Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Síða 5
Sæmundur Eiríksson og systkini hans. Talid frá vinstri: Runólfur, trésmiöur í Reykjavík, sem nú er látinn, Sæmundur, Sigríður, húsfreyja í Túnsbergi í Hrunamannahreppi, og Guðlaug, húsfreyja í Þverspyrnu í sömu sveit. benti honum á að % hlutar úr Berg- hylnum væru lausir en á ’/a bjó Skúli Þorvarðarson fyrrum alþingismaður. Hjá sr. Magnúsi festi pabbi Úthlíðina handa tveimur bræðrum sínum. Frá Torfastöðum hélt hann beint austur að Hruna því Berghylur var þá kirkjujörö. Sr. Steindór Briem haföi ráð á bygg- ingu jarðarinnnar. Þar var það fast- mælum bundið aö hann tæki jörðina um vorið og fór hann ekki einu sinni til þess að líta á hana. Pabbi var léttleika maöur og skokkaði frá Vík í Mýrdal og upp aö Torfastöðum á tveimur dögum. Þriðja daginn fór hann frá Torfastööum og austur aö Hruna og þaöan fram að Skeiöháholti um kvöldiö og gisti þar um nóttina. Það var mikið vandamál um síðustu aldamót aö flytja búferlum austan úr Álftaveri og upp aö Berghyl. Það varð að vanda allan undirbúning. Féð var rekiö á milli sumarmála og loka. Við reksturinn var vel mennt því jafnframt ráku bræöur föður míns sitt fé, en þeir fluttu þetta vor aö Úthlíð í Biskupstungum og meö þeim flutti Guömundur Runólfsson, faðir Runólfs í Ölvesholti. Faöir minn kom að austan meö nálægt 100 kindur, og mig minnir aö fyrsta sumarið sem við vorum á Berghyl hafi veriö 60 ær í kvíum. Ég man nú ekki orðiö lengur hvað það tók langan tíma að reka féö að austan. En þeir komust með það áfallalaust, utan hvaö þeir misstu 4 gemlinga í Markar- fljót. Þetta vor var þurrviðrasamt og heldur þyrkingslegt svo sennilega hef- ur veriö lítiö í öllum vötnum. Þegar upp fyrir Stóru-Laxá kom, skildu leiöir. Fööurbræður mínir héldu þá vestur með Laxá og upp Langholtsfjall, og ráku féð umsvifalaust í Hvítá fyrir vestan Skollagróf og gekk þaö vel. Faöir minn hélt svo sem leiö liggur fyrir vestan Hrepphóla. Með honum var vinnukona, sem verið hafði hjá honum um nokkurn tíma. Þegar þau voru komin með féð upp á móts við Hrepphóla kom maður vestan af mýrinni og gekk til þeirra. Var þetta Sigurður Jónsson bóndi í Hrepphólum, sem var aö koma heim frá því að huga aö kindum. Tóku þeir faðir minn og Sigurður strax tal saman og fannst Siguröi mikiö til um hvaö féð hefði dugað vel í þessu langa og stranga ferðalagi. Farið haföi verið yfir mörg af stærri vatnsföllum landsins og allsstaöar hafði féö orðið aö synda yfir nema Þjórsá; á hana var þá komin brú fyrir nokkrum árum. Sigurður sem var höfðingi heim aö sækja sagöist vakta fjárhópinn en sendi þau heim aö þiggja góögeröir. Þannig var fööur mínum strax vel tekiö er hann kom í Hreppinn og spáði þetta góöu um framtíðina enda varö fjöl- skyldan ekki fyrir vonbrigðum með búferlaflutningana. Er upp að Berghyl kom snéri faðir minn við tafarlaust og hélt heim en stúlkan varð eftir til aö fylgjast meö fénu. Þegar faðir minn kom austur aftur varð að fara aö undirbúa ferðalagiö. Við systkinin vorum fjögur og var ég elstur, á sjötta árinu en Runólfur bróðir minn yngstur, á fyrsta árinu. Ég man vel eftir feröalaginu. Ég reiö fjögurra vetra hryssu og reiöverið var reiðingstorfa. Runólfur föðurbróðir minn fylgdi okkur út yfir vötnin og hann reiddi mig yfir Jökulsá á Sólheima- sandi og Markarfljót. Lagt var af stað upp úr fardögum, ekki var hægt aö fara fyrr en komnir voru sæmilegir kúahagar. Búslóöin hjá fátækum frumbýlingum var ekki fyrirferðarmikil í þá daga. Ég held aö hún hafi verið á þremur hestum, en systur mínar, Sigríður og Guðlaug voru haföar í laupum. Móöir mín reiddi Runólf sem var á fyrsta árinu. Ég man sérstaklega eftir einu smá- atviki, sem kom fyrir viö Jökulsá. Hún var flugmikil þegar viö komum aö henni, því hlýindi höfðu gengiö aö undanförnu. A einum hestinum voru tveir sængurfatapokar. Höfðu þeir ver- ið saumaðir úr hvítu segli. Þegar lagt var út í ána hafði láðst aö klakkbinda pokana, og er komiö var nær bakkan- um vestanmegin, flaut annar pokinn af og barst niöur ána með straumnum. Ég man enn hvað faöir minn var snar er yfir kom að hlaupa niður með ánni © ekki fengiö fast skiprúm. Þá var betra aö geta vaknað snemma. Þannig gekk þaö til í tvær vertíöir. Síöan tók hann aö fara út á Eyrarbakka og þar réri hann í 11 vertíöir hjá Nikulási í Garðbæ. Hann geröi venjulega út tvö til þrjú skip. Nikulás vildi gera föður minn að formanni en hann hafði ekki hug á því. Það mun fljótlega hafa ráðist þannig með þeim að faðir minn sæi um fiskinn í landi og réri þá ekki nema stundum. Hann var svo í vinnu á Eyrarbakka fram að Jónsmessu. Á þeim árum sem faðir minn stund- aöi sjómennsku á Eyrarbakka kynntist hann mörgum Árnesingum og hann þóttist skynja aö þar væru ekki eins mikil landþrengsli og voru í Álftaverinu. En honum þótti þröngt um sig. Þá voru og hálfsystkini hans að vaxa upp í Skálmarbæjarhraunum og þar var sama sagan; þar vantaði tilfinnanlega olnbogarými. Þá var allsstaðar orðinn mikill skortur á jarönæöi í Vestur- Skaftafellssýslu. Það mun hafa verið nálægt miöjum vetri 1899 að faðir minn frétti aö tvær jaröir væru lausar í Biskupstungum, Úthlíöin og Fellið. Sér Magnús Helga- son, síöar skólastjóri, var þá prestur á Torfastöðum og haföi ráö á byggingu þessara jaröa. Faðir minn hélt nú gangandi vestur í Árnessýslu og upp að Torfastöðum. Hann ætlaöi sér aö ná í Fellið, en þá var búiö að byggja það. Sr. Magnús og grípa pokann, þar sem hann flaut meö landinu. Um fjörutíu til fimmtíu árum seinna kom ég aö Jökulsá með frændum mínum, sem kunnugir eru við ána. Ég sagði þeim aö ég skyldi sýna þeim hvar viö hefðum farið yfir hana. Stóð þaö heima, þar hafði vaðiö veriö. Þegar farið var yfir Markarfljót flaut næstum því yfir hrygginn á kúnum. Það er tæpast að nútímafólk geti skilið hvað miklir erfiðleikar fylgdu svona búferla- flutningum; þaö er alveg eins og lygasaga. Ég man ekki hvort viö komum á fimmta eða sjötta degi. En ég man aö fyrst var komið aö Hruna. Þar var staðiö lengi viö, og minnisstætt er mér hversu vel var tekiö á móti okkur þar. Kona sr. Steindórs, frú Kamilla, vildi að viö biðum eftir aöfallinu. En það var gömul trú aö nýr bóndi ætti aö koma heim meö aöfallinu. Síðustu nóttina höfðum viö gist í Skeiöháhólti. Þaöan mun hafa veriö lagt snemma af stað því um hádegi vorum við komin upp að Hruna, og mig minnir að klukkan hafi verið rúmlega fimm þegar við komum í hlaðið á Berghyl. Fyrstu árin vorum við í tvíbýli á Berghyl. Húsaskipan var þannig að viö fluttum í gamla torfbaðstofu en Skúli Þorvarðarson, fyrrum alþingismaður, sem haföi einn þriöja jaröarinnar til ábúöar, bjó í timburhúsi, sem í voru tvö herbergi og eldhús og svo var loft yfir. Við bjuggum í torfbaðstofunni fram til 1921. Þessi baöstofa var vel uppgerö meö helluþaki. Torfbaðstofur voru mikið hlýrri en timburhús, sem ekki voru hituö upp. Sérstaklega var það áberandi í frostum og hvassri noröan- átt. Skúli flutti frá Berghyl 1904 og þá tók faöir minn alla jöröina og keypti hana svo 1912 af Kirkjujarðasjóði. Kaupveröiö var 2230 krónur. Þegar Skúli fór seldi hann Guð- mundi Erlendssyni í Skipholti allar klæöningar innan úr húsinu en faöir minn fékk svo hússkrokkinn í því augnamiöi að nota hann sem hey- hlöðu. Þakiö var orðið lélegt svo hann reif húsiö eftir eitt ár og byggöi hlöðu og gat notaö þakið að nýju með nokkru nýju efni. Þetta var fyrsta hlaöan sem byggð var á Berghyl. Foreldrar mínir kunnu strax vel viö sig á Berghyl og þar fengu þau miklu rýmra jarðnæði en þau höföu búið við. í Hraunbæ voru mikil landþrengsli. Þó létti undir þar, aö talsvert var veitt af sel, en kaldsamt var aö stunda þá veiöi og ekki hættulaust. Þá var melkornið gott búsílag. Slægjur voru nokkuð góðar á Berghyl en þær voru erfiðar. Landkostir eru þar góöir og beitiland víðlent. Það er óhætt að segja að hross föður míns vöktu strax eftirtekt fyrir dugnaö og hæfileika. Hann fór fljótlega Frh. á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.