífi, verða afskipti borgaryfirvalda aö koma til. Þaö verður aö gera lóðaeigendunum fjárhagslega kleift aö ráöast í fram- kvæmdir eins og hér aö framan er lýst og jafnframt að gera fólki mögulegt aö flytjast inn í miöborgina. Uppbygging sem þessi hefur áhrif á alla borgar- myndina; meö aukinni íbúðarbyggö eykst lífiö í miöborginni til ánægju fyrir alla sem í henni dvelja; miöborgin verður ekki fráhrindandi staöur, eins og sums staöar hefur átt sér staö. Byggingamál bænda hafa nú um árabil veriö í mjög nánum tengslum við lánastofnun Búnaöarbanka íslands. Lánastofnunin kannar lánshæfni fyrir- hugaöra mannvirkja, sem bændur ætla sér aö reisa. En lánastofnunin rekur einnig teiknistofu, sem fariö hefur inn á alhliða hönnunarvinnu. Þykir bændum sjálfsagt þægilegt aö skipta eingöngu viö lánastofnunina, enda ætti þá aö vera nokkuð tryggt, aö framkvæmdin verði lánshæf. Teiknistofu lánastofunarinnar er ekki ætlaö aö standa undir sjálfstæöum rekstri, og er teikniþjónustan seld út á vægu verði. Arkitektar á frjálsum markaöi koma hér lítiö sem ekkert viö sögu. Um þaö má ef til vill deiia, hvort þjónusta stofnunar sem þessarar sé betri eöa lakari en þjónusta, sem sjálfstæöar arkitektastofur láta í té. En stofnun, sem er æösti dómstóll í eigin málum á alltaf á hættu aö senda frá sér óvandaðri vinnu en sú, sem sæta verður gæöaeftirliti frá hlutlausum aöila. Æskilegast væri, aö lánastofnun sem þessi sé aöeins stofnun, sem kannar byggingarumsóknir á hlutlaus- an hátt, en hafi ekki beinna hagsmuna aö gæta vegna sjálfrar hönnunarinnar. Byggingar til sveita eru mjög áber- andi í umhverfinu. Því þarf aö gæta fyllstu varúöar, þegar mannvirkjum er komið fyrir í landslaginu og þegar breytingar eru geröar á þeim. Víöa hefur þessum málum augljóslega ekk- ert veriö sinnt. Bændur veröa að gera sér Ijóst, hve mikilvægt er að fyllstu varkárni sé gætt, þegar hanna á byggingar þeirra og þeim er valinn staöur í landinu. Aö þessum málum veröur aö huga miklu betur í fram- tíöinni en gert hefur veriö til þessa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.