Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 5
Nýstúdentar
frá Mennta-
skólanum á
Akureyri
fagna stórum
áfanga í líf-
inu og setja
svip á bæinn.
Stefán Stefánsson
^ Vjer erum alt í einu orönir fullvalda
þjóó, sem eigum aö fara aö eiga meö
okkur sjálfir, standa straum af okkur aö
öllu leyti og hvernig er svo umhorfs hjá
oss, úti og inni, á þessum mikilvægu
tímamótum? — Alt í kaldakoli og í meira
og minna ólagi. En allra átakanlegast er
þó, aö oss skortir þekkingu til aö lagfæra
þaö, sem aflaga fer, nálega á öllum
sviöum; verklegu þekkinguna vantar og
nú, þegar augu vor hafa opnast fyrir
þessum raunalega sannleika, þá dugar
ekki aö fella hendur í skaut og hafast
ekki aö. Vjer hljótum aö hefjast handa og
þaö rösklega, eöa veröum verri menn
ella, eins og Siguröur prófessor Nordal
gefur svo viturlega í skyn, í nýútkomnum
Skírni, reyndar meö öörum oröum og í
ööru sambandi, en hugsunin er hin sama.
Viö berum oft viö fjeleysi, en þaö er ekki
versta meinið. Vanþekkingin er verst og
á hana veröum vjer aö ráöast — og bera
sigur úr býtum. Fyrst veröum vjer aö
kalla til starfs alla þá þekkingu, sem vjer
eigum völ á í landinu og fá aö alla þá
krafta, sem oss vantar til þess aö koma á
fót verklegum kenslustofnunum, er geti
birgt oss aö vel hæfum starfsmönnum á
öllum sviöum, svo verk þau veröi unnin af
viti og þekkingu, sem knýjandi nauðsynin
heimtar aö unnin sjeu tafarlaust. Undir-
búninginn undir slíka stofnun, eöa stofn-
anir, á skóli vor aö veita.
«Þetta veröur oss ofvaxið, viö höfum
ekki efni á þessu» munu menn segja. En
jeg svara hiklaust: Vjer höfum engin efni
á, aö láta þetta ógert, þjóöin má ekki viö
því, aö fara lengur á mis viö staögóöa
verklega mentun, bygöa á innlendri
reynslu og þekkingu, aö öörum kosti er
líf og framtíö þjóöarinnar í voöa. Þing og
stjórn má meö engu móti, láta undir
höfuö leggjst, aö taka þetta mál tll
alvarlegrar íhugunar og þar aftur úr til
bráöra framkvæmda. Jeg þykist sann-
færöur um, aö í þessu eru allir bestu
menn þjóöarinnar mjer sammála. Þó vjer
í svipinn Ijetum sitja viö þaö eitt, aö gera
skóla vorn svo úr garði, aö stúdentar
hjeöan gætu óhyndraö gengiö á verklega
skóla erlendis, meðan vjer ættum engan
slíkann í landinu, þá væri þegar stórt
spor stigiö fram á leið, en engan veginn
má lengi við svo búiö standa.
Fullvalda þjóöin, sem nú kallar sig
konungsríki, þarf meöal margs annars,
aö byggja yfir höfuöin á sjer, því enn á
hún eigi annaö en Ijelega kotbæi, hrörleg
garöshornabýli og þekkir hvorki nje kann
aö hagnýta sjer byggingaefni landsins og
því síöur reisa sjer vistleg hús; þetta
þurfum viö, fáfróöu karlssynirnir, aö
læra, áöur en viö fáum kongsríkið, eöa
rjettara, heföum þurft aö læra, áöur en
viö fengum kongsríkiö og kongsdóttur-
ina. — Oss vantar fóöur og brauö,
kunnum ekki aö framleiöa þaö úr jörö-
unni; vantar vinnukraft, verkfæri, áburö,
eöa næga jarðvegsgæðing, en vitum af
óþrjótandi orku í ám og lækjum, marg-
víslegum nothæfum verkfærum hjá ná-
lægum þjóöum og vötn og loft hafa í sjer
fólgin næg gæðiefni, til þess aö breyta
öllum láglendum vorum og grashlíöum í
blómlegustu lönd, er framfleytt gætu
margfaldri fólkstölu viö þaö sem nú er.
En þekkingarleysiö blindar augu lands-
lýösins. Ef æskulýönum væri sýnt meö
órækum dæmum, aö unt væri aö breyta
landinu svo og kendar aö ferðirnar, sem
beita ætti, myndi fulloröna fólkiö ekki
una því, aö lifa í Ijelegum hreisum, með
kargaþýfö og ræktarlítil tún og engjar
umhverfis og vinna aö þessu meö pál,
reku og kvísl, orfum og spíkum og
brúnspóntindahrífum o. s. frv. Þaö mundi
kasta gömlu tækjunum og fá sjer önnur
ný, knúö afli úr fossinum í dalnum. —
Vorheyþröng og horfellir fjelli alveg úr
sögunni en velalinn, kynbættur búpen-
ingur mundi árlega gefa bóndanum
góöan arö, vellíðan manna og málleys-
ingja hvívetna blómgast og vjer njóta
frelsisins sem farsæl, sjálfbjarga þjóö,
óháö öllum nema móöur náttúru. Og illa
þekki jeg upplag þjóöarinnar, ef þá
fjölgaði ekki bókum meöal almennings.
Sálarfóörið og hinar andlegu vistir
mundu óefnað aukast og batna, meö
vaxandi velsæld og batnandi efnahag,
andlegt sultarfóöur mundi vafalaust
hverfa úr sögunni, jafnframt því líkam-
lega. Þjóöin mundi yfirleitt lyftast á hærra
menningarstig. ..
Lýsi jeg svo skólanum lokið aö sinni og
kveð ykkur öll bestu vinar kveðju. Veriö
þiö öll blessuö — guö veri meö ykkur.
Háttvirtum gestum þakka jeg heim-
sóknina og læt þess getið, aö mjer er
jafnan mikil ánægja aö því, aö sjá sem
flest gott fólk hjer viö skólauppsögn eöa
setningu. Og þaö má almenningur hjer í
bænum vita, aö þess meiri rækt og
vinarþel, sem fólk sýnir skólanum, því
betri veröur hann og bænum gagnlegri
og því Ijúfara og auðveldara verður
manni endurbótastarfiö. 99
Siguröur Guðmundsson
99
En sá einn nýtur sín, er færi hefir á aö
neyta æöstu hæfileika sinna, þeirra, sem
yrkja mest eöa yrking styöja best. Hjá
frelsi til slíks veröa flest frelsishöft
smáræöi. Mæl því eftir verölagsskrá
þessari skemtanir og nautnir, hvort þær
auka, beinlínis eöa óbeinlínis, frjósemd
hugar. Ef til vill sjer þú þá, aö verið getur
þú án margs, er þú eyðir í tíma og orku.
Kjós þjer eftir boöoröi þessu starf og
stööu, — aö því leyti sem þjer, sökum
aöstööu þinnar, er unt, — þar er þú fær
best ort, c: smíðað eöa samið, skapaö
eöa skipað, ræktaö eöa ritaö. Vertu því
trúr megingáfum þínum, hvort sem er
rithöfundahæfileiki, handlagni eöa búvit
gott. Betur yrkir «skóari» á rjettum staö
en ráöherra á röngum. Og hjer verö jeg
aö skjóta aö athugasemd. Mæli jeg þar
ekki af kala í garð neinnar stjettar, heldur
af því aö mjer ber skylda tii aö segja slíkt
einmitt á þessum staö...
Einhver ykkar spurði mig í vetur, á
hverju kenna mætti mannsefnið. Eftir því
sem jeg eldist og sje skýrara, hvaö lífið
gerir úr sumum «efnilegum mönnum»,
því erfiöara viröist mjer slíkt. Þaö snýst
langt niöri í djúpi mannlegs hugar, hjóliö,
sem hlutur vor leikur á. En þetta hjól er
skapandi starfshvatir, yrki- eöa yfkju-
hvatir, styrkur þeirra og stefna. Þú, sem
hlautst háa prófseinkunn, miklastu eigi!
Enn er óort æfidrápan, sem þú verður
dæmdur eftir. Ef hún reynist leirbull,
snýst próflof þitt í háö um sjálfan þig og,
ef til vill, um þá stofnun, er kórónaöi þig
hrósi og hróðri. Þú, sem barst lága
einkunn frá borði, örvæntu eigil Starf þitt
má veröa skáldskapur, er verömætur
reynist um langan aldur.
Hver er mest ógæfa, er henda má
mannlegar verur, hvort heldur karl eða
konu? Aö drepa úr hor skáldgáfu sína og
skapandi hæfileika. Þeir menn, er slíkt
hendir, veröa einatt fyrir álögum: Fyrir
bragöiö breytast þeir oft í rottur, sem
skemma og naga sjálfa sig, marga
fagurgeröa smíð og listborna iöju ann-
arra, eöa þeir verða aö illum öndum, sem
blása öfundarmóöu á hringinn frjóa,
Draupni, og frændur hans. Slíkir menn
eru ógæfumenn, hversu sjóödigra stööu
sem þeir skipa og hversu mikill sem
vegur þeirra er.
I byrjun vjek jeg aö trú og mannkær-
leika. Jeg sný aö þeim aftur í erindislok.
Þaö er alkunna, hversu foreldrar unna
börnum sínum. Börn eru miklir uppalend-
ur. Fjöldi barna siðar betur foreldra sína
heldur en foreldrarnir þau. í hverjum
fööur og hverri móöur glæöa börn
ósíngjarna ást, alvöru og umhyggjusemi.
Yrkjandi vinna er aö nokkru slíkur
uppalandi. Hún vekur ást á sjer, tendrar
því kærleika í brjósti. Mörg gersemi er
smíöuö af óeigingjarnari ást en margt
víðrómaö kærleiksverk.
Yrkja þín er barn þitt. Þú ant því, er þú
hefir ort eða ræktað. Því meir sem bóndi
yrkir jörö sína, því meir ann hann henni.
Og yrkjand'i starf er mikill trúboði.
Göfugt ævistarf yrkir, á einhverja vísu,
göfuga trú.
Sænska skáldið Runeberg hefir ort
smákvæöi, sem í felst guödómleg viska.
Þaö er smásaga af Lúther. Efniö er á
þessa leiö:
«Öldungurinn sat viö miödegisverö í
fjörugum samræöum viö trúnaðarvini.
Einn þeirra fór aö telja kveinstafi sína:
Þaö er auma lífiö í veröldinni. Hún er full
erfiöis og áhyggju. Þaö er ekki furða, þó
aö margur leiti næöis í klaustur-kyrrö-
inni. Þau kveöja þig, þessi læti og
veraldarstrit. í nágrenni viö mig er
smíðað, hamraö og slegið látlaust liö-
langan daginn. Þaö gildir einu, hversu
snemma jeg fer á fætur. Hamarhöggin og
hávaðinn glepja mig alt af í morgunbæn
minni.»
Lúther hló viö og svaraði: «Hví læturðu
þetta glepja þig? Hugsaöu heldur: Nú hef
jeg sofiö lengi. Nú er ráövendnismaöur-
inn, hann granni minn, úr rekkju risinn og
byrjaöur á bæn sinni. löni og vinna eru
bæn, vinur. Jeg segi þjer satt.
— — — Þreytustunur hans eru guði
ekki ókærari en bænir þínar.» Og hann
bætti viö — og takið þiö vel eftir því:
«Vera má, aö sleggja smiösins slái fastar
á port himinsins en bænir þínar».
Þaö er ekki tilviljun aö skáldiö leggur
Lúther í munn þessi orö um smiö, mann,
er lifir á aö búa til nýtt. Annars þarf
kvæöiö eigi skýringar.
Yrk þú Vitaðsgjafa þinn, þú ungur
námsmaður og þú unga námsmær! Yrkiö
örugg og sigurtrúuð. Feöur okkar og
mæður fólu drottni uppskerunnar árang-
ur iöju sinnar og yrkju. Ger þú sama,
hvort sem þú kallar hann framþróun,
«sjónlausan» «lagastraum», hiö besta í
sjálfum þjer, æöra skipulag eöa rjettlæti
bak viö líf og hel. 66
©