Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 11
veggina á Útvegsbankanum Austur-
strætismegin, meö lokuð augu og
lúkurnar í buxnavösunum.
En þeir vildu mig aldrei sem betur
tór.
Á þessum árum steig ég líka mín
fyrstu sþor upþá pall sem dægurlaga-
söngkona, og eiginlega þau síöustu
líka. — Nema hvaö ég haföi sungið
gamanvísur meö einum dansfélaga
mínum og stúkubróöur, Leifi Jónssyni,
lengi þjóni í Naustinu, viö undirleik
Jóns Oskars rithöfundar og síöar
eitthvaö lítilsháttar mín eigin lög,
Freymóðs Jóhannssonar, Svavars
Benediktssonar í Gúttó og Þrastar í
Hafnarfiröi, þar sem ég kynntist mann-
inum mínum sáluga, Karli Júlíussyni
frá Hrappsey, er ég var gift í 17 ár eða
1il 1966, aö ég helgaöi mig
algjörlega frjálsborinni hugsun. Hann
rak þá hóteliö fyrir Jón Mattísen
kaupmann.
Sungið í Mjólkurstöðinni
fyrir 150 krónur á kvöldi
Ég söng í Mjólkurstööinni viö
Laugaveg meö hljómsveit Karls Jóna-
tanssonar og ágóöinn til mín var 150
krónur, mikili peningur í þá daga, 'A af
venjulegu mánaöarkaupi. Ég söng
slagara sem þá áttu hljómgrunn hjá
fólki eins og óskaiögin í dag. Og
vitaskuld söng maður á sínu eigin máli.
Yngsti hálfbróðir minn snaraöi ensk-
unni yfir á íslenzku fyrirhafnarlítiö. —
Síðar sló hann saman formála í Ijóði
fyrir fyrstu bók minni Listamannsraun-
ir, blindfullur á fimm mínútum.
Bláa stjarnan kom enn síöar, eöa
1949. Þá var maöur oröinn ráðsettur,
þrælgift útivinnandi húsmóöir. Fjöl-
skylduskemmtanirnar fóru fram í Sjálf-
stæöishúsinu við Austurvöll, undir
hljómsveitarstjórn Age Lorange og
leikstjórn Indriöa og Arna Björnssonar
tónskálds. Ég söng í óperukorni,
Vaxbrúöunni, ásamt Sigurði Ólafssyni
söngvara og Karli Adólfssyni smínk-
ara. Starfsfélagar mínir þá voru meðal
annarra Alfreö Andrésson, Haraldur Á.
Sigurðsson, Þóra Borg, Haukur Mort-
ens, Egill Jónsson klarinettleikari og
þrjár stúlkur sem kölluðu sig Bláklukk-
ur.
Þaö voru dýrlegar kvöldvökur meö
ómannskemmandi vínveitingum.
Kvikmyndir styrjaldaráranna voru
amerískar dans-, söngva- og hetju-
myndir, sem stundum var bundinn
skjótur endir á þegar gefiö var loft-
varnarmerki, og allir hlupu eins og
fjandinn væri á hælunum á þeim í
næsta loftvarnarbyrgi. Aukamyndirnar
voru fréttamyndir úr stríöinu og síðan
birtust stjörnurnar hver af annarri, aö
viöbættum teiknimyndum Walt Disn-
eys.
Kvikmyndasýningarnar voru til húsa
í Gamla bíói, starthúsi frumherja ís-
lenzkrar einsöngslistar, áöur en þeir
héldu útí hinn stóra heim, eöa komu
sjálfviljugir úr honum aftur, Nýja bíói,
Tjarnarbíói og Trípolíbíói. Önnur kvik-
myndahús hafa síöar bætzt við eins og
hver önnur framhaldssaga.
Kaffihúsalífiö í Reykjavík eftirstríös-
áranna og fram eftir sjötta áratugnum
var nokkurskonar aukaútgáfa af lista-
mannakránum í París. Svo ég þræöi
rúntinn aftur: Hressingarskálinn og
Höllin viö Austurstræti, Adlon og
Uppsalir viö Aöalstræti, Skjaldbreið
við Kirkjustræti, Hótel Borg viö Póst-
hússtræti og Hótel Vík við Vallarstræti.
Seytján ár á Hótel Vík
Hótel Vík varö vinnustaöur minn
utan heimilis meira og minna um 17
ára skeið, eöa tímabiliö 1947—63, aö
viöbættum tveim sumrum á Gildaskál-
anum viö Aöalstræti, þar sem ég
skrifaði söguna Laugardagskvöld í
Reykjavík, sem birtist í Lesbók Morg-
unblaösins, tileinkuö fastavinunum
þar.
Ég var framreiöslustúlka í sal, fremri
sal og innri sal. Þeir rúmuöu 40 manns
í sæti. Oft var tví- og þrísetið þegar
mest var aö gera. — Þá mátti maöur
spretta úr spori meö þrjá súpudiska og
gott minni. — Muna uppá hár hvaö
hver og einn haföi látiö ofan í sig af
réttum dagsins.
Sagan Hótelsjón í bókinni Smáfólk,
sem út kom 1962 aö ég held, er lítill og
góðlátlegur þverskuröur af manngerö-
inni sem fór upp og niður stigann á
Hótel Vík. Fyrir fáum árum dustaöi ég
af sögunni rykiö og sendi hana Vikunni
ásamt skopteikningum, sem ég átti viö
hana eftir Halldór Pétursson. En
æskublóminn á ritstjórninni taldi sög-
una ekki falla inn í tíöarandann — sem
ekki er von. Heimilisblaöið Vikan
ásamt kynlífssíöu Þjóöviljans og tíma-
ritinu Samúel hafa svo lengi helgaö sig
upplýsingaþjónustu fyrir börn og ungl-
inga í leitinni aö fullnægingunni.
Vaktirnar voru frá 8 að morgni til
11.30 aö kvöldi þegar lokaö var. Unniö
uppá prósentur. Veikindadagar, vinnu-
föt eða borgaö sumarleyfi þekktist
ekki þá. Enn þann dag í dag hefur þaö
æxlazt svo aö aldrei hef ég tekiö
veikindafrí eöa sumarleyfi á kostnaö
vinnuveitanda.
Á Hótel Vík kom allrahanda fólk úr
öllum stéttum þjóöfélagsins — og
stéttlaust. Verzlunarmenn og heildsal-
ar komu í kaffi, rúnnstykki og vínar-
brauð á morgnana, verkamenn, iönaö-
armenn, sjóarar, lögfræöingar og
sakadómarar í hádegis- eöa kvöldmat,
svo og kaupfélagsstjórar og útgerö-
armenn utan af landi sem gistu hóteliö
í útréttingum sínum í höfuöstaönum. Á
þessum árum höföu verkamenn efni á
aö éta og rétta úr sér aö afloknum
vinnudegi klukkan 6 á kvöldin, og
fengu eitthvað staöbetra uppí sig, eins
og saltket og stórlúöu, í staö þessarar
grill- og pizzufæðu, sem matsölustaö-
irnir núna apa eftir hver öörum.
Upprennandi stjórnmálamenn og
þingmenn allsstaöar aö áttu líka leiö
um Víkina. — Ég man til aö mynda
eftir aö hafa uppvartað Lúövík Jós-
epsson, Magnús Jónsson, Birgi Kjar-
an, Jón Árnason af Akranesi, Stefán
Jónsson og Björn Pálsson kaupfélags-
stjóra og bónda aö Löngumýri Skaga-
firöi. Hann var þá aö byrja á þingi og
var svo óþingmannslegur í öllu fasi, aö
ungir stjórnmálauppskafningar hérna
á mölinni héldu sig geta haft af honum
nokkurt gaman.
Björn er einhver skemmtilegasti
karlinn sem komizt hefur á þing. Og
ekki hefur þessi skoöun mín á honum
breytzt með árunum þegar ég les
viötöl viö hann í blöðunum.
Þar komu Eggert og Leif-
ur, Jónas Svavar og Geir
Töluvert var líka um erlenda feröa-
menn. Mig rámar til dæmis í fugla-
skoöara einn, sem var svo pempíu-
legur meö sig, aö hann dró alltaf
drifhvítan klút úr vasa sínum og
dustaöi af slitinni stólsetunni áöur en
hann settist að morgunveröi. Þá man
ég eftir enskum „lordum" af skemmti-
feröaskipi, sem voru svo lífsleiöir og
blóölitlir að þeir bæöi púðruöu sig og
máluðu yfir sjálfskaparvítin í andlitinu.
Hommar og lesbíur voru lítið farin aö
kanna í sér eðlið á þessum tíma, enda
harölífisfræöingar nær óþekkt fyrir-
bæri.
Og þá er komið aö listamannatalinu.
Þaö listamannalið sem ég þjónaöi
stöku sinnum eöa árum saman var hiö
fjölskrúðugasta. Að ótöldum öllum
þeim sem ekki voru listamenn, en
samt sem áöur búnir aö hengja sig aö
morgni einhvers staöar útí bæ, þó
ættu fyrir málsverði kvöldið áöur. Ég
ætla aö telja fram þau nöfn sem ég
man eins og góöborgari tekjurnar
sínar á skattskýrslu. Þeir sem afgangs
veröa, rifja þá upp parta sína sjálfir.
Fyrst skal þá frægan telja Eggert
Stefánsson söngvara. Einn morgun
beiö hann lengi þögull og þungbúinn
eftir einhverjum höföingja sem ætlaöi
að greiöa götu hans en lét ekki sjá sig.
Þaö var snúöur á söngvaranum þegar
hann skrefaði út.
Leifur Haraldsson sá er orti, Á
Ingólfskaffi er ég í fæöi, kom í mat til
mínl Geir Kristjánsson, sá fíni smá-
sagnahöfundur og þýöandi fylltist eitt
sinn yfirnáttúrulegum kjarki og fór
eitthvaö aö flangsa utan í mig. — í
fljótfærni hringdi ég á lögregluna. —
Jónas Svafár skammaöi mig skelþunn-
ur fyrir aö vera gift skáld. Stefán
Höröur Grímsson kom annaðhvort í
kaffiö, dulur og fáskiptinn, eöa meö
lyftingu í herðunum og orti þá til mín:
Þegar Ijóö er lagt í strok
langt til Elivoga.
Leggur þetta Ijósa brok
lýrustreng á boga.
Framhald á hls. 14.