Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 15
marki, og fólk keppist mest e.u. að skoöa frummyndir þeirra mál- verka, sem það hefir skoðað í bókum. Víða á sveitaheimium og al- þýðuheimilum í kaupstöðum er yfirleitt ekkert annað til skemmtunar en útvarpið. Fólk veröur að fá eitthvað sjálfstætt inná heimilin, hljóöfæraslátt, söng, upplestur, eitthvað fallegt til að dútla við, þar sem börnin eru beinir þátttakend- ur. Þau mega ekki sogast svo gjörsamlega af lífi og sál inní útvarpstækið að hin andlegu líffæri þess missi allan þrótt og alla náttúru, eins og meltingarfærin í þeim, sem fá fæðuna pumpaða beint inní æðarnar. Slíkt gengur ekki til lengdar. Það þarf að koma hljóðfæri inná hvert einasta heim- ili þar sem börn eru, fólk veröur sjálft að lesa bækur, en ekki láta Helga Hjörvar lesa þær allar ofaní sig. í lok þessa mánaðar geri ég nýja tijraun í sambandi viö bókaút- gáfu. Ég byrja að kynna bækur með því aö lána þær til reynslu, og ég byrja útgáfu svokallaðra vasa- bóka „pocketbooks", sem mjög ryðja sér nú til rúms í samkeppni viö tímaritin sem allt eru aö gleypa. Þaö er hvorttveggja aö bækur þurfa að lækka fyrir fólk sem lítið fé hefur handa á milli en þó fremur hitt að þær þurfa að vera hentugri. Fólk tímir ekki að taka fína bók út úr skáp til þess aö hafa meö sér á hárgreiðslu- og rakarastofur, lækna- stofur og á vinnustaði, til að líta í í kaffitímanum. Til þess eru þær of dýrar og þó einkum óhentugar. Úr þessu verður bætt með þessum nýju vasabókum okkar, sem byrja að koma út í marz. Að lokum vil ég, að við biðjum þjóðina okkar einnar bónar sam- eiginlega; aö henni megi auönast aö blanda ekki um of saman listum og pólitík. Ég las í gær í einu blaöi skammargrein um menntamálaráð sem gæti bent til þess að þeir menn væru enn til, sem vildu koma hér í gang nýjum Stalínisma, Hitler- isma eða McCartyisma. Það er vandi að gerast dómari yfir listum og listamönnum og þaö ætti ekki að fela mönnum, sem eiga meira af hatri en góðvild. Engin stöðuhækkun fyrir Guðberg í samtali við þá Einar Þorstein Ásgeirsson og Guðberg Auðunsson í Lesbók 14. júní sl. ræddi Guðbergur m.a. um væntanlega sýningu sína í Baden Baden og var haft eftir Guðbergi í samtalinu, að sýningin yrði „stöðuhækk- un“ fyrir hann og kannski hefur einhver rekið upp stór augu, þegar hann las þetta. Því miður verður að játa, að Guðbergur á ekki von á stöðuhækkun, en vonaðist til að sýningin yrði einskonar stöðukönnun, sem er dálítið annað mál og leiðréttist þetta hér með. r HEYKÐU. ASmiKUR, ^ HVAÐ HBLDUR-ÐU A-ÐFBRÐA MADURINN HAF/ MEINT . MEQ ÞV/.AD &NUSI6ÐIR i X.SfA' OFAANt-£6AR 5 ÁSTRÍKUR OG GULLSIGÐIN Eftir Goscinny og Uderzo. Birt í samráði við Fjölvaútgáfuna ' E& SK/L ÞfiB BKKt, STE/N- . R/KUK ' J MER F/NNST ROMVERJfí, EVÐH-E&6JA S/6NUPAL MEÐ ÞESSAR! 60ÐA - J BAKKA-HRfíPBRÚ' Æ r V/V EKULUM BARfi HUSÍfí UM AÐ KOMAST 'AFRAM. LATRM HVERJUM DEG/NÆGJA- •^S/Nfí ÞJANHVGU. . . ÞRNN/G HÉLDU ÞEIR FÖH ÁFRfíM V/Ð- BURÐALAUST. A.M.K. HÉLDU ÞE/RBNCfí TÖLU Á RÆ.NIN6JUNUM.. ... ÞAO KOM SER VEL FyRlR ÞA, AÐ ÞE/R ÞURFTU EKKt fiÐ TAKA SER NÆTUR6ISTINGU. ÞVt ÞAR VORU ÞE/R AÐ HALDA HÚRAÐSHÁT/D, SEM STÓÐ ALLA NÖTT/NA , . .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.