Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 8
Breiðholt. Mörg nýju hverfanna eru háð eldri byggöinni að verulegu leyti hvaö varöar nœr alla þjónustu og íbúarnir veröa aö
sækja vinnu út fyrir þau. (Ljósm. Emil Þór Sigurösson).
STEINSTEYPUÆVINTÝRIN
Húsbyggingu er ekki fyrr lokiö en farið
er að hugsa um næsta leik í spilinu
Hugleiðingar
um arkitektúr
- 6. hluti
eftir Harald Helgason
arkitekt
Á síðari árum hefur ör uppbygging
átt sér staö á mörgum þéttbýlisstöðum
landsins. Byggðin hefur þanizt út, og
þar sem landrými er takmarkaö, hafa
ný hverfi víöa veið reist í töluverðri
fjarlægð frá gamla þéttbýliskjarnan-
um. Mörg þessara nýju hverfa eru háö
eldri byggðinni aö verulegu leyti hvað
varðar nær alla þjónustu, og íbúar
þeirra verða aö sækja vinnu sína út
fyrir þau. Þessi nýju hverfi eru því oft
kölluö svefnhverfi. í þau hefur flutzt að
langmestu leyti ungt fólk, sem vel flest
var svo til auralaust, þegar þaö réðist í
byggingaframkvæmdir. Aðstæöur
kröfðust þess hins vegar af því aö þaö
eignaöist þak yfir höfuöið. Alkunna er,
aö veröbólgan hefur étið upp sparifé
fólks, og engin ástæöa til aö ætla aö
fólk heföi haft meira fé milli handanna
nokkrum árum síðar, hefði þaö geymt
sér aö eignast eigiö húsnæöi. Engir
fátæklingar hafa getað keypt sér
sæmilegt húsnæöi í eldri hverfunum,
verö íbúöa er þar hátt, lán tiltölulega
lág en útborganir óyfirstíganlegar fyrir
þá, sem engan stöndugan eiga aö.
Eftirsóknarverðasta leiöin til aö
eignast eigiö húsnæöi er aö fá úthlutaö
lóö og hefja byggingarframkvæmdir.
Oft eru margir um hituna viö lóöaút-
hlutun en alltaf einhverjir til kallaöir.
Menn steypa sér síöan út í fram-
kvæmdir meö lánabagga á samvizk-
unni, en heimsfræg veröbólgan hefur
komiö sér vel fyrir þá, sem fengið hafa
lán. Með því aö kría út lán á
ólíklegustu stööum og aö vera á
sífelldum þönum milli lánastofnana til
aö redda víxlum, gerist undriö: að
fáum árum liönum eru húsbyggjend-
urnir orönir íbúöareigendur. íbúöin er
reyndar stundum smá, en þá er farið
aö hugsa um næsta leik í spilinu. Úr
blokkaríbúöinni liggur leiöin oft í
raöhús eöa einbýlishús af mismunandi
stærö og gerö. Þaö gengur vissulega
ekki fyrirhafnarlaust fyrir sig aö eign-
ast íbúö á þennan hátt. Erfiöiö og
spennan, sem byggingaframkvæmd-
um er samfara, skilur mörk sín eftir hjá
ýmsum. Þá er einnig ómældur sá
kostnaöur, sem ýmsir, þessum fram-
kvæmdum óviökomandi, hafa orðið
fyrir, t.d. vinnuveitendur vegna leyfa
starfsmanna sinna viö hinar og þessar
útréttingar og viöskiptavinir, sem gripu
í tómt, þegar þeir ætluöu aö hitta
þann, sem í framkvæmdunum stóð.
Húsbyggjendur gera sér oftlega ekki
Ijóst í upphafi, hve mikil vinna fer í þaö
aö standa aö einfaldri húsbyggingu; fá
efniö á staðinn og hina ýmsu iðnaö-
armenn til aö vinna úr því. Sá
spenningur, sem fylgir því aö standa í
byggingaframkvæmdum, gerir þaö að
verkum, aö húsbyggjandinn getur ekki
sinnt vinnu sinni óskiptur. í fjölmörgum
tilvikum hefur veriö flutt inn í ófullfrá-
gengnar íbúöir og margir hafa hokraö
viö bráöabirgöaaöstööu um lengri eöa
skemmri tíma. Þeir, sem fyrstir fluttu
inn í nýju hverfin uröu fyrir ónæöi frá
byggingaframkvæmdum í nálægum
húsum, jafnvel löngu eftir að þeir fluttu
inn í íbúöir sínar. Enginn kostur er til
þess að sinna lóöinni 'fyrr en mörgum
árum síðar, þegar tekizt hefur aö
grynna á stærsta skuldabagganum.
Endanleg götumynd veröur ekki til fyrr
en mörgum árum eftir aö húsin eru öll
risin. Getum viö í rauninni ímyndaö
okkur að þaö sé hagnaður fyrir
þjóöfélagiö aö standa þannig aö
einum stærsta atvinnuvegi þjóöarinn-
ar? Byggingar eru yfirleitt hór alltof
lengi í smíðum, en viö hvern er aö
sakast? Varla er hægt aö skella
skuldinni á húsbyggjendurnar, því aö
þaö er í raun kraftaverki líkast hverju
sumir þeirra fá áorkaö. Þaö er fjármál-
akerfiö, sem haldiö hefur okkur inni á
þessari braut. í nálægum löndum lánar
hiö opinbera víöast hvar kaupanda um
80% af andviröi íbúöarinnar, hvort sem
um er aö ræöa nýja eöa gamla íbúð.
Lániö er síöar greitt upp á venjulega
um þaö bil 20 árum meö lágum
ársvöxtum. Nú hefur veriö tilkynnt, aö
stefnt sé að svipaöri tilhögun hér hjá
okkur. Má þá fyrst fara aö reikna meö
úrbótum á því ófremdarástandi, sem
hér hefur ríkt í þessum málum um
árabil. Þá fyrst má fara aö búast viö
skynsamlegri fjármögnun bygginga-
framkvæmda.
Segja má, aö fram aö þessu hafi öll
steinsteypuævintýri borgað sig fjár-
hagslega fyrir þann, sem út í þau lagði.
Hingaö til hefur þaö mestu máli skipt
að hafa kjark og lánstraust til aö fara
út í fyrirtækið. Búast má hins vegar
viö, aö meiri stööugleiki komi á
byggingamarkaöinn, þegar nýja lans-
fyrirkomulagiö veröur tekiö upp. Menn
ættu þá aö geta gefið sér tíma til aö
hugsa dálítiö, en stökkva ekki blint út í
framkvæmdirnar. Meiri von er til þess
aö menn gefi meiri gaum aö viturlegri