Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1981, Blaðsíða 14
Sigurður Skúlason magister: Nokkur aðskota- orð í íslensku Fyrir þremur árum birtust í Lesbók nokkrir þættir Sigurðar Skúlasonar um sama efni og var þeim vel tekiö. Síðan hefur Sigurður haldið áfram athugunum sínum og birtist árangurinn hér og í næstu tölublööum Lesbókar. Undanfarin ár hef ég varið allmikl- um tíma til að tína saman erlend orð sem ég hef rekist á í íslensku ritmáli eöa heyrt hrjóta af vörum hérlends fólks. Árið 1978 birtust í 38.-42. tbl. Lesbókar Morgunblaösins nokkur sýni þessarar iðju. Kom þá í Ijós að ýmsa langaöi til að fá upplýsingar um fleiri aðskotaorð í móöurmálinu. Hefur orð- ið að samkomulagi að hér verði um nokkurt skeið birt framhaldsskrá um erlend tökuorð í íslensku. Af fjölda þess háttar oröa, sem ég hef tínt saman, birtust aðeins 195 í Lesbók áriö 1978 svo af nógu er erin aö taka. Eftirfarandi greinargerö er framhald af skránni frá 1978. Eins og þar tilfæri ég fyrst merkingu oröanna eftir Oröa- bók Menningarsjóðs sem Árni Böðv- arsson ritstýrði (skammstöfuð OM) ef þau hafa fundist þar. Síðan hef ég athugaö hver þeirra fyndust í fornu máli með því m.a. aö gá aö þeim í orðabók Joh. Fritzners (skammstöfuð Fr.). Því næst hef ég leitaö að uppruna oröanna í erlendum fræðiritum og loks athugað hvenær þeirra hefur orðið vart í íslensku með því að kanna seðlasafn Orðabókar Háskólans (skammstafaö OH). Auövitaö hafa flest þessara oröa heyrst hér mislengi í talmáli áöur en þau komust inn í ritmáliö. Færi ég starfsmönnum oröa- bókarinnar bestu þakkir fyrir frábæra greiðvikni við mig. Hafa þeir aldrei þreyst á aö sinna fyrirspurnum mínum. Oröasöfnun þeirra er orðin mjög yfirgripsmikil og eykst jafnt og þétt, en vitanlega eiga þeir enn eftir aö kanna mikiö lesmál, einkum frá 20. öld. Athugunum mínum á seðlasafni OH vegna eftirfarandi skrár lauk snemma í júní 1980. Upplýsingar þaöan eftir það finnast því ekki hér. Eins og orðaskrá mín í Lesbók 1978 er þessi framhaldsskrá samin við hæfi fróðleiksfúss almennings, enda birt fyrir tilmæli hans. Enn hefur mér því miður ekki gefist kostur á aö rannsaka nægilega feril aðskotaorðanna hingaö til lands enda ekki áhlaupaverk. Lang- flest þeirra eru auövitað hingaö komin úr dönsku vegna langvinnra samskipta okkar viö Dani umfram aðrar þjóöir. Því hef ég eins og áöur yfirleitt birt hina dönsku orðmynd þeirra (skamm- stafaöa d) en auk þess stundum hina þýsku (skammstafaða þ) sem ætla má að danska orðmyndin sé alloft komin af. Vegna talsverðra áhrifa á íslensku frá ensku upp á síökastiö hef ég einnig til fróöleiks birt enskar orðmyndir aðskotaorðanna (skammstafaðar e) enda þótt ekki viröist mjög oft vera um áhrif frá þeim aö ræða. Ef önnur tungumálaheiti eru skammstöfuö, merkir fr. franska, ít. ítalska, lat. latína, gr. gríska, fhþ. fornháþýska o.s.frv. Þarflaust finnst mér aö skýra aðrar þess háttar skammstafanir sem marg- ar hverjar eru alkunnar úr kennslubók- um. Oröasamtíning minn hóf ég að áeggjan nemenda minna sem fyrr og síðar hafa haft margs að spyrja um uppruna og merkingar oröa. Þeim tileinka ég enn sem fyrr prentaöan afrakstur þessa söfnunarstarfs. Skylt er aö þakka þeim fjölda annarra manna, flestum mér ókunnum, sem hafa sýnt þessari söfnun áhuga eftir að þeir lásu orðaskrána í Lesbók áriö 1978. Þess skal getið að aðskotaorðin í eftirfarandi skrá verða ekki alltaf birt í stafrófsröö. Hér veröur byrjað á að geta fáeinna orða úr skólamáli Reykjavíkurskóla á 19. öld. Sá skóli heitir í dag Mennta- skólinn í Reykjavík. Þessi orð hef ég valið úr orðasafni í Sögu Reykjavík- urskóla II eftir Heimi Þorleifsson, Rv. 1978, bls. 209—10. Þau sanna að erlend aöskotaorö í íslensku hafa mörg hver upphaflega hrotið af vörum eöa runniö úr pennum svonefndra læröra manna sem auövitað voru fróöari um erlend orö en alþýða. Notkun orðanna gat stafað af ýmsu sem of langt mál yrði að rekja hér. BRILLIERA, standa sig vel. Oröið er komið af franska so. briller, glitra, Ih. nt. brillant, glitrandi, og merkir þar nú oftast: prýöilegur. í ítölsku heitir þetta so. brillare, þ. brillieren, d. brillere. Það finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1830 (OH). BRILLISTI, duglegur nemandi. Orö- iö er leitt af so. brilliera. Sennilega eru þessi orö ámóta gömul í fyrrnefndu skólamáli. DECIMERA (desímera), reka tíunda hvern mann úr skóla. Orðið er komiö af so. decimare í lat. sem merkir: taka tíunda hvern mann úr hópi til refs- ingar, jafnvel lífláts (decem, tíu). Þ. dezimieren, d. decimere, fr. décimer, e. decimate. Finnst i ísl. ritmáli frá 19. öld, en hefur vafalaust heyrst hér í talmáli miklu fyrr. DIMITTERA, senda nemendur í lokapróf. Orðið er komið af so. dimitt- ere í lat. sem merkir: senda inn. D. dimittere. Þaö finnst í ísl. ritmáli frá fyrri hluta 18. aldar (OH). DIMISSION, brottsending úr skóla fyrir stúdentspróf. Orðið er komið af dimissio í lat. og merkir þar: brott- sending. Þ. Dimission, Demission, d. dimission. Finnst í samsetningum í ísl. ritmáli frá árinu 1735 (OH). DISPÚTERA, kappræða, rökræða (OM). Orðið er komið af disputere í lat. og merkir: taka þátt í orðasennu. Þ. disputieren, d. disputere, e. dispute. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1591 (OH). DUX, einkunnahæsti nemandi bekkjar (skóla) (OM). Oröiö er komið af dux í lat. og merkir þar: leiðtogi. D. duks. Það finnst í ísl. ritmáli frá 19. öld, en hefur vafalaust heyrst hér miklu fyrr í talmáli. FUX, einkunnalægsti nemandi í bekk (skóla) (OM). Þ. Fuchs, d. fuks. Oröið finnst í ísl. ritmáli frá 19. öld, en hefur vafalaust heyrst hér miklu fyrr í talmáli. GATIFÍSERA, standa á gati, þ.e. geta ekki svarað spurningum á prófi eða í yfirheyrslum. OH hefur orðið úr heimild frá árinu 1881. GATISTI, nemandi, sem getur ekki svaraö spurningum á prófi eða í yfirheyrslum (OM). Orðið finnst í ísl. ritmáli frá 1876 (OH). INSPEKTOR, umsjónarmaður í menntaskóla, kosinn úr hópi nem- enda. Þ. Inspektor, d. inspektor, en merkir þar: umsjónarkennari einkum í menntaskóla. E. inspector. Finnst í ísl. ritmáli frá 19. öld, en hefur vafalaust heyrst hér löngu fyrr í talmáli. KARAKTER, einkunn í skóla. Orðið er komið af charakter í grísku og komst óbreytt inn í þýsku. D. karakter, e. character. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1880 (OH). Orðiö hefur miklu víðtækari merkingar en í máli mennta- skólanemenda, merkir m.a.: ásig- komulag og lyndiseinkunn. Lo. karakt- ersjúkur er haft um nemanda sem er miöur sín ef hann fær ekki háar einkunnir. Það finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1872 (OH). KÚRERA (á sig), læra, lesa meö ákafa undir kennslustund eða próf (OM). Orðið er komið af curare í lat. sem merkir: sjá um eitthvað. í þ. merkir kurieren: lækna, venja af. Kurere í d. merkir: lækna. Orðiö kúrera finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1881 (OH). Kúristi merkir á máli skólanem- enda: Sá sem les mikiö. Þaö orð hlýtur að vera nokkurn veginn jafngamalt so. kúrera. Þaö hefur verið komið inn í ísl. ritmál á 19. öld, en hlýtur að vera allmiklu eldra í talmáli. NÓTA, athugasemd, athugagrein; (í skólamáli) gefa e-m nótu skrá yfirsjón e-s, veita skriflega áminningu (OM). Oröiö má rekja til notatum í lat., d. notat, þ. Note. Þaö finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1860. Frá sama ári finnst so. nótera sem merkir: gera athugasemd við hegöun skólapilta, en orðið nótu- bók, sem merkir: bók um þvílíkar athugasemdir, finnst í ritmáli frá 1882 (OH). PORTNER, dyravörður. Þ. Pförtner, d. portner, e. porter. Oröið finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1542 (OH). Um portner Reykjavíkurskóla er getið í ritmáli frá árinu 1847 eöa rétt eftir að skólinn var færður frá Bessastöðum til Reykjavík- ur(OH). PRÓTOKOLLUR, geröabók, emb- ættisbók (OM). í sambandi viö Reykja- víkurskóla táknar þetta orð: einkunna- höfuðbók. Það er komið af protokoll- on í gr. (af protos, hinn fyrsti, og kolla, lím). Upphaflega merkti það: blað, límt efst viö papírusrollu, áletrað efnisyfir- liti um það sem skráð var á rolluna. Þ. Protokoll, d. protokol, e. protocol. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1684 (OH). so. protokollera,- skrá í gerðabók, finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1789 (OH). SKÚLKA, skrópa (OM). Orðið er komið úr dönsku þar sem það heitir skulke og merkir: skrópa, svíkjast um. Það finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1612 (OH), en einnig frá árinu 1879 þar sem þaö er haft um atferli nemenda Reykjavíkurskóla (OH). SPEKÁLA, ólæti, fyrirgangur (OM). Orðið á rót sína að rekja til spectacul- um í latínu sem merkir: leiksýning. Það varð spectacle í frönsku og merkir þar: allt sem vekur athygli, m.a. leiksýning. Spectacle í ensku merkir. sjón, en í ft. gleraugu. Spektakel í þýsku merkir: hávaði, háreysti, gauragangur. Það komst óbreytt inn í dönsku og hefur þar sömu merkingar og þýska orðið. Oröið spekála sést í ísl. ritmáli frá árinu 1818 (OH). Hver er hinn seki? ég sem lagði akurinn sem drakk blóð bróöur míns, eða Abel liggjandi í valnum? Hví dæmir þú mig er samviskubit mitt ekki nóg refsing og iðrun mín ekki nóg yfirbót? JOLATRÉ - Fellur í auga mitt mynd þín svo fögur og björt og sígræn á frostavetri líkt og á sumarnótt þá man ég þig — eilífð — fellur í auga mitt mynd þín á mannanna gólfi sem táknrænt böl. Þröstur J. Karlsson t YFIR LANDAMÆRIN / austan átt yfir Ijósum Berlínar varstu staddur í tágakörfu. — Hún féll til jaröar sundurskotin. en þú, — hélst áfram með austan blænum. Gunnar Sigfússon GAGN RÝNANDINN Yfir eyðimörkina þokast úlfaldalest mín klyfjuö orðum á vinstri hönd situr gagnrýnandinn við skrifborð sitt vegur og metur klyfjar úlfalda minna gegnum gleraugu fræöimannsins en aó lokum stenzt hann ekki mátiö og fær sér rautt epli.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.