Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Page 11
hersveitunum burt úr Mansjúríu, og
var þá komið langt fram yfir umsamd-
an tíma, þegar þær skyldu hafa verið
dregnar til baka.
Athafnasemi Rússa á hinum víðáttu-
miklu landsvæðum við Amus og Uss-
uri, sem voru nokkurs konar einskis
manns land, þó að hinir kínversku
Mansjú-keisarar geröu tilkall til þeirra,
nær aftur aö miöri 19. öld, til þess
tímabils rússneskrar sögu, þegar í
fyrsta lagi er hægt aö tala um nútíma
heimsveldisstefnu varðandi hana. Út-
þenslan í fjarlægari Austurlöndum er
bundin viö tvö nöfn: Muravjov, land-
stjóra í Austur-Síberíu, sem notfærði
sér veikleika Kína eftir opíumstríöið tii
þess aö gera nauðungarsamning um
Amur sem landamærafljót, en fram til
þess hefur Kína ekki viljað viðurkenna
þann samning, og Sergej Witte, greifa,
hinn volduga fjármáláráðherra, sem
vildi leita nýrra markaöa í Austurlönd-
um í sambandi viö iönvæöingu keis-
araveldisins. Undirstaöan í þessu efni
var Síberíujárnbrautin, sem aðallega
var- byggö fyrir franskt fjármagn.
Áætlun hans um „friösamlega innrás" í
kínversku Mansjúríu var þó spillt af
valdafíknum og metorðajsúkum hers-
höfðingjum og, uppblásnu þjóðernis-
sinnuöu almenningsáliti. Afleiöingin er
alkunn — ófarirnar viö Tsushima og
byltingin 1905 í kjölfar þeirra.
(Viö Tsushima, japanskan eyjaklasa
í Kóreusundi, laust saman japanska
flotanum og rússneskum herskipa-
flota, sem sendur var frá Evrópu, 27.
maí 1905. í rússneska flotanum voru
36 skip, sem öllum var sökkt aö
þremur undanskildum, sem komust til
Vladivostok.)
Eins og sagnfræðingurinn Dietrich
Geyer hefur sýnt fram á, er engan
veginn hægt aö tala um markvissa
heimsveldisstefnu Rússa á tímabilinu
milli Krímstríösins og fyrri heimsstyrj-
aldarinnar. Miklu fremur lét veiklund-
aöur keisari og lin ríkisstjórn meö
tregöu og ófýsi hafa sig til aö reka
„pólitík hins sterka“ fyrir þrýsting frá
yfirstéttinni, stórjarðeigendum og öör-
um, en meö henni átti aö reyna aö
draga úr viösjám innan hins rússneska
þjóöfélags.
Vafalaust hefur hin hernaöarlega
ógnun, sem stafaði af hinum rússn-
eska „gufuvaltara" og alslava-stór-
veldisdraumum hinnar heilögu móöur,
Rússlands, með sína mannkynsfrels-
andi köllun, virzt meiri en hún var í
Þýzkalandi og Austurríki-Ungverja-
landi. En þessi óraunhæfa Rússa-
hræösla snerist svo strax í stríðsbyrjun
yfir í hiö gagnstæða: Nú er Rússland
aftur oröið „risinn á leirfótum“, sem
bara þyrfti aö ýta viö, til þess að hann
hryndi í sundur í smáparta. (Á furöu
svipaöan hátt lýsir nú kínverski áróð-
urinn yfirvofandi hættu af „ísbirninum"
meö skírskotun til innanlands veikleika
Sovétríkjanna).
í augum allra nágranna sinna verður
Rússland ógnarlegur, óútreiknanlegur
risi. Þó liggur engin bein lína milli
Péturs I, Katrínar II og Alexanders II
fram til Stalíns og Bresnévs. Sam-
hengiö er brostið; hin rússneska
heimsveldisstefna er og var breyting-
um undirorpin. Þaö sem sagnfræðing-
urinn Reinhard Wittram sagöi á sínum
tíma um keisaraveldið, virðist engu
síður eiga við nú á tímum, aö „hin
rússneska utanríkisstefna byggist
hvarvetna, allt frá fjarlægari Austur-
löndum til Eystrasalts, á hinni sömu
hefðbundnu drottnun, en fylgir jafn-
framt hinum margvíslegustu kröfum
líöandi stundar, er háð ríkri hefö, en
jafnframt frjáls allt aö geöþótta“.
- SvÁ - úr „Zeitmagazin“
Höf. Karl-Heinz Janasen.
Leiðin til hjartans
Er Brekkukotsannáll listaverk á
borð viö sjávarmyndir Schevings,
— er Þrymskviða Jóns Ásgeirsson-
ar eins bitastæð og Gaidra-Loftur
Jóhanns Sigurjónssonar, — er
Njála magnaðri en sú níunda eftir
Beethoven? Þannig mætti halda
áfram lengi dags, en það eru því
miður þýðingarlausar spurningar
og svörin færu vísast eftirþví, hvort
viðkomandi hefur sálarskarnið inn-
stillt á bókmenntir, myndlist eða
músík. Stundum er sagt, að Ijóðlist
og músík séu að einhverju leyti
skyld; aðrir tala um Ijóðlist og
myndlist í því sambandi. Slíkt mat
er ákaflega persónulegt; það bygg-
ir á tilfinningu og ekkert er eins
erfitt að henda reiður á og tilfinn-
ingar.
Allar listir róta eitthvað við til-
finningasviðinu en þó er klárt, að
sú list er líka á meöal vor, sem
ætlað er aó höfða fyrst og síðast til
hins hugsandi manns; til skynsem-
innar. Þar á meðal er sumt í
bókmenntum; þjóðfélagsádeila til
dæmis, — og í myndlist er þeirri
tegund, sem reist er á allskonar
skilgreiningu og upprööun frum-
forma, ætlaö rúm á þeim bás. Þar
ræður köld rökhyggja ferðinni; sú
myndlist er stærðfræðilegs eðlis,
en hitt mun þó algengara, að
myndir snerti tilfinningastrengi í
hugum þeirra, sem líkar við þær á
annað borð.
Ég hygg aö tónlistin hafi þá
sérstöðu aö vera umfram allt á
tilfinningasviðinu. Þessvegna geta
allir notið tónlistar, hver á sinn hátt
og sú skýring er aldrei haldbær, aö
ekki þýði að hlusta á þetta eða hitt
vegna þess að maður skilji þaö
ekki. í raun og veru er ekki um að
ræða að skilja, heldur að njóta á
sama hátt og enginn skilur fugla-
söng, en flestir njóta þess að hlusta
á, hvað hann getur verið fallegur.
Tónlist og söngur framkalla ým-
isskonar óiíkar kenndir; þaö er
annað mál, en að minni hyggju
talar tónlistin ekki til skynseminnar.
Og einmitt vegna þess að leið
hennar liggur beint til hjartans,
verður miklu meiri og innilegri
hrifning undir glæsilegum tónlist-
arflutningi en af því að virða fyrir
sér ágæta mynd, ellegar stauta sig
framúr merkisbók.
En margir finna með sárum
söknuði, að flutningur snjöllustu
tónlistarmanna á gullkornum tón-
bókmenntanna, flýgur framhjá eins
og hraðfleygur fugl. Það er list
augnabliksins; áhrifin beint í æð,
en hversu lengi verða þau viðloð-
andi? Misjafnt er það, en veldur
hver á heldur. Aðeins tiltölulega
fáum snillingum er gefið að gæöa
þessi dýru augnablik svo mögnuðu
inntaki, að ekki máist út í minning-
unni. Satt að segja eru þeir ekki
margir, sem ég gæti fyrir mitt leyti
dregið í þennan dilk og eru þó æði
oft góðir gestir á tónleikum Sinfóní-
unnar og margt sem hrífur á
leikandi stund.
Ef ég ætti að nefna eitthvað
sérstaklega goðumlíkt frá liönum
árum, þá kemur mér fyrst í hug Ella
Fitzgerald, sem kom hér og söng
og lyfti þá eins og endranær
jassinum í æðra veldi. Hún er
ótrúlega minnisstæð eftir mörg ár.
í annan stað vil ég nefna þann gest,
sem svipmestur var á listahátíð
1978: Mstislav nosiropc vits. Enn
finnst mér ég geta heyrt í séllóinu
hans, þegar hann setti sig í herö-
arnar á sinn einkennilega máta og
lék sellókonsertinn eftir Dvorák.
Hann heillaði marga þá.
Umfram alla aðra, sem hér hafa
sézt og heyrzt, vil ég þó nefna
Luciano Pavarotti, tenór af guös-
náö, sem yljaði okkur um hjarta-
rætur á þessu milda vori. Þegar
bezt tekst til, nær söngurinn greið-
ast til hjartans af allri tónlist; það
sást að minnsta kosti berlega í
Laugardalshöllinni, en ömurleg um-
gjörö er þaö hús um svo dýrlegan
söng. Yfirleitt eru íslendingar sein-
þreyttir til fagnaðarláta og þess-
vegna var merkilegt að sjá þessa
umbúðalausu og næstum barns-
legu hrifningu. Þaó voru augnablik,
sem aldrei gleymast; eitthvað sem
ekki verður metið til fjár og tíuþús-
undkallinn verður hlægilega smár í
samanburði við það sem söngvar-
inn lét í té. Maður haföi á tilfinning-
unni aö hafa kannski heyrt þaö
endanlega í söng; að hafa upplifað
svo stór andartök, að við þeim er
ekki hægt aö búast hér nema
örsjaldan. Eins og komiö hefur
fram í síðustu Lesbók, fer stór-
söngvurum af ýmsum ástæðum
fækkandi; þeir eru að veröa eins og
sjaldgæf dýrategund. í annan stað
telja hinir sérfróðu, að slíkt náttúru-
fyrirbæri sem Pavarotti fæöist ekki
nema einu sinni á öld. Hvort hann
er jafn góður eða betri en Caruso,
sem fæddist á öldinni sem leið,
skiptir ekki máli. En hann telur sig
kannski eiga eftir 5 ár á hátindi
getunnar og eftirspurnin eftir hon-
um er gífurleg um allan heim.
Næsta ólíklegt er, að hann eigi eftir
að koma hingað aftur og við
megum vera þakklát Ashkenazy
fyrir aö fá hingaö þetta bjarndýr í
mannsmynd, sem getur sungið svo
veikt að næsta stig er alger þögn
— og þó fyllir þessi tónn húsið.
Þegar verulega reynir á, er Pavar-
otti eins og íþróttamaður sem
dregur andann djúpt og setur sig í
stellingar — unz hann glansar á
háa c-inu með álíka fyrirhafnarleysi
og glæsibrag og þegar Jesse
Owens hljóp 100 metrana.
Kannski hefur einhverjum fundizt
þessi konsert aldarinnar of dýru
veröi keyptur og nær að kaupa sér
nokkra sígarettupakka fyrir tíuþús-
undkallinn. Og sjónvarpið var svo
framúrskarandi hugulsamt aó tíma-
setja viðtöl við forsetaframbjóö-
endur á nákvæmlega sama tíma og
Pavarotti söng. Til voru þeir, sem
hættu við að fara; fengu miðana
sína endurgreidda og mátu sjón-
varpið meira.
Ekki hafa menn verið á eitt sáttir
um ágæti nýliðinnar listahátíðar.
Stundum var talað um algert
prump og nýju fötin keisarans.
Rusliö skiptir þó ekki máli; þaö
gleymist. En að fá einn einasta
mann, sem getur komiö fólki til
þess að fella tár af einskærri
hrifningu, það réttlætir allt fargan-
ið.
Gísli Sigurðsson