Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 3
værum sjónlaus og dofin á sál og líkama, ef viö skynjuöum þetta ekki, þegar viö förum meö þetta vers. „/ almáttugri hendl hans er hagur þessa kalda lands. Vor vagga, braut, vor byggð og gröf. Þótt búum við hin ystu höf. “ Þrátt fyrir guöstrú sína, komu fyrir þær stundir, aö Matthías efaöist um trú sína og tilveru. Hann var þaö stórmenni aö viður- kenna þetta, bæöi fyrir sjálfum sér og öörum. En eftir slíkar erfiöleika- og efa- stundir, varö trú hans skírari og heilli en áöur. — Einhver vitur maöur hefur sagt: „Til þess aö trúa er einnig nauösynlegt að efast.“ Hin stríöandi öfl efasemdanna og umrót- iö í sálarlífi Matthíasar áttu ekki einasta þátt í því aö gera hann aö stórskáldi en einnig og eigi síöur aö miklum trúmanni. — Hiö hugljúfa kvæöi hans „Jólin 1891“ bendir eindregiö til þessa, en í tveim síöustu vísunum kveöur hann svo: „Ljá mér, fá mér litla fingur þinn, Ijúfa smábarn, hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi ég öllu: lofti, jörðu, sjá. Lát mig horfa á litlu kertin þfn: Ijósin gömlu sé ég þarna mín. Ég er aftur jólaborðið viö, ég á enn minn gamla sálarfrið. “ Sli'k trúarkennd og birtist í þessum Ijóðlínum Matthíasar uröum viö áþreifan- iega vör viö í sjónvarpinu aö kvöldi jóladags í látiausri en um leiö eftirminni- legri predikun æösta manns kristni og kirkju í landinu, er hann sagöi: „Þaö er styrkur minn, þegar ég stend á þessum staö, aö ég veit á hvern ég trúi.“ Enginn fer í grafgötur um þaö, hvaö biskupinn átti viö meö þessum oröum. — Og hvaö okkur áhrærir, þegar viö erum stödd í þessu veglega guöshúsi, ættum viö aö leitast viö aö endurskoöa og hreinsa hug okkar og gera okkur grein fyrir á hvaö viö viljum treysta, á hvaö viö viljum trúa, og biöja um styrk til þess aö sigrast á efasemdunum. — Efinn hefur oft þjakaö okkar mestu og beztu menrt, jafnvel trúarskáldiö mikla og mesta í allri sögu okkar kristni, Hallgrím Pétursson, en öll þekkjum viö þetta hans vers: „ Víst er ég veikur aö trúa veiztu það, Jesú bezt, frá syndum seinna að snúa, svoddan mig angrar mest. Þó framast það ég megna þínum orðum ég vil treysta og gjarnan gegna. Gef þú mér náð þar til. “ Er aö undra, þegar viö höfum dæmin um efa okkar beztu og andríkustu manna, sem gæddir voru guölegri snilligáfu, þótt viö margir veiklundaöir nútímamenn, sem lif- um á miklum óróa- og umbyltingartímum, umróti, sem fer nú eins og logi yfir akur, ekki aöeins hér á landi heldur og um gjörvalla heimsbyggöina, þótt augu okkar séu stundum haldin svo aö alsjáandi sjáum viö ekki, — og efinn sæki okkur heim? — Öld sú, sem viö lifum á, hefur verið mikil efnishyggjuöld. — Efnishyggjunni óx mjög fiskur um hrygg um 1880. Fór hún mjög vaxandi upp úr aldamótum og náöi há- marki milli heimsstyrjaldanna tveggja, einkum þó seinasta áratugínn fyrir heims- styrjöldina síöari. — Voru þeir ekki ýkja margir vísindamennirnir þá, sem þoröu aö halda því fram, aö tilviljunin ein heföi ekki ráöiö því aö líf kviknaöi á okkar jörö. Kjörorðin: „Vísindi og trú eiga ekki sam- leiö“ voru svo til allsráöandi á þessum tíma. í heimsstyrjöldinni síöari og fljótlega eftir hana, varð mikil breyting á þessu sviöi. Og nú er svo komiö, aö þeir eru sárafáir, vísindamennirnir, í hinum vestræna heimi, sem halda því í alvöru fram, aö trú og vísindi eigi ekki samleið og geti ekki fariö saman í vissum skilningi. Ýmsar ástæður lágu til þessarar stefnubreytingar, m.a. þær tvær, aö tveir virtir og heimsþekktir raunvísindamenn, franski eðlis- og líffræö- ingurinn, Lecomte du Nouys, og Albert Einstein, höfundur afstæöiskenningarinn- ar, víluöu ekki fyrir sér aö lýsa yfir opinberlega jákvæöri afstööu sinni til trúarinnar og persónulegs Guös, sem stæöi aö baki allri þróuninni og framvindu lífsins hér á jörö. — Dr. du Noiiys gaf út bók sína, „Human Destiny” í New York, í febrúar 1947. — Bók þessi kom út í íslenzkri þýöingu Jakobs Kristinssonar 1951 undir heitinu „Stefnumark mann- kyns“. Robert A. Millikon, einn úr flokki ágætustu eölisfræöinga heimsins, kemst t.d. svo aö oröi um bókina, aö hún sé rituö af svo „djúpum skilningi og glöggri innsýn, aö ekki sé hægt aö vænta þess, aö önnur eins bók komi út, nema einu sinni eöa tvisvar á öld“. Margir aörir vísindamenn og heimspekingar tóku í sama streng. — Frægt varö þaö og flaug um allar jarðir, heimshornanna á milli, áriö 1950, þegar Albert Einstein, kunnasti vísindamaöur aldarinnar og sá sem hefir valdiö alda- hvörfum í raunvísindum, t.d. meö afstæðis- kenningu sinni og frumeindakönnun, birti almenningi afstööu sína til trúarinnar og trúarlífs. Þar segir hann m.a. svo, í þýöingu Gunnars Árnasonar frá Skútustööum: „Sú algenga skoóun, aö ég sé guðleysingi aö lífsskoðun er hreinn og skær misskilningur ... Ég trúi þvert á móti á persónulegan Guö og get meö góöri samvizku fullyrt, aö ég hef aldrei nokkra einustu stund á ævinni aöhyllzt guölausa lífsskoöun. Strax þegar ég var ungur stúdent, hafnaöi ég þeirri vísindastefnu, sem ríkti um 1880, og mér virðist hvort heldur skoöanir Darwins eða þeirra Haeckels og Huxleys og ýmissa annarra vera algerlega úreltar. Menn verða aö gera sér Ijóst, aö stööugt miðar fram á leið, ekki aðeins í tækninni, heldur líka á vísindasviöinu og ekki sízt aö því er varðar náttúruvísindi. Og óhætt er aö fullyröa um flesta fulltrúa sannra vísinda, aö þeir eru sammála um það, að vísindin séu ekki fjandsam- leg trúarbrögöunum. Aö sjálfsögöu eru þó til enn nokkrir kreddubundnir vísindamenn, er þramma enn sama vítahringinn og menn gerðu um 1880. Sjálfur er ég sannfæröur um aö ef trúarbragöanna hefði ekki notiö viö, mundi mannkyniö enn í dag vera á villimannastiginu. “ — Þetta sagði Albert Einstein á því herrans ári 1950 og vakti þaö aö vonum geysimikla athygli, ekki einungis meöal vísindamanna heldur og einnig meðal fjölda fólks, sem lætur sig andleg mál einhverju varöa. Á millistríösárunum drógu margir rithöf- undar margir rithöfundar og skáld dám af vísindamönnum efnishyggjunnar, and- mæltu kristindóminum og afneituöu tilveru Guös. — Nýjar þjóðmálastefnur komust þá fyrir vindinn og höföu sumar Guösafneitun á stefnuskrá sinni, a.m.k. ein þeirra taldi Guöstrú vera sem ópíumverkun á fólkiö. Margir góöir rithöfundar hérlendis og skáld létu ekki draga sig í dilk efnishyggju- manna. Má þar m.a. nefna Stefán frá Hvítadal, Davíö frá Fagraskógi, Einar Benediktsson o.m.fl. — Þeir þrír, sem hér eru nefndir, skiluöu okkur og óbornum kynslóöum ómetanlegum arfi dýrmætra Ijóöa, sem lifa munu meöan tungan er töluö. — Allir voru þeir miklir guöshyggju- menn og einlægir trúmenn. Hver þeirra á aö minnsta kosti tvo sálma í sálmabókinni okkar, sem viö þekkjum vel: sálmana nr. 2 og nr. 70 í gömlu sálmabókinni, — „Þú mikli eiiífi andi“ og „Gleð þig særöa sál“, báðir eftir Davíö Stefánsson, og sálmana nr. 169 og 174: „Nú Ijómar merki: Lífsins kross“ og „Ég kveiki á kertum mínum", eftir Stefán frá Hvítadal og sálma Einars Benediktssonar nr. 447 og 457, „Hvað bindur vorn hug viö heimsins glaum“ og „Vor ævi stuttrar stundar". í sálmum þessum fer saman snjallt tungutak, andríki og sterk Guöstrú. — Einar Benediktsson var maður mikilla örlaga. Líf hans allt var sem á hverfanda Framhald á bls. 15 r Jón úr Vör: MORGUNVERK Þótt fuglarnir þagni og ég sjái ekki lengur út úr augum heyri ég sem í svefni skelli bátanna. Ég geng út. Á meöan ég geri mín fornu morgunverk upp viö minn gamla vegg, þykist ég vera aö gá til veöurs, hnusa, en ég finn enga iykt. Ungu stúikurnar ganga framhjá í hreistruöum vinnuklæöum og hlæja. Ég segi: Skyldu bátar mínir róa í dag? segi ég. HREPPSTJORINN Ekki man ég þaö sjálfur, sagöi fóstri minn. En móöir mín sagöi mér aö það heföi veriö sín bitrasta stund þegar valdsmaöurinn hreif mig grátandi úr fangi hennar og fól mig vandalausum til uppeldis. Þegar ég var unglingur var ég ásamt öörum pilti látinn taka gröf í garöinum aö Brjánslæk á Baröaströnd. Þegar viö vorum aö komast í hæfilega dýpt varö fyrir okkur spýtnamosk, sem varla þoldi snertingu. Þó mátti sjá aö þetta haföi veriö kista rekin saman meö trénöglum. En þegar ég beygöi mig og lyfti fjalabrotunum var þar hvorki bein eða hár, ekkert nema Ijóst dust, sem ekki þoldi andardrátt okkar, heldur var eins og ryki úr sverðinum líkt og aö honum væri borinn ósýnilegur logi. Oft hef ég spurt: Skyldi þetta einu sinni hafa veriö hreppstjóri?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.