Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 12
Tvær
örstuttar
sögur
eftir
HRAFNHILDI
VALGARÐSDÓTTUR
Þankarí
kvist-
herbergi
Þú ert svo glæsilegur maöur
Magnús, býrö í ríkmannlegu húsi,
átt nýbónaöan bíl, pelsklædda konu
og tvö gáfuöustu börnin í skólan-
um. í garöinum þínum vaxa rósir,
túlípanar og páskaliljur, fyrir utan
allar hinar tegundirnar, sem ég kann
ekki aö nefna, því aö ég er aðeins
einfeldningsgrey, sem bý í einu
herbergi, og því fylgir enginn garö-
ur.
Á morgnana, þegar ég vakna,
stauiast ég fram úr rúminu, til aö
sjá stóru eikarhuröina þína opnast
hægt og hægt. Þú heldur konunni
þinni lengi í örmum þér, þrýstir
henni aö þér, og kyssir hana í
kveðjuskyni. Þaö glampar á vel-
burstaöa skóna þína, og brotiö í
buxunum er eins og hnífsblaö. Ég
glenni betur upp augun, og já, nú
sé ég, aö þú ert búinn aö fá þér nýtt
slifsi. Þaö er langt síöan þú hefur
verið í þessum frakka, en mér
hefur alltaf þótt hann yndislegur.
Þetta hlýtur aö vera einstaklega hlýr
og mjúkur frakki, enda myndi
annaö ekki hæfa þér. Hvenær
fékkstu þér þessa hanska? Hvers
vegna spenniröu ekki öryggisbeltiö,
þú veist, hvað þaö er mikilvægt.
Mér finnst þú alitaf bakka of hratt
út úr innkeyrslunni.
Konan þín hefur dregiö aftur
fyrir eldhúsgluggann. Hún ætlar
auövitaö aö lúra svolítiö lengur. Þaö
vildi, aö jólin færu aö koma. Já,
tvisvar verður gömul kona barn.
Jólin, jólin, ég biö til Guös allan
daginn, aö hann leyfi mér aö lifa
ein jól enn. Kannski gerir Guö
svolítiö grín aö mér, því aö hvaö
hefur gamalt kerlingarskar aö gera
með fleiri jól? Eins og ég hafi ekki
lifað þau nógu mörg?
Nú hefur konan þín dregiö frá
eldhúsglugganum aftur. Hún ætlar
aö fara aö elda hádegismatinn.
Ósköp er nú ræfilslegt aö eiga
engan kíki.
Já, þaö voru jólin. Geröu bara
grín aö mér Guö, en þú veist, aö á
jólunum man stundum einhver eftir
gömlum kerlingum, sem liggja ein-
ar uppi í kvistherbergi.
Hananú, þetta hlýtur aö vera
hún Stína mín aö færa mér matinn.
Kannski leyfir hún mér að fara
aöeins út aö ganga. Nei, þaö er þá
þessi svipur á henni í dag. Þaö er
best aö vera slæm af gigtinni, ef
hún býöst til aö fara með mig út. Ég
get ekki afboriö þaö, þegar hún
dregur mig á eftir sér, og hreytir í
mig ónotum, rétt af því, aö ég er
lengi að setja annan fótinn fram fyrir
hinn. Ef ég ætti hjólastól, ja, þaö
væri völlur á manni þá. Þá gæti
ég staulast sjálf niöur stigann, sest
í stólinn, látiö á mig rauöa hattinn,
þennan meö netinu, og sagt ósköp
sætt við hana: „Stína mín, aktu
mér nú eina bunu niður götuna."
„Alveg sálfsagt gamla mín,“ myndi
Stína segja, og setja upp góöa
svipinn. Svo gæti hún fariö eins
hratt og henni sýndist. Henni leiðist
nefnilega aö „lúsast" áfram, því aö
hún er svo tímabundin.
Sumir dagar líöa svo hratt, að
þaö er rétt svo, að maöur muni eftir
því aö lifa þá. Sjáöu nú til dæmis
þennan dag. Rétt áöan var ég aö
fylgjast með honum Magnúsi mín-
um fara í vínnuna, en nú er hann
allt í einu aö koma aftur heim úr
vinnunni. O, jæja, þaö gerir svo
sem ekkert til, þótt einn og einn
dagur detti úr, þaö styttir bara
tímann til jóianna. Já, Drottinn minn,
geröu bara grín af mér, því aö ég er
svoddan einfeldningsgrey.
þrátt fyrir allt, sá ég sakleysið
speglast í augum þeirra. Eg á
svolítið spegilbrot, en ég hef ekki
kjark í mér lengur til að líta í þaö.
„Ógeðsleg grýla" sögöu þau, skinn-
in litlu. Einu sinni var ég fögur,
eins og rósirnar í garðinum þínum.
Hvenær koma jólin? Ó, hvaö ég
hlýtur nú líka aö vera þreytandi, aö
vera húsmóöir í svona stóru húsi,
og sjá þar aö auki um tvö fjörug
börn. Börnin, elsku litlu börnin.
Veistu, aö þau hræktu á mig um
daginn, og sögöu, aö ég væri
ógeösleg grýla? Jú, ég var svolítið
sár, en börn eru þó alltaf börn, og
Sviðaveizla gegnum skráargat
llmandi matarlykt. Ég finn sult-
inn garga innan í mér, en mér er
ekki boðið í veisluna. Kannski verö
ég södd, ef ég fæ aö horfa á fólkiö
boröa. Ég fæ mér stól, og kem
mér þægilega fyrir, fyrir framan
skráargat.
Það er lagt á borö fyrir sex
manns. Heimafólkiö er spariklætt,
og hefur sett upp eilífðarbros, sem
ætlaö er gesti þeirra. Hann situr
fyrir miöju, og allir leggja sig fram
viö aö vera sem fallegastir —
gáfaöastir — huggulegastir — ynd-
islegastir. Vinnukona kemur inn,
meö rjúkandi skál í höndum, og
leggur varlega á borðiö. Ég set
nefiö í skráargatið, og finn ilmandi
rófustöppulykt. Næsta vinnukona
kemur meö aöra skál, og þar er
þá komin kartöflustappa. En nú
kemur fyrri vinnukonan aftur inn og
er brosandi út aö eyrum. Hún er
sýnilega stolt af því, sem hún ber
á borðið, enda varla nema von, því
aö nú fyllist allt af sviðalykt. Umm-m,
sviö, sviö. Fjölskyldan rekur upp
fagnaöaróp, og allir taka til matar
sfns.
„Oh, ég get aldrei étið helvítis
augaö,“ kveöur viö í yngstu dóttur-
inni, um leið og hún sker augað úr
augntótt sviöakjammans, sem ligg-
ur á diskinum hennar. Tóttin gapir
tóm á móti henni, en augaö hafnar
á diski pabbans.
„Já, ég held ég þiggi nú
augaö," hlær pabbinn, um leiö og
hann stingur gafflinum í aökomuaug-
aö, og treöur því upp í sig.
„Ég hef nú aldrei getaö fengiö
mig til aö boröa augu heldur," segir
húsmóöirin afsakandi, og nú kemur
annaö auga á disk pabbans. Eldri
dæturnar tvær eru þöglar, líta á
gestinn afsakandi augum, og nú
bætast viö tvö augu til viöbótar á
disk pabbans. Diskurinn viröist nú
fullur af augum, sem stara brostin
upp til hans. Á hinum diskunum eru
tennur, eyru og tómar augntóttir, en
enginn annar diskur státar af
augum. Gestinum svelgist svolítiö
á, en fölnar svo snögglega.
„Hva-hvar er kló — tojlettið,"
spyr hann varlega, og horfir bæn-
araugum á húsbóndann, sem smjatt-
ar ánægjuiega og bendir á eina
huröina. Síöan brosir hann til
augnanna sinna á diskinum, spýtir
út úr sér augasteini, og heldur áfram
aö boröa.
Aldrei á æfinni hef ég oröiö
svona södd, af því einu, aö horfa á
veislumat í gegnum skráargat. En
eitthvað er þó aö þessu, því aö ég
finn, aö maturinn vill losna úr
maganum, og reikulum sporum
staulast ég inn á kló-tojlettiö á eftir
gestinum.