Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1980, Blaðsíða 13
Larsen sá við launráðum Tals MARGEIR PÉTURSSON Sá erlendur skákmeistari sem mestrar hylli nýtur hér á landi er án efa daninn Bent Larsen. Mörgum er áreiðanlega í fersku minni einvígi hans og Friöriks Ólafssonar um Noröurlandameistaratitil- inn áriö 1955. Þeir tveir hafa síðan marga hildi háö saman og skáru sig um langt árabil úr hópi annarra skákmanna á Noröurlöndum. Lengi vel haföi Friörik betur, en eftir aö hann sneri sér aö laganámi fór Larsen aö síga fram úr. Síöast tefldi Larsen hér á landi 1978, en þá vann Friörik hann í æsispennandi skák viö mikinn fögnuö áhorfenda. Þaö hefur jafnan einkennt Larsen sem skákmann hversu misjafnlega honum vegnar frá einu móti til annars. í fyrra gekk honum ila framan af árinu, hann varð t.d. ekki í hópi þeirra átta skák-' manna sem berjast nú um réttinn til þess aö fá aö skora á heimsmeistarann. í lok ársins varö hann hins vegar langefstur á geysisterku skákmóti í Buenos Aires í Argentínu. Nú um daginn virtist Larsen ætla aö endurtaka þennan sigur sinn á skákmóti í Bugojno í Júgóslavíu. Hann byrjaði þar mjög vel og hafði hlotið fimm vinninga í sex skákum. En þá fór þreyta aö segja til sín og síðustu flmm skákum hans lauk með jafntefli, þrátt fyrir þaö að hann heföi, aö eigin sögn, haft unniö tafl í skákum sínum viö júgóslavana Kurajica og Ljubojevic í tveimur síöustu umferö- unum. Þetta varö til þess aö heimsmeist- aranum, Anatoly Karpov, tókst aö skjót- ast fram úr og sigra, en Larsen varö aö sætta sig viö annaö sætiö, sem er þó mjög góöur árangur Mörgum viröist Larsen standa illa framan af í flestum skáka sinna og er ég þar ekki undanskilinn. En síðan þegar líöa tekur á miötaflið viröist oft svo sem staöa hans springi hreinlega út og ekkl er hægt annað en andvarpa af hrifningu og hugsa sem svo, aö allt hafi þetta líklega veriö með ráöum gert. Skák dagsins er frá Bugojno-mótinu og þaö er auövitað Bent sem hefur hvítt, en gamall kunningi, Mikhail Tal, fyrrum heimsmeistari, stýrir svarta liðinu. Larsen, sem hefur mjög alhliöa byrj- anaval, beitir í þetta sinn enska leiknum, byrjun sem hann hefur lengi haft mikið díæti á. Afbrigöi þaö, sem hann velur, hefur lengi haft mikið jafnteflisorö á sér, en heimsmeistarinn fyrrverandi velur ekki algengustu leiðina, 5. — e6. Þegar friösamir.skákmenn tefla, vlll framhaldið oft veröa eitthvaö á þessa leið: 6. Rbc3 — Rge7, 7. 0-0 — 0-0, 8. d4 — cxd4, 9. Rxd4 — d5, 10. cxd5 — Rxd4, 11. exd4 — Rxd5, 12. Rxd5 — exd5, og í þessari stööu hefur mörgum fundist vera kominn tími til samninga. Auövitaö hefur baráttumaöur eins og Larsen haft einhvern glaöning í huga, svo sem 8. b3 eöa 8. Rf4, enda sagði hann eftir skákina aö hann heföi oröið fyrir miklum vonbrigöum meö fimmta leik Tals og vegna hans heföi langur undirbúningur fariö í súginn. En Larsen viröist samt sem áöur vel heima í byrjuninni og hann lék hratt á meöan Tal eyddi miklum tíma. Sovézki stórmeistar- inn var greinilega aö reyna aö komast hjá því aö lenda í sporum portúgalska alþjóðameistarans Durao, en á skákmóti í Montreal lenti portúgalinn í nokkrum erfiöleikum gegn Larsen eftir 10. — Rf6, 11. 0-0 — 0-0, 12. Rd5 — e6, 13. Rxf6+ — Bxf6+, 14. Bxf6 — Dxf6, 15. f4. Tólfti leikur svarts miöar sérstaklega aö því aö hindra hvít í aö fá upp svipaða stööu og í skákinni Larsen-Durao, en þaö heföi orðiö ofaná eftir 12. — 0-0, 13. Rd5. Larsen heföi getaö fengiö aöeins betri stööu með því aö leika 14. d5, en Tal er þekktur fyrir bellibrögö sín og eftir 14. — Re5, 15. cxb5 — axb5, 16. dxe6 — Bxe6, 17. Dxd6 — b4, er staöan tvísýn. Danski víkingurinn valdi því aðra frum- legri leið í 14. leik. Tal er alltaf samur viö sig. í 18. leik leggur hann gildruna 18. Bxf6 — Bxf6, 19. Dxd7 fyrir Larsen, en þá tapar hvítur manni eftir 19. — Hfd8, 20. Rxc5 — Dxc5, 21. Da4 — Hxd1, 22. Hxd1 — Dc2. En þessi djúpsprengjulögn kostaði Tal mikinn tíma og eftir 20 leiki haföi hann aöeins 17 mínútur eftir á klukkunni, fyrir 20 næstu ieiki. Næstu leikir hans eru því all handahófskenndir og riddaraleikir hans í 23. og 24. leik gefa hvítum færi á því aö bæta stööu drottningar sinnar. Eftir 27. — c4, viröist svartur standa vei, en Larsen lumar á hótununum 28. Re4 og 29. Hb1 meö sókn. Þó má segja aö hin alvariega veiking 28. — f5, hafi byggst á ofsjónum. Riddarinn á g7 var vandræöagripur, en engu aö síður heföi svartur átt að leika 30. — Db4! til aö koma í veg fyrir 31. Db2! 35. — Rd3l? var síöasta von Tals til þess aö geta rétt úr kútnum, en eftir 35. — Kf7, 36. Hb1 heföi 37. Rb5 verið óþægileg hótun. Á stöðunni á stöðumyndinni sjáum viö að hvítur heföi getað unnið peö meö 36. Rxe6, en staöan hefði verið óljós áfram eftir 36. — Rb2. j staö þess fann Larsen hinn ægisterka leik 36. Rc6! og nú rann upp Ijós fyrir Tal. Eftir 36. — Rxc1, fellur hvítur auðvitaö ekki í gildruna: 37. Rxa5+ — Hd1+, 38. Bf1 — Re2+, heldur leikur hann einfaldlega 37. Dxc1! og veröur manni yfir. Sér grefur gröf þótt grafi! 37. Hb1! geröi síðan snyrtilega út um tafliö þar eö þá voru allir hvítu mennirnir komnir í skotfæri viö svarta kónginn. Skemmtileg viöureign tveggja skák- jötna. Hvítt: Bent Larsen-Svart: Mikhail Tal Enski leikurinn 1. c4 — c5, 2. g3 — g6, 3. Bg2 — Bg7, 4. e3 — Rc6, 5. Re2 — d6, 6. Rbc3 — Bd7, 7. b3 — a6, 8. Bb2 — b5, 9. d3 — Hb8, 10. Dd2 — Da5,11. 0-0 — Rf6, 12. Had1 — e6, 13. d4 — 0-0,14. dxc5 — dxc5,15. cxb5 — axb5, 16. a4 — bxa4, 17. Rxa4 — Rb4, 18. Be5 — Hbdé, 19. Dd2 — Bxa4, 20. Hxd8 — Hxd8, 21. bxa4 — Re8, 22. Bxg7 — Rxg7, 23. Rc3 — Rd3, 24. Dc2 — Rb4, 25. De4 — Rd3,26. Dc4 — Re5, 27. Db3 — c4, 28. Dc2 — 15, 29. Hb1 — Hd3, 30. Hc1 — Re8, 31. Db2 — Rd6, 32. Re2 — Hb3, 33. Dd4 — Hd3, 34. Da1 — Hd2, 35. Rd4 — Rd3, —im—wm .i m '' mm wm. m ■*“ mm. 'mm. mm. * 11 í fV| f%. 'WÆ mm’.. 'wæ iBii ■ il s álllf i.Wm.. m 36. Rc6 — Dc7, 37. Hb1 — Hxf2, 38. Hb8+ — Kf7, 39. Rd8+ — Ke8, 40. Bc6+ og svartur gafst upp. Sumir segja aö eftirfarandi saga eigi upptök sín á Kleppi, aðrir heimfæra hana til Hrafnistu, en líklega er þetta þó flökkukind, upphaflega búin til í skrifstofu erlends skemmtirits: Ungur framagjarn hjúkrunarfræö- ingur haföi valist til forstööu á ellideild- inni. Á kvöldin settu þeir, sem gervi- tennur notuöu, þessi þarfaþing sín í vatnsglös viö höföalag sitt, og fyrsta morgunverk hjúkrunarfólksins var aö bursta þessar ágætu tennur og stinga þeim svo á réttan staö. — En þaö var einmitt hér sem fyrsta hagræðisfyr- irskipun nýja hjúkrunarfræðingsins átti heima. Hann lét safna öllum tönnum deiidarinnar saman í vaskafat, hellti yfir hreinsilegi og skolaöi síöan allt meö heitu vatni. Meö þessu hélt hann aö mætti spara mikinn tíma og erfiði. En hann komst brátt aö því, þegar hver vildi hafa sínar einkatennur án tafar, aö ráöið var ekki nógu þaulhugs- aö. Og sagan er ekki lengri. Fyrir um þaö bil 30 árum efndi tímarit í Reykjavík til vísnakeppni, smávegis verðlaun skyldu veitt, vænt- anlegur heiður var þó aöalatriöiö. En til þess aö ekki yröi hægt aö segja um ritstjórana, aö þeir væru hlutdrægir eða veittu verölaunin höfundum, sem annaö hvort eöa hvortveggja væru kunningjar þeirra eöa þegar lands- kunnir hagyrðingar, gripu þeir til þess ráös að birta aðsendar vísur höfunda- lausar, og ekki nóg meö þaö: Lesend- ur áttu sjálfir aö greiöa atkvæöi um hver skyldi hljóta verölaunin. Blaðið birti svo hundruö mismun- andi ágætra lausavísna. Hvernig fór Dauöinn var þar sýndur mér með verölaunaveitinguna eru víst flest- ir eöa allir búnir að gleyma, nú eftir svona mörg ár. En í umræddu blaði, — nefni engin nöfn — eru vísurnar, og þær minna átakanlega á gervitennurn- ar, sem seint og illa rötuöu á réttan kjaft, afsakiö oröalagiö. Hér koma nokkrar þeirra, réttar höfundalausnir sendast undirrituðum, sími 41046. Heims af táli hrellda sál hægt er lengi aö yngja, þá um vetur vonamál vorsins fuglar syngja. 2. Þeim sem kanna fjall og fjörö fósturlandsins góða, skilst aö engin önnur jörö á æöri tign aö bjóöa. 3. Ei skal kvarta, yndi dvín, ástir skarta fornar, meyjan bjarta, myndin þín mór um hjartaö ornar. 4. Margt þó veröi aö sorta svert, særöa lund má hugga, til eru menn sem geta gert geisla úr hverjum skugga. 5. Margur særöur sorgarör söknuö lífi tvinnar, losnar ei viö fingraför fyrstu ástar sinnar. 6. Lífsins skuggar líöa frá létt um morgunsárin, framrétt kærleiksmundin má mörgu þerra tárin. 7. Vorsins tíö er björt og blíö, blika víöa hagar, blómin hlíða brosa fríð, bjartir líöa dagar. 8. Frelsisblærinn flugi nær, fegurð slær um ögur. Eyjan hlær sem yngismær, alltaf kær og fögur. 9. Ævilokin færöu fríö, firrtur illu táli, ef þú fylgir alla tíö aöeins réttu máli. 10. Morgunsól í sumarblæ signir allar leiðir, yfir fold og fríöan sæ fagra geisla breiöir. 11. Harpa og boginn, heyrn og sýn hrærist, loginn nær til mín, márinn floginn, mild og fín mænir á voginn stúlkan þín. Vel mætti trúa því aö fleiri en ein þessara vísna væri eftir sama höfund. Gaman væri aö fá línur um þessi efni. Eg set hér svo aö lokum vísu úr annarri átt. Ekki veit ég þó hvaðan hún er komin, eflaust er hún mjög gömul, yfir henni er undarlega heillandi þokki. Þetta gæti veriö gáta. Kannski getur einhver lesandi varpaö á hana Ijósi: Datt ég ofan í djúpa lind, dauðinn var þar sýndur mór, lét mig sú hin Ijóta kind liggja milli brjósta sér. J.G.J. sími 41046 «883$3ð98s$888æss8ðsæea8ssae9?3æ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.