Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Page 6
annarra embætta var ég ekki kjörinn norður þar, nema hvað ég lenti í stjórn Félags vangefinna, líklega vegna útlits- ins.“ „Síðan yfirgefur þú Akureyri, — með sárum söknuði eða hvað?“ „Mér féll með hverjum degi betur við Akureyri og Akureyringa. Þeir eru kurt- eist og elskulegt fólk. En ég fór á hausinn með búðina og það varö mér til bjargar. Annars væri ég líklega að selja bækur þar ennþá. Þótt svo hrapallega færi, var ég duglegur bóksali og búðin var sú stærsta utan Reykjavíkur. Hitt var aftur á móti verra, aö hún bar ekki stærðina, og ég var orðinn leiöur." „Þú varst nýkominn suður þegar okkar samstarf hófst og ég birti í Vikunni grein eftir þig, sem athygli vakti; ætli það séu ekki 16 ár síðan.“ „Já, þaö var greinin um herleiöingu Hannibals, bezta grein sem ennþá hefur veriö skrifuö um þann merkisatburð. Hannibal kom útí Bolungavík til þess aö halda fund með verkalýösfélaginu og var samferöa Sunnukórnum frá ísafirði. Að söng loknum hélt báturinn með ísfirðingana heim, en hátíðabragurinn varð snöggsoðinn, enda hafði Hannibal notað tímann og veriö að brugga launráð á meðan söngurinn hljómaði. Á eftir fóru menn og tóku hús á Hannibal og það var meira stráksskapur en pólitík. En Hannibal brást illa við herleiöingunni, enda maöur skapvondur í nauðungarflutningunum. Hann var svo fluttur á báti til ísafjarðar og um þetta má lesa í Einars sögu Guðfinnssonar. En Hannibal er ódrepandi og hann kom aö sjálfsögöu aftur — og það áttu Bolvíkingar mínir aö sjá.“ „Bolvíkingar já. Mér skilst að í Bolungavík hafi selzt eitt ein- tak af Gríms sögu.“ „Jútakk. Morgunblaðiö hafði það eftir bóksalanum á staðnum, að einn maður hefði keypt bókina og líkaöi svo stórilla lesturinn, að hann var að hugsa um aö skila henni aftur. Enginn er víst spámað- ur í sinu fööurlandi og ég sem hélt að ég væri svo vinsæll í Bolungavík. En auðvitað varð ég sárreiöur og sendi engum manni jólakort í Bolunga- vík, utan einum, sem ég vissi að hafði aldrei lesiö neitt eftir mig — og mundi aldrei gera þaö.“ „Ertu utangarðsmaður meðal rithöfunda? „Já eiginlega, — og vil vera það. Ég hef aldrei verið félagssinnaður og það veröur af illri nauösyn, ef ég geng í einhver samtök vegna ritverka. Ég held satt að segja, að þeir rithöfundar, sem teljast sjálfstæðir, hafi æöi lítil kynni hver af öörum. Svo er einnig á þaö aö líta, að vegna minnar sérstæðu lífs- reynslu og uppeldis, á ég ekki sálufélag viö aðra íslenzka rithöfunda." „Og hvaö nú, þegar þú ert orðinn höfundur margra bóka; hver er þá oröinn ofaná, Ljós- víkingurinn, Þorgeir Hávars- son eða Móri?“ „Þeir eru allir á ferli ennþá. Þorgeir greyið er orðinn anzi dapur uppá síðkastið; þaö gerir hitaveitan. Hann lifir ekki af hitaveitu til lengdar. Ljósvíking- urinn er í eöli sínu ódrepandi þrátt fyrir aumingjaskapinn — þannig eru Ljósvík- ingar. Og Móri sést annaö veifið í Morgun- blaðinu." Gísli Sigurösson ræður um þjóðfélagsmál staönaöar hér á landi. Ráöamenn líkjast refi, sem eyöir tímanum l aö elta skottiö á sjálfum sér og bregst grimmdarlega við, ef einhver truflar hann. Þaö er dæmigert um ástandiö í landstjórn- inni, aö helsti andstæöingur stóriðju skuli vera sjálfur iðnaöarráðherrann. Þennan vítahring veröur aö rjúfa. Hvernig veröur þaö gert? íslendingar eru almennt betur menntaðir nú á tímum en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Þekking þeirra á eigin högum og annarra er meiri en áður. Upplýsingar um þjóö- félagsskipan og efnalega afkomu eru víötækari og auöveldari til úrvinnslu. Fleiri málum er skipaö með lögum en fyrr og jafnrétti á öllum sviöum hefur veriö lögfest. Heilbrigöis- málum er betur skipaö, tæknikunn- átta er almennari og heföbundnir atvinnuvegir eru reknir meö fullkomnasta tækjabúnaöi. Umræður um þjóöfélagsmál hér á landi eru staðnaöar. Hjakkaö er í sama farinu. Ráöamenn viröast helst taka viö sér, þegar þeir telja nauð- synlegt aö hækka skatta og -taka erlend lán í því skyni að margfalda útgjöld hins opinbera. Aliö er á því, aö meö opinberu fjármagni megi leysa allan vanda. Ríkishítina á að gera aö eins konar sjálfhreyfivél stjórnmálamannanna. Þeir nota skattpeningana, lánin frá útlöndum og innistæðulausu seðlana, sem þeir láta prenta fyrir sig, til að raöa fleirum á ríkisjötuna. Síöan verður þaö kjarninn í kosningaáróörinum, aö nauðsynlegt sé að viðhalda ríkis- rekstrinum, því aö annars missi svo og svo margir spón úr áski sínum. Meirihlutinn kýs svo yfir sig meiri ríkisafskipti í þeirri trú, aö hann sé að bjarga eigin skinni. Eitt nýlegt dæmi um ofdýrkunina á ríkishítinni er aöförin að þeirri lífs- skoðun, sem náð hefur að festa rætur í íslensku þjóðfélagi og dafna, að einstaklingurinn skuli eiga íbúð sína. Hafin er krossferö gegn bygg- ingarstarfsemi á vegum einkaaöila. Ekki hefur veriö boðað til hennar meö háværum lúðrablæstri, en ridd- ararnir eru þó lagðir af stað. Helsta vopn þeirra er ráöstöfun á opinber- um sjóöum. Ákveöið er, aö úr opinbera húsnæöislánakerfinu skuli veitt meira fé til svonefndra félags- legra bygginga, sem í raun þýöir, aö einstaklingarnir verða að víkja. Ein afleiöing þessa veröur sú, aö fjár- magn lífeyrissjóöa mun fremur en áður renna inn í opinbera lánakerfiö og þar meö veröur enn dregiö úr frumkvæöi einstaklinganna. í myrk- viði lífeyrissjóðakerfisins ríkja nokkr- ir smákóngar, sem viröast ekki neinir sérstakir baráttumenn fyrir bættum hag félagsmanna sinna. Aðeins for- ráöamenn Lífeyrissjóös verslunar- manna hafa hreyft hugmyndum, sem miöa aö því aö draga úr misréttinu í lífeyrismálum og bæta hag þeirra, er sannarlega má kalla láglaunamenn. Hinir þegja þunnu hljóði og þögnin er mest hjá þeim, sem segjast aðhyllast sósíalisma. Raunar þarf það ekki aö koma neinum á óvart, þvíað þeir telja fjármuni manna best komna í ríkishítinni til ráðstöfunar fyrir vilhalla ráöamenn. Græðgi ríkisins og sveitarfélaga blasir alls staðar við. I innheimtumál- um er boginn spenntur til hins ítrasta og alltaf séð til þess, aö ríkissjóöur eöa sveitasjóðir fái fyrst þaö, sem þeim ber. Einokun ríkisins hefur í för meö sér aöra viöskiptahætti en almennt tíökast, sem til dæmis lýsir sér íþví, aö bæöi íáfengisverslunum og fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli er ekki unnt aö borga meö ávísunum. Viöskiptavinirnir eru fyrirfram stimpl- aöir sem svindlarar. Hroki valds- mannanna verður meiri eftir því sem fleiri leita á náðir þeirra. Og það veröa æ fleiri aö gera. í Morgunblaö- inu birtist 14. janúar sl. ályktun frá Múrarafélagi Reykjavíkur. Þar sagði meðal annars: „Fundurinn óskar því eftir, aö ekki verði dregiö úr bygg- ingarframkvæmdum sem fyrirhugaö- ar eru á vegum sveitarfélaga, heldur verði hraöaö að koma af staö verkefnum sem atvinnuaukandi eru. “ Þannig er þróunin á flestum svið- um. Óskir til misviturra stjórnmála- manna aukast. Þeir nota þær síöan til aö rökstyðja aukna skattheimtu, stærri erlend lán, meiri seðlaprentun og arðrán sparifjáreigenda. Bjargráö þeirra veröa sífellt fáránlegri. Nú sýnast erlend lán til dæmis tekin til að greiöa niöur gengi krónunnar með millifærslum, svo aö atvinnu- reksturinn stöðvist ekki. Þegar þannig er komið, eru um- íslerid- ingar Ií til sín taka í flestum listgrein- um og íþrótta- menn ná langt á sínu sviöi. Fjölmiöl- un er aösópsmeiri en áður og meö nýrri tækni á því sviöi er auöveldara að beina kröftum þjóöarinnar inn á skynsamlegar brautir. Fleiri íslend- ingar hafa notið menntunar erlendis en áöur í þjóðarsögunni og kynni almennings af öörum þjóöum hafa margfaldast. Það eru því fyrir hendi aörir kraftar íþjóðlífinu en þeir, sem knýja eilífðarvél stjórnmálamannanna. Þessir kraftar fá ekki aö njóta sín, ef ríkishítin og hagsmunir hennar eru settir ofar öllu öðru. Skyldi ríkissjóö- ur ekki komast af, ef aflétt yrði okurgjöldum á hljóöfærum? Komiö var á fót Leiklistarráði ríkisins. Á fyrsta starfsári ráðsins 1980, runnu til þess 2,5 milljónir króna af 10 milljónum til styrktar leiklistarstarf- semi. Á fjárlögum ársins 1981 er ráöiö búið aö fá sérstaka fjárveit- ingu, sem nemur 3 milljónum króna. Á sama tíma er neitað að styrkja framtak einstaklinga á sviöi leiklistar eins og t.d. Ferðaleikhúsið. Stöönunin, sem lýsir sér í oftrúnni á ríkishítina, nær til æ fleiri þátta þjóðlífsins. Mörgum hrýs hugur við því átaki, sem er nauösynlegt til aö breytt verði um stefnu. Andvaraleys- iö er versti óvinur einstaklingsins í átökum hans viö afskiptasama stjórnmálamenn. Menn ættu ekki að gleyma því, að baráttan fyrir valdi löggjafarþinga miðaði aö því að takmarka möguleika einvalda til skattpíningar. Vannst sigurinn í henni til þess að ríkishítin kæmi í staö einvaldskonungsins? Björn Bjarnason ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.