Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 7
arson. Sagan er því löng. Af henni getum viö ef til vill styrkt veikan hug okkar og vanmáttug hjörtu á þessum umbrotatím- um. Engin þjóö í Evróþu önnur en íslendingar man til upphafs síns. Saga annarra þjóöa hverfur í dimmu frásagn- arlausrar fortíöar. Á þessu ári halda íslendingar hátíö sem stendur fram á vetur. Þjóðin man 1100 ára búsetu sína í landinu. Ekki get ég varist þeirri hugsun, aö sumt í hátíðleikanum er ekki í samræmi viö líf og baráttu þjóðarinnar í landinu í 1100 ár, og ekki hefur þekking okkar á sögunni kennt öllum jafn mikiö. Sumt sem nú er aö gerast er jafnvel í andstööu viö hugmyndir fyrri manna um frelsi og sjálfstæöi. Annað í hátíöleikanum er gert til að sýnast fyrir sjálfum okkur og heiminum, enda er þaö kenning sumra manna, aö maðurinn sé þaö, sem hann sýnist vera. Mig langar þó til aö nefna, aö ekki mun þaö duga okkur alla daga veraldarinnar aö sýnast. Þaö er ekki sjálfsagt, aö íslendingar séu sjálfstæö þjóð, þótt viö eigum sérstaka þjóötungu, sjálfstæöa menningu og munum sögu okkar betur en flestir. Allt frá því sendimaður páfans í Róm, Vilhjálmur kardínáli af Sabína, kom til Björgvinjar áriö 1247 aö krýna Hákon gamla Hákon- arson Noregskonung hafa umboösmenn heimsvaldsins undrast þá óskammfeilni og djörfung kotkarla á íslandi aö vilja helst hvorki hafa yfir sér kóng eöa páfa, í hæsta lagi erkibiskup, sem þeir voru þó ráðnir í aö hafa að engu, ef svo bauð viö aö horfa, — eöa jarl, sem þeir ráku ofan í kerald, þótt ekki veltu þeir því í sjó fram eins og í ævíntýrunum, þótt þaö heföi veriö í mestu samræmi viö þetta ævin- týraland. í Hákonarsögu Sturlu Þóröar sonar segir að Vilhjálmur kardínáli hafi „kallaö þaö ósannlegt, aö land þaö (tsland) þjónaöi eigi undir einhvern kon- ung sem öll önnur í veröldinni." Enn undrast margur stolt okkar og steigur- læti. Til eru þeir menn, sem aðhyllast alþjóðahyggju sameiningarinnar. Kardín- álar þeirra hugmynda hafa svift marga þjóö frelsi sínu og sjálfstæöi. Aörir menn játa nú í hreinskilinni alvöru hin þver- sagnarkenndu orö Georgs Orwells í bók hans 1984, aö Stríö só friöur og Frelsi sé ánauö: Til þess aö geta haldið friöinn veröi þjóöir heimsins aö vígbúast og til þess aö halda sjálfstæöi sínu veröi menn aö afsala sér frelsi sínu. Mér getur ekki annaö en ofboöiö þetta, þar sem ég stend. Af veikum mætti er veriö aö reyna aö kenna ungu fólki guösótta og góöa siöu í skólum landsins. Þar á aö ríkja friður, sanngirni og réttlæti. En utan veggja gilda önnur lögmál, annaö verö- mætamat. í staö þess aö halda hátíöar- ræöur ættu menn ef til vill aö þagna viö í öllu masi sínu, staldra viö eina stund, víkja frá sér þrætu og amstri, leggjast undir feld og hugsa um það, hvers vegna viö séum hér, því þaö er ekki sjálfsagt, aö íslendingar sóu sjálfstæö þjóö. Það hafa þeir ekki veriö nema lítinn hluta af 1100 ára sögu byggðar í landinu. Þús undir þjóöarbrota um allan heim eru heldur ekki sjálfstæö, þjóöir miklu fjöl- mennari og öflugri en íslendingar, sem líka eiga sér sérstaka þjóötungu og gamalgróna menningu, eru ekki sjálf- stæöar, því þrátt fyrir styrk sinn marg- faldan hafa þær oröið aö lúta í lægra haldi fyrir enn voldugri þjóö, því þar skyldi ríkja máttur hins sterka.Engin þjóö í samanlagðri kristninni svo fámenn sem íslendingar hefur enn gert tilkall til þess og tekist aö halda sjálfstæöi og tungu. En það getur brugðið til beggja vona, ekki vegna varnarleysis, heldur vegna þess, aö þar sem máttur hins sterka skal vera boðoröið æöst, lúta hinir minni í lægra haldi. Ef okkur á 1100 ára afmæli byggöar í landinu er í rauninni alvara, verðum viö aö neita aö lifa í þeirri blekkingu, aö valdboö hins sterka geti haldiö yfir okkur verndarhendi sem sjálfstæöri þjóö. Meö því höfnum viö frelsi allra þjóða, sem ekki eiga blý og napalm, og þá hverfur sjálfstæöi þjóöar- Framhald á bls. 14. mýrarbraut, og í íbúöarhverfi eru nú komnar ágætar gangstéttir. Víða er þó enn hættulegt fyrir göngumenn að vera á ferðinni vegna þess hve illa er aö göngu- leiðum búið við umferöargötur. Fyrir þá, sem vilja fara í skemmti- lega og ekki of langa göngu í þéttbýli, er ánægjulegt að ganga umhverfis byggðina á Seltjarnar- nesi og síðan Eiösgranda inn til Reykjavíkur. En slík gönguferð er því miður hættuleg vegna skorts á gangstéttum við Norðurströnd á Seltjarnarnesi og Eiðsgranda í Reykjavík. Meðal bestu staða í Reykjavík til að njóta útsýnis yfir borgina og næsta nágrenni hennar er við hitaveitugeymana á Öskjuhiíö, og þangað er farið með þá útlendinga, sem vilja skoða borgina. Flestir aka í bílum upp aö geymunum, þótt skemmtilegt sé að ganga þangað eftir hitaveitustokknum til dæmis frá Hafnarfjaröarveginum, en þar er auðvitað engin aðstaóa til að leggja bílnum. Akvegurinn upp að geymunum er ómalbikaður og á leiðarenda eru óskipuleg bílastæði, og aka menn gjarnan út í grasið utan við veginn. Viröist ekki van- þörf á, aö borgaryfirvöld taki til hendi og malbiki leiðina upp að geymunum og gangi þar vandlega frá aöstöðu, svo að ánægjulegt veröi fyrir gesti og heimamenn að hafa viðdvöl þarna. Og hvernig væri að merkja göngubraut upp að geymunum frá flugvallarsvæöinu, svo aó til dæmis gestir Hótel Loftleiða gætu auðveldlega lagt land undir fót um Öskjuhlíðina, eða fólk gengið eftir skemmtilegri leið frá geymunum niöur í hótelið. Fyrir þá, sem vilja, að Reykvíkingar eigi sem auðveldast að stunda mat- staði og veitingahús ætti þetta að vera kjörið verkefni. Suðurhlið Öskjuhlíðar er meðal vinalegustu staöa í borginni. í Öskjuhlíðinni er annar staður, þaðan sem útsýni er fagurt, og er það á háhæðinni andspænis hita- veitugeymunum, þar sem Golfskál- inn stóð áður. Eftir að starfsemi golfklúbbsins lagðist niður i húsinu, fékk það aldrei að vera í friði fyrir skemmdarvörgum og loks kom að því, að hreinsunardeild Reykjavík- urborgar braut skálann niður og flutti leifar hans á brott. Því miður hefur sá brottflutningur ekki veriö nægjanlega vel framkvæmdur, því að sárið eftir skálann er mjög óþrifalegt. Dettur engum fótgang- andi manni í hug að eiga viðdvöl á þessari ágætu útsýnishæð af þess- um sökum. Er hér með skorað á rétt stjórnvöld hjá Reykjavíkurborg aö beita sér fyrir því, að lóð gamla Golfskálans verði hreinsuð og tyrft, þannig að þar skapist snyrtiiegur áningastaður fyrir þá, sem leggja land undir fót. Golfskálalóðin á Öskjuhiíö er í talsverðri fjarlægð frá Pompidou- safnahúsinu í París, þar sem þetta rabb hófst. En að lokum skal það aðeins ítrekað, að með mörgum öðrum hætti en uppákomum á Lækjartorgi er unnt að glæöa áhuga Reykvíkinga, bæði á listum og útiveru í borginni sinni. Björn Bjarnason. Pompidou-safnahúsið í París er mikið sótt. Þessi nýstárlega bygg- ing hefur mun meira aðdráttarafl en jafnvel hinir bjartsýnustu bjugg- ust við. Dag hvern streyma þús- undir manna þangað til að njóta alls þess, sem í húsinu er að finna, og verður heimsóknin þangað ógleymanleg. Umhverfis húsið hef- ur borgarhlutinn veriö endurnýjaö- ur og aðeins steinsnar frá Pompi- dou-safnahúsinu voru áöur mark- aðirnir frægu les Halles. Þar sem áður stóð markaðshöllin er nú gryfja ofan i jöröiría. í henni er að finna heilt verslunarhverfi og þjón- ustumiðstöð. Milli safnahússins og les Halles hefur bifreiðaumferð verið takmörkuð og göturnar iða því af mannlífi. Á hlaöi Pompidou- hússins má sjá eldgleypa, hljóö- færaleikara, látbragðsleikara, söngvara og dáleiðara, eða hlusta á karla á kassanum flytja eldheitar barátturæöur sínar. Og ofan úr rúllustigunum, sem eru íglersívaln- ingum utan á safnahúsinu, má sjá niður á hlaðið, og auðvelt er aö dæma um það, hvaða uppákoma er vinsælust af fjöldanum í mann- hringnum, sem myndast umhverfis hana. Á veggjum safnahússins og ná- grannahúsa má lesa á sérstökum járnplötum, hvaða reglur gilda um uppákomur á þessu lifandi og vinsæia svæði. Hefur borgarstjórn Parísar sett reglumar og sér til þess, aó þeim sé framfylgt. Ekki man ég lengur efni reglnanna, en tilvist þeirra í París kom í hugann, þegar mér varð hugsað til þess, sem hefur verið að gerast á götum Reykjavíkur undanfarið. Forvígismenn þeirrar Listahátíð- ar í Reykjavík, sem nýlega er um garð gengin, hafa lagt á það einna mesta áherslu, þegar þeir tíunda afrek sín í þágu listarinnar, að nú hafi hún verið færð út á götur og torg. Má skilja orð þeirra þannig, að varanleg áhrif hátíðahaldanna undir þeirra stjórn verði þau, að Lækjartorgi verði breytt í lista- miöstöð. Þetta brautryöjendastarf á áreiðanlega eftir aö skilja víða eftir sig spor. Ef til vill er þaö vilji forsvarsmanna þessarar stefnu hér á landi aö spara til dæmis fjárveit- ingar til borgarleikhúss eða tón- leikahallar í Reykjavík með því að gera listina hluta af götulífinu. Lækjartorg gæti þá komið í stað þessara húsa. Og borgaryfirvöld þyrftu ekki annað en festa upp leiðbeiningar á plötu um reglur við listsköpunina. Eftir sýningu Min Tanaka á torginu þyrftu reglurnar ekki að vera margorðar um klæðn- að sýnenda. Aldrei getur skapast samskonar lífsgleöi á götum Reykjavíkur og í fjölmennum borgum, þar sem veðr- áttan leyfir mönnum að sitja nota- lega utandyra, þótt sólin skíni ekki. Af þessari ástæðu verður óþarft fyrir þá, sem eiga önnur erindi í miðbæinn en kynnast listinni, að taka á sig krók til að komast hjá því að lenda óvart á leiksýningu eða tónleikum á torginu. Og menn skyldu og hafa það í huga, að það er ekki eiginleg list, sem þannig þrífst utandyra á stööum, þar sem margir eru á ferli í hinum ólíkleg- ustu erindagjörðum, heldur staldra menn við til að horfa á þá, sem grípa til hinna furðulegustu athafna til að vekja á sér athygli og safna nokkrum krónum. Uppákomur á Lækjartorgi eða annars staðar í miðbænum er alls ekki lausnarorðið, þegar menn velta því fyrir sér, hvernig unnt er að hvetja borgarbúa til að njóta Reykjavíkur meö útivist. Ekki þarf mikinn göngugarp í Reykjavík til að koma auga á þaö, hve fáir eru fótgangandi á ferli í borginni utan við fáeinar götur í miðbænum á verslunartíma. Á síðasta ári beitti sjálf ríkisstjórnin sér fyrir því með lækkun opinberra gjalda, sem henni er mjög sárt um, að átak yrði gert til að fá landsmenn til aö leggja meiri rækt við hjólreiðar. Ekki hef ég séö neina úttekt á árangri þess starfs, en fyrir hjól- reiðamenn er Reykjayík ekki sér- staklega árennileg. Aðstæður fyrir fótgangandi eru snöggtum betri. Til dæmis er til mikillar fyrirmyndar hvernig frá gangstígum hefur veriö gengið við Miklubraut og Kringlu- Uppákomur og borgarlíf

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.